Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. AGUST 1976 legt að vera á vakt með Jóni Örvari. Honum gat maður treyst, og fljótur var hann að ávinna sér traust sjúklinga sinna. Þegar Jón örvar lagði upp héð- an til Spánar var ljóst, að dvöl hans í þessu sólrika héraði yrði brátt á enda. Slíkt hefði verið eðlilegur gangur lifsins, en engan grunaði, að þetta sumar yrði hans hinsta. Við söknum þess nú, að vita ekki af honum við skyldu- störf annars staðar á landinu. Sár- astur er samt söknuður ástvina hans. Þeim sendum við kollegar Jóns Örvars á Akureyri innilegar samúðarkveðjur. Magnús Stefánsson. Kveðja „Mfnar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mfnir vegir,“ segir Drottinn. (Jes. 55.8). Sá atburður hefur nú að hönd- um borið, sem með átakanlegum hætti ásannar þessi fornu og sígildu orð heilagrar ritningar. Sá vegur sorgar og kveðju, sem við göngum í dag, er ekki genginn af eigin vilja né ráði. Og eins og sú ganga er andstæð vilja okkar og vali, svo er það einnig ofvaxið hugsunum okkar og skilningi, hversvegna Hann, sem ræður, valdi slíkan veg. Mörg eru þess dæmin, að sorgblindaðir og ótta- slegnir mennirnir rísi upp í beiskju hugar og hjarta, gegn þeim vegum, sem er svo ægilega fjarlægir þeirra eigin vegum. Svo er því ekki farið að þessu sinni. Sú hrjúfa beiskja á sér hér ekki stað, því nú er hugsað og sagt: „Verði Guðs vilji“. Þegar Hann hefur valið veginn er það okkar að ganga hann. Ég segi þetta þeim mun örugglegar sem ég veit, að syrgjendunum er það alveg ljóst, að slik hugsun, slík sátt, full sátt, er i anda og vilja hans, sem syrgð- ur er. En enginn, sem þekkti lund hans, getur efað það að hvenær sem hann hefði skilið, að það væri Guðs vilji, að hann véki af þeim vegum, hefði hann sagt með festu og af heilum hug: „Drottinn er minn hirðir“. Verði hans vilji. Ég er þess fullviss, að þessi hugsun hans og viðhorf, er ástvinum hans lögmál. Hljótt er nú í huga okkar — hljótt, af hinum fegurstu kennd- um mannlegs eðlis, söknuði, lotn- ingu, þakklæti og hjartanlegri samúð með þeim sem mest hafa misst. Jón Örvar fæddist 2. febrúar 1947. Foreldrar hans eru þau Geir G. Jónsson og kona hans Sólveig Jónsdóttir, hið mætasta fólk. Einkasystir hans, Marín, var hon- um afar samrýmd enda samband þeirra fágætt, og héldust með þeim ríkar tryggðir. örvar útskrifast úr læknadeild Háskólans i fyrra, en kandídatsár sitt, starfaði hann við Sjúkrahús Akureyrar og Kristneshæli. Hafði hann fyrir stuttu fengið veitingu fyrir læknishéraði Fáskrúðs- fjarðar, og var ætlunin, að hefja þar störf 1. október n.k. — Jón örvar lést af slysförum á Spáni fimmtudaginn 12. ágúst s.l. var hann þar í fríi ásamt vinum sin- um. Það er svo margt eftirtektar- vert og elskulegt, bæði smátt og stórt, sem vert er að minnast á kveðjustund, þegar napur kuldi sorgarinnar læsist um hjörtun, og við skiljum og skynjum, hve sorg- lega lítið okkur er unnt að gera, þegar harmurinn sækir heim. Örvar var einn af vænstu sonum landsins, bæði að mann- kostum og andlegu atgervi. Frá honum var aldrei annað að heyra en glaða, hressandi og skynsam- lega uppörvun. Glögg réttsýni hans, háttprýði og drengilegt tillit við annarra skoðunum, en þó fyllilega einarður og hreinskilinn um eigin skoðanir, þessa eigin- leika hans er ekka hvað sist að minnast. Ég var svo lánsöm að eignast vináttu þessa góða manns, og um 10 ára skeið var algjör og innileg- ur trúnaður okkar á milli, og tel ég ekki mögulega slika einlæga vináttu nema vegna þekkingar okkar hvors til annars. Þessvegna mætti kalla vináttu okkar óvenju- leg forréttindi en þeim forréttind- um var ekki kastað á glæ, þar sem hann var, það er mér og öllum, sem hann þekktu, vel