Morgunblaðið - 25.08.1976, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.08.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST 1976 13 Einar Ágústsson og Lubomir Strougal Einar og Strougal ræða aukin samskipti Is- lands og Tékkóslóvakíu Prag — 24. ágúst — Reuter EINAR Ágústsson utanríkisráð- herra, sem nú er í opinberri heimsókn f Tékkósióvakfu, átti f dag fund með Lubomir Strougal forsætisráðherra. Að sögn hinnar opinberu fréttastofu, Ceteka, ræddu ráðherrarnir um viðskipti og menningarfeg tengsl rfkjanna. Strougal sagði að fundinum loknum, að Tékkar og Slóvakar hefðu áhuga á þvi að auka við- skipti við íslendinga, en Einar tjáði honum, að heimsókn hans til Tékkóslóvakíu yrði til þess að auka samskipti ríkjanna á sviði stjórnmála, menningarmála og efnahagsmála. Síðdegis flaug Einar Ágústson til Bratislövu, þar sem hann hittir Peter Colotka forsætisráðherra Slóvakíu að máli. Á morgun fer Einar áleiðis til Búdapest, þar sem opinber heim- sókn hans hefst á föstudagsmorg- un. Pólverjar bjóða Dönum að fylgjast með heræfingum Kaupmannahöfn —24. ágúst — Reuter PÓLVERJAR hafa boðið Dönum að senda fulltrúa til að fylgjast með heræfingum Varsjárbanda- lagsins, sem fram eiga að fara f Póllandi f næsta mánuði, að því er danska varnarmálaráðuneytið skýrði frá í dag. Ekki hefur full- trúum annarra Átlantshafsbanda- lagsríkja verið boðið að fylgjast með æfingunum enn sem komið er. Á síðasta ári sendu Norðmenn og Tyrkir menn til að fylgjast með heræfingum á áhrifasvæði Sovétríkjanna, en í Helsinki- yfirlýsingunni eru ákvæði um, að NATO-ríkin og austantjaldsríkin skiptist á um að fylgjast með her- æfingum hver annars. Enn er ekki vitað hvort Danir þekkjast boð þetta, en fyrr á ár- inu lýsti danska stjórnin áhyggj- um sírium vegna aukinna umsvifa flota Varsjárbandalagsins á Eystrasalti, einkum í námunda við Borgundarhólm, sem er um 80 kílómetra norður af strönd Pól- lands. Gaddafhi sagður standa á bak við flugránið Trípóli. Líbíu — Kaíró — 24. ágúst — Reuter ENN versnaði sambúð Egypta og Líbíumanna í dag, og ganga nú brigzlyrð- in á víxl vegna hins mis- heppnaða flugráns þríggja skæruliða í Egyptalandi í gær. Egyptar segja flug- ræningjana hafa viður- kennt að hafa rænt vélinni að undirlagi Gaddafhi hershöfðingja í Líbíu, en stjórn Lfbfu sakar Egypta um að hafa sett flugránið á svið til þess eins að geta kennt Lfbfumönnum um verknaðinn. Mamdouh Salem, forsætisráð- herra Egyptalands, stjórnaði sjálfur áhlaupi hermanna á flug- vélina, og sagði hann að farþeg- arnir, sem voru 96 að tölu, svo og sex manna áhöfn vélarinnar, hafi allir sloppið ómeiddir. Sagði for- sætisráðherrann í dag, að tveir flugræningjanna hafi verið Palestinuarabar, en sá þriðji egypzkur námsmaður. Hafi þeir viðurkennt að Gaddafhi hafi heit- ið þeim andvirði 33 milljóna ís- lenzkra króna fyrir að færa sér flugvélina ásamt gíslunum til Tripólí í Lfbíu. Maður hafi samband við frétta- stofu Reuters í Kuwait í kvöld og sagði, að hreyfing, sem hann nefndi „Byltingarhreyfingu Palestínumanna“ hefði staðið á bak við flugránið. Sagði hann, að hér væri um að ræða aðgerð, sem ætlað væri að sanna að Palestínu- menn væru ekki af baki dottnir þrátt fyrir ófarirnar í Líbanon að undanförnu, og mætti búast við svipuðum aðgerðum í framhaldi af þessari. í aðalstöðvum PLO i Beirút var flugránið fordæmt, var þvi bætt við, að hér væri Palestína bendl- uð við mál, sem PLO kæmi ekkert við. VOPNIN KVÖDD — Þeir hafa nú lagt niður vopn mennirnir sem kepptu um útnefningu repúblikana á forsetaefni flokksins, Ronald Reagan, fyrrum ríkisstjóri, og Gerald Ford forseti. Myndin er tekin er þeir tilkynntu að þeir hygðust sameinast í baráttu fyrir sigri repúblikana. r N ■ ■■ 1 \f/ ERLENT Sveinn Benediktsson: Markaðsfréttir SVEINN Benediktsson skrifar markaðsfréttir I ný- útkomið dreifibréf Félags fsl. fiskmjölsframleiðenda og segir þar: Hinir eindæma þurrkar á meginlandi Vestur-Evrópu og í Bretlandi hafa haft mikil og skaðvænleg áhrif á landbúnað í þessum löndum. Víða er sviðin jörð. Ferðamenn sem komu frá London í gær segja, að hinir miklu skemmtigarðar þar í