Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. AGUST 1976
Fjölgað í hópi
Kóngsbergsfara
EINS og frá hefur verið
greint taka íslenzk ung-
menni þátt í Andrésar-
andar leikunum á Kóngs-
bergi i Noregi á næstunni.
Nú hefir verið fjölgað i
hópnum og fara fimm
krakkar utan í stað fjög-
urra. Það er Ingvar Þórð-
arson úr FH, sem bætist i
hópinn, og keppir hann í
800 metra hlaupi í flokki 12
ára.
Bikarkeppni
í tugþraut
BIKARKEPPNI FRÍ í tug-
þraut fer fram á Laugar-
dalsvelli 18. og 19. septem-
ber nk. Þátttökutilkynn-
ingar þurfa að berast skrif-
stofu FRÍ í íþróttamiðstöð-
inni Laugardal, fyrir 8.
september. Bikarkeppnin í
1. deild fer fram dagana 28.
og 29. þessa mánaðar á
Laugardalsvellinum. Þátt-
tökurétt í keppni 1. deild-
arinnar eiga ÍR, KR,
Ármann, UMSK, HSÞ og
HSK.
Stúlkurnar úr Gerplu sýna á mótinu f Esbjerg.
Fjölmennari en
Úlympíuleikarnir
ÍSLENDINGAR áttu sína fulitrúa frjálsíþróttafólki frá UMFl, fim-
á geysifjölmennu íþróttamóti, leikafólki frá Gerplu og þjóð-
sem fram fór í Esbjerg i Dan- dansahópi úr Borgarfirði. Vöktu
mörku fyrr í sumar. Var þetta íslenzku þátttakendurnir mikla
mót sambærilegt við landsmót athygli og þá ekki sízt fimleika-
islenzku ungmennafélaganna, fólkið úr Gerplu. I einu eintaki af
sem haldin eru hér á landi fjórða mótsblaðinu, sem Morgunblaðinu
hvert ár. Þátt í mótinu í Dan- barst nýlega, er hálf baksíðan
mörku tóku um 25 þúsund manns, þakin fimleikamyndum og eru
en til samanburðar má geta þess þar þrjár myndir af íslenzku fim-
að á Ólympíuleikunum í Montreal leikafólki, svo ljóst má vera að
voru tæplega 8 þúsund keppend- Gerplufólkið hefur vakið athygli í
ur. Ahorfendur á mótinu í Dan- Esbjerg. Auk þess sýndu Gerplu-
mörku munu hafa verið um 75 stúlkurnar við mótsslitin og voru
þúsund samtals. þær eini kvenhópurinn sem það
íslenzki hópurinn samanstóð af gerði.
Athugasemd frá Knattspyrnusambandinu:
,J(SÍ eina sambandið sem heldur uppi
regUegum samskiptum við Færeyinga"
„NOKKUR blaðaskrif hafa
spunnist vegna drengjamóts í
knattspyrnu, sem haldið var hér í
sumar, og þeirrar fréttar að Fær-
eyingar hafi ekki verið samþykkt-
ir sem þátttakendur. Þar sem
verulegs misskilnings gætir I sam-
bandi við hlut KSÍ (Knattspyrnu-
sambands tslands) í þessu máli,
vill stjórn sambandsins koma eft-
irfarandi á framfæri:
1. Á árinu 1974 ákváðu knatt-
spyrnusambönd Danmerkur,
Finnlands, Noregs, Svíþjóðar og
íslands að efna til áriegs móts
fyrir drengi 14—16 ára með þátt-
töku ofantaldra þjóða og þeirrar
sjöttu til viðbótar utan Norður-
landa.
Þegar ákveðið var að mótið
skyldi haldið á íslandi í ár, hafði
stjórn KSÍ hug á að bjóða Færey-
ingum til mótsins í stað þjóðar
utan Norðurlanda. Það var hins-
vegar ekki íslendinga einna að
ákveða þátttakendur og því var
hugsanleg þátttaka Færeyinga
borinn undir aðra framkvæmda-
aðila mótsins. Kom þá í ljós að
þessu frumkvæði KSÍ var ekki vei
tekið og þátttöku Færeyinga
hafnað, einkum af eftirtöldum
ástæðum:
i fyrsta lagi þar sem skandi-
navísku þjóðirnar töldu það einn
stærsta kost slíkrar keppni, að
etja kapp við sterkar knatt-
spyrnuþjóðir á meginlandinu. í
öðru lagi vegna þess að keppni
þessi skyldi haldin gagnkvæmt,
og talið var útilokað að Færeyjar
gætu staðið fyrir svo umfangs-
miklu móti. í þriðja lagi þar sem
Færeyingar væru ekki aðilar að
UEFA eða FIFA (alþjóðasamtök-
um knattspyrnusambanda) og
landsleikir við þá fengjust ekki
viðurkenndir, en mjög er upp úr
því lagt i slíkum alþjóðamótum.
