Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGUST 1976
Ævintýrið um
móða Manga
eftir BEAU BLACKHAM
— Ég þarf að fara til Staðar, sagði
Surtur. Ég þarf að fara með kistuna mína
og rommtunnuna. Og þú verður að flytja
mig — og ekkert mögl.
— En. . . en.. . herra Surtur, sagði
lestarvörðurinn. Við erum einmitt að
koma frá Stað.
— Hvað kemur mér það við! hrópaði
Surtur, sneri upp á yfirskeggið með ann-
arri hendinni og veifaði byssunni meö
hinni. — Þið verðið að snúa aftur til
Staðar! Skilurðu það?
— Ja. . . já, herra Surtur, stundi vörð-
urinn og horfði kvíðafullur á byssuna.
Það leit út fyrir að skotið gæti riðið úr
henni á hverri stundu.
— Jæja, láttu þá kistuna upp í vagninn
þinn, lestarstjóri, skipaði Surtur, og ég
mun fylgja á eftir henni. Flýttu þér,
maður, mér liggur á.
Lestarstjórinn flýtti sér út úr vagnin-
um sínum, og eftir margar stunur og
mikið erfiði, því kistan var ákaflega
þung, tókst honum að lokum að koma
henni upp í vagninn. Mangi fylgdist með
öllum atburðum af hinum mesta áhuga,
enda var þetta í fyrsta skipti að hann sá
bráðlifandi sjóræningja. Hann hafði
raunar heyrt getið um slíka menn, en til
þessa hafði hann ætið verið í vafa um,
hvort þeir væru í raun og veru til.
Meðan á öllu þessu stóð, var Surtur
stöðugt að líta aftur fyrir sig. Honum
virtist sannarlega liggja á að komast af
stað. Og strax og hann var kominn um
borð í járnbrautarlestina, settist hann í
dyrnar á vagninum hans Manga og urr-
aði:
F’arðu nú til baka til Staðar eins hratt
og lestarræfillinn kemst!
— Lestarræfill! Móði Mangi var næst-
um sprunginn af reiði, svo móðgaður var
hann. Gufan spýttist í smámekkjum allt í
kringum hann og hann bólgnaði af
gremju, en lestarstjórinn setti vélina í
gang, og af stað þaut Mangi, sneri við á
hliðarteinum og lagði másandi af stað til
baka til Staðar. Og það var þá, að Mangi
vlK> vgm,
MQRgdlvy%\\
katfinú w r®
GRANI göslari
..Grani hafði séð skilmingarmynd á fimm-sýningu i gær."
Vinir eru þeir menn, sem
eiga sömu óvini.
Jóni hafði verió boóió I erfis-
drykkju eftir þriðju konu ná-
granna sfns. Hann hafð mætt I
erfisdrvkkjum hinna tveggja
eiginkvenna þessa nágranna,
og konan hans var þvf aldeilis
hlessa, þegar hann þvertók fyr-
ir að fara I þetta sinn.
— Sjáðu til, góða mfn, sagði
Jón við konu sfna, ég get ekki
verið þekktur fyrir að koma
svona oft til hans og hafa ekk-
ert af þessu tagi að bjóða hon-
um f staðinn.
Sonurinn: Hvernig er það,
pabbi, er ekki sagt að konan sé
betri helmingur mannsins?
Faðirinn: Jú, það er vfst
stundum sagt.
Sonurinn: Ef maður giftist
tvisvar, þá er raunverulega
ekkert eftir af manni?
Faðirinn: Rétt segir þú sonur
sæll.
Leigjandinn var að kvarta yf-
ir kuldanum í íbúðinni.
— A daginn er það að vfsu
afleitt, sagði hann, en á næt-
urnar er það svoleiðis, að ég get
stundum heyrt tennur konu
minnar glamra á náttborðinu.
Hjartaknúsarinn við stúlk-
una: Ég er ókunnugur hér í
borginni, getið þér ekki vfsað
mér leiðina heim til yðar?
Veldu þér konu, sem er dóttir
góðrar konu.
Fangelsi
óttans
Framhaldssaga eftir
Rosemary Gatenby
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
3
Dallas og sfðan áfram með flug-
vél til vallarins f Midland. Hann
er ekki stór en þar er mikil um-
ferð einkavéla milljónamær-
inganna f Texas, olfukallanna og
búhöldanna þar. Sfðan höfðum
við tekið okkur bfl á leigu og ekið
til Western Springs, sem var Iftill
bær byggður f kringum einn stór-
an skýjakljúf. Það kom f ljós að
kljúfurinn sá arna var gistihúsið
okkar.
Við eyddum kvöldinu með
hinum blaðamönnunum, sem
komnir voru hingað f sömu
erindagjörðum og við.
