Morgunblaðið - 25.08.1976, Page 24

Morgunblaðið - 25.08.1976, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 1976 Ævintýrið um móða Manga eftir BEAU BLACKHAM sá, hvers vegna Surti sjóræningja lá svona mikið á. Því ekki hafði lestin farið lengra en 50 metra, þegar fimm sjómenn komu þjótandi á eftir henni. Á einkennis- búningnum þeirra gat Mangi séð, að þeir voru í flotanum. — Halló, jarnbrautarlest!, hrópuðu þeir. — Stoppaðu í nafni konungsins! En Mangi varð aó halda áfram og Surt- ur emjaði af hlátri. — Ha, ha, ha! hló hann og veifaði ertnislega höndunum til sjóliðanna. — Of seinir, of seinir! Fari það í grængol- andi Atlantshaf, aldrei skuluð þið hand- sama Surt sjóræningja og fjársjóðinn hans. Ha, ha, ha! Sjóliðarnir skóku hnefana á eftir lest- inni. Það virtist sannarlega, að Surtur hefði rétt fyrir sér, því ekki gátu þeir gert sér vonir um að hlaupa járnbrautar- lestina uppi. Á leið sinni til baka til Staðar, velti Móði Mangi því fyrir sér, hvað hann gæti gert. Hann gerði ráð fyrir, að Surtur hefði í hyggju að stoppa lestina rétt fyrir utan járnbrautarstöðina á Stað og flýja svo. Meðan Mangi hugsaði þetta, heyrði hann Surt segja drýgindalega við lestar- stjórann: Ha!, ha! Enginn stenzt Surti sjóræn- ingja snúning. Nei, síður en svo. Flotan- um tókst að vísu að ná mér á sjóræn- ingjasundi, og hingað var ég fluttur, en ekki tókst þeim lengi að hafa mig í haldi. Ég lék heldur betur á þá. Auðvitað geröi ég það! Ég komst undan með fjársjóðinn minn á sama andartaki og skipið létti akkerum í höfninni. Surtur strauk hendinni eftir kistunni sinni. — Veiztu hvað í þessari kistu er? sagði hann við lestarstjórann. — Gullpeningar — margir sekkir af gullpeningum! Og demantar og djásn af öllu tagi! Ha, ha, ha. — alrei skal þeim takast að handsama Surt, mesta sjóræningja allra tíma! Er hér var komið voru farþegarnir í lestinni byrjaðir að halla sér út um gluggana með ópum og óhljóðum — Lestarvörðurinn veifaði rauða flagginu VtEP MORödD- KArr/NU fc GRANI göslari „Mér var sagt, að hér sé stundum á fá atdamóta-þorsk.“ Berta langar til að gerast flótta- maður, veit ég, — en hann þor- ir ekki að flýja land! Þú ferð þá í mál við þá fyrir mig? Veiztu, hvers vegna kona get- ur aldri orðið forseti Banda- rfkjanna? Það er af þvf, að til þess að verða forseti, þarf maður að vera orðinn að minnsta kosti 35 ára. — Svo þú segir að hann hafi mikið sjálfstraust. — Það er nú Ifklega. Hann byrjar alltaf á krossgátulausn- unum með sjálfblekung. A: Getið þér skrifað á ritvél? B: Já, ég nota biblfukerfið. A: Hvaða fyrirbæri er það? B: Leitið og þér munuð finna. Þegar dama segir nei, þá meinar hún kannski. Þegar dama segir kannski, þá meinar hún já. Þegar dama segir já, þá er sennilegt, að hún sé hreint engin dama. X A: Þegar ég fæ hðsta, þá kaupi ég mér bara Whiskifleyg og losna við hann eftir smá- stund. B: Þú ert svei mér ekki lengi að losna við hóstann. A: Blessaður maður, það er ekki hóstinn, sem ég losna við, það er Whiskifleygurinn. X Gerir þú nokkrar Ifkamsæf- ingar eftir morgunbaðið? Já, ég er vanur að stfga á sápuna, þegar ég kem úr bað- Fangelsi óttans Framhaldssaga eftir Rosemary Gatenby Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 4 bókaherbergi rithöfundarins og sfðan vinnuherbergi hans, sem var svo fábreytt að það lfktist einna helzt klausturherbergi. Við gluggann stóð stórt gamalt skrifborð og á borðinu lágu nokkur blöð. Allt var ósköp snyrtilegt og ópersónulegt og ég furðaði mig á því hvort Everst hefði sjáifur komið þessu svona fyrir eða einhver annar hagrætt þessu svona til að kalia