Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1976 radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar óskast keypt Jarðeigendur Suðurlandi Lítil jörð óskast til kaups. Húsakostur ekki nauðsynlegur. Skipti á 5 herb. íbúð koma vel til greina. Tilboð sendist fyrir 1 . sept. til Mbl. merkt: J-6423. nauöungaruppboö Nauðungaruppboð. Eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavik, Gjald- heimtunnar, skiptaréttar Reykjavíkur, ýmissa lögmanna, banka og stofnana, fer fram opinbert uppboð í uppboðssal Tollstjóra í Tollhúsinu við Tryggvagötu fimmtudag 26. ágúst 1976 kl. 1 7.00. Selt verður eftir kröfu tollstjórans ýmsar ótollafgreiddar vörur o.fl. Eftir kröfu skiptaréttar og ýmissa lögmanna og banka, heimilistæki, skrifstofuáhöld, sjónvörp, hljómplötur og tæki, húsgögn og margt fleira. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavík. Hjartans þakkir til allra þeirra sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á áttatíu ára afmæli mínu 1 8. ágúst sl. Guð blessi ykkur öll, Lára Jóhannesdóttir, Fremri Fitjum. húsnæöi óskast Keflavík — Suðurnes Reglusöm hjón óska að taka strax á leigu 3ja—4ra herb. íbúð í 2 — 3 ár. Upplýs- ingar á skrifstofu Aðventista, í síma 13899. húsnæöi i boöi Iðnaðar— Verzlunarhúsnæði Til leigu 420 fm húsnæði við Smiðjuveg, Kópavogi. Uppl. í síma 1 7244. Hef opnað tannlækningastofu í Glerárgötu 20, Akureyri. Viðtalsbeiðnum veitt móttaka kl. 9—12 f.h. í síma 19749. Teitur Jónsson, tannlæknir. ÁRNIJÓHANNS- SON — MINNING Það kemur oft fyrir að við heyr- um eða fáum tilkynningu um and- lát vina og ættingja. Þá flykkjast minningar upp í huga, ljúfar og tregabundnar, að sjá á bak æsku- vini, frænda — já, uppeldisbróð- ur. Svo varð er mér var sagt and- lát Árna Jóhannssonar. Ömmur okkar voru systur. Hann var fæddur 8. október 1897 að Gásum við Eyjafjörð, var Eyfirðingur og Skagfirðingur að ætt. Hann ólst upp frá barnsaldri hjá foreldrum mínum, þar til hann var fulltíða maður og gerðist bókhaldari og verzlunarmaður við hinar Sam- einuðu verzlanir á Hofsósi 1919. Öil okkar uppvaxtarár í Bæ var hér fjölmennt unglingalið og minnist ég 7 er ólumst hér upp samtímis. Er því ekki að undra þó að hugur minn leiti nú til þessara liðnu stunda. Ég lít yfir nokkur bréf frá Árna, hina glæsilegu rithönd hans, skemmtilega skrifaða með ívafi hugsana í bundnu máli, því að maðurinn var stórvel greindur og hagmæltur í betra lagi þó að hann bæri það ekki á hvers manns borð. Hann var aðeins 5 árum eldri en ég og hafði ekki notið mikillar menntunar, en þó lét faðir minn hann kenna okkur yngri börnunum. Eg sé í bréfum hans hve hugur hefir verið bundinn æskustöðv- um. Hlýhugurinn okkar á milli var hjá báðum heill og rofnaði aldrei, þó að árin gerðu samfundi ekki eins marga og við hefðum óskað. En í hugum okkar beggja var hið einlæga bræðraþel. Árni var tvígiftur og svo vildi til að báðar konur hans voru æskuvinkonur mínar og mér því hugljúfar, og því heimilin mér alltaf opin til dvalar. Fyrri kona hans var Guðrún Erlendsdóttir, Pálssonar verzlun- arstjóra Gránufélagsverzlunar á Grafarósi og Hofsósi. Hún var af vinafólki foreldra minna komin, og var ég vitanlega heimagangur í litla húsinu Árna og Guðrúnar á Hofsósi. Þaðan á ég margar ógleymanlegar minningar. 