Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJÚDAGUR 24. ÁGÚST 1976 39 Um 140.000 manns hafa farizt í jarð- skjálftum á þessu ári Jarðskjálftarnir í Kína virðast vera þeir mestu sem orðið haJFa á okkar tímum. Að sögn kínverskra heimilda hafa a.m.k. 100.000 manns beðið bana í þess- um jarðskjálftum, sem eru hápunktur margra sorglegra stðráfalla af völdum jarðskjálfta á þessu ári. Alls munu um 140.000 manns að minnsta kosti hafa týnt lífi vegna jarðskjálftann árið 1976. Sú tala er fjðr- tánfalt meðaltal sfðari ára. Þann 4. febrúar fórust 23.000 manns í jarð- skjálftanum í Guate- mala. 6. maí fðrust 4.900 manns í jarðskjálftunum á Norður-ítalíu. 24. júlí fórust 600 manns á eynni Balí í Indðnesíu. Og trúlega fórust um 8.000 manns í jarðskjlftanum og flððbylgjunni á Suður-Fillipseyjum í fyrri viku. Það er því engin furða þð fólk spyrji hvort þessi ósköp muni halda áfram. i Vísindamenn segja nei. Og þrátt fyrir jarð- skjálftana, eldgos, þurrka og miklar rigningar trúa fáir kenningunni um að heimsendir sé skammt undan. JARÐHITI_________ Jarðfræðilega séð eru jarð- skjálftarnir og eldgosin aðeins minni háttar röskun í yzta lagi jarðar, svonefndum jarðmöttli. Talið er líklegt að öll slik röskun stafi af vaxandi hita í iðrum jarðar. Að slfk röskun leiði til þess að jörðin skelfur með svo stuttu millibili er til- viljun ein. Afleiðing suðunnar og ólg- unnar í iðrum jarðar er að meðaltali um 100.000 skjálftar á ári hverju. Menn taka ekki eftir langflestum þessara skjálfta af því að þeir verða svo langt undir yfirborðinu, undir heimshöfunum eða á fjarlæg- um, óbyggðum stöðum. Jarðmöttullinn skiptist í AP-mynd Handleggur ungrar stúlku stendur upp úr rústum hruninnar byggingar í Pagadian City á Fillipseyj- um. Er björgunarmönnum hafði tekizt að grafa hana út úr rústunum var hún látin. mörg lög, ekki ósvipað lauk. Hvert lag er allt að 100 km að þykkt og þau fljóta á þykkum vökva. Jarðlögin eru á stöðugri hreyfingu fram og aftur með- fram föstum línum. Talið er sennilegt að það sé upphitunin sem fram fer djúpt I jarðar- iðrum sem valdi þessum hreyf- ingum laganna. Arekstrar Þar sem lögin rekast lárétt hvert á annað eru mestu óróa- svæði jarðarinnar. Stundum renna lögin framhjá hvert öðru í andstæðar áttir, eins og oft gerist undan strönd Kaliforniu; stundum rennur eitt lag yfir annað lag og jarðskjálfti á sér stað og/eða eldgos. Himalaja- fjallgarðurinn reis t.d. fyrir milljónum ára við að eitt lag rakst á annað og jarðlögin þrýstust upp. Brezkir jarðskjálfta- fræðingar álíta að jarð- skjálftarnir í Vestur-Kína stafi af slíkum þrýstingi, sem skyndilega finnur veikan punkt i jarðmöttlinum á þessu svæði. Eyjan Mindanao á Suður- Fillipseyjum sem bæði varð Loftmynd af eyðileggingunni Pagadian City á FiIIipseyjum. AP-myn» strandbænum fyrir jarðskjálfta og flóðbylgju er á svæði þar sem slikt möttul- lag hafði grafizt niður í annað lag með 10 sentimetra hraða á ári. Hinn kunni sænski jarð- skjálftafræðingur Marcus Baath álítur að ekkert samband sé milli jarðskjálftanna í Kína og á Fillipseyjum og brezki jarðskjálftafræðingurinn Stuart Crumplin heldur því fram að virknin á fyrsta hluta þessarar aldar hafi verið mun meiri en nú. Bandarískir vís- indamenn eru sama sinnis. ELDHRING- URINN Jarðskjálftarnir á Fillipseyj- um urðu á svæði sem nefnt hefur verið „eldhringurinn", þ.e. jarðskjálftabeltinu sem teygir sig um Kyrrahaf. Um 80% allra skjálfta og allrar eld- fjallavirkni mælast á þessu belti, sem nær yfir vestur- strönd Norður- og