Morgunblaðið - 30.07.1976, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 30.07.1976, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JULl 1976 35 Háværar kröfur frá lávörðum um útfærslu Öryggisráðstefna Evrópu í Helsinki fyrir einu ári. liðsflutninga megi líta svo á að eitthvað alvarlegt sé á ferðum. Vesturveldin hafa tilkynnt Rússum um sjö heræfingar og boðið þeim á einar æfingar en Rússar þáðu ekki boðið. Rússar buðu Grikkjum og Tyrkjum að fylgjast með heræfingum í Kák- asus og Norðmönnum að fylgjast með heræfingum norður af Len- ingrad. Auk þess tilkynntu Ung- verjar um heræfingar sem þeir héldu. Ekki er vitað um nokkra meiriháttar liðsflutninga sem Rússar hafa ekki tilkynnt um. Lltið hefur verið gert til að auka mannleg samskipti. Að visu er auðveldara en áður fyrir vest- ræna fréttamenn að koma og fara að vild og þeir þurfa ekki að fara í utanríkisráðuneytið þegar þeir vilja tala við háttsetta embættis- menn. Nokkrar fjölskyldur hafa verið sameinaðar og nokkrar gift- ingar leyfðar, en óvist er hvort það er Helsinki-samningnum að þakka. Sovézkir embættismenn benda á að fleiri vestrænar kvikmyndir séu sýndar í Sovétríkjunum en áður og fleiri vestrænar bækur gefnar úr. Bölsýnismenn benda á stuðning Rússa við Kúbumenn í Angóla og eflingu sovézkra flotans, en hvor- ugt er bannað í Helsinki- samningnum. Hins vegar er andi samningsins talinn að minnsta kosti eins mikilvægur i þessu til- felli og bókstafurinn. Á það er einnig bent að ekkert hefur miðað í Salt-viðræðunum um takmörkun kjarnorkuvígbún- aðar í eitt ár. Rússar vilja enn ekki fallast á sambærilega fækk- un hermanna beggja aðila London, 29. júlí. AP. 0 HÁVÆRAR kröfur um 200 mílna brezka fiskveiðilögsögu hafa komið fram f umræðum f lávarðadeild brezka þingsins um skýrslu Efnahagsbandalagsins um sameiginlega stefnu þess f fiskveiðimálum og f framhaldi af þeirri yfiriýsingu Anthony Croslands utanrfkisráð- herra að Bretar muni ekki hika við að grfpa til einhfiða aðgerða ef umræður bandafagsins dragast á langinn. Frummælandinn, Kennet lá- varður úr Verkamannaflokknum, sagði að 200 milurnar ættu að vera brezk einkalögsaga. Allur fiskur og allar aðrar auðlindir sem fyndust innan markanna ættu að vera brezk eign. Þar með sagði hann að Bretar fengju laga- legan rétt til að semja við önnur aðildarlönd EBE um ýmis skyld mál. Hann taldi útfærsluna for- sendu þess að Efnahagsbandalag- ið gæti skipulagt hvernig haga ættti stjórn hafsvæða aðildarland- anna. Hann sagði að stjórnin yrði að hafa samráð við aðila sjávarút- vegsins og ákveða hvernig olíu- og gasleiðslur væru lagðar þar sem ómögulegt væri að veiða yfir leiðslunum. Campbell lávarður af Croy úr Ihaldsflokknum sagði að 200 míl- urnar ættu að ná til fiskveiða, olíu, gass og eftirlits með mengun og siglingum. Hann sagði að brezk fiskiskip yrðu að veiða nær Bret- landi framvegis þar sem önnur ríki væru að færa út í 200 mílur. Hann sagði að stefna EBE i fisk- veiðimálum ætti ekki heima i nýj- um heimi 200 milna. Croy lávarður bað stjórnina að hafa hugfast þegar hún tæki ákvörðun um einkalögsögu að mið eins og undan vesturströnd Bret- lands gætu orðið mikils vi'rði þar sem leitað væri að nýjum fisk- tegundum. Undirrótin væri of- veiði og ef ekki yrði bundinn endi á ofveiði mundu Bretar glata mikilvægri matvælaauðlind. Aðstoðarutanríkisráðherrann Goronwy-Roberts lávarður svaraði fyrir hönd stjórnarinnar og kvaðst vona að EBE gæti fallizt á útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Verndun og efling fiskstofna væru grundvallaratriði og stjórn- in hygðist fá sér nauðsynlegt vald til að sjá til þess að framfylgt væri verndun fiskstofnana í brezkri landhelgi. Goronwy-Roberts lávarður sagði að útgerð væri mikið þjóðar- hagsmunamál fyrir Breta. Sam- komulag um 200 mílur mundi stuðla að eflingu Efnahagsbanda- lagsins I framtíðinni og auka mikilvægi framlags Breta til þess. Þriggja ára vinnufriður London, 29. júlí. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÖRN Verkamannaflokksins hef- ur samþykkt samkomulag verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjðrnarinnar um skattalækkanir og hófstiil- ingu i launamálum á næstu þremur árum. 13 greiddu atkvæði með sam- komulaginu, sjö voru á móti, en fjórir sátu hjá. Tony Benn orku- málaráðherra mætti ekki á fund- inum. Hann hefur harðlega gagn- rýnt nýboðaðan niðurskurð ríkis- útgjalda. James Callaghan forsætisráð- herra sagði þegar samkomulagið hafði verið samþykkt, að þar með gæti hafizt „timi jafnvægis í at- vinnumálum" og tækifæri fengist til að „endurlífga atvinnuvegi Bretlands." Náðun pólitískra fanga tilkynnt á Spáni í dag? vísu aðeins tillaga, sem ekki hefur hlotið afgreiðslu en var kynnt keppendum á mótinu í Hastings og IBM — mótinu. — Þetta kerfi er að mínum dómi sú leið, sem skást er af þeim, er fram hafa komið. Fyrst á annað borð er farið að gefa mönnum stig fyrir frammistöðu, þá er sjálfsagt að nota þau sem mælikvarða í þessu tilviki. Svæðamótin eru bundin af Iandfræðilegum mörkum, þannig að svæðamót í Evrópu er miklu sterkara en svæðamót t.d. í Afríku. Með þessu móti geta sterkir menn dottið út í Evrópu en lakari skákmenn komið inn frá öðrum svæðum. — Kína Framhald af bls. 1 skipulagt aðstoð við flóttafólk og særða frá svæðunum og segja fréttamenn að borgin sé orðin eins og risastór flóttamannabúð. Þar við bætist að fæstir íbúar Peking hafa þorað að hafast við i hibýlum sinum af ótta við nýja skjálfta og létu milljónir fyrirber- ast á götum úti í ausandi rigningu sl. nótt. Sjúkrahúsin í Peking taka að- eins á móti þeim, sem mest eru særðir, vegna þess að yfirvöld telja ekki þorandi að nota nema neðstu hæðir sjúkrahúsanna til lækningastarfa. Fréttamenn í Peking segja aðdáunarvert hve fólkið sé rólegt og æðrulaust, eng- inn beri á sér hræðslumerki og umferð gangi næstum þvi með eðlilegum hætti. Stjórnir ýmissa landa heims hafa boðið Kinverjum aðstoð, en yfirvöld hafa ekki gefið til kynna að þau kunni að þiggja þá aðstoð. Erlendir sendimenn i Peking benda á að Kínverjar leggi allt sitt stolt í að vera sjálfum sé nógir og því sé óliklegt nú að þeir þiggi hjálp. Madrid 29. júli AP — NTB HEIMILDIR innan spænsku ríkisstjórnarinnar hermdu I kvöld, að Juan Carlos konungur myndi á morgun, föstudag, gefa út tilskipun um náðun pólitískra fanga á Spáni þannig að aðeins verði 40—50 manns eftir I fangelsum af þeim 630 pólitfsku föngum, sem nú sitja þar. Náðun nær ekki til fanga, sem framið hafa ofbeldisverk. Gert er ráð fyrir að náðunin verði til- kynnt að loknum fundi rikis- stjórnarinnar á morgun, sem haldinn verður I bænum La Cer- una í Galisíu, en Carlos konungur og drottning hans, Soffia, hafa verið í viku opinberri heimsókn í því héraði í NV-hluta Spánar. Juan Carlos lofaði náðun póli- tískra fanga í nóvember sl. eftir lát Francos þjóðarleiðtoga og harðar kröfur hafa verið uppi á Spáni um náðun þeirra og efnt til ýmissa aðgerða til að leggja áherzlu á þær kröfur. Hefur NOKKUR aukning varð á útflutn- ingi ullarvara á fyrstu sex mánuð- um ársins, en aukningin kemur einkum