27. september 1927 flytjast þau alfarin til Siglufjarðar, en Arni varð fyrsti framkvæmdarstjóri Kjötbúðar Siglufjarðar 1930. 23. október 1929 eignuðust þau einkasoninn Ólaf Hauk, sem er nú áfengisvarnarráðunautur ríkis- ins. 1938 andaðist Guðrún og var jarðsungin 22. apríl það ár. í Siglufirði starfaði hann fyrst I 19 ár að verzlunar- og skrifstofu- störfum, en 1945 fluttist hann til Sauðárkróks og stofnaði þar með Sigurði Sigfússyni, mági sínum, verzlunar- og iðnfyrirtæki. Ráku þeir það saman í 5 ár en slitu þá félagsskap. Var þá aftur flutzt til Siglufjarðar 1950 og frá júníbyrj- un 1951 var hann starfsmaður og lengst af gjaldkeri bæjarfógeta í Siglufirði eða þar til heilsa og aldur gerðu honum ókleif störf. Árni kvæntist í annað sinni 1939 Ingibjörgu Sigfúsdóttur Hanssonar, siðast bónda í Gröf á Höfðaströnd. Eignuðust þau tvö börn, Gunnar sálfræðing, búsett- an í Reykjavík, og Önnu Sigríði, kennara I Reykjavik. Frá fyrra hjónabandi Ingibjargar eru 2syn- ir, Agnar, skipstjóri á Sauðár- króki, og Sverrir, rafveitustjóri í Siglufirði. Voru þeir báðir Árna mjög hugþekkir, og lét hann sér ekki siður annt um þeirra hag en sinna barna. Eins og áður segir var Árni gáfaður og mjög fær í starfi, vel látinn af öllum, vinmargur og vin- fastur, eins og góðum dreng er eiginlegt. Hann var mikill félags- málamaður, einn stofnandi Ung- mennafélags Höfðstrendinga á Hofsósi og söngfélagsins Þrastar. Einnig var hann í karlakórnum Vísi er til Siglufjarðar kom. Að leikfélagsmálum starfaði Árni mikið og félagi Rótaríklúbba í Siglufirði og Sauðárkróki, þar sem hann var einn stofnandi. Árni sagði mér eitt sinn á efri árum, að hjónabönd sin hefðu bæði verið hamingjusöm eins og bezt yrði á kosið og börnin öll sérstaklega efnileg og svo mun reyndin vera. Þegar heilsa er þrotin er gott að hverfa héðan með hlýhuga og vináttu allra að baki. Björn I Bæ. Minning: Rannveig Guðmunds- dóttir frá Sveinseyri Haraldur Níels Magnússon - Kveðja Rannveig hefði átt afmæli í dag og orðið 68 ára. Mig langar til að minnast hennar með örfáum lin- um, því við áttum samleið I yfir 30 ár. Hún kom til mín hljóð og prúð og bað um vinnu. Hún var þá nýkomin af Hælinu og þurfti að fá létta vinnu, enda gekk hún þá ennþá i blásningu, svo sem það var kallað. Það þurfti ekki að horfa lengi á þessa stúlku til þess að sjá, að þar fór íslensk aðals- kona í orðsins bestu merkingu og þannig reyndist hún mér, stúlk- unum sem unnu með henni, og áreiðanlega öllum hinum, sem áttu þess kost að kynnast henni. Yfir látbragði hennar hvildi virðuleiki og hógværð og gengi á einhvern hátt brösótt með störfin hjá einhverri stúlkunni þá setti ég hana við hliðina á Rannveigu og það brást ekki, að með sinni prúðmennsku og hljóðláta ,,húmor“ kom hún henni á sporið. Rannveig var góður starfsmaður, hún var öðrum til fyrirmyndar, allt sem hún gerði var vel gert. Rannveig þurfti að gista Hælið í annað sinn. Það leið ekki langur tími frá því að annað lungað læknaðist þar til hitt sýktist. Ég efast um, að nokkur geti sett sig í spor þessarar stúlku, sem trúði cio vpra nritna fnllfríska í snor fátækrar konu, sem nú var í ann- að sinn svift sinu eðlilega um- hverfi og hrifin út I óvissu þess- ara illskeyttu veikinda. Sjúkra- peningar og styrkir voru þá engir á mótí því sem nú