Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1976 „ÞEIR vildu svo sem gera eitthvað úr þessu í prófnefndinni, en ég sagðist nú bara vera manneskja,“ sagði fyrsta konan, sem tekið hefur sveinspróf í húsgagna- bólstrun, Guðbjörg Kat- rín, þegar blaðamaður Mbl. innti hana eftir við- brögðum. „Mér finnst það ekkert merkilegt, þótt kona verði bólstrari, og eigin- lega er það furðulegt að konur skuli ekki hafa lært þessa iðn, hún er upplögð fyrir okkur. Þetta er ekki mikil erfið- isvinna.“ Guðbjörg Katrín er dóttir hjónanna Guðrúnar Lúðvíks- dóttur og Sigurbjörns Einars- sonar frá Kvistum í Ölfusi, en Sigurbjörn rekur Kjörhúsgögn á Selfossi. „Það lá þess vegna beint við fyrir mig að fara út í bólstrun," sagði Guðbjörg, „Eg vann hjá pabba og var farin að hjálpa til á verkstæðinu, svo ég „..þeirhéldu ég vœri bara í hárgreiðslu eins og hinar” ákvað að skrifa undir samning við hann. Bóklegu fögin tók ég í Iðn- skólanum hér á Selfossi, ég er fyrsti húsgagnabólstrarinn sem útskrifast austan Fjalls. Strákarnir héldu lengi fram- an af, að ég væri bara í hár- greiðslu eins og hinar stelpurn- ar og fólki fannst ég vera stór- skrýtin að taka upp á þessu. En mér þykir starfið mikið spenn- andi.“ Sveinsstykki Guðbjargar var stóllinn á meðfylgjandi mynd. „Maðurinn minn, Sigurður Óli Guðbjörnsson, sem er húsa- smiður, smíðaði fyrir mig grindina... jú auðvitað væri gaman að geta farið saman út i húsgagnasmíði, en til slikra hluta þarf peninga,“ sagði hinn nýbakaði bólstrari að lokum. Það sakar ekki að geta þess, að Guðbjörg Katrín mun að sögn formanns prófnefndar, Gunnars Kristmundssonar, vera örugg með að hljóta fyrstu einkunn á sveinsprófinu. Tónlistarskóli í Njarðvíkum TÓNLISTARSKÓLI Njarðvíkur er í undirbúningi og hefur verið auglýst eftir umsóknum í stöðu skólastjóra. Tveir hafa sótt um, Guðjón Pálsson tónlistarkennari og organisti í Borgarfirði, og Sig- uróli Geirsson i Keflavík. Tónlist- arskóli hefur ekki áður verið starfræktur f Njarðvík og gera menn sér vonir um, að skólastofn- unin verði menningarleg lyfti- stöng fyrir byggðarlagið — að sögn séra Páls Þórðarsonar, fréttaritara Mbl. I Njarðvík. Páll sagði að ætlazt yrði til að skólinn hefði samvinnu við Tón- listarskóla Keflavíkur. Enn er ekki búið að auglýsa eftir um- sóknum um skólavist, en það verður gert um leið og ljóst er hver verður skólastjóri og starf- semin getur hafizt. Stefnt er að þvi að skólinn taki til starfa í haust. Séra Páll Þórðarson sagði að kirkjubygging í Njarðvík hefði gengið mjög'vel í sumar og væri það að þakka afburðaduglegum vinnuflokki, sem fengizt hefði til kirkjusmíðinnar. Stefnt er að því að kirkjan verði fokheld í haust eða snemma í vetur. Þá hafa hita- veituframkvæmdir gengið mjög vel og eru jafnvel á undan áætl- un. Er bjart yfir þvi máli að sögn Páls, en það hefur verið alllengi á döfinni. í fyrri viku varð umferðar- óhapp í Njarðvík, sem var afleið- ing allt of mikils hraðaksturs inn i byggðina. Er mikið rætt um það á meðal íbúanna að varzla verði aukin við þjóðveginn hér af þess- um sökum. Karl J. Bernstein flotaforingi sem nú er tekinn við starfi yfir- manns á Keflavfkurflugvelli. Yfirmannaskipti á Keflavíkurflugvelli YFIRMANNASKIPTI voru hjá varnarliðinu á Keflavikurflug- velli i gær og tók þá við yfir- mannsstarfi Karl J. Bernstein flotaforingi, en af störfum lét Harold G. Rich flotaforingi. HÉR má sjá gamla og nýja tímann fara saman á götu á Húsavík þar sem hesturinn er teymdur úr bíl. t baksýn er sjúkrahúsið og fyrir framan það eru hafnar framkvæmdir við grunn nýs eiliheimilis, sem tekin var fyrsta skóflustungan að á Iaugardag. Laxar fluttir úr Kollafirði austur í Gnjúpverjahrepp 1 SUMAR hefur verið gerð nýstár- leg tilraun I laxarækt hérlendis. Félagar i veiðifélaginu Ármönn- um hafa flutt lifandi nýgenginn lax úr laxeldisstöðinni í Kolla- firði austur i Gnúpverjahrepp, þar sem laxinum hefur verið sleppt i Kálfá, sem félagið