Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGUST 1976
Jón Orvar Geirs-
son lœknir - Minning
Fæddur 2.febrúar 1947
Dáinn 12. ágúst 1976
Horfinn er úr okkar samrýmda
hóp vinur okkar Jón örvar. Nú
stöndum við agndofa eftir, og
skynjum betur en nokkru sinni
fyrr vanmátt okkar.
Sum okkar þekktu Jón örvar
frá bernsku og unglingsárum.
Flest okkar kynntust honum þó
fyrst á námsekiði í Skotlandi sum-
t
Utför eiginmanns míns,
STEFANS WATHNE,
sem lést i New York 15 þ m verður gerð frá Dómkirkjunni I daq. 24
ágúst kl 1 30 síðdegis
Sofffa Wathne
Útfor móður minnar
HELGU HALLDÓRSDÓTTUR,
Safamýri 40,
sem lést 18 ágúst, fer fram frá Fossvogskirkju ágúst kl 13 30 miðvikudaginn 25
Blóm vinsamlegast afbeðm, en þeim sem víldu minnast hinnar látnu er
vmsamlegast bent á liknarstofnanir Fyrir hönd aðstandenda Órn Sigurgeírsson
t
Útför eiginmanns mins, föður og tengdaföður
SIGURJÓNS JÓNSSONAR,
fyrrv. yfirvélstjóra,
fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudagmn 26 ágúst 1 976 kl 1 3 30
Sofffa Jónsdóttir,
Gylfi Sigurjónsson, Valgerður Ólafsdóttir
t
Hjartkær sonur okkar. bróðir og dóttursonur,
EINAR HELGI SIGFUSSON,
Þúfubarði 8, Hafnarfirði
verður jarðsungmn frá Hafnarfjarðarkirkju, fimmtudaginn 26 ágúst kl
14
Nikulfna Einarsdóttir, Sigfús Svavarsson,
Halldóra Svava Sigfúsdóttir, Friðrika Sigfúsdóttir,
Sigurbjom Sigfússon, Friðrika Guðbjörg Eyjólfsdóttir.
t
Okkar ástkæri sonur og bróðir,
JÓN ÖRVAR GEIRSSON,
læknir,
sem lést af slysförum á Spáni þ 12 þ.m , verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju i dag þriðjudaginn 24 ágúst kl 3 síðdegis
Sólveig Jónsdóttir, Geir G. Jónsson,
Marln Sjöfn Geirsdóttir.
Faðir okkar, t ÁRNI EINARSSON
verzlunarstjóri, Verzluninni Minni Borg,
Grlmsnesi,
jj verður jarðsungmn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26 ágúst kl 3
siðdegis Blóm afbeðm Einar Amason, Andrés Ámason, Haraldur Amason, Arnar Arnason
arið 1970, og fundu fljótt hvílíkur
dugnaðar- og mannkostamaður
var þar á ferð. 1 þessum náms-
ferðum kynnast læknanemar f
hverjum árgangi hver öðrum oft
fyrst að einhverju ráði. Síðan efl-
ast kynnin meir er árin líða, lík-
lega betur en f öðrum háskóla-
deildum. Námið byggist á miklum
lestri og samvinnu.
Við vinnum saman á námskeið-
um, sjúkradeildum, skiptum með
okkur vöktum og berum saman
bækur okkar. Þetta leiðir til þess
að náin persónuleg kynni mynd-
ast milli okkar. Mestur hluti loka-
áfangans felst í bóklestri myrk-
rana á milli, og reynir þá mikið á
samheldni hópsins.
Við, sem ritum þessar línur, lás-
um saman á lítilli lesstofu við
Barónsstíg í rúmt ár. Þar mynd-
uðust náin tengsl og vinátta milli
okkar allra, sem ekki rofnuðu,
þrátt fyrir að meiri hluti hópsins
héldi til Akureyrar að loknu loka-
prófi vorið ’75 til að ljúka þar
kandidatsári, og Jón örvar var í
þeim hópi.
Hann hafði þann hæfileika að
geta tileinkað sér mikið námsefni
á stuttum tíma og kom það sér vel
i loka-áfanganum. Hann var flest-
um þeim kostum búinn, sem bezt
hæfa I læknisstarfi. Hann hafði
góða dómgreind, var ljúfur í við-
móti og yfirlætislaus, ósérhlifinn
og traustvekjandi. Slíkir eigin-
leikar eru mikils verðir í sam-
skiptum við sjúkt fólk og verða
tæpast lærðir af bókum.
Hann var ánægður með þá
braut sem hann hafði valið sér ög
leit björtum augum fram á við. Á
Akureyri kynntist hann Helgu
Þórðardóttur, unnustu sinni, og
reyndist hann börnum hennar
sem faðir.
Við sem nú kveðjum Jón Örvar,
sem féll frá þegar hinu langþráða
takmarki var náð, minnumst allra
hinna mörgu ánægjulegu sam-
verustunda, er við áttum i leik og
starfi. Við sjáum nú á bak svip-
miklum persónuleika og góðum
dreng, en geymum í minni okkar
hina smitandi orku hans og trú á
starfi sínu, er hreif hugi allra sem
kynntust honum.
