Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1976 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1976 21 Guðmundur Þorbjörnsson skorar annað mark sitt í leiknum, án þess að markvörður andstæðinganna geti komið við vörnum. Á minni myndinni er Ingi Björn í baráttu um knöttinn. (ljósm. Friðþjðfur). VÆNN SIGURIDAUFUM LEIK GEGN LUXEMBORG ISLENDINGAR unnu sætan sigur á Luxemborgurum á laugardag- inn, en hins vegar var leikur inn ekkert til að hrópa húrra fyrir. Lengst af var leikurinn mjög daufur og mótherjinn greinilega lakari en flest önnur lið, sem tsland hefur leikið við á undanförn- um árum. Var það líka kannski eins gott, fslenzka liðið var hálf vængbrotið þvf 9 af þeim leikmönnum, sem leitað var til um að leika þennan leik, gátu ekki komið þvf við, ýmist vegna meiðsla eða þá sakir þess að félög þeirra gátu ekki séð af þeim. Úrslit leiksins urðu 3:1 og var Guðmundur Þorbjörnsson hetja íslenzka liðsins, en hann gerði 2 fyrstu mörk leiksins. Þriðja mark íslands gerði Árni Sveinsson. Það var aðeins i upphafi, sem íslenzku leik- mennirnir virtust beita sér á fullu og áttu þá fallegar sóknar- lotur sem sköpuðu mikla hættu. Eigi sjaldnar en 5 sinnum á fyrstu 7 mínútunum skapaðist hætta við mörkin, sem undirrit- aður sá ástæðu til að bóka hjá sér og var það nær helmingur- inn af öllum tækifærum leiks- ins. Strax á 2. mínútu leiksins sótti Jón Pétursson upp vinstri kantinn og gaf fyrir markið. Hélt markvörðurinn ekki fyrir- gjöfinni og hrökk knötturinn til baka og út í markteiginn,. en ekki var nógu vel fylgt þannig að ekkert varð úr. Var þetta forsmekkurinn að því sem á eftir fylgdi og einmitt fyrirgjaf- irnar eða „krossboltarnir" utan af köntunum sem mesta hættu sköpuðu við mark Luxemborg- ara. Teitur Þórðarson var óheppinn að skora ekki á 7. mínútu er hann skallaði á markið úr dauðafæri, en mark- vörðurinn hálfvarði. Teitur reyndi nú að skjóta, en aftur varði markvörður Luxemborg- ara. Á 18. mínútu hálfleiksins skoraði Guðmundur Þorbjörns- son síðan fyrsta mark leiksins. íslendingar áttu laglega upp- byggða sókn og skaut Teitur að markinu. Skot hans var varið, en Guðmundur Þorbjörnsson fékk knöttinn og renndi auð- veldlega í mannlaust markið. Þremur mfnútum síðar var Guðmundur aftur á ferðinni og skoraði af stuttu færi. Arni Sveinsson fékk sendingu fyrir markið frá Teiti Þórðarsyni á hægri kantinum og lagði Árni knöttinn fyrir fætur Guðmund- ar, sem kunni sitt fag og skor- aði auðveldlega eins og í fyrra skiptið. Á 36. mínútu átti Paul Schrue skot af um 30 metra færi, sem Árni varði naumlega með því að slá knöttinn í þverslá og yfir. Þarna skall hurð nærri hælum, en á 43. mínútunni varð engum vörnum við komið. Sóttu Luxemborgarar upp hægri kantinn og gáfu síðan inn í eyðu við vítateiginn. Braun (nr. 11) kom að á fullri ferð og hamraði knöttinn í nethornið hægra megin. Staðan 2:1 og Luxemborg aftur með í leikn- um. Teitur Þórðarson skoraði úr rangstöðu á 17. mínútu seinni hálfleiks og var markið rétti- lega dæmt af. Síðasta mark leiksins skoraði Árni Sveinsson síðan á 30. mínútu hálfleiksins og var það jafnframt fallegasta mark leiksins. Guðgeir tók hornspyrnu og sendi knöttinn með jörðinni inn í vítateiginn. Jón Pétursson og Hinrik Þór- hallsson létu knöttinn fara framhjá sér til Árna sem „negldi" á markið frá víta- punkti. 