Morgunblaðið - 30.07.1976, Síða 17

Morgunblaðið - 30.07.1976, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JULI 1976 21 dölum við kirkjurnar á staðnum. Sú irslu Þjóðminjasafns tslands. Rafn Svansson framkvæmdastjðri Braga h/f. En hér er ekki tfmi til hugleið- inga um kviðlinga frá öldinni sem leið og ifram skal haldið út á Breiðdalsvík. HAFNARGERÐ UPP A 40 MILLJÓNIR Þverhamarsbær stendur I grænum hvammi undir háum hamri, sem gengur þvert í túnið fram úr fjallinu. Beint þar niður undan stendur þorpið Breiðdals- vik í skjóli undir svokölluðum Hellum. Utgerð og athafnalíf hef- ur þar farið vaxandi á undanförn- um árum og leituðum við fyrst til oddvita þeirra Breiðdælinga, Sig- mars Péturssonar, varðandi upp- lýsingar um uppbyggingu og at- hafnalíf staðarins. Sigmar tjáði okkur að f öllum hreppnum væru nú tæplega 400 íbúar og þar af væru um 200 búsettir í þorpinu. Mest hefði þar fjölgað á undan- förnum árum, í kjölfar síldaræv- intýrisins, en á þeim árum hefði útgerð hafist að einhverju marki á Breiðdalsvík. Væri nú mikil eft- irspurn eftir húsnæði í þorpinu en skortur á húsnæði stæði aðal- lega í vegi fyrir að fólk settist þar Séð yfir höfnina f Breiðdalsvfk. Guðjón Sveinsson rithöfundur og kona hans f garðinum við húsið að Mánabergi á Breiðdalsvfk. að. Sveitarfélagið gerir nú tilraun til úrbóta með byggingu þriggja leigufbúða og er loforð fyrir tveimur í viðbót á næsta ári. Af öðrum framkvæmdum sveitarfé- lagsins nefndi Sigmar hafnargerð upp á u.þ.b. 40 milljónir króna, gatnagerð og undirbúning að byggingu skólahúsnæðis á næsta ári. Skólanum er ætlaður staður í þorpinu og mun þá gamla skóla- húsnæðið að Staðarborg verða tekið til annarra þárfa eins og Sigmar orðaði það. „SAMEINING ATVINNUFYRIR- TÆKJA HÖFUÐ- MALIÐ Stærsta atvinnufyrirtækið á Breiðdalsvík er Bragi h/f/og þar heldur um stjórnvölinn kornung- ur maður, Rafn Svansson að nafni. Rafn sagði okkur að af- koma þorpsbúa stæði og félli með sjávarútveginum enda væru nú starfandi í þörpinu, auk Braga h/f, tvö önnur fyrirtæki sem byggðu á sjávarafurðum. Það eru Hraðfyrstihús Breiðdælinga og Hvalbakur h/f sem gerir út skut- togarann Hvalbak og mótorbátinn Selvík en Bragi h/f rekur saltfisk- verkun og loðnubræðsluna auk þess sem fyrirtækið á 30% i Hval- bak h/f. Sagði Rafn að nú væri unnið að sameiningu þessara fyr- irtækja sem að sfnum dómi væri mikið hagsmunamál fyrir hrepps- búa þar sem þá mundi vinnuafl nýtast mun betur. Mikið er um, að bændur úr sveitinni vinni við fiskinn að vetri til og svo i hey- skap á sumrin en þá kemur skóla- fólk í fiskvinnsluna í þeirra stað. Rafn gat þess að lokum að afli hefði verið góður að undanförnu enda stutt að sækja á miðin út af Breiðdalsvfk. „SIÐBÓT ÍSLEND- INGASAGNA“ Segja má að þar sem segir i drápunni góðu, að ekki hafi f Breiðdal gleymst íslenskt mál og sögur eigi vel við í dag þvíBreið- dælingar eiga sér a.m.k. einn rit- höfund. Er það Guðjón Sveinsson, en eftir hann liggja nú átta út- komnar bækur. Þótti okkur hlýða að sækja hann heim að Mánabergi á Breiðdalsvfk og bauó Guðjón okkur þegar til stofu en kona hans, Jóhann Sigurðardóttir, hellti upp á könnufta. Eftir að hafa þrefað um pólitfk dágóða stund barst talið að vfsunni sem nefnd var f upphafi þessarar greinar og kvaðst Guðjón kunna aðra útgáfu en öllu ófegurri: „Breiðdalur er bágleg sveit búin liði þjófa. Óðinn valdi í þann reit allra verstu bófa.