hefur á leigu. Alls hafa verið fluttir þangað austur um 150 laxar og hafa félagsmenn þegar veitt um 50 þeirra aftur. Að sögn Bjarna Kristjánssonar rektors, félaga í Ármönnum, mun þetta fyrsta tilraun sinnar tegundar hér á landi og hefur hún gefizt mjög vel. Komið hefði í ljós að lítil vandkvæði eru á að flytja laxinn á milli og að hann tekur agn á nýjum stað en nú væri eftir að sjá hvort hann mundi hrygna á þessum slóðum einnig. Flutningunum verður haldið áfram til 20. september, en Arni ísaksson fiskifræðingur hefur umsjón með þeim. Að sögn Bjarna hafa Ármenn áform um að halda þessum flutningum áfram slðar, en þeir hafa haft Kálfá á leigu frá árinu 1973 og sleppt í hana töluverðu af laxi, en göngu- fiskur hefur ekki enn komið í ána. Sagði Bjarni að vonazt væri til að einhver fiskur gengi í ána nú í september. Ármenn hafa selt veiðidagana í Kálfá félagsmönn- um sínum fyrir 2500 krónur á dag, en í ánni eru tvær stangir á dag og má veiða fjóra laxa á hvora. Úrslit fyrstu umferðar SJÖUNDA Reykjavíkurskák- mótið hófst með setningaræðu Gunnars Thoroddsens iðnaðaráð- herra, en sfðan lék Birgir lsleifur Gunnarsson borgarstjóri fyrsta leikinn I skák Inga R. Jóhanns- sonar og Najdorfs. Úrslit fyrstu umferðar urðu sem hér segir: Tukmakov vann Gunnar Gunnarsson, Timman vann Westerinen, Najdorf vann Inga R., jafntefli gerðu: Friðrik Ólafs- son og Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson og Haukur Angantýsson, Matera og Antoshin. Skák Vuk- cewich og Guðmundar Sigurjóns- sonar fór í bið og sömuleiðis varð biðskák hjá Keene og Birni Þor- steinssyni. Báðar biðskákirnar eru tvísýnar. Önnur umferð verður tefld í dag og hefst í Hagaskólanum klukkan 17.30. Avísunum stolið á Raufarhöfn FARIÐ var inn á skrifstofur út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækis- ins Jökuls á Raufarhöfn um helg- ina og stolið þaðan þremur óút- fylltum en undirskrifuðum ávfsanaeyðublöðum og einni út- fylltri ávísun, sem stíluð var á póstaafgreiðsluna á Raufarhöfn. Nemur upphæð þeirrar ávísunar 460 þúsund krónum. Öll ávfsana- eyðublöðin sem tekin voru eru frá útibúi Landsbanka tslands á Akureyri og undirrituð af skrif- stofustjóra Jökuls. Númer þess- ara ávísana eru: 848481, 848482 og 848483 á hinum óútfylltu, en 848477 á þeirri útfylltu. Skv. upplýsingum lögreglunnar á Raufarhöfn hefur verið farið Nýr blóð- söfnunar- bíll RKÍ RAUÐI kross tslands hefur ný- lega fengið nýjan blóðsöfnunar- bfl og í gær var þessi bfll I Hval- firði, þar sem starfsmönnum Hvals h.f. var tekið blóð. Þessi bíll er að gerðinni GMC og getur tekið 8 manns í sæti. t honum er ekki eins fyrirferðarmikill kæli- Framhald á bls. 27 Tónleikar í Norræna húsinu t KVÖLD verða tónleikar í Norræna húsinu og hefjast þeir klukkan 20.30. Þar flytja Hafliði Hallgrfmsson, Halldór Haralds- son, Helga Ingólfsdóttir, Manuela Wiesler, Páll Gröndal, Ruth Magnússon og Snorri Birgisson tónverk eftir Bach og H. Hallgrfmsson. Hér er um sömu tónleikaskrá að ræða og flutt var síðastliðinn sunnudag í Norræna húsinu. inn í skrifstofur Jökuls á tima- bilinu frá föstudagskvöldi til mánudagsmorguns og í hirzlur fyrirtækisins. Engar skemmdir voru unnar, en vegsummerki gefa til kynna að sá sem þar var á ferð hafi verið kunnugur á skrifstof- unni. Unnið er af fullum krafti að uppljóstrun málsins á vegum lögreglunnar á Raufarhöfn. Hrafn Braga- son skipaður umboðsdómari í ávísanamálinu dömsmalaraðuneytið skipaði f fær Hrafn Bragason borgar dómara umboðsdómara til að fara með rannsókn ávfsana- málsins svonefnda, en sem kunnugt er hefur að undanförnu staðið yfir frumrannsókn út af umfangsmikilli notkun á inn- stæðulausum tékkum og Seðla- bankinn hefur m.a. skilað til yfir- sakadómarans f Reykjavfk skýrslu um þetta efni. Vegna mikils málaálags við sakadómaraembættið fór yfir- sakadómari þess á leit við ráðu- Framhald á bls. 27 Hrafn Bragason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.