Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGUST 1976 LOFTLEIDIR BÍLALEIGA CM BILALEK3AN 51EYSIR LAUGAVEGI 66 24460 28810 CAR RENTAL o rvi E Œ R Útvarpog stefeo. kasettutæki Hópferðabílar 8—21 farþega Kjartan Ingjmarsson Simi 86155, 32716 og B.S I ® 22 022 RAUDARÁRSTÍG 31 \_____——------s FERÐABÍLAR hf. Bílaleiga. sími 81260. Fólksbílar, stationbílar, sendibíl- ar, hópferðabílar og jeppar. ORÐ í EYRA Guðjónar ÝMSIR frædimenn halda því fram að merkustu tíðindi í bókmenntum hérlendis verði jafnan um miðsumar en hvorki um veturnætur né jólaföstu. Skattskrár eru nefnilega glettilega góð rit enda ku skattstjórar þurfa að sitja við kolann aðminnstakosti hálfa öld til þess að botna nokkuð í dýpt þeirra og hrikaleik og tæpast gerir sauðsvartur almúginn betur í þeim efnum. Fáar bækur jafnast á við skattskrár sem blaðafóður og umræðuefni og fá þó höfundar þeirra ekki grænun túskildíng úr sjóðum þeim, sem rit- höfundar eru sí og æ að karpa um, og Sámur minnist ekki á þá í menníngarspjöllum sínum fremur en Grétu og gráa fisk- inn. Til eru þeir sem rífa hár sitt og klæði á hverju ári við út- komu títtnefndra bóka. Það eru einkum þær persónur sem borga skatta í réttu hlutfalli við tekjur og hafa þvi hvorki efni á að eiga bleiser og hjól- hýsi né fara tvær utanlands- reisur (sem hétu nú reyndar siglíngar í mínu úngdæmi) á ári. En að sjálfsögðu verður að taka tillit til allra aðstæðna þegar lagðir eru á skattar. Þessvegna er alveg útí hött að ráðast með skömmum að lág- launamönnum á borð við Gvuðjón nokkurn Styrkársson fyrir þá sök eina að skattayfir- völd sjá ekki ástæðu til að iþýngja þeim með óhóflegum gjöldum. Ekki virðast nein efni til að refsa mönnum með fépynd þó- svo þeir eigi einhvurja hótel- nefnu norður á hjara veraldar. Híngaðtil hefur það ekki held- Framhald á bls. 37 Útvarp Reykjavík ÞRIÐJUDAGUR 24. ágúst MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Baldur Pálmason les söguna „Sumardaga á Völlum" eflir Guðrúnu Sveinsdóttur (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Tónleikar kl. 10.25 Morguntónleikar kl. 11.00: Gewandhaus-hljómsveitin f Leipzig leikur Sinfóníu nr 1 f c-moll eftir Anton Bruckner; Václav Neumann stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilky nningar. 12.25 Veðurfrengir og fréttir. Tilkynningar. SIÐDEGIÐ 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Blómið blóðrauða" eftir Johannes Linnankoski Axel Thorstein- son les (16). 15.00 Miðdegistónleikar Henryk Szeryng og Sinfóníu- hljómsveitin í Bamberg leika Fiðlukonsert nr. 2 op. 61 eftir Karol Szymanowski; Jan Krenz stjórnar. Sinfóníu- hljómsveitin í Westphalen leikur Sinfóníu nr. 3 (Skógarsinfónfuna) op. 153 eftir Joachim Raff; Richard Knapp stjórnar. 16.00 Fréttir Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Sagan: „Sumardvöl í Grænufjöllum" eftir Stefán Júlíusson Sigrfður Eyþórs- dóttir les (6). 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Frétta- auki.Tilkynningar. KVÖLDIÐ 19.35 „Það er leL. ir að læra“ Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir og Linda Rós Michaelsdóttir sjá um þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins 21.00 „Signý var góður vefari“ smásaga eftir Þurfði J. Árna- dóttur. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona les. 21.30 „Rauða kvennaherdeild- in“, píanósvfta eftir Yim Cheng-Chung Höfundurinn leikur. Arnþór Helgason kynnir. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Maríumyndin" eftir Guðmund Steinsson Kristbjörg Kjeld leikkona lýkur lestri sögunnar (7). 