Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1976 25 Séra Arni Pálsson: Mundu að þú ert maður Svar til Halldórs Ég finn mig knúinn að reyna að bera hönd fyrir höfuð mér vegna greinar Halldórs Laxness, sem hann skrifaði í Morgun- blaðið 18. ágúst sl. út af predikun sem ég flutti í guðsþjónustu og útvarp- að var sunnudeginum áð- ur. Mér finnst það harms- efni að hafa orðið valdur þess, að frægasta skáldi þjóðarinnar skuli hafa fundist sér svo sárlega misboðið í fyrrnefndri predikun, að hann opin- berar sig fyrir alþjóð sem hinn mesta ritsóða og skrifar þann versta texta, er ég minnist að hafa les- ið eftir hann. Skáldið hefur mál sitt með þessum orðum: „Trúverðugir áheyr- endur Ríkisútvarpsins segja mér ..Það, sem þeir segja honum siðan, verður kveikjan að rit- smíðinni vondu. Halldór hefur ekki farið dult með óbeit sína á lútherskri kristni í ritgerðaskrifum, þótt margar skáldsögur hans beri vitni um annað. Því má vera að tilheyr- endunum „trúverðugu“ hafi þótt gott að geta flutt honum fréttir, sem matur var í úr ræðu þjóð- kirkjuprests. En skáldið virðist ekki gæta sín á því, sem mörgum valds- mönnum þjóða, hroka- gikkjum og meisturum hefur oróið að falli í ald- anna rás, að láta aðdá- endur eina sitja við fót- skör sína og segja það eitt, sem ljúft léti í eyr- um húsbændanna og þeir vissu þá vilja heyra. Eitt er að minnsta kosti víst að „hinir trúverðugu", sem hlustuðu fyrir skáld- ið, sögðu ekki rétt frá i þetta sinn, og mega þeir nú hafa það á samvisk- unni, að hafa villt um fyr- ir viðkvæmum snillingi. Hitt er svo annað mál, að skáldið þurfti ekki að ráðast fram á ritvöllinn svo illa búið að heimild- Laxness um, og með því setja ofan fyrir alþjóð, því gott símasamband er milli Mosfellssveitar og Kópa- vogs. Ef skáldið hefði að- eins talað við mig, hefði það losnað við að skrifa um mál, sem aldrei bar á góma í predikun minni, og ég vil vart trúa þvi, að hér sé sá maður á ferð, sem bað viðmælendur sína i sjónvarpsþætti síð- astliðinn vetur að lyfta umræðum á hærra plan. Eða finnst honum nú gott og gilt að taka svo til orða: „Skilst mér að hann (ræðumaður) hafi átt við Nóbelsverðlaun...“ „Þessi sami ræðumað- ur kvað hafa lýst því...“ Þannig er ekkert með vissu vitað um það, sem skrifað er, því ekki var hlustað þennan sunnu- dagsmorgun, heldur að- eins byggt á óábyggilegri frásögn annarra. Mér er spurn, getur ábyrgur rit- höfundur lagst öllu lægra? Hingað til hefur hann viljað láta taka sig alvarlega sem fræðimann að ekki sé sagt vísinda- legan rannsakara á ís- lenskri tungu og sögu. Þetta eru vægast sagt ekki traustvekjandi vinnubrögð, en þau gefa mér nú ljósa skýringu á framsetningu Halldórs í hinum furðulega 17. kafla bókarinnar „í tún- inu heima“ þegar hann þar skipar sig í hlutverk biblíufræðings. Annars er stór hluti miðvikudagsgreinarinn- ar skemmtileg upptaln- ing á margháttuðum og maklegum sóma, sem skáldinu hefur verið sýndur á rithöfundaferli. Allt er það gott, en minnstu þess að þú ert maður var eitt sinn sagt, og stendur það enn i fullu gildi. íslendingar eru þjóða stoltastir yfir þeim heiðri, sem landar hljóta, og hefur Halldór notið þess ríkulega, en þeim er ekkert gefið um það, að menn séu settir á stall og eigi að sitja þar undir dýrðarlofi einu og annars um þá þagað. Almannagjá, Gullfoss eða Maríuklukkan, sem grær á grænum völlum svo og önnur náttúrufyr- irbrigði eru að sjáfsögðu hafin yfir alla gagnrýni. Halldór Laxness má aldrei búast við að vera talinn í þeirra hópi, enda hefur hann aldrei sjálfur þótt sérlega varfærinn í dómum um menn, lifandi eða látna. Skáldið telur mig hafa framið „persónuníð (á sér) með skitkast og róg I Jesú nafni á sunnu- degi.“ Ég mótmæli þess- um áburði og hefur mér raunar aldrei til hugar komið að kasta rýrð á Halldór. Til þess á ég honum allt of mikið að þakka sem rithöfundi. Mér eru þá efst í huga seinni tíma skáldverkin, Brekkukotsannáll, Para- dísarheimt, Kristnihald undir Jökli og Innan- sveitarkronika. Öll þessi verk vitna um mikil trú- arleg átök í sálarlífi höf- undar, og sammerkt öll- um bókunum er það, að hann fer hlýjum og næm- um höndum um presta og boðendur orðsins. Hafi hann heila þökk fyrir það og þau áhrif sem nefndar bækur hljóta að hafa haft á guðs kristni i landinu. Þann 15. ág. sl. lagði ég út af texta dagsins, sem var hinn 9. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, en hann er sagan af rang- láta ráðsmanninum (Lúk. 16. 1—9). Vegna Hall- dórs og annarra, sem ekki heyrðu predikunina, vil ég leyfa mér að birta hér þann kafla hennar, hvar minnst er á skáldið. „Aflið yður vina með hinum rangláta mamm- on, svo að þeir taki við yður í eilífar tjaldbúðir, þegar honum sleppir." Getur verið, að Jesús Kristur sé hér að lofa Séra Árni Pálsson svik og pretti? Nei, slíkt er af og frá. En hyggindi vill hann benda læri- sveinum sínum á. Og börn þessa heims, sem hann nefnir svo, eru ekki mennirnir almennt, held- ur þeir, sem eru upptekn- ir af anda þessa heims og lifa honum eins og þar sé eilífðina að finna. Og víst er hann hræddur um, að þau séu hyggnari gagn- vart sinni kynslóð en börn ljóssins gagnvart sinni. Og ljóssins börn mega líka vara sig á því að verða ekki of miklir skýjaglópar á þeirri jörð sem þeir dvelja og er miskunnarlaus I klækj- um sínum og verkum. Oft komumst vér I þá aðstöðu, að engan veginn liggur ljóst fyrir, hvað gera skuli til þess að breyta rétt samkvæmt bestu vitund. Ég vil nú nefna hér nokkur dæmi þessa: Ég minnist manns nokkurs sem komst í slæma klípu, er hann keypti ófullgerða íbúð í fjölbýlishúsi með öðru eignalitlu fólki. Um síðir bauð húsbyggjand- inn að endurgreiða háar fjárhæðir gegn því að menn hagræddu skatta- framtalinu. En ef svindl- ið átti að heppnast urðu allir að vera með. Hvað átti maðurinn að gera gagnvart væntanlegu sambýlisfólki sínu? Nú fyrir nokkrum ár- um voru Halldóri Lax- ness rithöfundi veitt Sonningverðlaunin dönsku. Þá efndu stúd- entar í Danmörku til mót- mæla vegna þess að Sonningsjóðurinn var stofnaður fyrir illa feng- inn auð að áliti almenn- ings. Halldór þáði samt verölaunin og enga van- sæmd virðist hann hafa hlotið fyrir það. Á Jótlandi var byggð og gefin fögur og mikil kirkja fyrir rúmlega hálfri öld af ríkum manni. Hann hlaut verð- ugt lof fyrir framtak sitt. Eftir dauða hans kom svo í ljós, að hann hafði verið hrikalegur skattsvikari. Þá kom annað hljóð í strokkinn, og vildu sumir afhelga kirkjuna, þótt hún færði blessun yfir byggðina." í þessum hluta predik- unarinnar hljóta þau orð að hafa verið sögð sem að mati Halldórs fylla svo mælinn að hann ýjar að því við stjórn Rikisút- varpsins, að nú þurfi að fara að hefta málfrelsi manna. Að lokum þetta. í Inn- ansveitarkroniku bregð- ur skáldið upp skemmti- legri lýsingu á sveitunga sínum, sem kom fyrir fótaferð I vígahug heim til prestsins að Mosfelli. Hann var vopnaður orfi og ljá og mælti stórum. En skapprýði starfsbróð- ur míns brast ekki þá frekar en endranær I slíkum tilvikum. Eftir að prestur hafði skipst á nokkrum orðum við komumann úti á hlaði datt honum I hug að vekja Gunnu og biðja hana að snerpa á könn- unni. Eftir að inn var komið og kaffi sopið var ofsinn af bónda og viku þá umræður að öðru þarfara. Ég vil líkjast þessum presti skáldsins og býð Halldóri hér með heim á Kópavogsbraut, þá skal ég biðja Rósu að snerpa á könnunni og er ég viss um, að tal okkar snýst þá óðara um þarfari mál en hér voru vakin og þau rædd af jafnaðargeði. Guðsblessun fylgi skáldinu, störfum þess og heimili. F ramhaldsviðræður við ELKEM hófust í gær VIÐRÆÐUR íslendinga og Norðmanna um járn- blendiverksmiðjuna á Grundartantí ;i hófust að nýju í gærkvöldi og verður haldið áfram næstu daga. Að sögn Ásgeirs Magnússonar framkvæmdastjóra Islenzka járn- blendifélagsins á enn eftir að ganga frá ýmsum atriðum I væntanlegum samningum félags- ins við Elkem-Spigelverket og eru þau bæði tæknilegs og lögfræði- legs eðlis. Að sögn Ásgeirs verður ekki gengið frá endanlegum samningum milli aðila fyrr en ljóst verður hvort fyrirgreiðsla fæst hjá norræna fjárfestingar- bankanum, en vonazt er til að bankinn afgreiði umsókn félag- anna í september. I íslenzku við- ræðunefndinni verða sömu menn og áður, en formaður hennar er dr. Jóf ines Nordal. Á iaugardaginn var efndi Kommúnistaflokkur Islands /ML til útifundar við rúss- neska sendiráðið I Reykjavfk til að minna á og mótmæla inn- rás Sovétrfkjanna I Tékkó- slóvakfu fyrir átta árum, 21. ágúst 1968. Að sögn lögreglunn- ar fór fundurinn friðsamlega fram, haldnar voru ræður og sungið við gftarupdirleik og af- hent mótmælaskjal. Ekki var margmennt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.