Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. AGÚST 1976 17 „STORKOSTLEGUR GOLFSTRAUMUR" GOLFSNILLINGURINN Jack Nicklaus hélt sýningu fyrir golfunnendur á Nesvellinum á sunnudaginn. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með þvf sem „Gullni björninn“ hafði fram að færa og voru menn á einu máli um það, að annar eins hvalreki hefði ekki komið á fjörur fslenzkra kylfinga. Sýning Nicklaus stóð I rúma klukkustund og þó að kalt væri I veðri og skúraleiðingar gengju yfir meðan Nicklaus sýndi þá tók fólk varla eftir þvf, svo upptekið var það af snill- ingnum. Nicklaus útskýrði fyrir áhorfendum höggin með golfkylfunum og þó kennslu- stundin væri ekki löng þá hafa margir lært meira þennan stutta tfma en á mörgum hring- ferðum á golfvöllum. Það var létt yfir Nicklaus, hann gerði að gamni sfnu og að sýningunni lokinni gaf hann sér góðan tfma til að seðja hungraða áhangendur eigin- handaráritunum. Nicklaus var við veiðar f Laxá f Dölum f sfðustu viku og ifkaði honum dvölin þar vel, þó veðrið væri ekki eins og bezt verður á kos- ið. Það var fyrir orð Helga Jakobssonar, góðs kunningja Nicklaus og kylfings f Nes- klúbbnum, að Nicklaus sýndi á Nesvellinum að lokinni veiði- ferðinni. Að sýningunni lokinni var Nicklaus boðið f skála Nes- klúbbsins og voru honum þar afhentar gjafir frá Nesklúbbn- um og merki Golfsambands Is- lands. Vakti gjöf NK mikla hrifningu og aðdáun hinna bandarfsku gesta, enda var þar um forkunnarfagran grip að ræða. Silfurslegið drykkjar- horn f vfkingastfi, ofan á loki þess voru þrfr laxar, sem héldu á golfbolta, fmynd helztu áhugamála Jack Nicklaus. Hér á sfðunni eru myndir sem Friðþjófur tók á Nesvellin- um á sunnudaginn og sýna þau nokkur högg golfsnillingsins. Auk þess að sýna hvernig á að leika golf sýndi hann hvernig ekki á að slá hvfta boltann og sáu sumir þeirra sem styttra eru komnir sjálfa sig þar f anda — að minnsta kosti undirritað- ur. Við athöfnina f golfskála Ness sagði Páll Asgeir Tryggva- son að koma Jack Nicklaus á fslenzkan golfvöll væri „stór- kostlegasti golfstraumurinn, sem komið hefði til tslands". -áij. Að útskýra sveiflu Jack Nicklaus er ekki nema fyrir sérfræðinga í golfi, það verður því ekki reynt hér, aðeins bent á að það sem kappinn er að sýna á myndunum hefur gert hann að einum bezta golfleikara í heimi. (ljósmyndir Friðþjófur Helgason). OlIKHl WIIXttlMMX IlfllMHMIXUUIIIIlllllUll Jóhannesi hrósað JÓHANNES Eðvaldsson skoraði glæsilegt mark með Celtic er Iiðið mætti Arbroath í skozka deildarbikarnum á laugardaginn. Var þetta fimmta og síðasta mark Celtic i leiknum, sem liðið vann 5:0. Það var þó ekki fyrst og fremst góð frammistaða Jóhannesar sem vakti athygli, heldur stórleikur Kenny Dalglish, skoraði hann tvö mörk í leiknum og hefur aldrei leikið betur að sögn sjónar- votta. í nýútkomnu hefti af Shoot er rætt um kaup og sölur í Skotlandi síðasta vetur og rætt um það hverjir hafi gert góð kaup og hverjir slæm. Er þar sagt um Jóhannes að forráðamenn Celtic hafi greinilega vitað hvað þeir voru að gera og fær Jóhannes hrós í blaðinu. Þar er ennfrem- ur sagt að hann eigi eftir að verða liðinu enn meiri styrkur i vetur, en í fyrravetur. í heimsókn hjá FH ÞESSA dagana dvelur hér á landi sænska liðið GÖIF í boði FH og mun liðið æfa í Iþróttahúsinu í Hafnarfirði á hverjum degi alla þessa viku. Auk þess mun liðið leika að minnsta kosti tvo leiki, gegn Haukum i Hafnarfirði í kvöld klukkan 20.30 og gegn FH á laugardaginn klukkan 15. Með GÖIF, sem varö í 5. sæti í 1. deildinni sænsku i fyrra, leikur meðal annarra landsliðsmaðurinn Bo „Bobban" Anderson, sem leikið hefur um 70 landsleiki fyrir Sviþjóð. Svavar Egilsson afhendir Þór Oddssyni og Sigurði Ragnarssyni sigurverðlaunin í flokki „Flipper-siglara". Arni Friðriksson mótsstjóri lengst til vinstri. Meistarar í siglingum krýndir við Nauthólsvík ÍSLANDSMÖT í siglingum var haldið i Nauthólsvík á laugar- dag og sunnudag. Keppt var í tveimur flokkum, á Eldhnött- um eða Fireball og á Flipper- bátum. Gunnar Hilmarsson og Finn- ur Torfi Stefánsson sigruðu örugglega i keppninni á Eld- hnöttunum. Keppnin fór þann- ig fram að sama braut var sigld sex sinnum og sigruðu þeir Gunnar og Finnur i öllum ferð- unum. Næstir komu þeir Jón Ólafsson og Sigurður Hjálmars- son. Þriðju urðu siðan Rúnar Steinsen og Benedikt Lövdahl. Keppni á Flipperbátum var mun jafnari og skiptust nokkrir bátar á um að koma fyrstir i mark. Stigahæstir urðu Þór Oddsson og Sigurður Ragnars- son, næstir urðu Magnús Erlingsson og Guðmundur Sig- urðsson, þriðju voru Sigurjón Jónsson og Guðmundur Þor- valdsson. Finnur Torfi Stefánsson og Gunnar HUmarsson sigruðu í Eld- hnattaflokki og taka við verðlaunum af Svavari Egilssyni, en bikarinn er farandgripur sem Tékkneska bifreiðaumboðið gaf. .tto ío IIIg mJotpntT umoa éi9g maa .sglödð rov tiJirn 'ló l-t>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.