Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1976 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Járniðnaðarmenn Viljum ráða nú þegar nokkra vélvirkja, rafsuðumenn og rennismið. Getum út- vegað íbúðir. VÉLSMIÐJA OL. OLSEN, Ytri-Njarðvík, símar 1222 og 1 722. Rösk og ábyggileg aðstoðarstúlka óskast allan daginn á tannlæknastofu í miðbænum frá 1. sept. Umsókn er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. merkt: „Aðstoðarstúlka — 6181". Kennarar Kennara vantar að Landakotsskóla. Upp- lýsingar í síma 1 7631 . Starf Óskað er eftir einstaklingi sem getur tekið að sér stjórnun á saumastofu með 10—15 saumakonum. Æskilegt að við- komandi hafi reynslu eða inngrip í sníðslu, sé hugmyndarík og sjálfstæð. Laun eftir samkomulagi. Tilboð merkt „Frjálst — 6420". Skólastjóri Skólastjóra vantar við barna og unglinga- skólann í Grindavík. Umsóknarfrestur til 25. þ.m. Ennfremur er vakin athygli á áður auglýstum kennarastöðum. Uppl gefur formaður skólanefndar Vilborg Guðjónsdóttir, sími 92-8250 Skólanefndin. Óskum að ráða vanan húsgagnasmið til vinnu á verkstæði. Upplýsingar á verkstæði — ekki í síma. Tréval h. f. Súðarvogi 28, Reykjavík. r Oskum að ráða vana stúlku til afgreiðslustarfa í matvöru- verzlun frá kl. 1 —6 síðdegis. Uppl í síma 12475. Skrifstofustarf Rösk stúlka óskast strax til skrifstofustarfa hjá þekktu fyrirtæki í miðborginni. Stúd- entsmenntun æskileg. Umsóknir, er til- greini menntun, aldur og fyrri störf send- ist Mbl. merkt „Skrifstofustarf — 2773". Flugleiðir h.f. Flugleiðir h.f. óska eftir að ráða ritara til starfa sem allra fyrst. Góð almenn mennt- un og enskukunnátta er áskilin, auk starfsreynslu. Umsóknareyðublöð fást í aðalskrifstofu félagsins óg á söluskrifstofu Lækjargötu 2. Umsóknir sendist starfs- mannahaldi Flugleiða h.f. fyrir 30. ágúst n.k. Flugleiðir h. f. Garðabær Óska eftir blaðburðafólki í Lundunum, Flötunum og Arnarnesi. Uppl. hjá umboðsmanni, sími 52252. Skrifstofustarf Traust fyrirtæki óskar eftir að ráða karl eða konu til skrifstofustarfa við gerð og frágang útflutningsskjala. Þarf að geta hafið störf strax eða mjög bráðlega. Enskukunnátta og nokkur starfsreynsla nauðsynleg. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt „Traust — 641 9". Traust manneskja Kona á miðjum aldri (45 ára) sem vegna afstaðinna veikinda hefur tapað nokkuð vinnuþreki óskar eftir léttri vinnu t.d. við miðasölu, í fatageymslu eða öðru sem ekki úthentir mikla krafta. Er vön afgreiðslustörfum og hefur góð meðmæli. Reglusöm, stundvís og heiðarleg. Vin- samlegast hringið í síma 95-4664. Ritari Óskast Lögmannsskrifstofa óskar að ráða ritara til almennra skrifstofustarfa. Vinnutími frá kl. 13.00—1 7.00. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða vélritunarkunnáttu og gott vald á íslensku. Einhver kunnátta í ensku æski- leg Umsóknum sé skilað á afgreiðslu Morg- unblaðsins eigi síðar en 30. ágúst, n.k. merkt — Lögmannsskrifstofa 2772. Röskur maður, óskast til að annast skrifstofu hjá vaxandi iðn- fyrirtæki. Reynsla í bókhalds, sölu, og skrifstofu- störfum æskileg. Hálfsdagsvinna kemurtil greina. Umsóknir er greina nafn, aldur, fyrri störf, menntun og æskileg laun, sendist Morgunblaðinu merkt: „Tréiðnaður — 61 80" fyrir 1. september. 