Við vottum foreldrum Jóns
Örvars, systur hans og öðrum ná-
komnum ættingjum, ásamt unn-
ustu hans og börnum hennar, okk-
ar dýpstu samúð og hluttekningu.
Lesstofufélagar frá Barónssti g.
Þegar sú harmafregn barst um
FSA föstudaginn 13. þ.m., að Jón
Örvar læknir hefði farist i bílslysi
á Spáni daginn áður, setti alla
hljóða. Svo óvænt var fregnin um
andlát hans og vildum við félagar
hans vart trúa því, að hann hefði
verið kallaður svona ungur og
fullur lífsanda og starfsorku frá
komandi ævistarfi.
Min fyrstu kynni af Jóni Örvari
voru sumarið 1970, er við vorum
saman í námsferð erlendis.
Hreifst ég þá strax af glaðværð
hans og göfuglyndi og héldust
kynni okkar mjög náin frá þeirri
stundu.
Við Jón Örvar lukum 1. hluta
læknisfræðinnar í febrúar 1972
ásamt 6 öðrum nemendum og bar
ýmislegt til tíðinda hjá okkur þá,
en með samstilltu átaki komumst
við yfir alla þá erfiðleika, reynsl-
unni rikari, og má segja, að þá
hafi tekist svo náin tengsl á milli
okkar allra, að ekkert var megn-
ugt að rjúfa þau nema dauðinn.
Þessi hópur, sem síðar átti eftir
að stækka, vann mikið saman.
Hvort sem það var I námi eða
starfi á sjúkrahúsum, studdum
við mjög við bakið hver á öðrum
og var Jón örvar ætíð boðinn og
búinn til hjálpar, þegar mest á
reyndi. Margar ánægjulegar end-
t
Móðir okkar,
MARÍA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
lézt i Sjúkrabúsinu á Selfossi 20
ágúst
Heiðrún Björnsdóttir,
Þorgerður Bjömsdóttir,
Maria Hansen.
urminningar eigum við með Jóni
Örvari frá þeim tíma og sjáum við
hann vel fyrir okkur lágvaxinn og
þrekinn, ljóshærðan, fremur
þunnhærðan, glaðværan en þó
ætíð rólyndan.
Jón örvar var góður námsmað-
ur og sóttist honum námið vel.
Lauk hann læknisfræðináminu
vorið 1975 með ágætum árangri
og var það álit allra að hann væri
sérstaklega efnilegur unglæknir.
Að loknu námi hélt Jón Örvar
norður til Akureyrar ásamt mér
og öðrum aðstoðarlæknum og var
ætlun hans að ljúka kandidatsár-
inu þar. Hann átti þvi aðeins
óloknu liðlega mánaðarstarfi þar,
þegar andlát hans bar að. Er slys-
ið varð, var Jón Örvar staddur á
Spáni í stuttu sumarleyfi, en
skömmu áður en hann hélt þang-
að hafði hann ráðið sig til starfa
við Fáskrúðsfjarðarhérað um
nokkurt skeið. Hans biðu því
mörg og mikilvæg verkefni.
Það síðasta, sem ég man Jón
Örvar, var, er við satum á
„veranda” lyfjadeildar FSA og
ræddum komandi daga og fram-
tíðarhorfur á framhaldsmenntun
hér heima og erlendis. Var ætlun
hans að stunda sérnám I lyf-
læknisfræði á næsta ári, væntan-
lega í Svíþjóð.
Jón örvar var ókvæntur og
barnlaus, sonur hjónanna Geirs
G. Jónssonar og Sólveigar Jóns-
dóttur og átti hana eina eldri syst-
ur, Mariu Sjöfn. Á sl. ári kynntist
Jón örvar Helgu Þórðardóttur,
yndislegri stúlku, tveggja barna
móður og tókust strax með þeim
mjög náin kynni og er mér nær að
halda, að þar hafi Jón örvar hitt
sinn lífsförunaut. Veit ég að sorg
hennar verður engu minni við
fráfall hans en nánustu ættingja.
Jón Örvar var fæddur í Reykja-
vik 2. febrúar 1947. Hann var því
liðlega 29 ára, þegar hann var
kallaður frá okkur yfir móðuna
miklu svona skyndilega þann 12.
ágúst 1976. Megi guð fylgja hon-
um til hinnar hinstu hvflu.
Ég naut þeirrar gæfu að kynn-
ast náið fjölskyldu hans, yndis-
legu fólki, og var mér alla tíð
tekið þar sem ég væri einn úr
fjölskyldunni. Fráfall Jóns Örv-
ars er mér því sem bróðurmissir.
Er ég í dag kveð hann hinstu
kveðju minnist ég hans að góðu
einu og færi foreldrum hans og
systur innilegustu samúðarkveðj-
ur. Eiginkona mín, Sigurlaug Vig-
fúsdóttir, kveður hann eihnig í
dag með miklum söknuði og vott-
ar hans nánustu samúð og óskar
þeim alls hins besta á ókomnum
árum.
