Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGUST 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, simi 22480 hf. Arvakur, Reykjavik Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið KUNNUM FOTUM OKKAR FORRÁÐ IMorgunblaðinu á sunnudag birtust rúmlega tvær siður ar atvinnuauglýsíngum. Þegar þessar auglýsingar eru athugaðar kemur í Ijós, að i svo til öllum tilvikum eru vinnu- veitendur að óska eftir starfs- fólki, en ekki öfugt Þetta segír þá sögu, að atvinnuástand i landinu er með eindæmum gott á þessu sumri. Atvinna er geysimikil og fremur er skortur á vinnuafli en að erfiðleikar séu á að fá atvinnu Enda má segja að einu gildi hvar komið er um landið, alls staðar eru geysi- miklar framkvæmdir í gangi og enginn vafi leikur á því, að fólk hefur mikla peninga handa á milli í vetur og vor voru margir þeirrar skoðunar, að erfitt mundi reynast um atvinnu fyrir skólafólk á þessu sumri, en þeir spádómar hafa ekki rætzt, nema síður væri Þetta sýnir okkur, að mjög mikill kraftur er í efnahags- og atvinnulífi lands- manna, og að þær aðhaldsað- gerðir, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir í efnahagsmálum, hafa ekki verið of harkalegar eins og margir óttuðust. Miklu fremur er spurning, hvort nægilega miklu aðhaldi hafi verið beitt. Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherzlu á aðhald á öllum sviðum fjármála og efna- hagsmála Mjög rlk áherzla hefur verið lögð á, að fjárlög verði greiðsluhallalaus á þessu ári og þróunin í þeim efnum, það sem af er árinu, gefur vonir um, að sá árangur muni nást. Þá hefur nú um tveggja ára skeið verið beitt mjög ströngu aðhaldi í útlánum viðskipta- bankanna og vextir af lánum eru orðnir býsna háir. Ennfrem- ur hefur á þessu ári verið lögð mikil áherzla á að halda útlána- aukningu fjárfestingarlánasjóð- anna í skefjum Þótt misjafn- lega kunni að hafa tiltekizt í þeim efnum, er þó óhætt að fullyrða, að nokkur árangur hefur náðst á þeim vettvangi, miðað við þá gífurlegu útlána- aukningu, sem varð hjá sjóðn- um á síðastlíðnu ári. En þrátt fyrir þetta mikla að- hald, er bersýnilegt, að mikið vaxtarskeið stendur yfir í efna- hags- og atvinnumálum okkar og eiga batnandi viðskiptakjör erlendis mikinn þátt i þvi Einmitt vegna þeirrar miklu spennu, sem ríkir í efnahags- málum okkar, þrátt fyrir ofan- greindar aðhaldsaðgerðir er ástæða til að mæla nokkur að- vörunarorð. Vöxtur verðbólg- unnar er talinn munu nema um 25—30% á þessu ári. Þetta er allt of mikil verðbólga, sem hefur nú þegar og mun, ef ekki verður lát á, skekkja öll verð- mæti og hlutföll í þjóðfélagi okkar. Þess vegna má ekkert slaka á þeirri viðleitni að ráða niðurlögum verðbólgunnar og koma vextí hennar niður í hæfi- legt mark. Stefna rikisstjórnarinnar og aðgerðir í efnahagsmálum og batnandi ytri skilyrðum hafa leitt til þess, að við erum nú á leið upp úr þeim öldudal, sem við höfum verið í siðustu tvö árin. En ef ekki er rétt á haldið, getur þetta nýja vaxtarskeið farið úr böndum, verðbólgan farið vaxandi á ný og allt verður þá unnið fyrir gýg. Margt bendir til þess, að það geti ráðið úrslitum um þróunina á næstu árum, hvernig haldið verður á málum, það sem eftir er þessa árs. og á næsta ári Áfram verður að beita mjög ströngu aðhaldi i útlánum við- skiptabankanna, útlánum fjár- festingalánasjóðanna og fjár- málum ríkisins og hvergi má slaka á þeim aðhaldsaðgerð- um, sem beítt hefur verið síð- ustu misseri. Þá verðum við að gera okkur grein fyrir því, vegna þeirra kjarasamninga, sem í hönd fara á næsta ári, að á undan- gengnum erfiðleikaárum höf- um við safnað miklum erlend- um skuldum, vegna þess, að við höfum ekki verið reiðubúin til að taka á okkur þá snöggu lífskjaraskerðingu, sem verðfall á erlendum mörkuðum í raun og veru gefa tilefni til Þess vegna hljótum við nú á næstu mísserum að nota þann ábata, sem við kunnum að hafa til þess að greiða upp þær miklu erlendu skuldir sem við höfum safnað á undanförnum árum Þegar það hefur verið gert, er orðið tímabært að tala um batnandi lífskjör almennings í landinu, en fyrr ekki, þvi að það væri sjálfsblekking ein, ef við færum að deila út hugsan- legum ágóða af batnandi ytri skilyrðum nú meðal þjóðfélags- þegnanna. Þann ábata verður fyrst að nota til að greiða upp skuldir, áður en um verulegan lífskjarabata getur orðið að ræða Sá vandi, sem við stöndum frammi fyrir nú, er því að mörgu leyti tengdur, ekkí auknum erfiðleikum, heldur batnandi tíð og vaxandi vel- megun. Þetta er í raun og veru spurningin um, að víð kunnum fótum okkar forráð á næstunni, drögum nokkurn lærdóm af þeim vandamálum, sem við höfum átt við að etja síðustu árin og látum ekki henda að gera sömu mistökin allt of oft. Ir *»»T»**« aJKT- i. Jm ‘ 1' ,AT L N N 111| A jk §«4 NORRÆNA húsmæðra- þinginu, sem nú var haldið ( fyrsta skipti hér á landi, lauk I gær. Rúmlega 200 konur frá öllum Norðurlöndum sóttu ráðstefnuna, þar af 90 frá islandi. Um- ræðuefni á þessu þingi var „Norðurlönd og um- heimurinn, matvæla- auðlindir og mataræði". 1 þinglok var Sigrfður Thorlacius kjörin for- maður Húsmæðrasam- bands Norðurlanda og mun hún gegna þvf starfi næstu 4 ár. Er þetta I fyrsta skipti, sem formaður sam- bandsins er frá islandi. i gær fóru nokkrir fulltrúanna á þinginu til Þingvalla og Vest- mannaeyja, þar sem þessi mynd var tekin. Ljósm. Sigurgeir. Aldraðir í sumarleyfi í SUMAR hefur félagsmála- stofnun Reyk j avfkurborgar efnt til sumarleyfisferða fyrir aldraða Reykvfkinga f sam- vinnu við þjóðkirkjuna og hóp- arnir dvalið f húsmæðraskólan- um á Löngumýri f Skagafirði. 1 þriðja og sfðasta hópnum voru 23 aldraðir, þar af 11 karlmenn. Er fréttamann Mbl. bar þar að laugardaginn 21. ágúst voru þær Helena Halldórsdóttir frá Félagsmálastofnun og Margrét Jónsdóttir, skólastjóri, að sel- flytja sumardvalargestina f bíl- um sfnum í Vfðimýrarkirkju, til að skoða hana, og smelltum við þessum tveimur myndum af hópnum á hlaðinu á Löngu- mýri. * fe;. 1 X ÉM IM riM. 1 fflT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.