Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. AGUST 1976 37 VELX/AKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Máttur auglýsinganna Móðir skrifar eftirfarandi og tekur þar til meðferðar auglýs- ingu sem sýnd hefur verið í sjón- varpinu nú eftir sumarleyfin og er hún ekki alls kostar ánægð með hana: „Mig langar að bera fram mót- mæli vegna nýrrar auglýsingar um kaffi. Þar er rekinn áróður fyrir því að börn neyti kaffis með því að láta þau nota það í smásam- kvæmi. Sjálf ætla ég að hætta að nota þetta kaffi meðan framleið- andi beitir slikum brögðum til að auglýsa vöru sína. Þetta er mál sem börnin skilja og það er engin þörf á því að þau fari að heimta kaffi löngu áður en þau nálgast fullorðinsárin. Ég vænti þess að fleiri geri þetta líka, að hætta að nota þessa kaffitegund, því að hér finnst mér vera of langt seilzt. Þetta er lúaleg aðferð og mér finnst að við foreldrar ættum að geta sagt stopp við þessu. Eins og ég sagði fyrr, þetta er mál sem litlu börnin skilja, þau vilja gera eins og það er óþarfi að halda fyrir þau sérstakar sýningar á neyzlu þessa drykkjar. Móðir.“ Ekki hefur Velvakandi séð um- rædda auglýsingu og getur þvi ekki gert sér neinar hugmyndir um hvaða áhrif hún getur haft. En fróðlegt væri að fleiri foreldr- ar létu til sín heyra um þetta mál. Börnin læra örugglega það sem fyrir þeim er haft og ekki sízt það sem þau sjá í sjónvarpinu, enda er áhrifamáttur þess mikill og það hafa auglýsendur í auknum mæli notað sér. En börnin eru ekki þau einu sem verða fyrir áhrifum aug- lýsinga sjónvarpsins. Þeir full- orðnu verða það áreiðanlega líka — en viðurkenna það ef til vill ekki, eða að minnsta kosti ekki fyrr en það er augljóst orðið. Það er sama hvaða aðili auglýs- ir, og hvort sem það er í sjónvarpi eða öðrum fjölmiðlum, — með vænni fjárupphæð er hægt að hafa gífurleg áhrif á fjölda manns, og með sifellt meiri út- hugsun t.d. með hjálp sálfræðinga og annarra fræðinga, geta auglýs- endur náð töluvert langt. Það mun því Vera óhætt að hvetja fólk til þess að athuga vel sinn gang þegar auglýsingar eru annars veg- ar og láta ekki plata sig neitt. Annars eru sumar auglýsingar al- veg skaðlausar og við verðum að viðurkenna að þær eru nauðsyn- legar í mjög mörgum tilfellum. Hvimleiðast er þegar vörur eru grillu? Að siðmenningin sé f rauninni horfin f kjarnorku- óhappi, en feyndarm&líð hafi ekki komizt upp? Blaðamennirnir hlðgu hikandi. — Komið út á meðal okkar og sja ið sjálfur, sagði blaðamaður- inn frá New York Times. — Þetta er allt á sfnum stað — mengunin, stjórnmálahneykslin og heila klabbið. Svo var okkur sýnt húsið. I borðstofunni heilsuðum við ungri svarthærðri konu, Ifklega hálfþrftugri. Hún virtist tauga- óstyrk hugsaði ég, jafnvel fjand- samleg... — Góðan dag, ég er svstir James, sagði hún. Það hefði ég getað sagt mér sjálfur vegna þess hve hún var Ifk honum. Helene systir hans. — Ungfrú Everst, megum víð taka mynd af yður hér f borðstof- unni sagði Vernon Fix. Hún hikaði andartak og leit eins og spyrjandi á Reg Curtiss. — Það er vfst ekkert sem mælir gegn þvf, sagði hún sfðan og ijós- myndararnir voru ekki selnir á sér að smella af. Svo var okkur sýnt vandað auglýstar og aldrei er getið um verð, það er eins og það sé alltaf eitthvert leyndarmál. Það er óskiljanlegt þar sem það hlýtur alltaf að koma í Ijós fyrr eða siðar. En nóg um