Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 188. tbl. 63. árg. FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mmamynd AP I AUÐMÝKING PRINSINS — Bernharö Hollandsprins og eiginkona hans, Júlíana drottning (bak við hund sinn), koma til hallar sinnar, Soestdijk, í gærkvöldi eftir að kunnugt varð, að prinsinn hafði sagt af sér öllum opinberum áhrifastöðum sínum vegna tengsla við Lockheed-mútuhneykslið. __________ Ford sækir á Carter Washington 26. ágúst — Reuter FORD Bandarfkjaforseti og baráttusveit hans fyrir forseta- kosningarnar 2. nóvember voru himinlifandi f dag yfir úrslitum nýrrar skoðanakönn- unar Gallupstofnunarinnar, Framhald á bls. 20 Þung gagnrýni stjórnar og nefndar á Hollandsprins: Bernharð prins ját- aði yfirsjónir — Af- salaði sér valdastöðum Haag 26. ágúst _ Reuter. Sjá grein um Bernharð prins á 'S-17'_______________________□ ö! 0 BERNHARÐ prins, eiginmað- ur Júlfönu Hollandsdrottningar, hefur fallizt á að segja af sér sem æðsti yfirmaður hollenzka herafl- ans og afsala sér öllum viðskipta- tengslum f kjölfar þeirrar harð- orðu gagnrýni á hegðan hans, sem fram kemur f skýrslu þriggja manna rannsóknarnefndar á meintri aðild prinsins að Lock- heedmútuhnevkslinu. Joop den Uyl forsætisráðherra skýrði frá þessari ákvörðun prinsins um leið og hann kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á sérstökum fundi hollenzka þingsins f dag. Forsætisráðherrann sagði að komið hefði f Ijós að Bernharð prins, sem er 65 ára að aldri, hefði verið „opinn fyrir óheiðar- Framhald á bls. 20 Yfir 40.000 eru fallnir í Líhanon Lotte Lehmann látinn Santa Barbara 26. ágúst — Reuter LOTTE Lehmann, ein frægasta sópransöngkoná allra tíma, lézt í kvöld í svefni í Santa Barbara, Kaliforniu, 88 ára að aldri. Hún hlaut tónlistarmenntun sína við konunglegu akademíuna i Berlín og fyrsta óperuhlutverk hennar var Freyja í „Rínargullinu" í óperuhöllinni I Hamborg. Hún komst fljótt í hóp fremstu óperu- stjarna aldarinnar, og m.a. skrifaði Richard Strauss titilhlut- verkið i óperu sinni „Arabellu" sérstaklega fyrir hana. Lotte Leh- mann fluttist til Bandaríkjanna, er Hitler komst til valda í Þýzka- landi. Gaullistar trúlega áfr- am í stjórn Paris 26. ágúst — Reuter HINN nýi forsætisráðherra Frakklands, Raymond Barre, hófst f dag handa um myndun rfkisstjórnar, og hefur að þvf er talið er nánast tryggingu fyrir þvf að flokkur Gaullista muni ekki slfta stjórnarsamstarfinu, þrátt fyrir togstreituna við Giscard d’Estaing forseta, sem leiddi til afsagnar Jacques Chiracs, Hinn 52 ára hagfræðingur sem áður gegndi stöðu ráðherra utanrfkis- viðskipta og er óflokksbundinn, mun reyna að lækna sár Gaullista vegna brottfarar Chiracs, leiðtoga þeirra úr rfkisstjórninni, með þvf að veita öðrum forystumanni flokksins, Olivier Guichard, valdamikið ráðherraembætti. GISCARI) BARRE Guichard, sem er 56 ára, var náinn samstarfsmaður de Gaulle heitins forseta og hefur áður gegnt ýmsum áhrifastöðum. En hann hefur forðast að taka öfga- fulla afstöðu fyrir hönd Gaullista og er talínn hófsamur f stjórn- málum. Ráðherralisti Barre á að verða tilbúínn á morgun, og er álitið að vegsauki Guichards muni koma f veg fyrir að Framhald á bls. 20 Beirut 26. ágúst — Reuter EFTIR 11 daga heiftarlegar fall- byssu- og stórskotaliðsárásir á fbúðarhverfi f Beirút er tala fall- inna f borgarastyrjöldinni f Lfbanon nú komin yfir 40.000, að þvf er heimildir meðal vinstri manna sögðu f dag. Bashir Gemayel, leiðtogi her- { sveita falangista, hefur látið í ljós j svipaða tölu. Samkvæmt þessu hafa að meðaltali 80 manns beðið bana dag hvern þá 17 mánuði, sem striðið hefur nú staðið. Dreg- ið hefur úr árásum á íbúðahverf- in siðustu þrjá daga eftir sam- komulag milli leiðtoga vinstri og hægri manna um að stöðva slíkt. En í dag héldu leyniskyttur beggja megin svokallaðrar „grænu linu“, sem skiptir Beirút í tvennt, uppi árásum I nokkrar klukkustundir, áður en fulltrúi Arababandalagsins, Hassan Sabri Al-Kholi, hélt inn i Austur-Beirút, sem er á valdi hægri manna, til viðræðna um enn eitt vopnahléð. HERSKAlR BLÖKKÍIMENN — Vel vopnaðir flokkar blökkumanna halda innreið sina á vörubílum og dráttarvélum í hverfið Soweto í gær, I þar sem gifurlegar óeirðir hafa verið. Jóhannesarborg 26. ágúst Reuter — NTB — AP HINIR blóðugu götubardagar milli blökkumanna f hverfinu Soweto utan við Jóhannesarborg f Suður-Afrfku héldu áfram f dag, og var ástandið að sögn sjónar- votta hreinni ringulreið Ifkast. Fjölmargir lögreglumenn særð- ust er þeir reyndu að ganga f milli Zúlúmanna og annarra blökkumanna sem beittu sveðj- um, hnffum, öxum og bareflum. S:mkvæmt opinberum upplýsing- um lögreglunnar hefur 21 beðið bana, þar af 10 fyrir kúlum lögreglunnar, og 107 hafa særzt frá þvf að bardagar þessir milli Zúlúmanna, sem snerust gegn verkfallskallinu f hverfinu, og annarra blökkumanna hófust á þriðjudag. Hins vegar halda sjónarvottar þvf fram að tala lát- inna og særðra sé mun hærri, og hafi a.m.k. 36 fallið og um 200 særzt. „Allt er f rúst,“ sagði tals- maður lögreglunnar um ástandið eftir átökin f Soweto f dag. Lögreglan hafði vonað að eftir :ð þriggja daga verkfallinu væri lokið myndu óeirðirnar fjara út i dag að sama skapi. Svo varð ekki, og breiddust óeirðirnar enn frek- ar út. Æfir Zúlúmenn réðust á allmarga skóla i Soweto í leit að ungmennum sem staðið hafa fyrir baráttunni gegn skólakerfinu að undanförnu og hvatt höfðu til verkfallsins nú eftir helgina. Framhald á bls. 20 Fíkniefni í blómabúðum Stokkhólmi 26. ágúst — NTB MARGAR blómabúðir i Stokk- hólmi hafa að undanförnu selt fíkniefni yfir búðarborðið svo kílóum skiptir, að því er fram kemur í dagblaðinu Dagens Nyheter í dag. Viðskiptavinir, sem kunnugt var um þessa leynisölu, hafa keypt blóm fyr- ir milljónaupphæðir til þess að fá áburðarpoka sem fylgja með blömunum. En í pokunum var amfetamin en ekki áburður, eins og afgreiðslufólkið hélt. Blóðugt stjórnleysis- ástand ríkir í Soweto

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.