ljóst. I viðræðum okkar gætti þess oft, að honum var það afar hug- stætt, sem faðir hans sagði um ýmis efni, eða hve djúpur skiln- ingur hans var til móður hans, og minntist hann hennar ávallt með elsku og virðingu. Nú stend ég þá á vegamótum hinnar óumflýjan- legu kveðju. Á hinni sýnilegu braut verður samferðinni að vera lokið. Til þess finn ég sárt og mun lengi finna. Sagt er að maður komi I manns stað. Oft er örðugt að sjá, að það geti orðið. Og það er örðugt í dag. Minningarnar um Jón Örvar ættu ekki að vera „Óskrifuð saga“ einungis, því þær leiðayfirleitt til umhugsunar um það, sem ég leyfi mér að benda á, sem hina sönnu „eðalmennsku“ þar sem saman fer ytri tign yfirbragðs, fágun, hæfileiki og innri tign mannúð- legs hjartalags. Mér er bæði ljúft og skylt að votta ættingjum hans samúð mína alla og virðingu. Þegar hinn þungi harmur er tekinn að mildast af rósamri íhug- un og vonarframsýn verður vit- undin, og minningarnar, sem Örvari voru samfara, að Ijúfu smyrsli á hugann og vekja þann mjúksára unað þeim sem hann syrgja. Því að þrátt fyrir allt eru: Vegir Drottins vegir visku og elsku.. . Ástkærir foreldrar kveðja hann, kær systir, góður vinur. Ástvinir hans nær og fjær kveðja hann klökkum huga, og í innilegri þökk. Guð blessi alla þá sem unnu honum og voru honum kærir. Þú barsl með þér sólskin og svalandi blæ. það sáu vlst flestir er komu á þinn bæ. þó harmandi væru og hryggir f lund, þá hressti og nærði þín samverustund. Þú trúðir áskaparans miskunnar mátt og móti hans boðorðum starfaðir fátt. Hann blessaða faðm sinn breiðir mót þér, f bústaðinn himneska leiðir með sér. (A. J. ). Sjálf bið ég Jóni Örvari Guðs blessunar. María B. Skagf jörð. Af stórum og glaðværum hópi ungra lækna, er prófi luku vorið 1975, héldu nokkrir til Akureyrar til þess að ljúka þar kandidatsári sínu. I þeim hópi var Jón örvar, sem við kveðjum hér í dag. Dauðinn gerir sjaldan boð á undan sér. Maður er jafnan óvið- búinn að mæta fráfalli ættingja og vina. Ekki siður skelfingu lost- inn og alls óviðbúinn að sætta sig við fráfall ungs fólks í blóma lífs- ins, þegar hreystin geislar af því. Fyrstu kynni okkar urðu rétt eftir áramót 1969. Við stóðum í hóp í anddyri Háskólans nokkrir læknanemar á fyrsta ári. Vatt hann sér þá inn úr dyrunum ein- beittur á svip með stóru loðhúf- una sína á höfðinu. „Hæ — hæ“ og hann ljómaði allur. Upp frá þessu smá jukust samskipti okk- ar. Ekki minnkuðu þau, er við komumst að þvi, að við vorum náfrændur. „Hvar er hann frændi þinn?“ var algeng spurning meðal félaga okkar upp frá þessu. Jón örvar var fæddur 2. febrú- ar 1947, sonur hjónanna Geirs G. Jónssonar stórkaupmanns og Sól- veigar Jónsdóttur konu hans. Eina eldri systur átti hann, Marin Sjöfn. í lillum fjölskyldum verð- ur skarðið við fráfall ávallt stærra og erfiðara að brúa, ekki sfst þeg- ar samskipti eru jafn góð og á því heimili. Minnist ég fjölda kvöld- stunda við líflegar umræður og tafl meðan á námi í læknadeild stóð. Þar var alltaf gott að koma. — Jón örvar kom i læknadeild úr Kennaraháskóla Islands. Jón örvar var meðalmaður á hæð, þrekinn mjög og sterklegur, ljós yfirlitum, ávallt glaðvær og brosandi, likt og væri sjálfur lífs- krafturinn þar á ferð. Hann var karlmenni mikið bæði að burðum og gáfum. Hægt og bítandi öll árin I læknadeild varð það ljóst, að þar fóru miklir mannkostir. Við, sem nám hófum ’68 og lukum prófi ’75, sáum þar mann vaxa við hverja raun. Var til þess tekið, hversu skarpur og fljótur Jón örvar var að tileinka sér skoðanir og kenningar og hvfersu víðtækur skilningur hans var. Er það mikið hrós í hópi, þar sem svo margt góðra námsmanna er. Kom þessi eiginleiki hans bezt í ljós á loka- prófi. Erfitt