Morgunblaðið - 06.08.1976, Síða 16

Morgunblaðið - 06.08.1976, Síða 16
X6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. AGUST 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1000,00 í lausasölu 50 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson, . Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, simi 22480 kr. á mánuði innanlands. ,00 kr. eintakið. Hagspekingar deila þjóðareyðslunni í tvo meginþætti: einka- neyzlu og samneyzlu. Samneyzlan eru þær fram- kvæmdir og sú þjónusta, sem við njótum öll sam- eiginlega úr hendi ríkis og sveitarfélaga. Hún spannar því í raun öll útgjöld rikis- ins og sveitarfélaga. Þetta þýðir, ef að er gáð, að sam- neyzlan í þjóðfélaginu er hin hliðin á skattheimt- unni. Samneyzlan og skatt- heimtan sníða hvor ann- arra stakk og verða eitt í áhrifum á opinbera þjón- ustu og tíund af tekjum þjóðfélagsþegnanna. Það er pólitískt deilu- atriði hvarvetna um hinn lýðfrjálsa heim, þar sem frjáls skoðanaskipti eru leyfð, hve samneyzlan eigi að vera mikil. Þessar deil- ur snúast fyrst og fremst um tvennt, sem virðist í fljótu bragði aðskilið, en er þó í raun eitt og hið sama. í fyrsta lagi er deilt um hve ríkisumsvifin eigi að vera mikil, bæði í framkvæmd- um og þjónustu. í því efni stendur yfirleitt ekki á kröfum á hendur ríkisvald- inu. Hinsvegar er deilt um skattheimtuna, sem er þjóðnýting á mismiklum hluta af atvinnutekjum og eignum þegnanna. Þar telja flestir ofgert, þó hinir sömu telji á stundum van- gert í ríkisumsvifum. Það vill þá stundum gleymast að ríkisumsvifin, fram- kvæmdirnar og þjónustan, ráðast af skattheimtunni — og engu öðru. Skatt- heimtan setur þau mörk sem rikasumsvifin komast ekki fram hjá, ef um halla- lausan ríkisbúskap á að vera að ræða. Flestir eru sammála um að samneyzlan megi ekki fara yfir ákveðið hlutfall af verðmætasköpun í þjóö- félaginu, þ.e. ekki yfir ákveðinn hluta af heildar- tekjum þjóðfélagsþegn- anna. Einstaklingarnir verði að eiga eftir þær ráð- stöfunartekjur er rísi und- ir þeim lífskjörum, sem al- mennt eru gerðar kröfur til í dag. Með öðrum orðum að ekki megi ganga svo á ráðstöfunarrétt manna á eigin aflatekjum, með skattheimtu í þágu sam- neyzlu, að eðlilegt persónu- frelsi sé skert. Tekjuskattar, sem þessa dagana er dealt um, eru aðeins lítið brot af heildar- tekjum rikissjóðs. Þeir eru hinsvegar verulegur hluti af tekjuöflun sveitar- félaga. Að auki koma svo eyðsluskattar, aðallega í formi söluskatts, tolla og vörugjalds, sem eru megin- tekjustofnar ríkissjóðs. Þessi skattheimta öll er í heild komin að mörkum þess hlutfalls í þjóðartekj- um, sem réttlætanlegt er eða skynsamlegt. Hér verð- ur því að stemma á að ósi, setja ríkisumsvifunum ákveðin mörk, sem ekki verði farið yfir í framtíð- inni. Nú orðið styðjast stjórn- málamenn við traustar upplýsingar um verðmæta- sköpun í þjóðfélaginu og geta áætlað, án þess að miklu skakki, hverjar lik- legar þjóðartekjur verði á þeim tíma er fjárlög ríkis- ins og fjárhagsáætlanir sveitarfélaga ná til. Það er tímabært að setja sam- neyzlunni ákveðin hlut- fallsmörk í þjóðartekjum og siðan