3:1 og lítið markvert, sem gerðist eftir þetta, enda leikmenn orðnir þreyttir, þung- ur völlurinn búinn að taka sinn toll af þreki leikmanna. Það er ósköp þægilegt að af- greiða þennan leik með því að segja að þetta hafi verið hálf- gert b-landslið og skilyrðin hafi verið afleit. Mikið rétt, og auk þess þá hafði íslenzka liðið fengið ömurlega litla sam- æfingu. En það var eitt sem vantaði í leik íslenzka liðsins í þessum leik og það verður ekki afsakað. Baráttuna vantaði og það var eins og landsliðsmenn- irnir flestir hefðu engan áhuga á leiknum. Um lið Luxemborgar er það að segja að það er slakt og á varla nokkra möguleika gegn Englendingum, ítölum og Finn- um f heimsmeistarakeppninni. Beztu menn liðsins voru at- vinnumennirnir Braun og Dussier, báðir leikmenn í Frakklandi, en í lið Luxem- borgar vantaði 4 atvinnumenn. Dómari leiksins var McKinley. Hafði hann góð tök á leiknum sem reyndar var auð- dæmdur. -áij. Tony Knapp aðrir knattspyrnuvellir á Suð- vesturlandi. Væru þeir reyndar flestir ónýtir nema nýi völlur- inn f Laugardal. STORTAP KSI A LANDSLEIKNUM Landsliðið bætti sigri f frek- ar fátækt safn landsleikjasigra á laugardaginn, en Knatt- spyrnusambandið tapaði stórfé á leiknum og lengdi skuldahala sambandsins um eina milljón. Að sögn Friðjóns Friðjónsson- ar gjaldkera KSl var kostnað- urinn við komu Luxemborgara hingað það mikill og aðsóknin það lftil á leikinn að KSl fer með einnar milljón króna tap út úr ævintýrinu. Alls konu 2528 manns á leikinn og er það tæpu þúsundi minna, en kom á leik Vals og Fram I 1. deild á dögunum. Baldur Jónsson vallarstjóri sagði að leiknum loknum að sennilega yrði aðalleikvangur- inn f Laugardal ekki notaður fyrr en í landsleikjunum gegn Belgum og Hollendingum f byrjun september. Sagði Bald- ur að völlurinn hefði farið illa f rigningunum f sumar eins og ,/sgeir hefur ekki staðiö sig vel að undanförnu og því var hann ekki í landsliðinu" Landsliðsnefndinni var mikill vandi á höndum við val landsliðsins og uppstillingu þess á laugardaginn, þar sem margir af burðarásum liðsins voru fjarver- andi. Það kom því mikið á óvart að einn bezti leikmaðurinn I fslenzkri knattspyrnu I sumar að mati undirritaðs, Ásgeir Elfasson, skyldi ekki vera valinn til að leika þennan leik. Ásgeir var að vfsu á varamanna- bekknum og hitaði upp góða stund f fyrri hálfleiknum, meðan verið var að athuga hversu alvarlegs eðlis meiðsli Guðgeirs Leifssonar væru. Sfðan ekki söguna meir, Ásgeir fór aldrei inn á, meðan aðrir leikmenn, honum mun lakari fengu að vera inn á allan leikinn. Skoðanir manna eru skiptar á knattspyrnunni og orð Tony Knapps landsliðsþjálfara eftir leikinn voru m.a. þessi: — Ég hef ekki verið ánægður með Ásgeir Elfasson að undanfömu og