nám í deildinni krefst mikils tima við ástundun. Allt nám vannst honum þó létt, kunni enda þá kúnst að lesa og þurfti löngum styttri tima til að aðlagast efninu en aðrir. Hélt ró sinni I próflestri lengur en aðrir, sat lengstum afslappaður í stól, hall- aði sér upp að vegg með bækurn- ar í kjöltunni og dundaði sér við að rífa í sundur öltappa í smá- agnir, líkt og væru þeir úr bréfi. Átti stóran fullan bréfpoka að lokaprófi afstöðnu. Hann orkaði þannig róandi á okkur félaga sína. Á prófdegi var hann hins vegar ekki minna kvíðinn en aðr- ir. Kom þó ætíð úr þeim orrustum sigurvegari, og var með þeim hærri á læknaprófi siðasta hluta. Samt var eðli hans I leik. Hann var lengstum hrókur alls fagnað- ar og hafði einstakt lag á að fá fólk til þess að syngja. Hann var sjálfur söngmaður góður og söng um tima með Fílharmoníusöng- sveitinni. Jón örvar var ekki gefinn fyrir dægurþras eða pex út af einskis nýtum málum og reyndi þá einatt að flýta fyrir málamiðlun og leita sátta milli manna, eða hann sat hjá og lét sig einu skipta. Væri um viðameiri mál að ræða kom önnur hlið hans í ljós. Ákveðinn og einbeittur á svip leiddi hann jafnan rök að máli sinu. Átti hann auðvelt með að sjá hið rétta eðli hlutanna og lét í engu telja sér hughvarf vissi hann sig fara með rétt mál. Gilti einu, hver í hlut átti, jafnan ófeiminn að benda þeim á, sem rangt höfðu fyrir sér. „Ertu nú alveg viss?“ var klassísk byrjun hans, þegar hann sneri vörn í sókn. Þó þungt væri I honum, væri hann beittur órétti, var hann fljótur til sátta og langrækinn var hann aldrei. Ef erfiðleikar steðj- uðu að var Jón örvar ætið fyrsti maður á vettvang. Hann kunni að hlusta öðrum betur og ætíð kunni hann nokkra lausn á hverjum vanda. Aldrei brást hann því trausti, sem sliku tali fylgir. Að slíkum manni sópast vinir. Á stuttri ævi Jóns örvars eru þeir ævintýralega margir úr öllum starfsstéttum. Þrátt fyrir strangt nám hélt Jón tryggð við sína gömlu félaga og hafði æ nægan tfma að sinna þeim. Var hann enda vinur I raun og auk þess að miðla þeim af fölskvalausri kæti sinni og gáfum var hann allsendis óspar á veraldlega hluti. Fór eng- inn bónleiður búðar. Þurfti sjaldnast að biðja, hann fann slíkt á sér og bauð að fyrra bragði. „Þú skilar þessu, þegar vel stendur á hjá þér.“ Hann var fæddur höfð- ingi, enda af slikum kominn. Þó að hann flíkaði þvf ei var hann trúaður mjög og varði sína trú ef á var ráðist. Eðli náms og prófa í læknadeild klauf úr árgangi okkar minni hóp, sem þreytti próf saman og las saman. í kjallaranum í Tjarnar- götu og síðar upp á Barónsstíg myndaðist samheldinn kjarni i námi og leik. Hluti þess hóps réðst að Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar til þess að ljúka sínu kandfdatsári. Var það orðinn sam- stilltur hópur og flestir nú komn- ir að því að öðlast lækningaleyfi. Á Akureyri komu hæfileikar Jóns örvars best í ljós. Var hann bæði fljótur og slunginn við greiningu og lækningu. Sást einn- ig þá, hversu gegnlesinn I fræðun- um hann var. Var til þess tekið og hann enda drjúgur að nýta sér stundir til þess að lesa á sig. Reyndist hann afkastamikill og fljótur að vinna og haft eftir yfir- læknum, að hann væri meðal allra efnilegustu unglækna, sem þang- að hafi komið. Sjúklingar dáðu hann og lof- uðu. Var svo allt frá því, að hann fyrst fór að fást við læknisstörf. Samstarfsfólk mat hann mikils vegna alúðar og hæfileika. Bros hans svo óvenju innilegt og hlý- legt kom öllum í gott skap. Hún var glaðværari kveðju- stundin fyrir 17 dögum á Akur- eyrarflugvelli, en sú, sem við eig- um hér I dag. Við þrjú, Jón örvar, ég og Elfnborg kona mín gerðum að gamni okkar og skiptumst á heilræðum. Við ókum Jóni