Morgunblaðið - 30.07.1976, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 30.07.1976, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JULl KB76 27 — Daniel Barenboim Framhald af bls. 15 En það var ekki fyrr en árið 1965, sem honum gafst tæki- færi til að gera þann draum að veruleika, en þá stjórnaði hann ensku Kammersveitinni á tvennum tónleikum. Næsta ár varð orðstír hans sem stjórn- anda borgið, þegar BBC kvik- myndaði tónleika kammersveit- arinnar og Vladimirs Ash- kenazys undir stjórn Baren- boims. „Þegar ég leik einleik, hefi ég það á tilfinningunni, að líkami minn myndi hljóðin," segir Barenboim. „Það getur verið þrándur í götu stjórnanda að komast aldrei í líkamlega snertingu við tónlistina." Margir telja lifsreynslu og þekkingu nauðsynlega góðum stjórnanda, auk tækninnar, og e.t.v. var Barenboim að leita að slikri reynslu, þegar hann tók að sér óperustjórn. Það var i Edinborg árið 1973, en þar stjórnaði hann uppfærslu á Don Giovanni og ári síðar á Brúðkaupi Figaros eftir Mo- zart. Dómarnir voru misjafnir, en viðurkenndu þó, að hann hefði „einnig lag á að túlka þessa tegund tónlistar á sinn eigin og sérstæða hátt.“ Barenboim hefur leikið inn á mikinn fjölda hljómplatna. Hann hefur sína eigin aðferð við það líka. Hann byrjar með vissa hugmynd um, hvernig hann ætli aó spila viðkomandi verk og hættir ekki fyrr en hann hefur slegið síðustu nótu þess, ólikt flestum öórum tón- listarmönnum, sem leika smá- kafla, stanza, byrja aftur og láta jafnvel skeyta saman kaflana eftir á, til að leikur þeirra á plötunni virðist sem fullkomn- astur. En að viti Barenboims er ekki til nein ein fullkomin túlk- un á verki. „Túlkun á tónverki er túlkun þess augnabliks, sem hún verður til á, — hún getur breytzt og henni getur farió fram — en það er alltaf augna- blikstjáningin, sem skiptir máli," segir hann. Daniel Barenboim er aðeins 33 ára. Hann gæti átt eftir 30 ár á tindinum — honum virðast allir vegir færir. E.t.v. það eina, sem hann hefur ekki gert, er að semja sina eigin tónlist, en hann segist ekki hafa neitt slíkt á prjönunum. Jaqueline du Pré og Baren- boim kynntust i heimboði hjá kínverskum pianóleikara árið 1966. Hún var með cellóið með sér og spilaði fyrir hann og þau töluðu um músík. Þau giftu sig í sex daga stríðinu í ísrael, sem þá var orðið heimaland Baren- boims, árió 1967. í stríðinu 1973 komust þau aó þvi að Jaqueline þjáist af hægfara Iömunarveiki. Áfallið hefur haft mikil áhrif á skapgerð Barenboims i því að hann virði'st hafa öðlazt dýpri skilning á tónlístinni, sem siðan hefur verið að koma fram i túlkun hans. Hann hefur mild- azt hægt á ferðinni. Hann gerir sér grein fyrir, hversu hættu- legt það getur verið að ofgera hlutina. En hann heldur því fram að upphaf listaferils eigi að vera ofhlaðið. „Ofsinn er heilbrigður eiginleiki." En heil- brigð starfsorka getur smám saman breytzt í taugaveiklun. „Og þegar að því kemur,“ segir Barenboim, „verður sjálfsaginn að ná yfirhöndinni." Hann tek- ur sér nú oftar fri og heldur þvi fram, að innst inni sé hann húð- latur og myndi slangra um baó- strendur sumarlangt ef hann kæmist upp með það. Hann skipuleggur tónlistarferðir framtióarinnar meó jafnvægi á milli hljómsveitarstjórnar og tónleikahalds og lætur sér eftir frístundir. „Þær ætla ég að eiga sjálfur," segir hann, „og spila fyrir eng- an nema minn eigin innri mann.“ (The Times — þýtl og endursagt)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.