1. vélstjóra 1. vélstjóri óskast á m/b Sigurvon ÍS 500 frá Suðureyri sem er 200 lesta línubátur. Báturinn fer á landróðra í byrj- un sept. Uppl. í síma 94-6106 — 94- 6160. Bókasöfn — Skólar — Stofnanir Félag Bókasafnsfræðinga vill kanna at- vinnumöguleika fyrir bókasafnslært fólk. Til greina koma fullt starf eða minna og einnig einstök verkefni á höfuðborgar- svæðinu eða úti á landi. Vinna gæti hafist nú þegar eða síðar. Skrifleg tilboð óskast send Félagi Bókasafnsfræðinga, pósthólf 1167, Reykjavík. Lagermaður Innflutningsfyrirtæki óskar eftir manni til móttöku og verðlagningu á vörum frá útlöndum. Nokkur mála- og stærðfræði- kunnátta nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingar um fyrri störf, menntun og aldur sendist blaðinu merkt „Lagerstarf — 2999". Aðalheiður Guðmundsdóttir: Glíma við kerfið Herra ritstjóri. Undanfarin 7 ár hefi ég verið búsett í Mið-Ameríku. Ekkert ís- lenzkt sendiráð er nær en í Was- ington D.C. í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku. Nú er ég stödd hér á landi um þriggja vikna skeið og ætlaði að nota tækifærið til að koma ,,pappírum“ mfnum í lag eins og löghlýðinn þegn. En þjón- ustan I þeirri stofnun sem ég þurfti að sækja til var með þeim hætti að það reyndist erfiðleikum bundið, og segi ég ekki farir mín- ar sléttar. í roki og rigningu skálmaði ég inn i nýju Lögreglustöðina. Mér fannst landið „fagurt og frítt“ þrátt fyrir kuldann og vosbúðina. Á fyrstu hæð er almenn af- greiðsla. Þar bað ég um endurnýj- un á vegabréfi, ökuskírteini og um nýtt alþjóðaökuskírteini. Allar síður vegabréfsins voru, þegar fullnotaðar, ökuskírteinið myndi falla úr gildi áður en ég kæmi til landsins næst, alþjóða- ökuskírteini aðeins gefið út til eins árs í senn. „Þetta vegabréf er ekki útrunn- ið,“ segir stúlkan. „Það er fullnot- að,“ svara ég, „ekkert pláss eftir fyrir stimpla." „Ég get ekki end- urnýjað það,“ segir hún. „Hvað á þá að gera?“ spyr ég dálítið undr- andi. „Tala við fulltrúann.“ Hún vísar mér inn í fína skrifstofu. Fulltrúinn endurtekur rök stúlk- unnar, en lofar samt að athuga hvað sé hægt að gera í þessu erf- iða rnáli — ég skuli koma aftur eftir helgi. Mér var nú farið að hlýna, kappklæddri inni f heitu húsinu, og flýtti mér aftur til stúlkunnar í afgreiðslunni. Bið hana sem skjótast að lána mér eyðublað til að fylla út umsókn um nýtt ökuskírteini. „Þetta öku- skírteini er enn í gildi,“ segir hún. „Það veit ég,“ svara ég og reyni nú að útskýra fyrir henni, að ég búi erlendis og komi ekki hingað til lands aftur fyrr en eftir að það renni út — vilji losna við vandræðin sem af því kynnu að leiða. „Það er ekki hægt,“ segir hún enn. „Má ég tala við fulltrú- ann?“ bið ég. Gjöra svo vel að bíða. Hann er upptekinn." Ég bið, tek af mér hanzka, hálsklút, höf- uðklút og hneppi frá þungri vetr- arkápunni. Þegar hálftími er lið- inn spyr ég eftir fulltrúanum. Hann hafði skroppið frá. Þá nota ég tækifærið, þar sem fáir voru nú í salnum, og bið um eyðublað til að sækja um alþjóðaökuskír- teinið. Fylli það út og bæti föður- nafni mannsins míns aftan við föðurnafn mitt, eins og vélritað er í vegabréfinu mínu, þar sem nauðsynlegt er að hjón noti sama eftirnafn á skilríkjum erlendis, sérstaklega til dæmis ef slys ber að höndum. „Það er ekki hægt,“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.