Morgunblaðið - 25.08.1976, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.08.1976, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST 1976 „íheuskap verður allt að vera pottþétt” Á BÆNUM Eystrahrauni í Landbroti er rekinn mikill kúa- búskapur. Bóndinn á Eystrahrauni er Guðmundur Guðjóns- son og kona hans er Katrín Þórarinsdóttir. Blm. Morgun- blaðsins var þarna á ferðinni í síðustu viku og ræddi þá við Guðmund um búskapinn og ýmislegt, er að honum lýtur. Á Eystrahauni er nýlegt fjós og hlaða. Fremst á myndinni er heyvagninn, sem sagt er frð I greininni. — Svo að við byrjum á byrjuninni, Guðmundur, ertu fæddur hér í Skaftafells- sýslu? „Já, ég er fæddur og upp- alinn hérna í næstu sveit, Meðallandinu Ég byrjaði svo búskap árið 1 950 og keypti þá þessa jörð hér í Landbroti Þegar ég kom hingað fyrst var hér bara torfkofi, sem tvær beljur komust í og gam- alt íbúðarhús Ég byrjaði svo á nýju ibúðarhúsi 1953 og var síðan alltaf að byggja eitthvað, útihús og annað, fram til 1 960. Þá tók ég mér smáfrí frá byggingum, en byrjaði svo aftur 1 966 á nýju fjósi og hlöðu." Það er greinilegt að Guð- mundur hefur verið fram- sýnn þegar hann fór út í þessar byggingaframkvæmd- ir. Þarna er nú rúmgott fjár- hús og hlaða, nýtt og full- komíð fjós með sambyggðri hlöðu og auk þess nýleg vélageymsla og verkstæði Blm. Morgunblaðsins spurði Guðmund næst hversu stór búskapurinn væri. „Ég er með blandaðan bú- skap," sagði Guðmundur „Ég á um 1 20 kindur og eru þetta allt ágætis rollur, flestar tvilembdar Auk þess er ég með mjólkurframleiðslu og er með um 30 mjólkandi kýr og nokkur geldneyti til viðbót- ar " Nú var farið að nálgast mjaltir og meðan við biðum eftir að kýrnar lölluðu heím í hægðum sínum ræddum við Guðmundur um heyskapinn og veðurfarið í sumar. „Sumarið hefur nú verið heldur vætusamt," sagði Guðmundur. „Þó hefur hey- skapurinn hjá mér gengið nokkuð þokkanlega og held ég að flestir bændur hér um slóðir séu langt komnir og sumir búnir. Ég held að þetta sumar geti talizt alveg í meðallagi hvað heyskap snertir. Það var ágæt spretta og hér var yfirleitt byrjað að slá um mánaðarmótin júní/júlí. Ég sló kririgum 50 ha. tún og náði mest öllu inn 15—20 júli. En þessa daga var heldur ekki sofið nema 4-—5 klukkutíma á sólar- hring þvi heyskapurinn gengur náttúrulega fyrir öllu öðru meðan á honum stend- ur. Það sem réð úrslitum að ég náði heyjunum inn á svona skömmum tíma var að við þurftum ekki að þurrka svo mikið, því við höfum mjög öfluga súgþurrkun Við höfum 3 dráttarvélar og því getum við alltaf misst eina i að knýja súgþurrkunina. Það sem eftir er af heyi hjá mér skiptir allavega ekki orðið máli, þannig að ekki er hægt að segja annað en ég sé nokkuð hress yfir heyskapn- um." — Ég sé að þú bindur allt heyið í bagga „Já, þetta er fimmta sum- arið sem ég bind, en ég var með þeim fyrstu hér í sveit- inni, sem fékk mér heybindi- vél. Nú er þetta orðið mjög algengt, enda fylgir þessu mikil vinnuhagræðing. Það er afskaplega fljótlegt að ná heyinu saman og binda, en vélin bindur þetta frá Guðmundur stendur hér við brúna. sem hann er aS smfða til að auðvelda samgöngur um búlandið. Kýmar fylgjast bezt með þvl sjálfar, þegar mjaltir nálgast og lötra þá Guðmundur sagði að nú þyrfti að fara að framleiða hentugar regnkápur fyri með góðu móti út I rigninguna, sem slfellt hrjáir Sunnlendinga. 