Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGUST 1976 Bráðskemmtileg og fróðleg sýning, er nefnist „Brúðkaup og brúðarskart", stendur yfír um þessar mundir i Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýning þessi er að stofni til deild ís- lands á sýningunni „LOVE AND MARRIAGE", sem haldin var á vegum Evrópuráðs i Ant- werpen sumarið 1975. Er ærin ástæða til að vekja athygli á þessari einstæðu sýningu, sem gefur nútímanum tækifæri til að kynnast siðum fortíðar í sambandi við þá örlagaríku at- höfn, er sköpum manna hefur skipt um aldaraðir. Þetta var í öllu meiri athöfn hér áður fyrr, siðareglur (seremoniur) marg- víslegri og flóknari — skart brúðarinnar, gripir hennar, gjafir og klæðaburður með framandlegum svip. Á sýning- unni er einnig handrit af Jóns- bók frá 16. öld, skreytt fágæt- um litmyndum og eru stækkan- ir myndanna sýndar á veggjum. Auk þess tvö handrit, brúð- kaupssiðabækur frá 17. og 18. öld, önnur eftir Eggert Ólafs- son. Það sem mesta athygli vekur er hið margvíslega og vandaða brúðarskart, fald- og skautbún- ingar — er hér um að ræða fagurt skart og margt listavel- gerðra muna i klæði, tré og málma, sem ættu áþreifanlega að sanna listrænt upplag is- lenzkra manna og kvenna um aldaraðir og einnig það, að Iist- iðja lagðist aldrei með öllu nið- ur hérlendis, jafnvel ekki á tím- um mestu harðæra og mann- fellis. Um fjölbreytni brúðarskarts má ráða af eftirfarandi upp- talningu: „Jómfrúin sé skrýdd brúðarlegri dragt eftir gömlum landsins vana með kasti, kopp- um, laufprjónum, linda, lín- svuntu, skildahúfu, tölum og festi .. . “ — Þessa sýningu ber að skoða vel því að hér er um svo margt athyglisvert að ræða, sem mikið uppeldisgildi hefur og eykur skilning í dag á hinum mikla og drjúga arfi sem gengn- ar kynslóðir skiluðu okkur í hendur og skylda okkar er að rækta og hlúa að. Ögjörningur er að telja hér upp allt á sýning- unni og sjón er sögu ríkari, en þessar eftírfarandi vísnahend- ingar gefa góða innsýn í huga fólks gagnvart þessari athöfn: Brullaupsklæði hann brúði gaf, og bað hana vel aðgeyma, sætur stóð þar ilmur af, innsigli mitt Kka haf og mundu mig á meðan eg dvel heima. Djásnið herlegt höfuðið á hennar setja gjörði, leipturs af þvf Ijósi hrá, lista vænn var gripur sá, órfkur má enginn kaupa verði. Trúlofunar tryggða hring tærði hann sinni brúði, á Ijósan arm og lagði um kring, Ifka var það stoltar þing, og kostulegastur kvenmanns allur skrúði. (JrHUGSJÖN frá 17. öld Jóhannes Jóhannesson list- málari hefur séð um uppsetn- ingu sýningarinnar og farizt það ágætlega úr hendi. £1? I GLERSKÁPUM í forsal fyrstu hæðar getur að líta sýnis- horn af islenzkum útsaumi og er það sett upp í tengslum við sýningu á norrænni skóla- handavinnu, sem fyrr i sumar gat að líta í sýningarsölum Norræna hússins. Það er Elsa E. Guðjónsson sem hefur veg og vanda af þessari sýningu, sem er ágætlega fyrir komið og fylgja hverjum hlut greinargóð- ar skýringar. Erú Elsa hefur um árabil innt af hendi gott starf við að safna saman og kynna þennan þátt íslenzkrar hannyrðavinnu, og er það tóm- stundaiðja hennar og áhuga- mál, en aðalstarf hennar er vinna við vefjarlistargripi safnsins, þ.e. að hafa umsjón með geymslu, rannsóknum og skrásetníngum m.m. — Elsa kemst svo að orði í samantekt í sambandi við sýninguna: „Frá miðöldum, þ.e. frá þvi fyrir 1550, hafa aðeins varðveitzt kirkjuleg útsaumsverk og mun ekkert þeirra vera eldra en frá seinni hluta eða lokum 14. ald- ar. Frá því eftir siðaskipti, að minnsta kosti allt frá 17. öld, er til bæði kirkulegur og verald- legur útsaumur. Utsaumurinn íslenzki er að langmestu leyti unninn úr íslenzku ullarbandi í jurta- og sauðarlitum, en silki-,- hör- og málmgarn var minna notað. 