Suður- Amerfku, Kúrileyjar, Japans- haf, Fillipseyjar og Nýja- Sjáland. Nú standa yfir rannsóknir sem miða að þvi að koma á viðvaranakerfi fyrir jarð- skjálfta. Menn athuga nú einn- ig hvort unnt sé að gera fyrir- byggjandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir meiri háttar eyðileggingu og manntjón með ýmsum tæknilegum mótaðgerð- um. Ein hugmynd er á þann veg að dæla smuroliu inn á milli jarðmassa sem nuddast hver við annan þannig að dreg- ur úr nuddinu og spennan leys- ist úr læðingi með minni háttar skjálftum eðatitringi. Bandariski vísindamaðurinn William Cloud við Kaliforníu- háskóla bendir á að jafnstórir jarðskjálftar hafi orðið fyrr á þessu ári á Kyrrahafi og þeir sem urðu í Kina og á Fillipseyj- um, en þar eð ekkert manntjón varð hafi ekki verið á þá minnzt i fjölmiðlum. — NTB — Kórea Framhald af bls. 1 Það vekur athygli stjórnmála- fréttaritara, að stjórnin í Peking hefur ekkert látið eftir sér hafa um þennan atburð, hvorki lýst stuðningi við N-Kóreumenn né fordæmt Bandaríkjamenn. Kín- verjar sendu sem kunnugt er 300 þúsund „sjálfboðaliða" til að berj- ast með N-Kóreumönnum í Kóreustriðinu. Er talið að Kín- verjar vilji koma í veg fyrir ný hernaðarátök í Kóreu, en Sung fór í opinbera heimsókn þangað á sl. ári til að kanna hvort hann hefði stuðning Kínverja til að gera innrás í S-Kóreu meðan Bandaríkjamenn væru í sárum eftir ófarirnar í Indókina. Kín- verjar lögðu hins vegar áherzlu á að þeir vildu friðsamlega sameiningu S- og N-Kóreu, sem var túlkað á þann hátt að þeir vildu gera Kim II Sung ljóst að Kinverjar væru andvigir átökum. Kínverskir fjölmiðlar hafa undanfarið hvatt Bandarikja- menn til að kalla herlið sitt á brott frá S-Kóreu og undirrita friðarsáttmála. Hins vegar hafa kinverskir leiðtogar látið mjög á því liggja við bandariska gesti á undanförnum 2 árum að Peking- stjórnin hefði nokkrar áhyggjur af ástandinu í A-Asíu og væru ekki mjög fylgjandi brottför Bandaríkjamanna þaðan vegna áhættu á auknum áhrifum Sovét- ríkjanna í kjölfar brottflutnings. - Drottning snýr Framhald af bls. 1 ystumenn þeirra verða einnig að standa við þau loforð sín að birta sem mest af skýrslunni opinberlega og afhenda þing- inu álit stjórnarinnar á málinu. Stjórnmálafréttaritarar telja að mikil óvissa sé um endanleg lok málsins en benda á að það virðist alvarlegt ef dæma megi af þvi að drottning og Bernharð prins gerðu fyrr í vikunni annað hlé á sumarleyfi sínu og komu einn dag til Haag til að drottning gæti rætt við den Uyl og eiginmaður hennar við lög- fræðinga sina. Júlíana Hollandsdrottning nýtur mikilla vinsælda og virðingar meðal þegna sinna og það yrði mikið áfall fyrir hollenzku þjóðina ef hún afsal- aði sér krúnunni i hendur Beatrix prinsessu, sem er 38 ára að aldri. Ölympíuleik- ar fatlaðra - leiðrétting VEGNA frásagnar i Mbl. á sunnu- dag um Ölympíuleika fatlaðra hafði Arnór Pétursson formaður Iþróttafélags fatlaðra á Islandi samband við blaðið og benti á, að i þeirri frásögn gætti nokkurs mis- skilnings. Þar segir að Ólympíu- leikar fatlaðra séu haldnir árlega I Bandarfkjunum á vegum Rot- aryhreyfingarinnar þar i landi. Hér mun vera átt við aðra íþrótta- leika, en að sögn Arnórs eru Ólympiuleikar fatlaðra haldnir fjórða hvert ár á vegum Alþjóð- legrar Ólympiunefndar fatlaðra. Sagði hann að nú í ágúst hefðu þessir leikar farið fram í Toronto í Canada, en venjan væri sú að þessir leikar færu fram í sama landi og sjálfir Ólympíuleikarnir og hefði svo verið frá þvi að fyrstu Ólympíuleikar fatlaðra fóru fram í Róm árið 1960. Leik- arnir I Toronto fóru fram dagana 3.