Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1976 33 fclk í fréttum Leiður á lífinu . . . + Mick Jagger er nú orðinn leiður á Iffinu sem rokkstjarna og átrúnaðargoð og langar mest til að snúa sér aftur að skóla- bókunum. „Tveggja tíma starf á sviðinu er eins og daglangt erfiði við vegavinnu," segir Mick, „og ég er oft alveg að niðurlotum kominn. Hér verður einhver breyting að verða á. Það sem vakir helzt fyrir mér er að fara að læra á nýjan Ieik.“ Jagger stundaði á sfnum tfma nám við London School of Economics sem er ákaflega virðuleg menntastofnun, en nú segist hann aðeins ætla að lesa það sem hann hefur áhuga á, mannkynssögu og tónlistar- fræði. Mick er þó ekki á þvf að hætta alveg með Rolling Stones. „Við höldum áfram svo lengi sem einhver vill hlusta á okkur,“ segir hann, „en ég er ekki einn af þeim sem gleym- ast strax og þeir hætta að koma fram opinberlega. Ég er enginn Frank Sinatra eða Judy Garland." Syngur sig inn í allra hjörtu + Elizabeth Taylor hefur oft komið á óvart og nú hefur hún einmitt lokið við upptök- ur á söng slnum vegna myndarinnar „A Little Light Music", þar sem hún fer með eitt aðalhlutverkið. Liz var ákaflega taugaóstyrk en þeir sem að upptökunum unnu luku allir upp einum munni um hennar ágætu söngrödd. Reyndar hefur gengið á ýmsu við kvikmyndunina sem fer fram I Vín og til að byrja með heimtaði hún að mótleikari sinn, R’obert Step- hens, yrði rekinn og hætti ekki fyrr en hún fékk vilja slnum framgengt. Nú hefur hún fengið nýjan mótleikara, Len Carious, og virðist hann greinilega falla henni betur I geð, og er sagt að hann minni Liz ekki I neinu á Richard Burton. Ungfrú leggir + Maria Grazia Ragazzini bar sig- ur úr býtum f keppni sem fram fór um það hvaða stúlka hefði feg- urstu fótleggi á ftalfu og hlaut að launum nafnbótina „Ungfrú legg- ir 1976“. Listmálarinn Giogio Ghezzi var svo hrifinn af hinni limafögru Marfu að hann ákvað að mála af henni mynd til augnaynd- is fyrir komandi kynslóðir. Hér er Ghezzi að taka af Marfu öll nauð- synleg mál áður en hann hefst handa með pensilinn. Ótíkt höfumst viðað... + Robert Judet, franskur prófessor, hefur nú að fullu og öllu verið sviptur réttind- um til að kenna við háskóla I Frakklandi. Ástæðan er sú að hann varð uppvís að þvf að hafa svikið undan skatti. Sjálfur forsetinn, Valery Giscard d'Estaing, ritaði nafn sitt undir uppsögnina. Árni Jóhannsson Siglufirði — Minning Fæddur 8. o'któber 1897. Dáinn 19. ágúst 1976. í dag er til moldar borinn f Siglufirði merkur og góður borg- ari þar, Árni Jóhannsson, fyrrum skrifstofumaður. Árni var fæddur að Gásum í Glæsibæjarhreppi við Eyjafjörð. Voru foreldrar hans Sigríður Jónsdóttir, hreppstjóra að Lauga- landi á Þelamörk og Jóhann Árnason, Arnarsonar bónda að Hvammkoti á Höfðaströnd. Var hann því bæði Eyfirðingur og Skagfirðingur að ætt og uppruna. Foreldrar Árna munu hafa haft skamma viðdvöl að Gásum, en fluttu að Hvammkoti, er Árni var barnungur. Árni hefur frá því sagt, að mjög hafi foreldrar sínir verið fátækir, en kveður þá hafa verið gáfaða f bezta lagi. Jóhann hafði hlotið nokkra skólagöngu I Möðruvallaskóla og stundaði um tíma kennslu, en vann þess á milli að landbúnaðarstörfum. Bæði voru þau hjón ljóðhneigð og söng- elsk og kunnu kynstur öll af kvæðum og söngvum. Minntist Árni jafnan með miklu þakklæti, hversu kvöldvökurnar voru ánægjulegar og lærdómsríkar á litla fátæklega heimilinu með for- eldrum og systkinum, og taldi þær stundir sinn bezta skóla. Menntun hlaut Árni ekki aðra en barnaskóla — og unglingamennt- un, svo sem hún gerðist í þá daga. Drjúgt varð honum þetta vega- nesti, enda var hann óvenju vel gefinn maður, námfús og flug- næmur. Hefur honum í því efni kippt í kyn til foreldra sinna. Enda var hann manna fróðastur um fslenzkan kveðskap og annan skáldskap og vfðlesinn vel og skáldmæltur, þótt hann færi dult með. Söngmaður var hann góður og hrókur fagnaðar í vina hópi, þar sem oft var tekið lagið. Einnig var hann manna fyndnastur og kunni margar gamansamar sögur. Árni ólst upp með foreldrum sfnum til 9 eða 10 ára aldurs, en var þá komið í fóstur til náins frænda síns, Jóns Konráðssonar, hreppstjóra í Bæ á Höfðaströnd og konu hans Jófrfðar Björns- dóttur. Þau voru mæt merkishjón og heimili þeirra í fremstu röð skagfirzkra menningarheimila. 