Ásgeir veit það, sagði Knapp. — Ég ætlast til mikils af honum, en hann hefur engan veginn uppfyllt þær kröfur mfnar og þvf fannst mér ekki rétt að láta hann leika þennan leik. Þessi furðulega afstaða Knapps kom mönnum mjög á óvart og vissulega hefði Ásgeir getað verið maður- inn, sem hefði breytt leik fslenzka liðsins, þegar deyfðin var sem mest f mannskapnum. En það er Tony Knapp, sem situr við stjórnvölinn og einhvern veginn hafði maður það á tilfinningunni að hann væri að gefa Ásgeiri áminningu, en noti hann svo f landsleikjunum f haust. Vonandi. Annars er það um leikinn á laugardaginn að segja að ekki er hægt annað en að gleðjast yfir sigrinum f þessum leik. Sigrar f landsleikjum hafa ekki verið svo margir f gegnum árin og þegar frá Ifður standa aðeins tölurnar 3:1 eftir, en gangur leiksins mun gleymast. Það er kannski eins gott, þvf leikurinn var ekki góður og á stundum lélegur. Alltof dauðir kaflar komu f leikinn og leikmenn vissu greinilega ekki hvar þeir Teitur Þórðarson brosir til markvarðar Luxem- borgar, sem hristir hausinn og segir honum að mark hans hafi verið dæmt af vegna rangstöðu. hötdu hvem annan. Þá var völlurinn afleitur, mjög þungur og sukku leikmenn f drulluna, þar sem hún var mest. Þessi erfiðu skilyrði komu mest niður á þeim hinum nettu leikmonnum liðsins, en baráttujaxlamir áttu hins vegar betra með að leika sfna knattspyrnu við þessi skilyrði. Þannig stóð Halldór Bjömsson vel fyrir sfnu, vann vel og skilaði knettinum ágætlega frá sér. Viðar Halldórsson kom inn á f leikhléi fyrir Ólaf Sigurvinsson og gerði Viðar vel það sem fyrir hann var lagt, sendi mikið af löngum, hættulegum sendingum inn f vftateig andstæðinganna eða upp f hornið hægra megin. Val Viðars f landsliðið var mikið gagnrýnt fyrir leikinn en hann stóð sig ágætlega þegar á hólminn var komið. Guðgeir Leifsson byrjaði leikinn af miklum krafti, átti stórgóðar sendingar, sem splundruðu vöm Luxemborgaranna hvað eftir annað og vann vel á miðjunni. Er Guðgeir greinilega kominn f mjög góða æfingu eftir sumarfrfið. Eftir um 15 mfnútna leik meiddist Guðgeir f nára og var hann sem hálfur maður eftir það. Að vfsu virtist hann vera að ná sér á strik f lok leiksins og átti þá góðar sendingar en varð þó aldrei eins hættulegur og f upphafi leiksins. Ámi Sveinsson frá Akranesi var mjög óheppinn að skora ekki nema eitt mark f leiknum, þvf hann átti mörg góð færi. Hvað um það, þá átti Ámi góðan leik og var einn bezti maður liðsins. Sendingar hans voru margar hverjar stórgóðar og þá einkum skiptingar hans vallarhelminga á milli f seinni hálfleik. Teitur Þórðarson komst allvel frá leiknum án þess þó að eiga stórleik. Þá er komið að þvf að geta þáttar Valsmannanna f leiknum, þeirra Guðmundar Þorbjömssonar og Inga Bjöms Albertssonar. Ingi Bjöm var greinilega miður sfn f leiknum, þreyttur eftir átök sfðustu daga með félögum sfnum f Val. S:gði Ingi reyndar að leiknum loknum að hann hefði ekki átt að leika landsleikinn. Hann hefði mátt vita það fyrirfram að hann gæti ekki gefið það sem