Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 24. ÁGUST 1976 15 — Geirlaugur Framhald af bls. 10 hefur hann unnið mikið og óeigin- gjarnt starf að byggingarmálum safnaðarins. Sem organisti beitti hann sér fyrir kaupum á pipuor- geli fyrir Árbæjarsöfnuð til þess að auka á helgiblæ kirkjulegra athafna með sem fegurstri hljóm- list. Er þetta hið ágætasta hljóð- færi og bætti úr brýnni þörf. Kirkjulegan áhuga Geirlaugs Árnasonar má vafalaust að veru- legu leyti rekja til þess, að í æsku kynntist hann sr. Friðriki Frið- rikssyni, hinum ástsæla æskulýðs- leiðtoga kirkjunnar og þau kynni höfðu mikil og varanlag áhrif á Geirlaug og beindu huga hans að málefnum kirkju Jesú Krists. Æ síðan hefur hann verið öflugur stuðningsmaður K.F.U.M. hreyf- ingarinnar og unnið fórnfús störf fyrir þann félegsskap. Einnig hef- ur hann verið virkur félagi í Gideonsfélaginu sem hefur það æðst markmið að útbreiða Bibl- íuna meðal þjóðarinnar og m.a. gefur öllum skólabörnum á land- inu Nýja testamentið. Þá hefur Geirlaugur verið áhugamaður um kristniboð og borið hag islenska kristniboðssambandsins mjög fyr- ir brjósti. Af þvi sem nú hefur verið sagt má því ljóst vera, að kirkjan á ekki svo lítinn hollvin, þar sem Geirlaugur Árnason er. Hann er sannarlega I hópi þeirra sem Eng- lendingar kalla ,,the faithful few“, hinir fáu tryggu, sem fyrr og síðar hafa að stærstum hluta borið uppi starf kristinnar kirkju hér í heimi. Varðandi málefni Jesú Krists hefur Geirlaugur aldrei verið hálfvolgur í áhugan- um, heldur brennandi í andanum og ég veit að störf hans öll á akri guðsríkisins hafa veitt honum mikla og ómælda gleði og blessun. Geirlaugur er mikill hamingju- maður f einkalífi sínu. Stærsta gæfu sína mun hann telja, hve miklu heimilis- og fjölskylduláni hann hefur átt að fagna. Frú Sveinbjörg Arnmundsdóttir, eig- inkona Geirlaugs, er afbragðs- kona að allri gerð, sem staðið hef- ur dyggilega við hlið manns síns og stutt hann í fjölþættum störf- um með ráðum og dáð. Og börn þeirra öll bera vitni um fagurt heimilislíf, þar sem fornar dyggð- ir skipa öndvegi og ást og ein- drægni ríkir. Fyrir tæpu ári hóf Geirlaugur Árnason störf sem deildarstjóri hjá Sementsverksmiðju ríkisins víð Ártúnshöfða og um þessar mundir hefur hann reist sér fall- egt einbýlishús að Bláskógum 10 í Seljahverfi. Ég samfagna honum með þessa áfanga á lífsferli hans um leið og ég flyt honum persónulegar þakk- ir minar og f jölskyldu minnar fyr- ir samstarfið og árna honum, konu hans og börnum allra heilla og blessunar Guðs í bráð og lengd. Guðmundur Þorsteinsson. Bæjarins mesta úrval bómullarefna í öllum litum Röndótt, köflótt og mynstruð, í: gardínur í stofur, svefnherb. og eldhús, dúka, serviettur, kjóla, síð og stutt pils, buxur, jakka og mussur. Komið, skoðið, fáið lánaðar heim lengjur. Við saum- um gardínurnar. Velkomin í Gardínuhúsið, sími 16259 Að sjálfsögöu vegna einstakra gæða Reyplasteinangrunar. 1. Hitaleióni er mjög takmörkuó (bmdagiidi 0,028 - 0,030 2. Tekur nálega engan raka eóa vatn í sig 3. Sérlega létt og meófœrileg sSmFbs* Yfirburóir REYPLASTeinangrunar eru augljósir og er»n sem fyrr er REYPLAST í fararbroddi. /pi ACT hf s 30978 r 1—#"VO I I II. Armúla 44 for transistor 15 VOLT IEC R20 aHELLESENS ■W'” ' HLAÐIÐ ORKU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.