Morgunblaðið - 25.08.1976, Síða 3

Morgunblaðið - 25.08.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. AGÚST 1976 3 7. Reykjavíkurskákmótið hófst í gær: Hér stinga saman nefjum, rétt fyrir setningu mótsins, (talið frá vinstri) Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands íslands, Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra, GuSmundur Arnlaugsson rektor, aðaldómari mótsins, Sonja Bachman borgarstjórafrú og Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri. Það fer vel á með þeim Guðmundi Sigurjónssyni (t.v.) Vladimir Tukmakov, Sovétríkjun- um, Raymond Keene, Bretlandi, og Jan Timmán, Hollandi (t.h.) á þessu augnabliki, en allir vita þeir að I keppninni gildir engin samúð með mótherjanum. Matvæli og neyzluvenjur ofarlega á baugi EINS og fram hefur komið í fréttum var haldið hér á landi Norrænt húsmæðraþing dagana 20.—23. ágúst. Á þinginu var Sigríður Thorlacius kjörin forseti Húsmæðrasambands Norðurlanda og mun hún gegna starfinu næstu f jögur ár. Af þessu tilefni hitti blm. Mbl. Sigríði að máli og ræddi við hana um þingið og starf hennar sem formaður sambandsins. „Húsmæðrasamband Norðurlanda er myndað af húsmæðrafélögum á Norður- löndum,“ sagði Sigríður. „Sam- bandið var stofnað árið 1919 og strax í upphafi var vilji fyrir því að fá Island í hópinn, en af ýmsum ástæðum varð ekkert úr því fyrr en 1950. Hér á Islandi munum við leggja áherzlu á nauðsyn þess að gerð veri opinber, vísinda- leg rannsókn á manneldi, en slíkar rannsóknir eru lang- þróaðar annarsstaðar á Norðurlöndum. Okkur finnst ekki rétt að það hafi forgang að finna á vísindalegan hátt hvernig eigi að ala pútur eða sauðfé, en því enginn gaumur gefinn hvernig eigi að ala mannfólkið. Það er ljóst að ef fyrir liggur vísindaleg rann- sókn á því hvað hollast sé að leggja sér til munns, er mun auðveldara að halda uppi fræðslu og áróðri bæði fyrir breyttu mataræði og bættum framleiðsluháttum. Húsmæður hafa ákaflega miklu hlutverki að gegna í þessu sambandi eins og fram kom i erindi Björns Dagbjarts- sonar á ráðstefnunni sem hann nefndi „Hver verður mettur í dag?“ Við höfum oft áður gert ályktanir um þessi mál, en ekkert hefur gerzt og við verðum að halda því áfram. Rætt við Sigríði Thorlacius ný- kjörinn formann Húsmæðra- sambands Norðurlanda Þessi þing eru yfirleitt ekki hugsuð sem aðili til að fram- kvæma, heldur til að ræða ákveðin málefni og búa þau til kynningar fyrir viðkomandi aðila. Frá upphafi var litið á það sem stóran þátt í starfi sambandsins að auka kynni milli einstaklinga og þjóða og standa saman að góðum málefnum. Við höfum rætt ýmis marg- þætt málefni og gert ýmsar samþykktir og nú á seinni ár- um hefur okkur þótt eðlilegra að beina ályktunum okkar til Norðurlandaráðs frekar en til ríkisstjórna viðkomandi landa. Umnæðuefnið á þessum fundi var „Norðurlönd og um- heimurinn, matvælaauðlindir og mataræði" og voru flutt erindi um þessi mál og vanda- málin rædd vitt og breitt." Nú ert þú orðinn formaður sambandsins. Er eitthvert sér- stakt málefni sem þú ætlar að beita þér sérstaklega fyrir? „Því er aldrei slegið föstu fyrirfram að hverju verður unnið, heldur eru tekin upp þau verkefni, sem okkur virðast mest aðkallandi hverju sinni. En í framhaldi af því, sem rætt var um á þessu þingi, munum við leggja mikla áherzlu á að vinna að því að vernda og viðhalda matvæla- auðlindum heimsins og gera fólki grein fyrir mikilvægi þess að tileinka sér rétt matar- æði. Þetta eru stór verkefni og það liggur í hlutarins eðli að alþjóðlegt' samstarf verður aukið, hvort sem um er að ræða húsmæður eða aðra ein- staklinga. Á ráðstefnunni var þessum hugmyndum fylgt eftir, því all- ar máltíðirnar, sem pantaðar voru á hótelinu, voru fiskmál- tíðir utan fyrstu