hann vildi f landsleiknum og þvf væri eins gott að sitja hjá. Þá voru skilyrðin greinilega ekki að skapi Inga Bjöms og hann fann sig aldrei f leiknum, hefði þó með smáheppni átt að skora eitt mark. Guðmundur Þorbjömsson var hins vegar f essinu sfnu f leiknum og skoraði 2 fyrri mörk landsliðsins. Að öðrum ólöstuðum þá var Guðmundur bezti maður liðsins. Hann vann vel, fylginn og ósérhlffinn. Guð- mundur hefur nú leikið þrjá landsleiki og skorað 4 mörk í þeim. Ekki slorlegur árangur hjá þessum 19 ára pilti. Fyrstu tvö mörkin gerði hann gegn Færeyingum og sfðan 2 á laugardaginn. Þótt þau væru ekki gerð með „vinklaskotum" þá telja þau samt og það sem gildir er að vera á réttum tfma á réttum stað. Að leiknum loknum sagði Guðmundur að hann þakkaði bara fyrir að andstæðingarnir voru ekki betri. Það hafi verið nógu erfitt að leika við þessi skilyrði, hvað þá ef andstæðingamir hefðu krafizt meira af fslenzka liðinu. Um vamarmenn fslenzka liðsins er það að segja að þeir sluppu allir þokkalega frá leiknum, en það var greinilegt að það er ekki þessi vöm, sem staðið hefur f stórkörlum A-Þýzkalands, Belgfu og Rússa. Leikskipu- lagið, sem verið hefur aðal landsliðsins undir stjórn Tony Knapps, var langt I frá að vera öruggt eða mótað, jafnvel tilviljanakennt eins og „f gamla daga". Ámi Stefánsson stóð f merki fslenzka liðsins og gerði flesta hluti vel og átti ekki möguleika á að verja skot það sem gaf Luxemborgurum mark. Þrfr leikmenn léku þama sinn fyrsta landsleik, Einar Þórhallsson lék allan leikinn, en Hinrik bróðir hans og Rúnar Gfslason komu inn á f seinni hálfleik. Léku þeir hvorki vel né illa, áttu meðalleik eins og flestir aðrir leikmenn fslenzka liðsins. íslenzka liðið var skipað eftirtöldum mönnum: Áma Stefánssyni Fram, Ólafi Sigurvinssyni ÍBV, Jóni Pét- urssyni Fram (fyrirliði), Einari Þórhallssyni Breiðablik, Jóni Gunnlaugssyni ÍA, Guðgeiri Leifssyni Charleroi, Árna Sveinssyni ÍA, Inga Birni Albertssyni Val, Guð- mundi Þorbjömssyni Val, Teiti Þórðarsyni ÍA og Hall- dóri Bjömssyni KR. —áij „Fólk má ekki gera endalausar kröfur" — Það er fjarri mér að halda þvf fram að þetta hafi verið góður leikur, sagði Tony Knapp landsliðsþjðlfari þegar við ræddum við hann í búnings- klefa fslenzka liðsins að leikn- um loknum. — Völlurinn var mjög erfiður og þess vegna vildi ég fá lengri sendingar. Eftir þessu fóru piltarnir ekki nema að litlu leyti. Þá var þetta landslið okkar hálfgert varalið og samæfingu hefur liðið enga fengið. Ég var kvfðinn fyrir þennan leik, en er að sjálf- sögðu ánægður með sigurinn. Guðgeir Leifsson sagðist hafa tognað f nára fljótlega f leikn- um og þvf ekki getað beitt sér eins og hann hefði viljað. — Annars var ekki við miklu að búast f þessum leik og fólkið má ekki gera endlausar kröfur til landsliðsins, sagði Guðgeir. Guðgeir Leifsson — Þetta var alveg nýtt og mér fannst mesta furða hvað liðið small saman. Landskeppnin í frjálsum íþróttum í Edinborg: Frá Ágústi Ásgeirssyni fréttamanni Morgunblaðsins. LANDSKEPPNI Skota, Norður-Ira og Islendinga