Eftir að hafa sofið vel hafði svo
komið og sótt okkur einhver
kúrekaiegur maður úr starfsliði
Everst. Hann kynnti sig sem Reg
Curtiss.
Við ókum af stað f langri lest og
ókum á eftir Reg Curtiss út á
þjóðveginn sem lá sfðan yfir til-
breytingarsnautt landið.
Loks komum við svo auga á
húsvarðarbygginguna eða hvað
þeir nú kölluðu húsið sem blasti
nú við okkur.
Þegar við komum þangað var
numið staðar og Vern tók nokkrar
myndir. Næstu mfnúturnar var
okkur innanbrjósts eins og við
værum að fara gegnum tollinn.
Við stilltum okkur upp f langa
röð og sýndum skilrfki okkar.
Tveir menn svo sem voru eins og
klipptir út úr kúrekamynd,
spurðu okkur spjörunum úr og
hleyptu okkur sfðan áfram.
Báðir báru þeir byssur. Og þei
hefður getað gengið rakleitt inn f
kúrekamynd án þess nokkur
hefði blakað auga.
Þegar við komum loksins að
stóru hvftu húsinu fannst mér
hrollur fara um mig. Vel mátti
vera að James Everst væri mesti
rithöfundur f heimi en aðeins
hrokafullt gerti gat fátið sér detta
f hug að koma fram við að-
dáendur sfna á þennan hátt. Það
var sem sé leftað áokkur...
Hinn rauðhærði foringi hóps-
ins, Reg Curtiss, annaðist það.
Andartak hvarflaði að mér að
reka hnéð á vissan stað á honum,
svo að hann fengi ærlegan skell.
Og svo hitti ég hann. James
Everst. Goðsögnina. Og gleymdi
reiði minni.
Hann hafði ótrúlegt aðdráttar-
afl. Aður en hann mælti orð af
vörum skynjaði ég að ég var f
návist stórmennis. Grá augu hans
lýstu af gáfum og Iffi. Hlýlegur
munnsvipur hans bætti mér upp
allar þær hrellingar sem ég hafði
orðið fyrir til að komast þetta
langt.
Hann leit út fyrir að vera yngri
en á þeim myndum er ég hafði
séð af honum. Það var erfitt að
fmynda sér að þrátt fyrir langan
stjörnuferil á bókmenntasviðinu
var hann ekki hálffimmtugur
maður.
— Velkominn, sagði frann.
Hann heilsaði okkur ölium með
handabandi, þegar við þrömm-
uðum inn f dagstofuna undir efti-
iití Regs.
— Mér er mikill sómi að þvf að
þið skylduð koma alla ieið
hingað.
— Okkar er ánægjan, sagði ein-
hver.
Og einn blaðamannanna sagði:
— Það er næstum eins erfitt að
komast að yður og Howard heitn-
um Hughes.
Háifvandræðalegur hlátur og
Vern tautaði:
— Ja, það er hverju orði
sannara.
— Já, ég veít það, viðurkenndi
gestgjafi okkar. — Þíð verðið að
afsaka það.
Hann leit til hliðar á mann sem
var nýkominn inn f stofuna.
Gjörvulegur maðu með breið
kinnbein og ruddaleg augu. Hann
Ifktist einna helzt Iffverði og
hann bar byssubelti á mjöðminni.
— Eg held þið hafið ekki hitt
Dan Bayles, sagði Everst kurteis-
lega við gesti sfna.
Blaðamannahópurinn tók nú að
bera fram aðskiljanlegar spurn-
ingar. Everst svaraði þeim glað-
lega og stundum kfmileitur en
studum var eíns og hann reyndi
að smeygja sér undan.
— Hr. Everst — þér segið
okkur f raun og veru ekki
nokkurn skapaðan hlut, sagði
blaðamaðurinn frá Time sem
hafði kvöldið áður sagt mér að
hann hefði áður átt viðtöl við
hinn fræga rithöfund.
Everst andvarpaði.
— 1 raun og veru hef ég ekki
ýkja margt að segja. Eg bý inni-
lokaður hér ár eftir ár með
pappfr minn og penna. Það er hið
eina sem ég geri. Eg hef aldrei
gert annað. EJg lifi f mfnum sér-
kennilega hugarheimi. Stundum
velti ég fyrir mér hvort sá heimur
sem ég þekkti endur fyrir löngu
sé til enn.
Undarlegur raddblær hans
vakti athygli mfna og ég sá að
blaðamaðurinn frá Time braut
einnig heilann um orð hans.
— Segið mér hvort heimurinn
er enn. aeða er allt sem ég les f
blöðunum ykkar aðeins snjallar
tilraunir til að halda fastri