verður að miða ríkisumsvifin, fram- kvæmdirnar og þjónustu, við raungetu þjóðfélagsins hverju sinni. Vaxi sam- neyzlan og þá um leið skattheimtan umfram þau mörk, sem nú eru, getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, sem rétt er að forðast. Þetta er mergurinn máls- ins. Inn í þessa mynd kem- ur svo sú staðreynd að tekjusköttun hefur reynzt meingölluð, eins og fram- kvæmd hefur verið hér á landi. Skattalegt jafnrétti hefur engan veginn náðst. Of margir sleppa of vel gegn um möskva skatt- kerfisins. Þeir sem þáðu af samfélaginu áður fyrr vóru ekki hátt skrifaðir, stund- um með réttu, oftar rang- lega. Þjóðfélagsómagar dagins í dag eru hinsvegar þeir, sem ranglega komazt hjá eölilegri sköttun til samfélagslegra þarfa; þiggja samfélagslega þjón- ustu, er aðrir greiða. Það er lítil reisn yfir slíku hlut- skipti, enn minni en hinna fyrri sveatarlima. Það er því óhjákvæmilegt að setja upp í þau göt, sem á skatt- kerfinu eru, og standa að því verki með hyggindum en ekki heift. Þá er það og spurning, sem leitar á huga æ fleiri, hvort ekki sé þörf á að taka upp staðgreiðslu- kerfi ef tekjusköttun verður á annað borð haldið áfram. Sumt mælir hins- vegar með afnámi tekju- sköttunar — en þar eru einnig hættur á vegi, sem bjóða upp á nýtt misræmi. Það eina, sem þó er ekki hægt að gera í skattamál- um nú er það að gera ekki neitt. Þess ættu stjórnvöld að minnast. Hin hliðin á skattheimtunni *8&& THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER Carter nýtur meiri Ford innan Efnahagsbandalagsins brússel. SU skoðun er rikjandi hér, að frá sjónarmiði Efna- hagsbandalagsins væri æski- legra að Jimmy Carter verði í Hvíta húsinu fremur en Ford að loknum forsetakosningun- um. Starfsmenn Efnahagsbanda- lagsins, ekki sízt þeir sem sitja í framkvæmdastjórninni, sjá fjölmarga kosti við það að styrkur maður gegni forseta- embætti Bandaríkjanna og sjálfs sín herra í stað Geralds Fords, sem talinn er vera undir þumalfingri utanríkisráðherr- ans, Henrys Kissingers. í Evrópu bjuggu menn al- mennt við vali Carters sem for- setaefnis demókrata og því vakti útnefning hans á flokks- þinginu enga sérstaka athygli. Ríkisstjórnir hinna níu aðildar- rikja Efnahagsbandalagsins hafa ekki gefið út neinar form- legar yfirlýsingar i tilefni af vali Carters, né neinar af stofn- unum bandalagsins. Hins vegar lýsa menn óspart skoðunum sínum í einkaviðtölum. Sú skoðun er almenn, að það verði bandalaginu aðeins til góðs ef áhrifaríkur maður gegni forsetaembættinu og ljóst sé, hver staða bandalags- ins sé gagnvart Bandarikja- stjórn. Þessu hefur verið öðru vísi farið síðustu árin, þar sem vilji Kissingers hefur verið alls- ráðandi í forsetatíð Nixons og Fords, að þvi er sagt er. Hvað varð um hið svokallaða „Ar Evrópu“ sem rætt var um. fyrir þremur árum og átti að marka einhvers konar timamót í samskiptum Efnahagsbanda- lagsins og Bandaríkjanna? Sú ráðagerð gufaði upp, ekki sök- um skorts á góðum vilja beggja aðila, heldur sökum þess að ráðagerðin var byggð á sandi. Evrópumenn líta þannig á, að Kissinger hafi aðeins haldið áfram stefnu