Örvari út á flugvöll á leið í örstutt sumar- fri í lok erfiðs kandidatsárs. Að skilnaði mæltum við okkur mót á sama stað að viku liðinni. Undanfarna viku hafði óvenju margt borið á góma. Liðið ár hafði verið bæði erfitt og lærdómsríkt, en þrátt fyrir allt. afar skemmti- legt. Nú endurskoðuðum við liðna tið og ígrunduðum, hvernig fram skyldi haldið. í stórum dráttum voru áætlanir Jóns örvars fast- mótaðar. Þó gert ráð fyrir nægjanlegum sveigjanleika. Hann kunni þvi illa að skera sér þröngan stakk. Hugur hans stóð til framhaldsnáms i Svíþjóð og svo Bandaríkjunum. Starf, sem hann hafði lengi haft augastað á sem undirbúningi, tapaðist og þess í stað ákvað hann að ráða sig í hérað um tima til þess að komast í snertingu við almennar lækning- ar utan veggja sjúkrahúss. Skip- unarbréf ráðuneytis í þetta fyrsta sjálfstæða starf hans sem læknis barst til Akureyrar sama dag og andlátsfregnin hans. Á Akureyri urðu samskipti okk- ar miklu nánari en áður. Héldum við þeim sið frá námsárunum að ræða málin og skiptast á skoðun- um yfir tafli. Áður á heimilum foreldra okkar, nú á okkar eigin heimilum til skiptis. Eru ótaldar stundirnar, sem setið var yfir tafli og rætt við félaga og vini. Þegar Jón sótti okkur hjónin heim var löngum setið fram á nótt á góðra vina stund. Fuku þá brandarar og glatt á hjalla. Hin næma kimni- gáfa hans sá auðveldlega broslegu hliðarnar á hlutunum og smitandi gleði hans naut Sín vel í glöðum hóp, ásamt þeim hæfileika að segja svo hverja sögu, að allir veltust um af hlátri, gerði tíma- skyn afstætt, Grallari gat hann verið hinn mesti, en aldrei á ann- arra kostnað. Aldrei heyrði ég máli hallað. Er hann þurfti ráð, lagði hann spilin svo hreinskilnis- lega á borð fyrir viðmælendur sina, að allir hlutu að fyllast þakk- læti fyrir það traust, sem þeim var sýnt. Á okkar heimili rikir nú mikill söknuður og sorg við fráfall hans. Örlögin eru grimm, orðnu verður ei haggað. Mikill mannskaði er að dauða svo góðs drengs. Jón örvar er farinn í sína siðusiu ferð. Við sitjum hér eftir vinir hans og ætt- ingjar og þykir stórt skarð fyrir skildi, þegar slikur eindæma gáfu- og efnispiltur er horfinn. Likt og ætíð á slíkum stundum brestur oss skilning. Fallinn er úr læknastétt einn okkar allra efni- legasti félagi. Það sýna vitnis- burðir yfirboðara, kollega og sam- starfsfólks svo og söknuður og kveðjur allra þeirra sjúklinga, sem nutu handleiðslu hans. Hin gróskufulla gjörvilega urt, sem heillaði svo marga, fékk aldrei tækifæri að blómstra i fullum þroska og fegurð. Móðir min og systkini sakna góðs frænda, sem ætíð hélt tryggð sinni, reiðubúinn til hjálpar. Kona mín og ég söknum einstaks heimilisvinar og félaga og sjáum á burt góðum frænda og vini. Skil- ur maður þá betur djúpa sorg þeirra, sem átt hafa hann allan, foreldra og systur. Einnig er mik- il sorg Helgu Þórðardóttur vin- konu hans og litlu barnanna hennar tveggja, sem Jóni örvari var svo annt um. í dag drjúpa höfði i sorg leikfé- lagar, skólafélagar, ættingjar og ástvinir. En er sorginni léttir fyll- ist maður einstöku þakklæti fyrir að hafa kynnst slíkri perlu. Slíkan mann hittir maður einungis einu sinni á lifsleiðinni. í honum bjó ekkert illt. Ég kveð nú kæran frænda, trúnaðarvin og félaga. Aðeins 29 ára að aldri er hann frá oss kallað- ur yfir móðuna miklu. Ég minnist með þakklæti okkar stuttu að ár- um en traustu vináttu. Hans verð- ur einungis að góðu minnst. For- eldrum Jóns örvars, Geir og Veigu, Massí systur hans, Helgu litlu og börnum hennar, svo og öllum ættingjum og vinum hans biðjum við blessunar og styrks og vottum þeim okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu um góðan dreng. EUa og Arnar. __________________________31_ — Minning Kristján Framhald af bls. 27 Kristján ráðinn árið 1945 sem um- sjónarmaður raflagna. Þvi starfi gegnir hann meðan aldur leyfir, eða til ársins 1963. Störfum sinnir Kristján þó hjá Rafveitunni allt til ársins 1973, en þá var starfs- þrekið þrotið. i Siglufirði giftist Kristján Þor- finnu Sigfúsdóttur frá Hlið. Þau eignuðust fjóra syni, en misstu einn þeirra á fyrsta ári. Þeir sem upp komust eru: Bragi, búsettur á Vopnafirði og hefur þar á hendi flugafgreiðslu o.fl., Jón, vélvirki í Siglufirði, og Birgir, rafvirkja- meistari í Kópavogi. Stjúpbörn Kristjáns voru tvö, Baldur, sem er dáinn, og Margrét, nú búsett i Reykjavík. Þau Þorfinna og Kristján slitu samvistum, en þegar til Hafnar- fjarðar kom, kynntist Kristján Sólveigu Ólafsdóttur kaupkonu. Gerðu þau sér heimili að Skúla- skeiði 16 þar í bæ. Sólveig lézt fyrir um 11 árum. Fyrir hjónaband eignaðist Kristján son, Hólm Dýrfjörð. Hólm var lengi búsettur í Siglu- firði, en nú um nokkurn tíma hefur Hólm og kona hans, Rósa, átt heimili hjá Kristjáni i Hafnar- firði. Mat Kristján það mikils að njóta nærveru þeirra og umönn- unar Rósu eftir að Sólveigar naut ekki lengur við. Kristján hafði yndi af fögrum gróðri og ber garðurinn að Skúla- skeiði 16 þess vitni. Má því geta sér þess til, að Kristján hafi notið vel útsýnisins úr stofunni að Skúlaskeiði 16, hafandi fyrir aug- um Hellisgerði handan götunnar, skartandi sinum dásemdum I formi og litum. Er mér ekki grun- laust um, að hann hafi þar eitt- hvað lagt hönd að verki. Þótt stundum blési á móti hjá Kristjáni, eins og oft vill verða á langri ævi, þá var hann jafnan léttur í fasi, hress og upplífgandi. Fyrir þessa eðliskosti, svo og ríkt félagslyndi, hlaut hann að verða eftirsóttur til félagsstarfa. Krist- ján var mikill áhugamaður um leiklist og vann mikið að þeim málum, bæði á ísafirði og Siglu- firði. Munu þau ófá leikritin, sem hann lék I á þessum stöðum. Kristján var óhvikull bindindis- maður alla ævi. Hann gerðist fé- lagi í bindindishreyfingunni 7 ára gamall og var kjörinn heiðursfé- lagi í Stórstúku íslands um sið- ustu áramót. Kristján var á fleiri sviðsm traustur félagsmaður. Hann var kosinn varaformaður Verka- mannafélagsins Baldurs á isafirði við stofnun þess og starfaði mikið fyrir þann félagsskap. Þegar til Siglufjarðar kom, var Kristján kosinn varabæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins og var það i mörg ár. . Einnig átti hann lengi sæti í raf- veitunefnd Siglufjarðar. Þá var Kristján um langt árabil félagi I Sambandi islenzkra rafveitna og á síðasta ári var hann gerður að aldursfélaga S.Í.R. Kynni mín af Kristjáni og sam- skipti við hann höfðu varað lengi er hann lézt. Þau voru þó ekki ýkja náin fyrr en til þess kom, fyrir forgöngu Kristjáns, að stofn- að skyldi félag þeirra manna sem höfðu á hendi eftirlit með raf- orkuvirkjum hér á landi. i hlut okkar Kristjáns o.fl. kom saman- tekt laga fyrir félagið. Hófst þar með náið og gott samstarf við Kristján. Kristján var kjörinn fyrsti formaður þessa félags og siðar gerður að heiðursfélaga, enda var hann óþreytandi í starfi fyrir félagið meðan heilsan leyfði. Svo langt gekk um hyggju hans fyrir þessu félagsstarfi og stefnu- málum, að hann stofnaði myndar- legan sjóð, sem varið skyldi til aukinnar fræðslu eftirlitsmanria og fullkomnunar í starfi. Á þenn- an hátt vildi Kristján stuðla að auknu öryggi fólksins i landinu á þessu sviði eftir að hann gat ekki lengur unnið að þvi með eigin hendi. Fyrir frábært starf og fórnfýsi kveðjum við i Félagi eftirlits- manna með raforkuvirkjum Kristján Dýrfjörð með þökk og virðingu. Friðþjófur Hraundal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.