22.35 Harmonikulög Sone Banger leikur með hljóm- sveit Sölve Strands. 23.00 Á hljóðbergí Meðan ég man... — Austur- rfski leikarinn Fritz Muliar segir gamansögur af gvðingum og öðru góðu fólki. 23.35 Fréttir Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 24. ágúst 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Vopnabúnaður heimsins Sænskur fræðslumvnda- fiokkur um vfgbúnaðar- kapphlaupið og vopnafram- leiðslu f heiminum. 2. þáttur. M.a. lýst eldflaugabirgðum og eldflaugavarnakerfum stórveldanna. Þýðandi og þulur Gylfi Páls- son. 21.30 McCiaud Bandarfskur sakamála- myndaflokkur Bfræfnír bílþjófar Þýðandi Kristmann Eiðsson 22.45 Dagskrárlok. Er jafnrétti í íslenzkum skólum? „VIÐ munum glugga i lögin um jafnrétti I skólum og reyna að leiða I Ijós. hvort jafnrétti er I skólastarfinu, bæði hvað viðkemur nemendum og kennur- um." Þannig fórust Ernu Ragnarsdóttur orð, er við spurðum hana um þáttinn „Það er leikur að læra", sem er á dagskrá útvarpsins kl. 19.35 I kvöld „Við reynum að gera smáathugun á hvernig þessum lögum er framfylgt i skólunum og tölum I þvi sambandi bæði við kennara á grunnskólastiginu og fóstrur Þá litum við i skólabækur og könnum námsefni bæði I barna- og gagnfræðaskólum Eínnig mun Guðrún Helgadóttir lesa úr sögunni Jón Odd og Jón Bjarna, sem hún hefur sjálf skrifað Þetta eru nú svona megindrættirnir i þættinum i kvöld, sagði Erna að lokum Auk Ernu hafa umsjón með þættinum Björg Einarsdóttir og Linda Rós Michaelsdóttir Umsjónarmenn þáttarlns „Það er lelkur að læra“ ásamt viðmælendum sfnum f upptöku f útvarpssal. Vopnabúnaður heimsins er á dagskrá sjónvarpsins kl. 20.40 f kvöld. t þessum þætti verður m.a. lýst eldflaugabirgðum og eidflaugavarnakerfum stórveldanna. B sr HEVRR Ný tækni í vopnafram- leiðslu „Þessi þáttur fjallar I stórum dráttum um eldflauga- kapphlaupið milli Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna,“ sagði Gylfi Pálsson, sem er þýðandi og þulur í sænska fræðslu- myndaflokknum, Vopnabúnað- ur heimsins. „Sýndar verða ýmsar tegund- ir langdrægra og skammdrægra eldflauga, sagt frá fjölda þeirra og staðsetningu og ennfremur er sagt frá nýjum gerðum, sem annaðhvort er búið að finna upp, eða sem eru á döfinni. Einnig verður fjallað um nýja tækni I þessari framleiðslu, varnareldflaugar, sem eiga að granda árásareld- flaugum óvinanna og sagt verður frá nýjum gerðum sprengjuflugvéla, sem Banda- ríkjamenn eru að framleiða og ýmsum rannsóknum á fjar- stýrðum flugvélum. Að sfðustu er svo fjallað um Kl. 21.30: McCloud og bílþjófar McCIoud, sá gamalkunni vin- ur sjónvarpsáhorfenda, verður á ferðinni í sjónvarpi I kvöld kl. 21.30. Við hringdum I þýðand- ann, Kristmann Eiðsson og spurðum hann kvað McCloud væri að braska I þessum þætti. Kristmann sagði, að að þessu sinni ætti lögreglan I ströngu stríði við mjög afkastamikla bfl- þjófa í New York. Þar er þetta mikið vandamál og tugþúsund- um bíla stolið á hverju ári og þeir sfðan seldir með öðrum númerum í öðrum rfkjum, eða teknir í sundur og seldir í pört- um. Það verður úr, að McCloud fer til aðstoðar lögreglunni og svo vill til, að lögregluforing- inn, sem sér um þessi mál, er myrtur. McCloud vill ekki gef- ast upp við svo búið, og ákveður að reyna að komast inn í glæpa- hringinn til að ná til þeirra. Hann nær að lokum árangri, en lendir f mörgum ævintýrum og kemst í hann krappan áður en yfir lýkur. hve gífurlegu fjármagni er varið til vígbúnaðar í heimin- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.