sinni í aðalatrið- um og lagt á það höfuðáherzlu að bæta sambúðina við óvini sína, eins og Sovétríkin, en gengið út frá vináttu annara NATO ríkja og Efnahagsbanda- lagsins sem vísri. Aðildarriki Efnahagsbanda- lagsins vonast til þess, hver sem útkoman verður í forsetakosn- ingunum i nóvember, að endir verði bundinn a þá stirfni og ráðríki, sem Bandarikin hafa sýnt í samskiptum sínum við Efnahagsbandalagið. En hvm- yrði stefna Carters? Menn velta því endalaust fyrir sér en í raun er litið til að byggja á. Að því bezt er vitað hefur Carter ekki ennþá mótað stefnu sína gagnvart Evrópu og Efnahagsbandalaginu. Fram til þessa hefur henn ekkert sagt um það efni sem máli skiptar. Eitt helzta dagblaðið í Belgíu, Carter hefur ekki enn mótað stefnu sfna gagnvart Evrópu. De Standaard, hitti naglann á höfuðið þegar það sagði, að Evrópa, eins og reyndar Banda- rikin sjálf, „hefði enn enga hugmynd um raunverulegar Eftir David Haworth stjórnmálaskoðanir þessa nýja töframanns stjórnmálaheims- ins.“ Og eitt þýzku blaðanna, Deutsche Zeitung, sagði, að Jimmy Carter hefði ennþá boð- ið upp á litið annað en „breitt brosið". En ummæli ýmissa annara eru hliðholl Jimmy Carter og á það er bent, að ráðgjafar for- setaefnisins í utanríkismálum aðhyllíst þá stefnu sem rikt hef- ur í s’amskiptum Bandaríkj- anna og Atlantshafsrikjanna. Þetta þarf ekki endilega að vera svo slæmt fyrir mann sem enga reynslu hefur í utanrikis- málum og þekkir persónulega engan af núverandi Ieiðtogum Evrópu — það er að segja ef hann þiggur holl ráð, að sjálf- sögðu. Eins og litið er á málin hér í höfuðstöðvum Efnahagsbanda- lagsins þá fælu hin hefðbundnu hollráð í sér, að Carter viður- kenndi, að stcfna Efnahags- bandalagsins í stjórnmálum og efnahagsmáluin færi i grund- vallaratriðum saman við bags- muni Bandaríkjanna o;' lífs- nauðsynlega kjölfesTu fyrir framtíð Vesturlanda. Þótt ríkis- stjórnir Nixons og Fords hafi í orði kveðnu aðhyllst þessar hugmyndir þá hafa aðgerðir þeirra oft ekki verið I samræmi við þær. Skoðanir manna innan Efna- hagsbandalagsins, jafnt hægri- manna og vinstrimanna, hafa yfirleitt verið jákvæðar i garð Carters og þær aðferðir sem hann hefur beitt til að hljóta útnefningu til forsetaframboðs. Það er litið á hann sem góðvilj- aðan mann sem eigi eftir að þroskast mikið í embætti. En Evrópumenn eiga erfitt með að mynda sér fastmótaðar skoðanir um Carter, ekki sízt með tilliti til þess stefna hans i utanríkismálum er enn óljós. Bjartsýni er samt ríkjandi og hún veitir Carter möguleika á því að bæta sambúð Bandarikj- anna og Efnahagsbandalagsins, ef hann kýs það sjálfur. A þessu sviði sem svo mörgum öðrum er Carter óskrifað blað. Það væri vel til fundið hjá Carter að ota eitthvað af tíma sinum fram til kosninganna til að hitta einn aða fleiri stjórn- málaleiðtoga Evrópu. Hann myndi hafa af því stjórnmála- legan og persónulegan ávinn- ing — ekki aðeins í Bandarikj- unum heldur ekki siður i Evrópu. Otít THE OBSEHVER THE OBSEKVER Otít THE OBSERVER aSfcfc THE OBSERVER áSító& THE OBSERVER

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.