í frjáls- um íþróttum, seni háð var í Edinborg um helgina, lauk þannig að Skotar unnu Islendinga með 124 stigum gegn 78. íslendingar sigruðu hins vegar N-lra með 109 stigum gegn 93 og var hér í rauninni um tvær aðskildar lands- keppnir að ræða. Greinunum 5 hvorn dag keppninnar var sérkennilega raðað niður vegna þess að seinni dagurinn kom inn i Edinborgar Hálandaleikana og kom það illa niður á okkar liði hvað varðaði niðurröðun greina. Keppnin var þó mjög skemmtileg og spennandi og mörg persónuleg met voru sett. I landskeppninni sigruðu íslendingar i 4 grein- um, urðu þrisvar sinnum í öðru sæti og jafn oft í þriðja sæti, en i hverri grein voru tveir keppendur frá hverju landi. Fyrsta grein keppninnar, kringlukastið, vakti tals- verða athygli þar sem meðal keppenda var Chris Black, en hann varð í 7. sæti í keppninni á Ólympíuleikunum í Montreal. Þessi skemmtilegi kastari, sem einmitt er búsettur í Edinborg, þeytti kringlnni 74.98 metra og setti nýtt brezkt met. Árangur hans er með þvi bezta sem náðst hefur í heiminum í dag. Erlendur var öruggur með þriðja sæti en hann kastaði 57.04 metra. Fyrsti íslenzki sigurinn vannst í 3000 metra hindrunar- hlaupi Ágúst Ásgeirsson hljóp á 9:04.00. Jón Diðriksson varð í fjórða sæti á nýju persónulegu meti, 9:31.2. Talsverður vindur var er mótið fór fram og er árangur Vilmundar Vilhjálmssonar enn athyglisverðari fyrir þær sakir. Hann setti persónulegt met i 200 metra hlaupinu og reyndar sigraði Vilmundur Bjarna Stefánsson bæði í 200 og 400 metra hlaupinu. Timi Vilmundar í 400 metrum var 47.31 en tími Bjarna þar 47.98 og fengu þeir þriðja og fjórða sætið. Óskar Jakobsson varð síðan yfirburðasigurvegari í spjótkasti en í 800 metra hlaupinu sótti landinn ekki gull í greipar andstæðinganna, enda mótstaðan mjög sterk. Gestur hlaupsins, Steve Ovett frá Englandi, sigraði á 1:48.0, Ágúst Ásgeirsson jafnaði sitt persónulega met á vegalengdínni og Jón Diðriksson var aðeins sekúndubroti frá sínu bezta. Segja má að þetta sé góður árangur því báðir hlupum við 3000 metra hindrunarhlaup deginum áður og er það ekki heppilegur undirbúningur fyrir 800 metra hlaup. Friðrik Þór Öskarsson skaut öllum andstæðingum sín- um nema einum ref fyrir rass, er hann stökk 6.93 metra í langstökkinu. Friðrik hefur átt við meiðsli að stríða í allt sumar, en taldi sig óheppinn að stökkva ekki lengra. Með örlítið meiri heppni hefði hann átt að sigra í greininni. Gestur langstökksins var Evrópumethafinn og um leið Evrópumeistarinn Stekic frá Júgóslavfu og var hann í algjörum sérflokki, stökk lengst 7.85 metra. I þeim greinum sem keppt var i fyrri daginn og ekki hefur verið rætt sérstaklega um rákum við lestina, þ.e.a.s. í hástökki, stangarstökki og 5000 metra hlaupi. í hástökkinu vakti mikla athygli 14 ára gamall Skoti, en hann stökk 2.04 metra og er það sennilega einsdæmi að svo ungur maður stökkvi þá hæð. 1 4 x 400 metra boðhlaupi hreppti íslenzka sveitin annað sætið eftir spennandi keppni við N-írana. Tími sveitarinnar, 3:18.25, er sá næstbezti, sem