Þá vil ég fyrir hönd okkar fé-
laga okkar úr læknadeild, þá
einkum nánustu lesfélaga, er nú
sjá á eftir sínum bezta vini og
félaga, færa foreldrum hans og
systur svo og vinkonu hans, Helgu
S. Holgason hf. STEINIÐJA
tlnholli 4 Slmar U477 og 14254
Þórðardóttur, innilegustu samúð-
arkveðjur.
Jónas Franklfn.
Ég varð sem þrumu lostinn, er
ég frétti um fráfall vinar mins
Jóns Örvars. Ég kynntist Jóni
ekki náið fyrr en á síðasta náms-
ári okkar i háskólanum. Eftir
lokapróf úr læknadeild höguðu
örlögin því þannig, að við urðum
nánir samstarfsmenn á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri og
efldust okkar kynni þá og urðum
við mjög góðir vinir og félagar.
Jón var litríkur persónuleiki,
tilfinninganæmur og umfram allt
mjög mannlegur þó mér fyndist
hann oft standa nær almættinu en
gengur og gerist. Hann var sann-
trúaður og hreinlyndur og góður
vinur vina sinna. Um leið og ég
kveð Jón örvar er ég þakklátur
fyrir að hafa átt hann að vini, þótt
um skamman tima væri.
Ég votta foreldrum hans, systur
og unnustu, Helgu ásamt börnum
hennar, mína dýpstu samúð.
Grétar Sigurbergsson.
„Halló, er einhver heima?”
Röddin neðan úr stiganum er auð-
þekkt. Glaðlegt andlit Jóns Örv-
ars kemur í ljós ofan við skörina.
Miklir fagnaðarfundir. Skipst er á
skoðunum varðandi andleg og
veraldleg málefni. Rifjaðar upp
liðnar stundir, oftast námsárin og
ævintýrin hjá gömlu Mor Jensen i
Kaupmannahöfn. Skákir tefldar.
Spilað á gitar og sungið. Tíminn
líður hratt.
Jón var mikill félagi, hlýr og
glettinn. Ekki var komið að tóm-
um kofanum hjá honum í mál-
efnalegum umræðum; alltaf jafn-
rökfastur og vel heima, hvar sem
drepið var niður. Þegar skóinn
kreppti að, reyndist hann einnig
vinur í raun. Þeir eru ekki tíndir
upp af götunni bara sisvona. Enn
urðu tengsl okkar nánari, eftir að
hann við sjúkrabeð á Akureyri
siðastliðið haust speglaði í starfi
sín eigin orð: „Læknir verður að
vera mannvinur."
Núna, aðeins tæpu ári síðar,
reynist erfitt að skilja, að hann
hefur þegar kvatt okkur á stiga-
pallinum, í hinzta sinn. Við þá
hugsun leitar fram í hugann
hending úr fallegum Negrasálmi,
sem hann söng:......it causes me
to tremble, tremble, tremble ...“
Fjölskyldu hans og öðrum sem
urðu þess aðnjótandi að tengjast
honum vináttuböndum, vottum
við djúpa samúð.
Minningin um hann fyllir okk-
ur hlýju og gleði.
Ádda og Konni.
KVEÐJA AÐ NORÐAN
Ilvað er það, sem hinumegin d.vlsl?
Hver vill svara því, uns gálan skilst?
Því mun hann. er þetta líf oss gaf
og þýddi oss þess fyrsta rúnastaf.
Þessum orðum séra Matthíasar
skaut upp í huga mér, þegar ég
frétti sviplegt fráfall Jóns Örvars
Geirssonar. Þau rök er hníga til
þess, að ungur maður í blóma lífs
síns skuli skyndilega hverfa yfir
landamæri lífs og dauða, eru okk-
ur dulin og virðast jafnvel grimm
á stundum. Eftir er aðeins að
beygja sig fyrir þessari köldu
staðreynd og sækja styrk í minn-
ingu um góðan dreng.
Jón Örvar Geirsson var fæddur
í Reykjavík 2. febrúar 1947, sonur
hjónanna Sólveigar Jónsdóttur og
Geirs G. Jónssonar stórkaup-
manns. Hann lauk stúdentsprófi
frá Kennaraskóla íslands 1968 og
kandidatsprófi í læknisfræði frá
Háskóla íslands vorið 1975. Hann
kom til starfa við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri 1. júní
1975, en gengdi auk þess störfum
við Kristneshæli um tima. Jón
Örvar hafði nýlega fengið vit-
neskju um, að hann skyldi taka
við störfum héraðslæknis á Fá-
skrúðsfirða með haustinu, er hann
andaðist af völdum umferðarslyss
á Spáni þann 12. ágúst s.l.
Kynni okkar Jóns Örvars urðu
ekki löng, en þau voru góð. Hann
kom til starfa beint frá prófborði
ungur og óreyndur, en það kom
fljótt í ljós, að þar sem Jón Örvar
var fór góður drengur. Hann var
hlýr í viðmóti, samviskusamur,
vinnudrjúgur og glöggur. Gætinn
maður var hann, sem vissi tak-
mörk þekkingar sinnar og reynslu
og óragur við að spyrja sér eldri
menn ráóa. Því var gott og nota-