Morgunblaðið - 30.07.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JULl 1976
7
Slæm skyssa
í Víðavangi dagblaðsins
Tímans sl. miðvikudag
segir m.a.:
„í leiðréttingu, sem
birtist á baksíðu Þjóð-
viljans f gær, segir, að svo
hafi borið til við „út-
reikninga á eignum
þriggja heiðursmanna
samkvæmt eignaskatti
þeirra, að þeir voru sagðir
eiga milljarði, þar sem átti
að standa hundruð
milljóna. Þannig var Þor-
valdur I Síld og fiski sagð-
ur eiga þrjá milljarða en
átti að vera 340 milljónir
eða þar um bil, og síðan
hinir tveir í samræmi við
það. Viðbótarvilla við
þetta var svo að Sveinn
Valfels var sagður eiga
þriggja milljarða virði og
átti ekki einu sinni að
vera 300 milljónir heldur
um 1 80 milljónir."
,,Útreikningar þeir, sem
hér um ræðir, birtust í
Þjóðviljanum á laugardag
inn, og eru þeir uppi-
staðan í forystugrein
Þjóðviljans í gær. Forystu-
greinin hefst á þessa leið:
„í laugardagsblaði
Þjóðviljans er skýrt frá
þremur einstaklingum
sem greiða um einn
milljarð hver í eigna-
skatta. Það þýðir að þess-
ir þrír einstaklingar eiga
nettóeignir upp á um það
bil þrjá milljarða að skatt-
mati eða um 8 milljarða
að söluverðmæti. Þetta er
fróðleg tala að velta vöng
um yfir fyrir þá sem hafa
haldið því fram að á ís-
landi væri engin stétta-
skipting, þar ríkti sann-
kallað efnahagslegt jafn-
rétti. En hvað segja
tölurnar um átta milljarða
króna nettóeign þríggja
manna."
Eftir áð hafa þannig
vitnað orðrétt í Þjóð-
viljann, segir Tíminn:
„Síðan fylgja miklir út-
reikningar á því, hvað
margar íbúðir væri hægt
að kaupa fyrir þessar
eignir o.sv.fv. Höfundur
forystugreinarinnar hefði
bersýnilega getað sparað
sér mikla fyrirhöfn, ef
hann hefði ekki hent sú
slæma skyssa, að trúa töl-
um í Þjóðviljanum."
Tilraunaveiðar
og vinnsla
Matthías Bjarnason,
sjávarútvegsráðherra
hefur beitt sér fyrir
umfangsmeiri fiskileit og
tilraunavinnslu á nýjum
sjávarhráefnum en
nokkru sinni fyrr I sögu
íslenzks sjávarútvegs. Er
þetta gert með það höfuð-
markmið f huga að geta
beint fiskveiðiflota okkar
meir en nú er í aðra fisk-
stofna en þá, sem full-
eða ofveiddir teljast.
Verulegt viðbótarf jár-
magn var tryggt til þess-
ara tilrauna, samhliða því
sem tekjur landhelgis-
gæzlunnar voru efldar,
með vörugjaldshækkun á
sl. vetri.
Tilraunavinnsla með
hertan kolmunna fyrir
Nigeríumarkað og kol-
munnamarning fyrir
Bandarfkjamarkað hefur
gefið góða raun og nokkr-
ar markaðsvonir. Tilraunir
hafa og verið gerðar með
að vinna spærling f lag-
meti, sem skemmra eru á
veg komnar.
Þá hefur umfangsmikil
leit verið gerð að veiðan-
legri loðnu fyrir Norð-
vesturlandi og úthafs-
rækju, sem talin er vera
til staðar bæði út af
Norðurlandi og Austur-
landi. Verulegt magn af
úthafsrækju fannst út af
Norðurlandi, þ.e. rækju á
djúpu vatni. Stærð hennar
var hinsvegar ekki sú,
sem vænzt hefði verið. Af
þeim sökum þe. vegna
smæðar rækjunnar var
verð hennar lægra og
veiðarnar hæpnari fjár-
hagslega, a.m.k. með
stærri veiðiskipum. Sjálf-
sagt er þó að halda þess-
ari tilraunaveiði áfram.
Hinsvegar hefur loðnu-
leitin gefið góða raun.
Gamlir sfldarstaðir á
Norðurlandi, eins og
Siglufjörður, blómstra á
ný, og lengi vannýttar
fiskibræðslur mala þjóð-
félaginu gull og gjaldeyri,
en mjöl er nú f dágóðu
verði. Loðnuveiðar síð-
sumars og að haustinu
eru ákaflega þýðingar-
miklar fyrir stóran hluta
fiskveiðiflota okkar, ef
þær reynast mögulegar og
arðsamar. Hér er því um
hina markverðustu starf-
semi að ræða.
Þjóðviljinn hefur
undanfarið ráðist að
sjávarútvegsráðherra fyrir
Þá sök að stöðva ekki |
hluta fiskveiðiflotans með
hliðsjón af ástandi fisk-
stofna. Ráðherrann hefur
hinsvegar lagt höfuð-
áherzlu á að skapa mögu-
leika á nýjum veiðum og
að beita veiðivernd með
friðun svæða, bæði al-
friðun og skyndilokunum,
sem og ýmsum reglu
gerðarákvæðum, sem
hamla gegn of mikilli
sókn. Bein stöðvun veiði-
flotans hefur ekki þótt til-
tæk, m.a. af efnahags-
legum og atvinnulegum
ástæðum. Stöðvun á
hluta veiðiflotans — eða
tímabundin stöðvun veiða
f ákveðnum landshlutum
— er ekki aðeins fiski-
fræðileg, heldtir og efna-
hagsleg aðgerð, sem
hefur viðtæk atvinnuleg
áhrif. — Lúðvík Jósefs-
son, fv. sjávarútvegsráð
herra tók og mjög kröftu-
lega undir sjónarmið
sjávarútvegsráðherra í
Vísi nýlega. En þar um
þegir Þjóðviljin. Hinsveg-
ar renna veiðisamningar
við Breta út um nk. ára-
mót. Þá skapast betri að-
stæður til að halda veið-
um á verst settu fiskstofn-
unum betur innan þeirra
marka, sem fiskifræði
legar niðurstöður setja,
en við núverandi að-
stæður.
Faco er svarið fyrir verslunarmannahelgina, glæsilegt úrval af allskyns fatnaði.
Dömur: Blússur. bolir og peysur, Stuttir og síðir denim jakkar,
hvítir jakkar, denim vesti, buxnapils og denim kjólar. „Buxnapilssamfestingar”
Herrar: Skyrtur, bolir, peysur og mittisjakkar.
Léttir frakkar, leðurjakkar stuttir og siöir. Cowboy (leður) stigvél. Sokkar o.m.fl.
Glæsilegt úrval af gallabuxum frá Inega og Kobi. Levi's,
Levi’s í ðllum númerunn, 6 ára og upp úr.
laugavegi 89-37
hafnarstræti 17
10353 12861 13303
Mercedes Benz '72
Sérlega vel með farinn og fallegur bíll. Upplýs-
ingar í síma 31236 í vinnutíma.
' .................... \
Bifreiöa- og Diesel-verkstæði
okkar verða opnuð eftir
sumarleyfi 3. ágúst.
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
Wallys
gallabuxur
W rangler
gallabuxur, gallapils,
gallajakkar.
Aldrei meira úrval.
Opið til kl. 7 í kvöld.
GEísíB