1 Bæ dvaldist Árni um 10 ára bil og vandist öllum störfum bæði til lands og sjávar. Vorið 1919 réðst Árni sem verzl- unarmaður til „Hinna sameinuðu íslenzku verzlana" (áður Gránu- félagsverzlunar) á Hofsósi. Vann hann þar við afgreiðslu- og bók- haldsstörf þar til verzlanir þessar hættu störfum. Á Hofsósi kvænt- ist hann 1922 fyrri konu sinni, Guðrúnu Erlendsdóttur Pálsson- ar, Verzlunarstjóra. Hún lézt árið 1938. Eignuðust þau einn son, Ölaf Hauk, sem nú er áfengis- varnarráðunautur rfkisins. Kona hans er Björg Friðriksdóttir skálds á Sauðárkróki. Er hún stúdent frá M. A. eins og maður hennar og starfar sem skólabóka- vörður. Árni kvæntist öðru sinni 1939 Ingibjörgu Sigfúsdóttur bónda I Gröf á Höfðaströnd. Börn þeirra eru Gunnar sálfræðingur í Reykjavík, kvæntur Kristínu Andrésdóttur kennara, og Anna Sigríður, stúdent frá M. A., gift Birni Helgasyni byggingafræð- ingi, ættuðum frá Skógargerði. Synir Ingibjargar frá fyrra hjóna- bandi hennar eru Sigfús Agnar Sveinsson, skipstjóri á Sauðár- króki, kvæntur Helenu Magnús- dóttur, og Sverrir Sveinsson raf- veitustjóri f Siglufirði, kvæntur Auði Björnsdóttur. Ingibjörg lif- ur mann sinn. Henni og öðrum ástvinum, sem upp eru taldir, og ónefndu venzla- fólki sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur með fyrirbæn um Guðs blessun. Árni Jóhannsson var mikill hæfileikamaður, sem hófst af sjálfsdáðum til margvíslegra vanda- og ábyrgðarstarfa. Lengst- an starfsferil á hann í Siglufirði. Þangað fluttist hann 1926 og stundaði þar margháttuð verzl- unarstörf. Var hann m.a. nokkur ár framkvæmdastjóri Kjötbúðar Siglufjarðar. Á árunum 1945 til 1950 rak hann í félagi við annan verzlunar- og iðnfyrirtæki á Sauð- árkróki. Þá fluttist Árni enn til Siglufjarðar og gerðist skrifstofu- maður hjá bæjarfógetaembættinu þar og vann þar unz aldur og heilsa kvöddu hann frá störfum. Árni var maður félagslyndur og söng í Karlakórum bæði f Skaga- firði og Siglufirði. Þá starfaði hann í rotaryklúbb bæði á Sauð- árkróki og Siglufirði. Hann tók og nokkurn þátt í leikstarfsemi og var um tíma í stjórn Leikfélags Sauðárkróks. Ég, sem rita þessi fátæklegu kveðjuorð, hef þekkt Árna Jóhannsson frá því ég fyrst man hann sem búðarmann hjá afa mínum á Hofsósi. Á barnaskólaár- um mínum dvaldist ég tfmunum saman á heimili Árna og frænku minnar og einnig Iöngum á heimili Vilhelms móðurbróður míns og Hallfríðar konu hans. Beggja þessara heimila minnist ég með tregablandinni þökk. Þar var gott að vera. Á þessum heimil- um ríkti sönn gæfa og gleðiríkt líf. Á þeim árum höfðu nokkrir ungir læknar aðsetur á heimili Vilhelms, einn eftir annan. Ég minnist þess, hve þessir ungu menntamenn höfðu óblandna ánægju af að ræða við Árna og hve mjög þeir dáðust að gáfum hans og sóttust eftir félagsskap við hann. Leiðir okkar Árna lágu seinna saman í Siglufirði, og get ég ekki gleymt, hversu mjög hann var mér góður, fylgdist með högum mínum svo sem foreldrar mfnir eða aðrir nánustu. Fyrir góðvild Árna og vinsemd þakka ég honum og gleymi aldrei. Þegar ég nú hugsa til hans og kveð hann í anda, koma mér enn og aftur f hug orð úr Heilagri Ritning: „Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta sins.“ Blessuð sé minning góðs drengs. Erlendur Sigmundsson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blað- inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vél- ritaðar og með góðu linubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.