1 1.000 bagga, þannig að ég 400—600 bagga á klst. Hins vegar er nokkuð tima- frekt að stafla bögglunum í hlöðuna til að það rúmist sem bezt. En hagræðingin, sem þessu f ylgir, kemur náttúrulega fyrst og fremst fram við gegningar á vet- urna. Það er geysilegur vinnusparnaður að hafa hey- ið svona bundið miðað við að hafa það laust i hlöðunni." — Hefurðu athugað hversu marga bagga þú þarft yfir veturinn? „í fyrra var ég með 7000 bagga, en var ekki nóg, svo ég varð að fækka gripunum. En eins og gripirnir eru í vetur mundu 8000 baggar nægja, en hins vegar er ég nú þegar kominn með er vel birgur af heyjum " Fyrir utan hlöðuna rak blm. augun i allóvenjulegan heyvagn og spurði Guðmund hvort þetta væri ný gerð af heyvögnum. „Ja, það má eignlega segja það," sagði hann. „Ég smíðaði þennan vagn nú sjálfur eftir að ég fékk mér heybindivélina. Hann er sér- stæður að þvi leyti að þilið er i miðjunni, en engar grindur utan með. Heyböggunum er siðan raðað báðum megin á vagninn þannig að þeir hall- ast að þilinu i miðjunni." Nú voru blessaðar kýrnar komnar ( hlaðið og þá var ekki um annað að ræða en hætta öllu tali um heyskap I hægðum sfnum heim að fjósinu. r kýmar, til að hægt sé að setja þær og heyvagna og hleypa belj- unum á básana, því þær taka biðinni ekki með þegjandi þögninni. Blm. Morgunblaðsins slóst í för með Guðmundi út í fjós og meðan hann undirbjó mjaltir bundu krakkarnir kýrnar og gáfu kálfunum, en sú yngsta gekk á milli bás- anna og spjallaði við vinkon- ur sinar, beljurnar. Blm bjóst við að sjá brúsa- raðir f fjósinu, en Guðmund- ur sagði að það væri liðin tíð, a.m.k. þegar væri komið yfir 20 kýr í fjósi. Nú rennur mjólkin eftir pípum beint úr spenum kúnna og í stóran mjólkurtank. Síðan er mjólk- inni dælt i mjólkurbíla, sem flytja hana til vinnslu til Sel- foss „Fyrst eftir að ég hóf bú- skap, var ég bara með mjólk til heimilisins," sagði Guð- mundur. „Mjólkursala hér hófst ekki fyrr en eftir 1 960 en vegna erfiðra samgangna var það bara ( 3 mánuði á sumrin. Það var geysilegur munur þegar tankarnir komu I fjósið og brúsarnir voru lagðir niður. Rafmagnið frá samveitunni kom hingað haustið '71 og þá fyrst var farið að undirbúa að koma tönkum hingað Áður þurfti að fara með brúsana i veg fyrir mjólkurbílinn og helzt á ákveðnum tima, þvi vont var að láta mjólkina standa lengi, sérstaklega á sumrin. Nú koma hingað hins vegar tankbílar frá Mjólkurbúinu þrisvar í viku og taka mjólk- ina.” Bærinn Eystrahraun ber nafn með rentu, þvi hraun, sem runnið hefur fyrir mörg- um öldum, teygir anga sína víða inn á land Eystrahrauns. Landið er allvíðáttumikið, en viða nokkuð vott, en Guð- mundur er um þessar mundir að þurrka upp um 50 ha. lands og aðspurður sagði hann að það væri fyrst og fremst til að fá betri beit handa fénu. Hins vegar gæti vel komið til greina að hann tæki þetta land undir tún og fjölgaði þá viðsig gripum. Það eru fleiri framkvæmdir í fullum gangi að Eystra- hrauni, því blm. Mbl. rak augun f að verið er að brúa læk, sem rennur um búlandi. „Já, þetta er nokkurs kon- ar samgöngubót til að auð- velda umferð um landið" sagði Guðmundur er hann var spurður um brúna. Hingað til höfum við alltaf þurft að göslast yfir lækinn og hefur það oft verið heldur óþægilegt. Það, að ég skyldi fara út í þessa brúargerð, atvikaðist svo þannig, að við vorum tveir, sem fengum gamla brú af Brunná í Fljóts- hverfi, sem var 23 m löng. Félagi minn fékk svo miðjuna, en ég fékk báða endana og sauð þá saman, þannig að úr var 13 m löng brú. Ég lét siðan vörubilsöxul undir brúna og dró hana á staðinn og hef ég trú á að brúin verði til mikillar hag- ræðingar fyrir okkur." — Nú ertu þú búinn að ná mestöllum heyjum inn. Er eitthvað sérstakt, sem tekur þá við hjá þér, fyrir utan venjuleg bústörf? „Já, maður er alltaf að stússast í einhverju. Ég hef nú hugsað mér að reyna að koma upp kartöflugeymslu hérna Það er slæmt að vera með kartöflurækt en enga Framhald á bls. 25 Morgunblaðið í heimsókn á Eystrahrauni í Landbroti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.