er og sjálfsagt þykir. Lán hennar var, sagði hún sjálf, I hve góðum lækna höndum hún lenti, og víst var það lán, en mesta lán hennar hlýtur þó að hafa verið, hve óvenju vel hún var af guði gerð. En hún komst til heilsu aftur, smátt og smátt lengdist vinnudagurinn, og það urðu ekki margir „veikindadag- ar“ hjá Rannveigu eftir það. Hún var búin að lifa svo marga vinnu- lausa daga, að hún kunni að meta blessun vinnunnar flestum betur. Rétt áður en hún varð 67 ára, kom hún til mín, og sagði mér, að nú færi hún að komast á ellilaun, og að hún dauðkviði því að hætta að vinna, enda þótt þrekið hefði minnkað mikið. Ég sagði henni að hún skyldi engu kvíða í þessu efni, þvl hún væri hér velkominn og góður starfsmaður, svo lengi sem henni passaði. En til þessa kom ekki. Hún varð að fara á sjúkrahús, æviskeiðinu var að ljúka. Æðrulaus og stór í sínu lítillæti fór hún þangað, og þar lézt hún þann 13. apríl s.l. Sumir fara geyst, aðrir hægar, og hver á svo stærstan sjóð þegar upp er staðið? Aftur og aftur vekjúm við þessa spurningu upp, ef við megum þá vera að því að staldra við eitt augnablik til þess. Við spyrjum ekki af því að við höfum ekki áður fengið svar, heldur vegna þess að við gleym- um svarinu alltaf jafnharðan. Það var eins og Rannveig hefði aldrei þurft að spyrja. 1 raun og veru var hún samferðamaðurinn, sem svaraði spurningu okkar hinna með lffi sínu. Ég efast ekki um, að á hinum óþekktu vegum, sem hún nú gengur, muni hún njóta þess þroska, sem hún hafði náð á okk- ar mannlífsskeiði eða fyrr. Ég þakka henni verðmæta samfylgd og bið henni blessunar. Ættingjar hennar og vinir sátu erfidrykkju við mikla rausn að heimili systurdóttur Rannveigar og manns hennar. Sumir stofnar eru sterkir, mér fannst svipmót ættingjanna áberandi líkt því sem hún bar. bórleif Sip'iirðardóttir. Fæddur 13. júlí 1937. Dáinn 24. júlf 1976. Þli aö lokist aumum aftur allar dyr á jörðu þrátt, helgar vonar himinkraftur hjálparlausum eykurmátt. Hann var fæddur og uppalinn i Bolungarvík, yngstur sjö syst- kina, sonur hjónanna Sigríðar Níelsdóttur og Magnúsar Haralds- sonar. Vélvirki og vélastillingar- maður var hann að mennt og starfaði hjá fyrirtækinu Birni & Halldóri í Reykjavík. Vann hann aðallega við viðgerð bátavéla og ferðaðist þvf mikið um í starfi sfnu. Sfðustu stundirnar urðu honum sannkölluð pfslarganga, því hver raunin rak aðra. En til mikillar gæfu auðnaðist honum að kynn- ast þeirri stúlku er ei vék frá hlið hans f síðustu og erfiðustu sjúk- dómsrauninni. Á hún þakkir skil- ið fyrir það, sem aldrei verða að fullu goldnar. En ástæðan til þess að ég rita þessar línur er sú að hann var minn móðurbróðir og mér alltaf eins og góður stóri bróðir, frá því er ég fyrst leit dagsins ljós í föð- urhúsum hans. Móðir mín og hann voru einstaklega samrýmd, enda bæði mjög lík að eðlisfari. Ég þakka innilega og af heilum hug allar okkar samverustundir, og þá sérstaklega allan þann styrk óg Uþþörvún,' éf háhh'Véitn‘tfiéf í veikindum mfnum. Því alltaf var hann bjartsýnismaður og trúði á lífið og hafði miklu meiri áhyggj- ur af heilsu annarra en sinni eig- in. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Blessuð sé minning hans um aldur og eilífð. Sigrfður E. Jóhannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.