2. Að fengnum þessum við-
brögðum kom annað tveggja til
greina fyrir KSl — að draga okk-
ur út úr keppninni eða sætta okk-
ur við þessa afstöðu og lúta þeim
reglum, sem við höfum sjálfir
samþykkt um fyrirkomulag og
þátttakendur.
Knattspyrnusamband íslands
getur ekki þvingað aðrar þjóðir
að leika landsleiki sín í milli,
enda þótt við sjálfir viljum leika
við Færeyinga . Það gerðum við
líka, og drengjalandsleikur okkar
við Færeyinga var háður i Fær-
eyjum 16. júlí s.l.
Ef KSÍ hefði hinsvegar hætt við
framkvæmd mótsins og dregíð sig
út úr keppninni, hefði það ein-
faldlega þýtt það, að keppnin
hefði verið háð annars staðar í ár
og framvegis án okkar þátttöku
og Færeyinga. Það var mat, bæði
KSÍ og íþróttasambands Færeyja,
að slík ákvörðun þjónaði hvorki
íþróttalegum hagsmunum islend-
inga né Færeyinga.
3. Ákvörðunin um nefnt
drengjamót var tekin á sameigin-
legum fundi fimm norrænna
knattspyrnusambanda, sem hald-
in er árlega. Færeyingar hafa
ekki átt aðild að því samstarfi og
aldrei eftir því sótt.
Engu að síður bauð KSÍ full-
trúa Færeyja að sitja slíkan fund,
þegar hann var haldinn hér á
landi í fyrra.
4. Færeyingar hafa sótt um að-
ild að Evrópusambandinu
(UEFA) og Alþjóðasambandinu
(FIFA) en hafa enn ekki verið
samþykktir. Öþarft ætti að vera
að taka fram, að íslendingar hafa
ávallt stutt umsókn Færeyja og
munu gera það áfram. KSÍ mun
hinsvegar ekki segja sig úr þess-
um samtökum eða hætta við þátt-
töku í alþjóðakeppni, í mótmæla-
skyni f.h. Færeyinga.
5. Knattspyrnusamband islands
er ekki aðeins eina iþróttasam-
bandið hér á landi, heldur á öllum
Norðurlöndum, sem heldur uppi
reglulegum samskiptum við Fær-
eyinga. Nú, nokkur undanfarin
ár, hafa verið leiknir árlega bæði
A-landsleikir og unglingalands-
leikir til skiptis i Færeyjum og á
íslandi. Nú hafa drengjalands-
leikir bætzt við.
Það eru örgustu öfugmæli, þeg-
ar því er haldið fram, að KSÍ hafi
sýnt Færeyingum tillitsleysi eða
lítilsvirðingu. Samskiptin á knatt-
spyrnusviðinu hafa verið mikil og
góð, og það er ekki við KSÍ að
sakast ef aðrar þjóðir vilja ekki
taka upp þau samskipti.
F.h. stjórnar KSÍ
Ellert B. Schram form.“
Getraunastarfíð
að heljast - kerfís-
seðlar nú I umferð
lSLENZKU getraunirnar hefja
starfsemi sína að nýju að loknu
sumarleyfi um næstu helgi, en
keppnin f ensku deildunum hófst
á laugardaginn. Sú nýbreytni hef-
ur verið tekin upp hjá Getraun-
um að auk tveggja og raða seðla
geta „spámenn" nú fengið keypta
16 raða kerfisseðla. Er þessi
breyting tekin upp vegna óska
fjölmargra, sem á hverjum
laugardegi eru með marga seðla
og leggja mikla vinnu f útfyllingu
seðlanna. Með þvf að hafa 16 raða
kerfisseðla verður öll útfylling
mun einfaldari.
Vegna hins stóraukna
kostnaðar við prentun og sending-
ar getraunaseðla hefur verið
ákveðiið að framvegis skuli miðað
við 40 raða lágmarkssölu hvers
umboðsmanns vikulega. Umboðs-
menn sem ekki ná lágmarkssöl-
unni fyrstu vikurnar, mega því
gera ráð fyrir að seðlar hætti að
berast þeim, nema sérstaklega sé
um samið.
Verð á getraunaseðlunum er
óbreytt frá því sem verið hefur og
kostar hver röð áfram 50 krónur
og fyrir 16 raða seðil verða menn
því að greiða 800 krónur.
Sala í getraunaseðlum hefur
dregist saman síðustu ár og
minnkaði salan t.d. um 6'A milljón
síðastliðið ár, en hejldarsalan var
tæpar 34 milljónir. Svo virðist
sem talsverðrar þreytu sé farið að
gæta I sölustarfinu og er spurning
AUI WWV
© The FootbaM League
Leikir 28. ágúst 1876
Birmingham - Liverpool
Coventry - Leeds
Derby - Man. Utd......