1 útsaumi frá 19. öld ber þó talsvert á erlendu ullar- garni, svonefndu zephyr- („siffru") garni. Utsaumsefnið var venjulegast heimaofinn ull- ardúkur, einskefta, tvistur, þ.e. gisinn jafi, og vaðmál, og erlent hörléreft. Silki og flauel voru einnig notuð, en heldur sjaldnar. Utsaumsmynztrin ís- lenzku einkennast fyrst og fremst af hringreitum og marg- hyrndum reitum sem umlykja myndir af dýrlingum, biblíu- myndum og myndum af veiði- mönnum og hefðarmönnum, dýrum og plöntum. Þessa skipt- ingu flatarins má rekja til útof- inna býzantískra silkidúka og reyndar enn lengra, allt frá Persíu að fornu. Mynzturgerð þessi var mjög útbreidd í Norð- ur-Evrópu á miðöldum, en mót- aðist á Islandi á sérstæðan hátt og hélt hér velli og hylli allt fram á 19. öld.“ Framanskráð ummæli sýna gerlega hve hér er um að ræða athyglisvert kynningarframtak stórmerks þáttar íslenzkrar sjónmennta- sögu. Mér er ekki kunnugt um í hve ríkum mæli þessi arfleifð er kennd í skólum landsins, en ég hef miklu oftar orðið var við að mynztrin séu þar tekin upp ur erlendum vikublöðum, þar sem hönnun, litur og efni er mun síðra en hér getur að líta — oft svo að til vansæmdar er. Áhugi mun þó vera mikill á þessari iðju frú Elsu og þannig seldist upp bók er hún nefndi „íslenzka sjónbók“ — gömul munstur í nýjum búningi.“ í þessum glerskápum er margt fagurra hluta og rétt er það sem Elsa segir, að íslenzkir listamenn mættu velta meira fyrir sér útsaumsmynztrum — gefa hugarfluginu lausan taum innan ramma eldri hefðar, og vísar hún þar til framtaks danska listamannsins vel- kunna, Björns Wiinblad, sem sent hefur frá sér nýstárleg út- saumsmynztur og þykir ekki minni maður að. Þessu er hér- með komið til skila til hvatning- ar og umhugsunar. Dregið saman í hnotskurn þá er hér um svo merkar sýningar að ræða að rétt væri að þær Bragi Ásgeirsson: yrðu sendar um landsbyggðina, og er leitt að þær skuli vera uppi í höfuðborginni á óhentug- um tíma þannig að skólafólk fer á mis við þær. Framtakið er hvortveggja í senn athyglisvert og lofsvért, og rétt þykir að enda umsögn þessa með eftir- farandi framsögn Stefáns Ólafssonar: Bið ég þú lærir bestu hannyrðir sem auðar eik ætti að kunna, sitja (sessi með silfurbjarta nál í kvistu góma og krota allan saum Tjöld ljósum lit löng að prýða með furðu fáránleg farva skipti; krosssaums og pells kasta í þéttan tvist augna og refilssaum einnig sprang og glit. Brúðkaup ug brúðarskart — Islenzkur útsaumur Þrír viðburðir Þá er að víkja lítillega að umsvifum Listasafns íslands í tilefni nýrrar upphengingar en þó einkum vegna þess, að það er að færa út kvíarnar með ýmiss konar fræðslustarfsemi, svo sem listasögulegum fyrir- lestrum, fræðsluhópum í list- sögu auk kvikmyndasýninga um erlenda myndlist. Þá er væntanleg yfirlitssýning á verkum Finns Jónssonar. Er þess að vænta, að almenningur og þá einkum skólafólk taki þessari nýbreytni vel, því að hér er um mjög lofsvert fram- tak að ræða, sem verðskuldar mikla þátttöku. Með góðu skipuiagi ætti drjúg þátttaka tvímælalaust að vera trygg. Að mínu mati hefði Myndlista- og handiðaskóli tslands átt að ríða á vaðið með þess háttar starf- semi fyrir mörgum árum og far- sællegast væri, að góð sam- vinna tækist á milli stofnana um hvers konar myndræna fræðslu auk kennslu í listrýni, þ.e. rökræðu um myndlist, en slíku er vægast sagt áfátt jafn- vel í áðurnefndum listaskóla, þar sem einungis hefur verið kennd almenn listsaga fram til þessa. Svo sem fram kom í við- talí við Vestur-lslendinginn Ólínu Struthers hér í blaðinu fyrir skömmu, er slík listrýni kennslufag í almennum barna- skólum í Kanada frá 10 ára aldri og er hvorutveggja fjallað um eldri sem nýrri myndlistir. — Árangurinn af því að fá slíkan viðburð sem sýningu Hundertwassers, þar sem hvert smáatriði er þrautskipulagt, ætti að verða okkur mikili lær- dómur. Ekki mun hafa tekið nema dágstund að taka sýning- una niður og setja í sérstaka velmerkta kassa, þar sem hver einstök mynd átti sitt afmark- aða geymsluhólf. Það atriði að Þjóðminjasafni Yfirlitsmynd úr forsal á efri hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.