íslenzk boð- hlaupssveit hefur náð. I sveitinni voru Jón Sævar Þórðar- son, Vilmundur Vilhjálmsson, Elías Sveinsson og Bjarni Stefánsson. Vilmundur kom enn mjög á óvart í 400 m hlaupinu, en þar hljóp hann á 47.31 sek. og munaði minnstu að hann sigraði Breta, sem var í boðhlaupssveit Bretlands í Montreal. Bjarni tryggði tvöfaldan sigur yfir N-írunum með því að hlaupa á 47,98 sek. Þriðja íslenzka sigurinn sá Erlendur um með því að kasta kringlunni 57.38 m en næsti maður kastaði 54,72 m. Hér varð Óskar í fjórða sæti, kastaði 50,52 m, en mað smá heppni hefði hann getað hreppt þriðja sæti. Mjög óhagstæður vindur var í kringlunni að sögn kastaranna. Það voru þreyttir menn, sem hlupu boðhlaupið 4 x 100 m, en samt var hlaupið vel. Sveitin náði öðru sæti á 42,2 sek. Staðan var þannig eftir fyrri dag keppninnar, að Skotar höfðu 73 stig gegn 44 stigum Irlands og tsland hafði hlotið 66 stig. Seinni dagur keppninnar var hluti af hinum þjóðlegu Edinborgar-hálandsleikum og var mikið um dýrðir. Dag- urinn byrjaði vel fyrir landann, þar sem Hreinn Halldórs- son sigraði í kúluvarpinu með 19.48 m kasti. Hafði Hreinn algera yfirburði yfir sína keppendur, en meðal þeirra var Ólympíumeistarinn í kringlukasti, Mac Wilk- ins, en hann á um 21 m í kúlu. Því miður tókst Guðna Halldórssyni mjög illa upp og við urðum af tvöföldum sigri í þessari grein landskeppn- innar, eins og við höfðum verið að vonast eftir. Þess má geta að Guðni hefur ekki kastað svo stutt í keppni í ár. Aftur á móti stóð Vilmundur Vilhjálmsson sig mjög vel, er hann hreppti annað sætið í 100 m hlaupinu og hljóp á 10.97 sek. upp á 3.5 m/sek. mótvind. Vilmundur er greinilega í mjög góðu formi. Heildarúrslit keppninnar urðu, eins og áður segir, þau, að Skotar sigruðu tslendingana með 124 stigum gegn 78, tsland sigraði Norður-Irland með 109 stigum gegn 93 og Skotar sigruðu N-íra með 137 stigum gegn 77. Auk landskeppnisgreinanna var keppt i nokkrum öðr- um greinum og meðal þátttakenda voru verðlaunahafar og úrslitafólk frá Olympíuleikunum í Montreal. Ingunn Einarsdóttir var meðal þátttakenda í tveimur SIGUR GEGN ÍRUM, TAP GEGN SKOTUM þessara greina og stóð sig mjög vel. í 100 metrunum stóð hún í beztu spretthlaupurum Breta, en vegna mikils mótvinds var tíminn ekkert sérstakur, en í hlaupinu sigraði hún stúlkur, sem hafa náð betri timum en hún. 1 100 m grindahlaupi varð hún í þriðja sæti rétt á eftir beztu stúlkum Bretlands og USA. Þær voru næstum sekúndu frá sínu bezta, en eitt er vist, að ekki græddi Ingunn á vindinum og sýnir hlaup hennar að hún getur sennilega farið vel undir 14 sekúndur við hagstæðar aðstæður. 1 heild sinni var landskeppnin skemmtileg og gefa úrslitatölur enga mynd af spennunni, sem oftast ríkti í einstökum greinum. Með örlitilli meiri heppni hefði stigatalan orðið nokkuð jafnari en i frjálsiþróttum liggur mikil byrði á hverjum einstaklingi og það er framtak hans, sem hefur allt að segja. Hér gilda allt önnur lögmál en í hópíþróttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.