fram ein- hver undarleg hughrif. Þegar við komum aftur inn f forsalinn kom ég auga á Vern sem var að skoða litmyndir á veggnum. — Lfttu á, sagði hann. Landslagsmyndir með brött fjöll f bakgrunni og fiskamyndir. Ég hafði rétt gefið mér tfma til að lfta á þær þegar Reg Curtiss kom til að sækja okkur. Hann var önugur á svipinn. — Ég hélt við værum búnir að týnaykkur. HKANN RÉTTI tJT HÖNDINA OG BENTI OKKUR AÐ FYLGJA HINUM. Enginn fe kk leyfi til að fara sfnar eigin götur f þessu húsi. Hélt hann aó við ætluðum að reyna að stela handritum eða finna dulda fjársjóði.3 — Hvar eru þessar myndir teknar? spurði Vern og var ekkert á þvf að við létum leiða okkur á braut eins og ieikskóla börn. Curtiss ræskti sig óþolinmóður að baki okkar. — 1 Mexico. t suðurhluta Baja. — Eru allar mypdirnar teknar þar? Lfka fjallamyndirnar? — Já, á sama stað. Mr. Everst á hús þarna. — Hvar er það? Mér sýnist þar hljóti að vera beinlfnis heillandi. — t Cabo San Lucas. Það er eyðilegt svæði og þangað koma fáir. Ásamt með hinum gengum við nú út f garðinn. Við skoðuðum útihúsin og hóp af bráðfallegum hrossum — Eigið þið marga af arabfsku kyni spurði Vern Mexicodreng sem stóð og kembdi skfnandi gæðingi. — Bara þennan. Það er ungfrú Everst sem á hann. Vern tók nokkrar myndir af hestunum — bæði hesti systur- innar og tveimur öðrum sem Reg Curtiss sagði að væri eftirlætis dýr Everest. 1 fjarska sáum við lftinn einka- fiugvöll og flugvél stðð á braut- inni. Reg Curtiss leiddi okkur f hala- rófu inn f húsið aftur og uppþorn- aður gamlingí af óvissum uppruna bar fram drykki á barnum f setustofunni. Everst hafði ekki verið með okkur f sýningarferðinni. Þegar við komum aftur sáum við að hann sat f skugga trés úti f gróðurhúsinu. Lffvörðurinn Bayles stóð við hlið honum með krosslagðar hendur yfir brjóstið. Hann virtist ekki mundu varna þvf að við færum þangað en eitt- hvað í fasi hans hélt þó aftur af okkur. — Rithöfundurinn þreytist mjög fljótt þegar hann talar við einhvern, sagði Bayles af fyrra bragði, þegr ég nálgaðist dyrnar — sérstaklega þegar blaðamenn eiga f hlut. — Ö, einmitt, sagði ég. En f sömu andrá sá ég að Everst benti mér að koma. Hann er að kalla á mig, sagði ég. — Ég vona mér leyfist að fara til hans? — Að sjálfsögðu. En Bayles gekk á hæla mér, þegar ég stikaðí með glas f hendi f áttina til Everst. Everst bauð mér að fá mér sæti á steinbekknum og neri með skónum f mölina við fótum okkar. An þessað blanda sér f samtalið settist Bayles skammt frá okkur og starði upp f loftið og tuggði strá ósleitilega. Fór þetta alltaf svona fram. Var James Everst gætt hverja mfnútu sólarhrings- ins. — Hvað finnst yður um hestana mfna Severing, spurði eigandi allra þessara dásemda. — Þeir eru ákaflega fallegir. Ég hef raunar ekki mikið vit á hestum, en ég neita þvf ekki að ég hef gaman af kappreiðum enda þótt ég vinni aldrei. Ég er vfst með þeim ósköpum fæddur að tapa alltaf. Eruð þér það? Sumir okkar virðast fæddir þannig. Þetta voru kannski hversdags- leg orð. en þegar ÞESSI maður mælti þau hljómuðu þau eins og einhver dulin meining lægi að baki. Hver var ástæðan fyrir þvf að margt af því sem hann sagði virtist fela í sér annað og meira en orðanna hljóðan. — Mér þykir ákaflega vænt um hesta, hélt hann áfram. — Ég vil heldur fara rfðandi en ganga. Kannski er það vegna þess að ég er slæmur í fótunum. Hann leit niður á fætur sér. Augnaráð mitt fylgdi hans, kannski vegna þess hann gaf mér óljósa bendingu með hendinni. — Steinn f skónum sagði hann og rykkti til með hælnum. Og allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.