Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 40
AUGLÝSINGASÍMÍNN ER: 22480 2W#rgim&Iíi&ít> I ÞRIÐJUDAGUR 24. AGUST 1976 HAFtS Á HALAMIÐUM. Myndin er tekin fyrir fáum dögum af varðskipi á Halamiðum og sýnir hluta af haffsnum þar. (Ljósm. Jón Ásgeirsson) Hjón biðu bana 1 bíl- slysi á Snæfellsnesi FÁNAR blöktu f hálfa stöng vfða f Stykkishólmi f gær vegna frá- falls hjónanna Freyju Finnsdótt- ur og Jóns Isleifssonar, fiskmats- manns, en þau biðu bana f um- ferðarslysi f Helgafellssveit sl. sunnudag. Slysið varð um kl. 17.30 f fyrra- dag og með þeim hætti að bifreið Framhald á bls. 38 alíumenn á leið til Evrópu EINS og áður hefur komið fram í Mbl. hefur brezka leiguflugfélagið Air Hibis- cus á prjónunum áætlanir um að hefja leiguflug milli íslands og Kyrrahafsríkis- ins Fiji í október nk. Skv. upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér, mun hug- mynd Air Hibiscus sú að flytja á þessari leið farþega frá Ástralíu, sem eru á leið til Evrópu. Kæmi þá væntanlega í hlut Flug- ieiða að annast flutninga þessara farþega frá íslandi til áfangastaða í Evrópu, ef um þá semst milli félaganna. Milli Islands og Fiji er um 20 tíma flug, en Air Hibiscus ráðger- ir að millilenda f Kanada og á Hawaii-eyjum. Eigandi Air Hibis- cus, Michael Bartlett, hefur verið hérlendis til viðræðna við starfs- Imenn Flugleiða um hugsanlegt samstarf félaganna, en Bartlett mun þegar búinn að koma á sam- starfi við aðra aðila um flutning farþega sinna frá Ástralíu til Fiji. Eins og komið hefur fram mun fyrirhugað að fyrsta ferðin milli tslands og Fiji verði farin 12. október með 186 farþega flugvél af gerðinni Boeing 707. Er líklegt að frekari viðræður fari fram milli Flugleiða og Air Hibiscus um þessi mál á næstu vikum. íslendingar senda sveit á Ólympíu- skákmótið í ísrael Ekki hótunarbréf ’ - segir lögmaður Hildar Hermóðsdóttur, sem reit bréfið til Vals HILDUR Hermóðsdóttir Guðmundssonar bónda í Árnesi og formanns Landeigendafélags Laxár og Mývatns hefur óskað eftir því að Morgunblaðið birti bréf það, sem hún ritaði Vali Arnþórssyni, kaupfélagsstjóra á Akur- eyri, en bréfið sendi hún vegna ummæla Vals í út- varpsþætti Páls Heiðars Jónssonar um raforku- mál. Er bréfið var ritað lá faðir Hildar, Hermóður, fársjúkur í sjúkrahúsi og var vart hugað líf. Með þá vitneskju í huga — og mun Vali hafa verið um þetta kunnugt — segir Logi Guðbrandsson, hæstaréttarlögmaður, lögmaður 'Hildar, horfir málið allt öðru vísi við og því er ekki hægt að lesa úr því „illa dulbúna hót- un.“ 1 frétt í Morgunblaðinu á laugardag sagði Valur Arnþórs- son, að hann hefði í útvarps- þættinum minnzt á „þau sögu- legu sannindi að menn kæmu og færu og með nýjum kynslóð- um kæmu hý viðhorf og þvf gæti farið svo síðar meir, að Laxá yrði virkjuð". Logi Guð- brandsson sagði að orð þessi væru reyndar ekki þau, sem hann viðhafði í útvarpsþættin- um, heldur var þá mun fastar að orði kveðið. Hildi hefði orðið ljóst, að þarna hefði verið sneitt að föður hennar og skildi hún Framhald á bls. 38 SKÁKSAMBAND tslands hefur nú ákvoðið að senda 6 manna lið og einn farar- stjóra á Ölympíuskákmót- ið sem haldið verður í Isra- el í haust. t gærkvöldi barst Mbl. svofelld frétta- tilkynning frá Skáksam- bandinu: Eins og áður hefur komið fram, ákvað stjórn Skáksambands ís- lands á fundi sinum fyrr í sumar að senda ekki skáksveit til þátt- töku í Ölympíuskákmótinu í ísra- el, sem fram fer í Haifa 24. okt. — 11. nóv. nk. Meginástæðan fyrir þeirri ákvörðun var sú, að Skáksam- bandið myndi þurfa að verja svo til allri fjárveitingu sinni þetta árið til þessa eina keppnisferða- lags, á kostnað annarrar starf- semi. Og stefna núverandi stjórn- ar er að eyða ekki meira fé en aflað er. Jack Nicklaus er talinn einn snjallasti golfleikari f heimi og sá stóri hópur áhugamanna um golf, sem fylgdist með honum á Nes- vellinum á sunnudaginn er varla f nokkrum vafa um getu kappans. Frá sýningu Nicklaus er greint í [þrðttafréttum Morgunblaðsins á blaðsfðu 17. Skáksambandi Israels var til- kynnt þessi ákvörðun og í svar- bréfi þess var þess farið mjög eindregið á leit, að íslendingar sendu sveit eins og allar hinar Norðurlandaþjóðirnar, og hétu tsraelsmenn aðstoð til að svo mætti verða. Stjórn Skáksambandsins hefur haft þetta mál til athugunar að undanförnu, og hefur nú ákveðið Framhald á bls. 38 Skólar byrja 6. september í LOK þess skólaárs, sem nú fer að hefjast, munu fyrstu nemendurnir út- skrifast samkvæmt nýja grunnskólafrumvarpinu, en síðustu landsprófs- nemendur og gagnfræðing- ar luku prófi s.l. vor. Að sögn Harðar Lárussonar í Skýrsla um Kröflu send stjómvöldum EYSTEINN Tryggvason jarð- skjálftafræðingur, hefur tekið saman skýrslu um athuganir sfnar á Kröflusvæðinu, sem sfðan hefur verið borin undir ýmsa aðra jarvfsindamenn hér á landi til staðfestingar, en skýrsluna hyggst Eysteinn senda stjórnvöldum og Framhald á bls. 38 Menntamálaráðuneytinu, taka þeir nemendur, sem í haust fara í 9. bekk svo- kallað grunnskólapróf á vori komandi og munu inn- tökuskilyrði framhalds- skólanna byggjast á því prófi framvegis. 4. bekkur gagnfræðaskóla, eða 10. bekkur, fellur niður. Skólarnir hefjast þ. 6. september n.k. Að sögn Harðar verða lokapróf frá grunnskóla að einhverju leyti samræmd, þ.e. próf i íslenzku, stærð- fræði, einu erlendu tungu- máli og lesgrein. Ekki verður þó námsefni allra nemenda á sama skólastigi samræmt, heldur fer náms- efni eftir skólum og verður prófað í undirstöðuatrið- um, sem nemendum er ætlað að hafa lært ein- hvern tíma á námsbraut- inni. Farþegar 1 fyrirhuguðu leigu- flugi frá Fiji væntanlega Ástr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.