Everton - Aston Vllla ..
Ipswich - Q.P.R.
Man. City - Stoke.....
Newcastle - Brlstol City
Sunderland - Arsenal ..
Tottenham - Middlesbro
West Bromwich - Norwlch
West Ham - Leicester . .
Hull - Southampton ....
hvort ekki sé tímabært að taka
upp nýjar leiðir við söluna, svo
getraunir leggist ekki útaf nú,
eins og gerðist i fyrra skiptið þeg-
ar getraunasala var reynd hér-
lendis. Sölustarfið hefur mikið
mætt á sömu mönnunum frá því
að byrjað var með getraunirnar á
nýjan leik og eru þeir eðlilega
orðnir þreyttir og leiðir á sölu-
starfinu.
Síðastliðið ár varð aðeins aukn-
ing í sölunni hjá sex af 25 íþrótta-
bandalögum og Ungmenna-
samböndunum, sem seldu get-
raunaseðla á árinu. Mest varð
aukningin hjá ÍBÍ, sem jók söluna
um hvorki meira né minna en
239%. Hjá 19 aðiljum minnkaði
salan og munaði mestu að hjá IBR
datt salan niður um 20.2%.
K
rx 2
l
e
.3.
E
§!■
u. sé:
CC £ -
£3;
#
MISJAFN ARAIMGUR
HJÁ NORÐMÖNNUM
Norska meistaramótið í frjálsum íþróttum fór
fram í Askim um helgina. Árangur á mótinu var
yfirleitt fremur slakur, enda veður óhagstætt til
keppni og margt af bezta
mætti ekki til leiks.
Meðal úrslita í mótinu má
nefna:
800 metra hlaup karla: Tor
Smith 1:51,6 mfn.
400 metra grindahlaup: Harald
Gjengedal 52,7 sek.
100 metra hlaup karla: Audun
Garshol 10,5 sek.
Sleggjukast: Aridl Busterud
63,74 metrar
Kúluvarp: Knut Hjeltnes 18,48
mtrar
3000 metra hindrunarhlaup:
Sverre Sörmes 8:47,2 mín.
Spjótkast kvenna: Anne Gro-
harby 50,18 metrar
Slangarstökk: Wilhelm Sorten-
frjálsíþróttafólki Noregs
berg 4,70 metrar
Langstökk kvenna: Heidi Bens-
erud 5,79 metrar
1500 metra hlaup kvenna:
Grete Waitz 4:09,5 mín.
800 metra hlaup kvenna: Grete
Waitz 2:07,1 mín.
1500 metra hlaup karla: Lars
Martin Kaupang 3:45,8 mfn.
100 metra hlaup kvenna: Turid
Björgkli 11,9 sek.
Kringlukast karla: Knut Hjelt-
nes 62,16 metrar
400 metra hlaup karla: Stein
Are Agledal 48,7 sek.
400 metra hlaup kvenna:
Hanne Keth Savale, 56,3 sek.
V-ÞÝZKA MEISTARAMÓTIÐ
VESTUR-þýzka meistaramótið í frjálsum íþróttum fór fram I
Frankfurt um helgina og náðist þar ágætur árangur í flestum
keppnisgreinum, svo sem vænta mátti. Meðal úrslita má nefna að
Jiirgen Uteinmann sigraði f 100 metra hlaupi á 10,36 sek„ Lothar
Krieg f 400 metra hlaupi á 45,95 sek„ Rolf Ziegel f 400 metra
grindahlaupi á 49,88 sek„ Gtinther Lohre f stangarstökki, stökk
5,20 metra, Hein Dierek Ncu sigraði f kringlukasti með 60,24
kasti, Brigitte Krause sigraði í 800 metra hlaupi kvenna á 2:03,0
mín., Birgitte Holzapfel sigraði f hástökki kvenna, stökk 1,89
metra, Liesel Westermann sigraði f kringlukasti kvenna, kastaði
53,88 metra, og Marion Becker sigraði í spjótkasti kvenna,
kastaði 59,78 metra.___________
S-KÓREA SIGRAÐI
SUÐUR-Kóreubúar urðu heimsmeistarar stúdenta f knattspyrnu,
en þeirri keppni lauk í Montevideo um helgina. Til úrslita léku
Kóreubúarnir við Paraguay og sigruðu 2—1, eftir að staðan hafði
verið 1 — 1 f hálfleik. Leikur þessara liða var hinn sögulegasti, þar
sem leikmenn Paraguay yfirgáfu völlinn f seinni hálfleik f
mótmadaskyni við dómarann sem þeim fannst á handi Kóreubú-
anna. Frakkland og Holland léku um þriðja sætið f keppni
þessari og fóru þar leikar svo að Hollendingar sigruðu með
tveimur mörkum gcgn engu.