—11. ágúst og tóku þátt í þeim 1700 manns frá 44 löndum. Arnór sagði að tveir fulltrúar frá íslandi hefðu farið á leikana til að kynn- ast þeim og sjá hvernig þeir gengju fyrir sig, en það væri von Iþróttafélags fatlaðra hér á landi að hægt yrði að senda islenzka keppendur á þessa leika síðar. Tunglsýnin lent í USSR Moskvu 23. ágúst. — Reuter. TILKYNNT var af opinberri hálfu í Moskvu i dag að eldflaugin frá geimfarinu Lúnu-24 á tungl- inu hefði lent i Sovétríkjunum — í Vestur-Síberíu — í gær með fyrstu jarðvegssýnin frá hinu ókannaða tunglsvæði „Hafi kreppnanna“. Tass-fréttastofan sagði að sýnin yrðu rannsökuð í Vernadsky-rannsóknastofnuninni I Moskvu. — Enn óvíst Framhalrt af hlc 1 Blöð í Frakklandi sögðu í kvöld að flest benti til þess að Chirac hefði þegar tilkynnt forsetanum afsögn sína á einkafundi og að ný ríkisstjórn yrði mynduð i vikunni, hugsanlega undir forsæti Jean- Pierre Fourcade. Talsmenn Frakklandsforseta hafa neitað að láta nokkuð eftir sér hafa um málið, en Alexandre Sanguinette, sem er einn af leið- togum gaullista, hefur lýst því yfir að hann hafi hvatt Chirac til að segja af sér og sþaði því jafn- framt að breyting yrði á stjórn- inni. Chirac hefur verið forsetanum nokkuð erfiður það sem af er þessu ári vegna þess að hann lenti í klemmu milli flokks síns, Gaullistaflokksins, og forsetans, en gaullistar eru andvígir um- bótastefnu Giscards d'Estaings. Segja stjórnmálafréttaritarar að þrátt fyrir að Chirac segi af sér sé ólíklegt að gaullistar hætti þátt- töku í stjórnarsamstarfinu, þar sem ljóst sé skv. skoðana- könnunum, að ef kosningar yrðu nú myndu sósíalistar og kommúnistar bera þar sigur úr býtum. — Bretland Framhald af bls. 1 Áreiðanlegar stjórnarheimildir í Lundúnum i dag hermdu að ekk- ert benti enn til þess að lýst yrði yfir neyðarástandi i landinu, en slík yfirlýsing myndi gefa rikis- stjórninni heimild til að gefa út reglugerðir um vatnsnotkun, án þess að þurfa að ráðgast við sveit- ar- og borgarstjórnir i landinu. Hins vegar mun stjórnin vera að kanna möguleika á að flytja vatn á milli héraða og einnig leiðir til að hreinsa vatn og nota á ný. Þá mun stjórnin einnig fjalla um beiðnir bænda um fjárhagsaðstoð vegna mikils tjóns af völdum þurrkanna. Á næstu dögum hefst mikil auglýsingaherferð af hálfu brezku vatnsveitnanna, þar sem fólk er hvatt til að spara vatn með öllum hugsanlegum ráóum. Verst er ástandið i S-Wales, þar sem íbúar fá aðeins að nota vatn i 7 klukkustundir á sólarhring og iðnfyrirtækjum þar hefur verið skipað að minnka vatnsnotkun sína um helming. Nugent lávarður, formaður vatnsveitna rikisins í Bretlandi, átti i dag fund með fulltrúum brezku verkalýðssamtakanna og félags iðnrekenda í Bretlandi þar sem hann skýrði frá þvi að hugsanlegt væri, ef ekki rigndi á næstunni, að taka yrði upp 3ja daga vinnuviku í landinu, eins og gert var um veturinn 1973—74 er verkfall kolanámuverkamanna stóð yfir. Lávarðurinn sagði að óhjákvæmilegt yrði á næstunni, ef ekki rigndi, aó draga stórlega úr vatnsnotkun fyrirtækja og það myndi leiða til færri vinnustunda og jafnvel uppsagna. Slíkt ætti sér þegar stað i smærri iðngrein- um. Hundruðir slökkviliðsmanna og sjálfboðaliða voru í kvöld á verði í Nýja-skógi í Dorset og Heathland í Hampshire, þar sem mestu skógareldar Bretlands geisuðu um helgina. Tókst að kæfa eldana eftir harða baráttu en yfirvöld segja að hætta sé á að eldarnir blossi upp hvenær sem er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.