mið- borginni, Hyde Park og Green- Park, séu svo illa farnir, að þeir séu bókstaflega sviðnir niður í rót og ekki eitt einasta sting- andi grænt strá þar að sjá. Þá er Thamesáin mjög vatnslítil, nema þar sem gætir sjávarfalla. Sama er að segja þar um aðrar stórár. Margar tjarnir, ár og lækir hafa þornað og vatnati.sk- ur drepizt unnvörpum, þar á meðal eldisfiskar. Af þessum sökum hafa bænd- ur í þessum löndum neyðzt til þess að farga miklum hluta af búfénaði sínum. Þetta neyðarástand eykur framboð á kjöti, einkum nauta-, svina- og kindakjöti, en rýrir að sama skapi sölu á kjúklingum, sem eru aðalkjötmeti almenn- ings erlendis, víðast hvar. Þar eð fiskmjöl þykir ómiss- andi til íblöndunar í kjúklinga- fóður, þýðir minnkandi neyzla kjúklinga minni notkun fisk- mjöls. Miklar verðsveiflur á soja- baunum, sojabaunamjöli, maís, korni, sojabaunaolíu, pálmolíu, lýsi og á hvers konar mat- og fóðurvörum hafa verið undan- farnar vikur í Bandarikjunum. Gætir þar vaxandi áhrifa frá Vörumarkaðnum í Chicago, sem sýnist hafa svo mikil áhrif vestra á vöruverð, að þeirra gætir þar strax og síðan um heim allan, þó mismunandi fljótt eða mikið í hinum ýmsu löndum, eftir ástæðum. Framleiðsla og eftirspurn ráða mestu um verðlagið, en stjórnmálaástandið hjá stór- þjóðunum hefur einnig mikil áhrif og stundum úrslitaáhrif á verðlagið. Þá hefur spákaup- mennska einnig mikil áhrif á markaðsverðið. Veðurfar á kornræktarsvæðum Bandaríkj- anna virðist nú hafa úrslita- áhrif um verðlag/næstu mán- uði. Úr tímaritinu „Oil World” Heimsframleiðslan, útflutn- ingur og neyzla á fiskmjöli hef- ur farið minnkandi að undan- förnu og stafar það af því, að verð á fiskmjöli er svo hátt, að það er ekki samkeppnisfært, að því er segir i nýútkomnu hefti af timaritinu „Oil World“ No. 33/XIX — 20. ágúst 1976. Lauslega þýtt: „í kjölfar bata síðustu tvær vertíðir er búizt við, að fram- leiðslan minnki um nærri 100.000 tonn á tímabilinu frá okt/sept. 75/76. Vegna minni birgða lækka heildarbirgðirnar jafnvel um 150.000 tonn. Talið er að neyzlan í heimin- um muni minnka um það bil um 90.000 tonn eða 2.1%, en frá löndum, sem eru utan við samtök sjö aðal útflutnings- landanna á fiskmjöli (FEO), er rýrnunin talin 170.000 tonn eða 4%. Talið er sennilegt að sam- drátturinn verði jafnvel enn meiri I Vestur-Evrópu og á svæðum, þar sem markaður er frjáls, vegna lélegrar sam- keppnisaðstöðu hins dýra fisk- mjöls. Af sömu ástæðu seljast ekki allar þær birgðir af fisk- mjöli, sem til eru í Perú og fleiri löndum. Engu að síður er búizt við, að birgðir af fiskmjöli í 7 helztu útflutningslöndunum verði hinn 1. okt. 1976 440.000 tonn eða um 30.000 tonnum minni en í fyrra. Er þá reiknað með þvi, að hin nýja vertíð í Perú hef jist ekki fyrr eh 1. okt. Búizt er við hliðstæðum samdrætti í fiskr mjölsframleiðslunni annars staðar i heiminum." Svo sem fram kemur af skýrslum viðskiptaráðuneytis- ins yfir veitt útflutningsleyfi á þorskmjöli (fiskmjöli), karfa- mjöli, spærlingsmjöli og loðnu- mjöli og loðnulýsi hefur orðið mikil verðhækkun á þessum af- urðum að undanförnu. Verðið á öllu fiskmjöli hefur þó verið háð miklum sveiflum og reyndar einnig á lýsinu. Siðustu vikurnar hefur sala á fiskmjöli stöðvazt að mestu m.a. vegna ótta helztu fóðurblönd- unarstöðva við að gera mikil kaup á fiskmjöli fyrr en þær hafa tryggt sér endursölu, sökum þess að flestir kaup- endur vilja aðeins gera kaup frá degi til dags, til þess að vera lausir við hugsanlegt verðfall. Talið er, að uppskera á hvers konar korni i Sovétríkjunum muni á þessu ári fara yfir 200 milljónir tonna. Uppskeran er þó á nokkrum landsvæðum á eftir áætlun. Miklar rigningar hafa tafið annir við uppsker- una. Sjómannafélögin í Banda- rikjunum telja, að Sovétríkin hafi ekki flutt eins mikinn hluta af því korni, sem þau hafa fest kaup á í Norður- Ameriku, með bandariskum skipum og um var samið og hafa þess vegna hótað að stöðva afgreiðslu á vörum, sem þangað eiga að fara. Ekki er séð fyrir endann á þessari togstreitu. 23. ágúst 1976. s iii i < t ili. ') f fMLl! ! II tmniii

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.