“ Guðjón vildi þó ekki taka undir að þessi lýsing ætti við Breiðdæl- inga í dag hvað svo sem áður kann að hafa verið. Við spurðum Guðjón um hans eigin ritstörf: — „Ég var vel farinn að draga til stafs þegar ég fór að skrifa stuttar sögur sem ég sendi gjarnan f barnablaðið Vorið, sem var þarft og gagnmerkt rit á sfnum tfma. Fyrsta bókin, „Njósnir að nætur- þeli“, kom út árið 1967 en upp- kastið hafði ég gert mörgum árum áður. Ég var mikið á sjó á þessum árum og hafði lítinn tíma til skrifta. Svo fór ég á Vífilsstaði og þá fullgerði ég söguna. Síðan hafa bækurnar komið út nokkuð ár- visst og eru þær nú átta talsins. Sjö þeirra flokkast undir barna- og unglingabækur en eina má flokka sem bókmenntir fyrir full- orðna. Raunar er þessi afmörkun bókmennta eftir aldursflokkum á margan hátt óraunhæf þvi vissu- lega má segja að allar góðar bæk- ur séu jafnt fyrir börn sem full- orðna eins og t.d. bækur Stefáns Jónssonar. Ég tók eftir því þegar ég var við kennslu að börnin höfðu mjög gaman af því þegar ég las fyrir þau úr bókum Stefáns og ég er þeirrar skoðunar, að góðar barnabækur — ef hægt er að flokka bækur sem slíkar — eru þær bækur sem fullorðnir lesa ekki síður en börn.“ — „tslendingasögurnar eru á vissan hátt kveikjan að þvf að ég fór að skrifa," — sagði Guðjón. — „A.m.k. öðlast maður orðaforða og tilfinningu fyrir setningaskip- an og tilsvörum við lestur þeirra sem ég tel mig hafa notið góðs af f þvf sem ég hef verið að reyna að skrifa. Og þrátt fyrir blóðug átök á stundum tel ég þær mjög sið- bætandi séu þær túlkaðar rétt. Manndrápin eru yfirleitt gerð af nauðsyn og oftast er mönnum gef- inn kostur á að verja sig. Skýrar línur eru dregnar á milli dreng- skapar og óþokkaskapar og höfuð- kosturinn við Islendingasögurnar er þessi áhersla sem lögð er á drengskap og sannsögli. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að auka beri þátt Islendingasagna við kennslu í skólum. Ég er viss um að þeim tíma yrði vel varið ef kennarar klipu eitthvað af mál- fræðistaglinu og setningafræð- inni og tækju upp þætti úr þess- um sögum f staðinn." Talið barst nú að menningarlifinu í Breiðdal en um það sagði Guðjón: —„Það er svo sem góðra gjalda vert að gera áætlanir um upp- byggingu atvinnulífsins og vissu- lega er trygg atvinna frumskil- yrði fyrir afkomu manna. En félagslegu þættirnir mega ekki gleymast og f menningarmálum tel ég að við Breiðdælingar séum of afskiptir. Að mínum dómi er nauðsynlegt að geta varpað af sér áhyggjum brauðstritsins með því að njóta fagurra lista s.s. leiksýn- inga, málverkasýninga og þess háttar. Heimamenn geta að ein- hverju leyti sjálfum sér um kennt en í fámennu sveitarfélagi veigra menn sér oft við að leggja út í þetta enda hæfileikar oft ekki fyrir hendi. Það vantar driffjöðr- ina og því tel ég að þeir sem eru í forsvari fyrir lista- og menningar- líf i landinu ættu að stuðla að listkynningum út um landsbyggð- ina í ríkara mæli en verið hefur. Það gæti e.t.v. orðið kveikjan að því að heimamenn reyndu að gera eitthvað sjálfir." Það er komið fram á nótt þegar við kveðjum Guðjón og Jóhönnu konu hans og sem við göngum út í friðsæla nóttina berast ómar af fjörugri harmónikkutónlist úr næsta húsi. Við vitum þá að tón- list er ekki með öllu óþekkt fyrir- brigði á Breiðdalsvík og við undir- leik nikkunnar höldum við út á þjóðveginn og kveðjum þorpið sem mókir sofandi f næturkyrrð- inni sv.g.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.