máltíðina. Ég hafði gaman af þvi, að þegar ég ræddi við hótelstjórann um ráðstefnuna, sagði hann: „Já, það er þessi ráðstefna sem á að svelta." Ég held að það sé óhætt að segja að ráðstefnan hafi tekizt ákaflega vel og meðal fulltrú- anna ríkti almenn ánægja. Ég vil taka það fram að ekkert af þessu hefði tekizt nema vegna fórnfúsra kvenna, sem lögðu á sig feikilega vinnu og Hús- mæðrafélag Islands er ákaf- lega þakklátt þeim húsfreyjum í Reykjavík, sem buðu öllum fulltrúunum á einkaheimili eina kvöldstund og einnig hér- aðssamböndum utan Reykja- víkur, sem tóku á móti gestun- um af miklum raunsarskap." I þinglok var samþykkt ályktun, þar sem öll landssam- bönd og félagar Húsmæðra- sambands Norðurlanda voru hvattir til að vinna að því: 1) að vernda og viðhalda matvælaauðlindum ianda sinna, 2) að móta mataræði sitt og neyzluvenjur f sam- ræmi við matvælaauðlindir jarðarinnar og matarþörf mannkynsins. 3) Ennfremur leggur ráðstefnan til að lands- samböndin sendi rfkisstjórn- um sfnum tilmæli um að að- stoð við þróunarlöndin beinist fyrst og fremst að: a) öflun vatns og áburðar, b) kennslu f skipulagningu fjölskyldu- stærðar, c) frummenntun f skólum. SJÖUNDA Reykjavfkurskák- mótið hófst f Hagaskóla f gær með þvf að Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjóri lák fyrsta leik Inga R. Jóhannsson- ar f skák hans gegn Argentfnu- manninum Miguel Najdorf. Að þvf búnu hófust aðrar skákir en alls taka 16 skákmenn þátt f mótinu, þar af 8 erlendir. Keppni hófst eftir stutta setningarathöfn en mótið var sett af Gunnari Thoroddsen félagsmálaráðherra I forföllum Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaráðherra, sem veiktist á síðustu stundu. Ráð- herra gat í setningarávarpi sínu að skák væri bæði list og vísindi, leikur og alvara. Sagði hann einnig að hún krefðist af iðkendum mikils hugmyndar- flugs og mikils andlegs og likamlegs styrks. í ávarpi Jóns G. Briem vara- formanns Taflfélags Reykja- víkur við setningarathöfnina kom fram, að kostnaður við þetta mót mun nema um 5 milljónum króna. S:gði hann að það væri mikið verk fyrir svo lítið félag að ráðast í að halda slíkt mót sem þetta, og að þar hefðu margir lagt hönd á plóginn. Félagsmenn TR eru um 500 þar af um 200 ungling- ar, og sagði Jón að sumir þeirra hefðu jafnvel varið sumarfríi sínu í undirbúning mótsins. Dregið var um töfluröð kepp- enda á Hótel Holti nokkrum klst. fyrir keppnina. Það sem merkast gerðist þar var að Friðrik Ölafsson dró töluna 13, en ekki var að sjá að Friðrik teldi það ólánsmerki því hann henti gaman að. I ávarpi aðal- dómara mótsins, Guðmundar Arnlaugssonar við þetta tæki- færi kom fram að mótið væri I svonefndum 9. styrkleikaflokki sem þýddi að keppendur þyrftu 10 vinninga til að hljóta stór- Friðrik hlaut töluna 13 þegar dregið var um töfluröð keppenda meistaratitil og 7'A vinning til að hljóta titil alþjóðameistara. í þvi sambandi vildi hann benda mönnum á að þetta mót væri sérstaklega athyglisvert að því leyti til að meðal keppenda væru nokkrir sem hefðu þegar hlotið hálfan titil og ættu því möguleika á að öðlast titil að fullu með góðri frammistöðu á þessu móti. Hér er um að ræða Bretann Raymond Keene, sem hlotið hefur hálfan stór- meistaratitil, Bandaríkjamann- in Salvatore Matera, sem hlotið hefur hálfan alþjóðameistara- titil, og loks Helga Ólafsson, hinn tvituga Reykvíking, sem í síðasta mánuði krækti sér í hálfan titil alþjóðameistara með góðri frammistöðu á sterku skákmóti í Bandaríkjun- um. Þá er meðal keppenda Bandaríkjamaðurinn Milan Vukcevich sem hefur mjög háa svokallaða ELO-tölu, en hefur ekki hlotið nafnbót ennþá og á því möguleika á að krækja sér i titil hér, að sögn forráðamanna mótsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.