Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGUST 1976 7 Hvar er íslenzk blaðamennska á vegi stödd? Svavar Gestsson, rit- stjóri Þjóðviijans, fjall- ar ( biaði sfnu f gær um fslenzka bfaðamennsku og hvar hún er á vegi stödd ekki sfzt f tilefni af fréttaflutningi af ýmsum sakamálum, sem nú eru á döfinni. Hann segir: 1 tengslum við ávfsanasvindlið og Geir- finnsmálið svonefnda hafa tiltekin blöð talið sig sérstaka málsvara réttlætisins: þau heimta nöfn á borðið þegar f stað, þau senda starfsmenn sfna f saka- dóm til þess að taka myndir af þýskum rannsóknarmanni og þau gera úlfalda úr mý- flugu í hvert skipti: „slá upp“ „fréttum" sem engar fréttir eru — allt er þetta gert undir þvf yfirskini að blöðin séu að veita aðhald. Það er vissulega rétt að blöðin eiga að veita að- hald, en þau mega ekki nota sér sóðamál til þess að auka sölu sfna á þann hátt sem sfðdegis- blöðin hafa gert. Sann- leikurinn er sá að sam- keppni sfðdegisblað- anna hefur afskræmt allt það sem kallað hef- ur verið aðhald fjöl- miðla: samkeppnin hef- ur gengið út f tryllings- legustu öfgar og mætti nefna mörg dæmi um það — einnig úr þeim alvarlegu sakamáfum sem hér eru efst á baugi. Höfundur þessa pist- ils telur að blöð eigi að veita opinberum aðilum og einkaaðilum aðhald: það er lýðræðisleg skylda blaðanna. Hitt er augljóst að blöð mega ekki ganga svo fram f þessu að vinnubrögðin beinlfnis spilli fyrir rannsókn málsins. Þekkt eru erlend dæmi þar sem sóðaleg „fréttamennska" hefur eyðilagt mannorð fólks, sem ekkert hefur til saka unnið. Sem betur fer hafa fslendingar verið lausir við blaða- mennsku af þessu tagi — en „Springer“-stíll sfðdegisblaðanna kem- ur fslenskri blaða- mennsku á nýtt stig, lægra stig. Gróðakeppn- in er þeirra leiðarljós — skftt með mannleg verðmæti. Þau stóru sakamál sem almenningur ræðir mest um þessar munir ber að rannsaka STRAX og undan- bragðalaust. Allur seinagangur er til ills — en ofstopablaða- mennska hjálpar ekki til við lausn málanna." Innheimtu- starfsemi kaupfélaga Upplýsingar Alþýðu- blaðsíns fyrir nokkrum dögum um innheimtu- starfsemi kaupfélag- anna f þágu Tfmans hafa vakið verulega at- hygli. 1 Þjóðviljanum í gær er fjallað um þessa þjónustu, sem kaupfé- lögin veita Tfmanum og þar segir: „Fyrir nokkru var það játað f Tfmanum að Samband fsl. samvinnu- félaga og kaupfélögin styrktu Tfmann með styrktarauglýsingum f stórum stfl. Þetta hefur lengi legið fyrir — en aldrei fyrr verið játað f Tfmanum. Þessa mis- notkun framsóknar- manna á samvinnu- hreyfingunni ber að fordæma. Hitt er og fróðlegt þegar kaupfélögin um land allt eru gerð að einskonar innheimtu- deildum fyrir Tfmann. Gott sýnishorn af þess háttar framferði birtist f Alþýðublaðinu um daginn. Þar er árs- áskrift að Tfmanum tekin af reikningi við- skiptamanns kaupfé- lags nokkurs." VK> KYNNUM Volvo F609, nýja létta vörubílinn í F flokki, á sérstakri bílakynningu. Allar tæknilegar upplýsingar til reiðu — sýningarbíll á staðnum. VELKOMIN I ■ VELTIH Hr. WSSá Suðurlandsbraut 16*Simi 35200 Laugardaginn 28. ágúst í Volvo salnum kl. 13—18 síðdegis. VOLVOSALINN VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUG- LÝSIR í MORGUNBLAÐINl Verðlækkun á nýjum frönskum eplum verð 150 kr. kg. Opið tttki. Wíkvöld Lokaó á morgun taugardag HIN FULLKOMNA VIÐARVÖRN í 15 LITUM Hin fullkomna viðarvörn heitir Architectural SOLIGNUM, viðarvörn sem þekur viðinn varanlega. Architectural SOLIGNUM kemur í stað málningar um leið og það ver viðinn gegn hvers konar fúa. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF HÓLMSGÖTU 4. SÍMI 24120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.