fram í prjónafatnaði og gefur til kynna að meira hafi ver- ið selt á dýrustu markaðina en áður hefur verið. Samkvæmt upplýsingum Út- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins voru á fyrrihluta ácsins flutt út 137,8 tonn af ullarf'opa og bandi fyrir .156 milljónir króna miðað við líl tonn fyrir 136 milljónir á stjórnarandstaðan I landinu krafizt að allir fangar verði látnir lausir og gert það að skilyrði fyrir samstarfi við stjórnina. Einnig er gert ráð fyrir því að á morgun að BORGARRÁÐ hefur falið borgar- verkfræðingi og borgarritara að láta kanna byggingarmöguleika að Borgartúni 2 fyrir starfsemi Gjáldheimtunnar en fyrir liggur greinargerð hagsýslustofnana rfkisins og borgarinnar um hús- næðismál Gjaldheimtunnar þar sem talið er heppilegast að byggt verði yfir stofnunina. I samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur Vignir gjald- heimtustjóri, að Gjaldheimtan hefði nú um langt skeið búið við sama tímabili í fyrra, og 83,5 tonn af ullarteppum fyrir 93,3 millj. króna á móti 75,7 tonnum fyrir 69.2 milljónir í fyrra. Hins vegar voru nú flutt út 144 tonn af prjónafatnaði úr ull fyrir alls 505,3 milljónir króna á móti 130.2 tonnum fyrir 317,4 milljónir í fyrra og af ofnum ytri fatnaði voru nú flutt út 4,8 tonn fyrir 26,7 milljónir á móti 2,8 tonnum fyrir 13,1 milljón á sama tímabili í fyrra. loknum fundinum, verði tilkynnt um nýjar ráðstafanir til að styrkja efnahag landsins, en verð- bólgan þar er nú um 20% á ári og atvinnuleysi um 4%. mjög þröngan og ófullnægjandi húsakost. Orðnar og hugsanlegar skattalagabreytingar hefðu það síðan í för með sér, að búast mætti við verulegri fjölgun gjald- enda, sem síðan aftur leiddi af sér að spjaldskrá Gjaldheimtunnar stækkaði að mun og þrengdi enn húsnæði það sem Gjaldheimtan hefði yfir að ráða. Kvað hann það raunar hafa verið lengi til um- ræðu, að Gjaldheimtan yrði annaðhvort að taka nýtt hús á leigu undir starfsemi sína eða að borgin réðist í að byggja yfir stofnunina, og athugun hagsýslu- stofnunar borgarinnar hefði leitt i ljós að hagkvæmara var talið að láta byggja yfir starfsemina. Sagði Guðmundur, að áætlað væri að starfsemi Gjaldheimtunnar krefðist um 700 fm húsnæðis og taldi hann það vera lágmarks- stærð. 17 í fanga- geymslur MIKIL ölvun var í miðbænum í gær. Frá þvi 12 á hádegi til kl. 10 í gærkvöldi hafði lögreglan flutt 17 manns í fangageymslur vegna ölv- unar á almannafæri og benti flest til þess að þeim ætti enn eftir að fjölga. Ullarútflutningurinn: Aukning á hina dýrari markaði Byggt, yfir Gjaldheimt- una í Borgartúni? O w • r ðýmr í Hveragerði SÝNING á tússteikningum eftir Hreggvið Hermannsson hefst í Eden í Hveragerði á morgun. Á sýningunni, sem lýkur 8. ágúst, eru fimmtíu myndir. Þær eru all- ar til sölu. RKl bíður átekta RAUÐI kross tslands bíður nú átekta eftir þvi að hjálparbeiðni og nánari upplýsingar berist frá jarðskjálftasvæðunum í Kína. Að sögn Eggerts Ásgeirssonar fram- kvæmdastjóra RKl spurðist hann fyrir um það þegar I gær hjá Alþjóða Rauða krossinum í Genf hvernig þessi mál horfðu við, og fékk þau svör að engar upplýsing- ar né hjálparbeiðni hefði borizt frá þarlendum stjórnvöldum enn sem komið væri. Kvað Eggert það venju, að Rauði krossinn aðhefð- ist ekkert fyrr en formleg hjálparbeiðni hefði borizt frá stjórnvöldum, og væri þess vegna beðið átekta eftir slíkri beiðni. Kinversk stjórnvöld veittu sem kunnugt er fjárframlög til hjálparstarfsins I Vestmannaeyj- um meðan þar gaus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.