Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1976
23
tslandsmeistarar Vals I útihandknattleik með bikarinn, sem er einn veglegasti bikar
sem um er keppt I íþróttum hér á landi.
tslandsmeistarar FH ásamt þjálfara sfnum Sylvfu Hallsteinsdóttur og Ingvari Viktors-
syni formanni Handknattleiksdeildar FH.
Valur vann í karlaflokki útimótsins
og FH hjá konunum eftir langt hlé
VALSMENN urðu íslands-
meistarar í útihandknatt-
leik karla er þeir á sunnu-
daginn sigruðu ÍR-inga
22:17 f úrslitaleik við Aust-
urbæjarskólann. Byrjun
ÍR-inganna, sem aldrei
hafa komizt lengra í úti-
mótinu en í úrslit, var af-
leit f úrslitaleiknum og
náði Valur þá yfirburða-
stöðu, sem nægði liðinu til
sigurs í leiknum, FH sigr-
aði hins vegar f meistara-
flokki kvenna og kom sá
sigur nokkuð á óvart. Búizt
hafði verið við öruggum
sigri Vals í úrslitaleiknum,
en það fór á annan veg og
FH vann leikinn með 6
mörkum gegn 4. I leik um
þriðja sætið f karlaflokki
vann FH lið Víkings 22:21.
Eins og áður sagði náði Valur
góðri stöðu i upphafi úrslitaleiks-
ins. Staðan varð 5:1, 8:2 og í leik-
hléi var munurinn 4 mörk, 13:9. I
seinni hálfleiknum munaði tví-
vegis aðeins tveimur mörkum,
15:13 og 16:14, en ÍR náði aldrei
að jafna. Úrslitin urðu 22:17 eins
og áður sagði og skoraði Þorbjörn
Guðmundsson flest mörk Vals-
manna, 6 talsins. Steindór
Gunnarsson átti mjög góðan leik I
úrslitunum og skoraði 5 sinnum,
Jón Karlsson gerði 4 mörk, Jón
Petur Jónsson 3, Jóhannes Guð-
mundsson 2, Björn Björnsson og
Gisli Arnar Gunnarsson gerðu 1
mark hvor. Brynjólfur og Bjarni
Hákonarson gerðu 4 mörk hvor
fyrir ÍR, Gunnlaugur, Hörður,
Bjarni og Ólafur Tómasson gerðu
2 hver, Sigurður Svavarsson 1.
í leiknum um þriðja sætið mun-
aði miklu, að Víkingar fóru herfi-
lega með vitaköst sín og misnot-
uðu ekki færri en 4 í leiknum.
FH-ingar höfðu yfir 14:11 í hálf-
leik og tókst Vlkingum aldrei að
jafna leikinn. Úrslitin urðu 22:21
eins og áður sagði og skoraði Þór-
arinn Ragnarsson mest fyrir FH,
6 mörk. Kristján, Július og
Andrés gerðu 4 mörk hver. Björg-
vin Björgvinsson og Viggó Sig-
urðsson gerðu 6 mörk hvor fyrir
Víking, Erlendur Hermannsson 3
mörk.
Markhæstir í meistaraflokki
karla urðu:
Jón Karlsson Val 27
Þorbergur Aðalsteinsson
Vikingi 26
Viggó Sigurðsson Vikingi 26
Árni Indriðason Gróttu 25
Sigurgeir Marteinsson Haukum25
Þorbjörn Guðmundsson Val 23
FH-stúlkurnar unnu siðast úti-
mótið árið 1963 og endurtóku síð-
Nokkuð var um óvænt úrslit 11.
umferð og þannig tapaði Ragnar
Ólafsson, sem varð annar f nýaf-
stöðnu íslandsmóti, þá þegar fyrir
Matthias Guðmundssyni úr Kefla-
vík. Sömuleiðis tapaði unglinga-
meistarinn og landsliðsmaðurinn
Sigurður Pétursson þá fyrir
Knúti Björnssyni, sem varð annar
i 1. flokki á íslandsmfitinu.
Gaf mót þetta fleiri stig til
landsliðs en nokkurt annað
an þann leik aftur á sunnudaginn.
Meðan úrslitaleikur Vals og FH
fór fram á sunnudaginn var úr-
heliisrigning, en hins vegar var
þurrt meðan stúlkurnar léku. í
leikhléi var staðan 4:3 fyrir FH og
í seinni hálfleik tókst FH-liðinu
golfmót áður og fékk Björgvin
Þorsteinsson t.d. rúm 60 stig fyrir
sigur sinn. Fannst mörgum sem
of mörg stig kæmu til skiptanna á
þessu móti. Þannig gæti Björgvin
nú lagt golfkylfunum, en verið
samt öruggur í landsliðið næsta
árið hvað stig varðar.
32 kylfingar tóku þátt i mótinu
og varð röð þeirra 8 sem lengst
komust þessi:
Björgvin Þorsteinsson GA
heldur að auka þann mun og úr-
slitín urðu 6:4.
Munaði mestu fyr-
ir FH að Kristjana Aradóttir lék
nú að nýju með liðinu, en hún gat
lítið leikið með liðinu siðastliðinn
vetur vegna fótbrots. Skoraði
Þorbjörn Kjærbo GS
Þórhallur Hólmgeirsson GS
Einar Guðnason GR
Sigurður Thorarensen GK
Alex Graz Luxemburg
Richard Fiala NK
Jón HaukurGuðlaugsson NK
1 keppninni um fyrsta sætið
vann Björgvin Þorbjörn 2:0, en
meiri munur var i keppninni um
annað sætið, Þórhallur vann Ein-
ar 6:5.
Kristjana 2 mörk, Brynja, Svan-
hvit, Sigfríður og Anna 1 mark
hver. Ragnheiður Lárusdóttir
gerði 2 mörk fyrir Val, Björg
Jónsdóttir og Björg Guðmunds-
dóttir 1 mark.
—áij.
VALSMENN
GETA ORÐIÐ
MEISTARAR
í KVÖLD
VALUR og Þróttur mætast I 1.
deild á Laugardalsvellinum f
kvöld og hefst leikur þeirra
klukkan 19. Með sigri I þeim
leik tryggja Valsarar sér sigur
I Islandsmótinu og yrði það I
15. skiptið sem Valur verður
lslandsmeistari. Ótrúlegt er
annað en að Valur sigri f leikn-
um f kvöld, en fari svo ólfk-
lega, að Þróttur vinni þá
standa Framarar með pálm-
ann f höndunum. Þróttur væri
þá einnig orðinn jafn FH-
ingum að stigum og hefði von
um að ienda ekki f botnsætinu
f 1. deild.
Ingi Björn Albertsson og
Hermann Gunnarsson fagna
marki þess fyrrnefnda eins og
þeir hafa svo oft gert f sumar.
Ingi Björn er búinn að skora
13 mörk f 1. delld f ár,
Hermann 11 og félagi þeirra
Guðmundur Þorbjörnsson hef-
ur einnig skorað 11 mörk.
Þorbjörn Kjærbo og Björgvin Þorsteinsson léku til úrslita f „Icelandic Open“.
Björgvin við sama heygarðshomið
- sigraði í „opna meistaramótinu"
Björgvin Þorsteinssyni Islandsmeistara frá Akureyri urðu ekki á nein mistök í
„opna íslenzka meistaramótinu“, sem lauk á sunnudaginn á Hólmsvelli í Leiru.
Sigraði Björvin alla andstæðinga sfna, en leikin var holukeppni, síðast Þorbjörn
Kjærbo í úrslitum.