Morgunblaðið - 06.08.1976, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. AGUST 1976
3
Hér heldur Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur á mynd Lista
safns Islands af Gunnari f Geysi.
Grafíkmyndir
heimsfrœgra
listamanna á
Kjarvalsstöðum
1 DAG kl. 5 verður opnuð á
Kjarvalsstöðum sölusýning á
graffkmyndum eftir ýmsa
heimsþekkta listamenn. Félag-
ið Myndkynning stendur að
sýningu þessari, en það er fé-
lagsskapur sem stofnaður var
af áhugamönnum um út-
breiðslu myndlistar.
Að sögn Aðalsteins ingðlfs-
sonar listfræðings er hér um að
ræða samansafn graffkmynda
af ýmsum stærðum, gerðum og
stflum, og fyrir fslenska graffk-
unnendur væri sýningin alger
hvalreki, þðtt hérlendis hefði
verið vel staðið að kynningu
listgreinarinnar undanfarin ár.
Flest verkanna á sýningunni
eru eftir heimsfræga listamenn
og má I því sambandi nefna
Picasso, Dali, Vasarely að
ógleymdum Erró(Guðmundi
Guðmundssyni). Þungamiðja
sýningarinnar eru án efa 23
verk eftir Erró, hinn afkasta-
mikla og víðfræga íslenska mál-
ara. Hér er í rauninni um
stærstu sýningu á verkum hans
að ræða, hérlendis, í 11 ár. Með-
al umræddra verka hans er hin
japanska myndröð „Made in
Japan“. Verkaröð þessa mætti
helst kalla „pornógrafíu", en í
henni hefur listamaðurinn sett
saman erótik úr rekkjusiðabók-
um Japana og ofbeldi úr vest-
rænum hasarblöðum.
Picasso og Dali eiga sitt verk-
ið hvor á þessari sölusýningu,
en flestum er kunn snilld þess-
ara meistara. Þá eru athyglis-
verð verk eftir Victor Vasarely
sem hefur verið frumkvöðull í
optískri afstrakt (sjónhverf-
inga-geometríu) undanfarin 20
ár. Aðalsteinn tjáði okkur að
Vasarely hefði haft ómæld
áhrif á nokkra islenska lista-
menn. Sonur Vasarelys, Yvaral,
fetar i fótspor hins fræga föður
sfns og á verk á sýningunni, en
hann hefur getið sér gott orð
fyrir strendinga-sjónhverfingar
sínar og fágað handbragð.
Aðrar listrænar tilhneigingar
í evrópskri list eiga hér full-
trúa. Má þar nefna Belgíu-
manninn Corneille úr Kóbra-
hópnum, Italann Gaetano
Pompa og furðuveröld hans svo
og Frakkann Max Papart sem
verið hefur í fremstu röð graf-
íklistamanna og bókaskreyt-
ingamanna f Evrópu í mörg ár.
Alexander Calder sem er eitt
stærsta nafn í skúlptúr á öld-
inni og reyndar upphafsmaður
hreyfilistar á hér athyglisverð
verk. Þessi Calder er sonur
Calders hins eldra sem gerði
styttu Leifs heppna. Auk þess-
ara nafna eru óupptalin ýmis
nöfn sem eiga athyglisverð
verk á aýningunni.
Eins og áður segir er hér um
sölusýningu að ræða. Verð
myndanna er nokkuð misjafnt,
og veltur þar helst á fram-
leiðslutækni við gerð mynd-
anna svo og upplag þeirra. Dýr-
asta verkið, og jafnframt það
stærsta, kostar 130 þúsund
krónur en hið ódýrasta er á 25
þúsund krónur.
Sýningin sem opnuð verður í
dag stendur yfir til 16. ágúst, og
Framhald á bls. 22
Verið var að leggja sfðustu hönd á frágang graffkmyndanna, að
Kjarvalsstöðum er Morgunblaðsmenn bar þar að garði f gær.
Eyjamenn komnir
í þjóðhátíðarskap
Herjólfur og Flugfélagið sjá um sjó-
og loftbrú til Eyja með tugum ferða
ÞAÐ VAR mikill Þjóðhátfðarhug-
ur f Eyjaskeggjum I gærdag þeg-
ar tjöldun hústjalda hófst á
Breiðabakka við Stórhöfða og var
miklum fjölda tjaldgrinda og
tjalda slegið upp þrátt fyrir rign-
ingu. Eyjamenn halda ávallt f
lengstu lög f vonina um gott þjóð-
hátfðarveður og einnig er það orð-
in nokkurs konar þjóðtrú f Eyjum
vegna genginnar reynslu að á
Þórsþjóðhátfð sé gott veður og
Framhald á bls. 22
If
Þessi Eyjamær var komin f Þjóð-
hátfðarskapið þegar hún tjaldaði
á Breiðabakka f gærdag. Ljós-
myndir Mbl. Sigurgeir f Eyjum.
Markús Jónsson leggur sig allan fram við að koma
tjaldsúlunum fljótt og vel saman og yngri kynslóð-
in lætur ekki sinn hlut eftir liggja.
Húnbogi Þorkelsson, Bogi I Sandprýði, býöur
Svenna Hjálmars vænan tóbaksslurk á Bakkanum f
gær. Þeir voru báðir búnir að koma sfnum tjöldum
upp.