það i bili. % Bændur í erfiðleikum Bóndi er bústólpi — bú er landstólpi er sagt og má til sanns vegar færa. Eins og kunnugt er af fréttum hafa bændur á Suður- landi og víðar átt í verulegum erfiðleikum með alla heyverkun nú i sumar, og menn muna einnig rigningasumarið i fyrra, ekki var auðvelt um heyskap þá heldur. Bændur eru sú stétt, ásamt sjó- mönnum, sem sennilega eru hvað háðastar veðri hér á landi, bænd- ur að minnsta kosti að sumarlagi, og sérstaklega á vorin. Bændurnir þurfa því sifellt að vera vakandi yfir veðurspám og margir eldri menn og jafnvel þeir yngri eru svo veðurglöggir að þeir þurfa ekki alltaf að treysta á veð- urspárnar sem lesnar eru i út- varp. En þeir þurfa í það minnsta að heyra hvaða stefnur lægðir hafa og hæðir til að þeir geti spáð fyrir sig. Það hefur nefnilega komið fyrir að veðurspár bregðist og kemur það mjög illa við bænd- urna, og stundum eru karlarnir ekki sammála veðurfræðingunum og haga sér eftir sinni eigin veð- urspá. Er þá kannski ýmist að þeir eða veðurfræðingarnir hafa rétt fyrir sér. Annars eru veður- spárnar nokkuð öruggar, það sem helzt bregst í þeim er að veðra- breytingarnar koma stundum fyrr eða seinna en ráðgert var. En hvað um það nú er farið að halla sumri og siðustu forvöð að bænd- ur nái inn heyjum sfnum á óþurrkasvæðunum en vonandi er að nokkrir góðviðrisdagar Iáti sjá sig áður en það verður of seint. Við getum í það minnsta ennþá búizt við góðu hausti og kannski verða jafnvel einhverjir góðviðr- isdagar komnir þegar þetta birt- ist. # Tillitsemi í umferðinni Sú ábending kom frá konu nokkurri um daginn að við Reyk- víkingar sýndum utanbæjar- mönnum alltof litla tillitsemi i umferðinni. Það væri ekki nema eðiilegt að þeir þyrftu nokkuð að átta sig á gatnakerfinu hér og því kæmi það að sjálfu sér að þeir gætu ekki fylgt þeim umferðar- hraða sem er fyrir. Það væri alltof algeng sjón (og heyrn) að menn flautuðu og hömuðust þegar þeir rötuðu í einhverjar ógöngur eða þegar þeir færu ekki alveg eins hratt yfir og bráðlátir Reykvík- ingar þyrftu. Mikið vantaði á að við sýndum almennilega tillitsemi og værum kurteis i umferðinni, og brosið góða, sem allir settu upp þegar hægri umferðin tók gildi virðist ekki sjást lengur. Þetta er vissulega þörf áminn- ing að sýna tillitsemi i umferð- inni, og ekki sízt við utanbæjar- menn, en auðvitað á að sýna hana öllum. — Orð í eyra Framhald af bls. 4 ur varðað við lög að eiga nokkrar flugvélar og annað smálegt. Og ekki skil ég i því að maður yrði nokkru bættari þó reittar yrðu af gvuðjónum þessa fátæka lands þær smáar eignir sem þeir hafa aunglað saman í sveita sins andlitis. Hitt ætti að vera öllu meira áhyggjuefni, bæði innan Hundavinafélagsins og utan, hvurnig komið er líkamlegri og andlegri velferð gvuðjón- anna. Það er nefnilega hulin Spariö rafmagn! Notiö NOBÖ termistorstýrða rafofna Spyrjið um álit fagmanna. Myndlistar hjá rafverk- tökum um land allt. Söluumboö LÍ.R. Hólatorgi 2. Sími: 16694 ráðgáta flestu venjulegu fólki hvurnig skattlausir menn f fullu fjöri og á þessum marg- umrædda besta aldri geta dregið fram lífið í dýrtíðinni. Og eignast jafnvel þak yfir höfuðið. Væri ekki ástæða tii að læonsmenn og kivanis og kannski eitt eða tvö kvenfélög stofnuðu sjóð? Og svo reynd- um við öll að skjóta saman f súpu handa aumingjonum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.