Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1976
35
Enska
' # knatt-
spyrnan
Nokkrir leikir fóru fram í
ensku knattspyrnunni í fyrra-
kvöld og urðu úrslit þeirra sem
hér segir:
1. deild:
Derby — Middlesbrough 0:0
Manchester City —
Aston Villa 2:0
Norwich — Arsenal 1:3
Tottenham — Newcastle 0:2
WBA — Liverpool 0:1
2. deild:
Cardiff — Bristol Rovers 1:2
Chelsea — NottsCounty 1:1
Millvall — Southampton 0:0
Notthingham Forest —
Carlton 1:1
3. deildd
Sheffield Wed —
Northampton 2:1
4. deild:
Bradford — Swansea 4:1
Crewe — Southend 1:1
Skozka deildarbikarkeppnin:
Aberdeen — St. Mirren 4:0
Airdrienonians —
Raith Rovers 7:1
Alloa — Dunfermlina 4:0
Ayr Utd. — Kilmarnock 3:1
Clyde — Queens Park 1:2
Cownbeáth — Stirling 0:1
Dumbarton — Celtic 3:3
DundeeUtd. — Arbroath 2:0
East Fife — Hamilton 1:1
Falkirk — Stranraer 5:1
Forfar — Brechin 0:2
Hearts — Partich 3:3
Meadowbank—Berwick 1:1
Montrose — St. Johnstone 5:1
Morton — East Stirling 1:1
Motherwell — Dundee 3:3
Queen of the South —
Clydebank 1:4
Rangers—Hibernian 3:0
Stenhousemuir —
Albion Rovers 1:3
Það er helzt frásagnarvert
við leikina i 1. deild, að
Malcolm MacDonald skoraði
sitt fyrsta mark fyrir Arsenal I
leiknum við Norwich, en sem
kunnugt er keypti Arsenal
þennan fræga markakóng fyr-
ir nokkru og greiddi fyrir
hann 330 þúsund sterlings-
pund. MacDonald átti mjög
góðan leik með Arsenalliðinu í
fyrrakvöld þar sem hann átti
verulegan þátt í öðru marki
liðsins — sendi á Sammy Nel-
son sem kominn var I gott færi,
eftir að MacDonald hafði dreg-
ið vörn Norwich að sér.
Liverpool er nú eina liðið i 1.
deild sem unnið hefur leiki
síná til þessa.
Teitur Þórðarson skorar fyrsta mark Akurnesinga í leiknum í gærkvöldi. Viðar Halldórsson hefur orðið of seinn til varnar og Ómar
markvörður fær heldur ekki rönd við reist.
(AIÚRSLIT í ÁTTUNDA SINN
EFTIR 3:2 SIGUR YFIR FH
I GÆRKVÖLDI tryggðu Akurnesing-
ar sér rétt til þess að leika annað-
hvort við Val eða Breiðablik I úrslít-
um Bikarkeppni Knattspyrnusam-
bands íslands. Verður þetta I
áttunda sinn sem Akurnesingar leika
til úrslita I bikarkeppninni, en til
þessa hafa þeir aldrei borið sigur úr
býtum. Hvort þeim heppnast það að
þessu sinni er erfitt að spá fyrir um,
en eitt er vlst að til þess að eiga
möguleika á Bikarmeistaratitlinum I
ár verður liðið að leika langtum bet-
ur en það gerði I Kaplakrika I gær-
kvöldi Sigur Akurnesinga yfir næst
neðsta liðinu I 1. deild, FH. gat ekki
verið naumari, eða 3:2 og var það
ekki fyrr en alveg á slðustu mlnútum
leiksins sem Skagamönnum tókst að
skora sigurmark sitt.
Það lék raunar ekki á tveimur tung-
um hvort liðið var betra í undanúrslita-
leiknum í gærkvöldi Akurnesingar áttu
mun meira i leiknum og náðu alloft að
skapa sér góð tækifæri, en án undan-
tekninga voru þau misnotuð Mörkin
Hinrik og hinir Blikarnir áttu
ekki í erfiðleikum með KR
BLIKARNIR voru heppnir að ná jafn-
tefli gegn KR, er liðin mættust I fyrra
skiptið I 8-liða úrslitum bikarkeppn-
innar. í gærkvöldi var annað uppi á
teningnum og þó nú væri leikið i
Laugardalnum þá var Breiðablikslið-
ið betri aðilinn allan leiktlmann og
sigraði sanngjarntega 3:1. Halda
Blikamir því áfram I keppninni og
mæta nýbökuðum íslandsmeisturum
Vals I næsta leik slnum, sem verður
væntanlega á þriðjudaginn.
Hinrik Þórhallsson hefur verið iðinn
við að skora mörk að undanförnu og
hann lét ekki sitt eftir liggja í leiknum í
gærkvöldi, sendi knöttinn tvisvar sinn-
um í mark KR-inga Það er athyglisvert
við Hinrik, hve vel hann nýtir þau
marktækifæri, sem hann fær og gætu
margir lært talsvert af honum I því
sambandi Til dæmis leikmenn KR,
sem í gærkvöldi þurftu alltaf að leggja
knöttinn aðeins betur fyrir sig, þegar
þeir komust I marktækifæri
En það er ekki aðeins Hinrik þór-
hallsson, sem hefur leikið vel I liði
Breiðabliks að undanförnu. Vignir
Baldursson hefur lagt flest mörk marka
Hinriks upp, og það var hann sem
skapaði mesta hættu með sendingum
sinum í gærkvöldi Þá var Blikavörnin
mjög traust í leiknum I gær, og komust
KR-ingarnir ekki upp með neinn moð-
reyk
Um KR-liðið er það að segja að i fyrri
hálfleik gekk liðinu illa að skapa sér
tækifæri og það var í rauninni ekki fyrr
en staðan var orðin 3:0 að KR-ingarnir
fóru að berjast, en þá var það um
seinan. Það var Sigurður Indriðason,
sem skoraði mark KR-inganna I þess-
um leik, og hann var einnig þeirra
sterkastur I leiknum í gær, en Halldór
Björnsson átti einnig þokkalegan leik
Fyrsta mark leiksins gerði Gfsli
Sigurðsson á 21. mínútu eftir að knött-
urinn hafði gengið frá Vigni til Þórs
Hreiðarssonar og þaðan yfir á Gísla,
sem skaut góðu skoti frá vítateigi, án
þess að Magnús Guðmundsson næði
að verja. Skömmu síðar komst Ólafur
Friðriksson einn inn fyrir vörn KR-
inganna, en Magnús Guðmundsson
varði skot hans vel Magnús hélt þó
ekki knettinum og Ólafur fékk að skjóta
aftur, en skaut nú í stöngina, en
Magnús lá enn á marklínunni. Klaufa-
legt hjá Ólafi og hefur þessi annars
ágæti leikmaður gjörsamlega verið
heillum horfinn við markaskorunina i
sumar
Á 9 mínútu seinni hálfleiks leiddi
skemmtilegur samleikur Blíkanna til
annars marks þeirra. Vignir átti
sendingu inn á Hinrik sem skaut
þrumuskoti i markhorn #KR-marksins.
KR-ingar sóttu meira þéssar mínúturn-
ar, enda léku þeir undan golunni, en
ekki tókst þeim að skapa sér veruleg
tækifæri. Það voru Blikarnir, sem
skoruðu aftur og nú var það Heiðar
Breiðfjörð, sem stakk knettinum inn til
Hinriks, sem skoraði úr skáfæri, eins
og er hann skoraði fyrra mark sitt
Sýndist Hinrik vera rangstæður þegar
knötturinn var gefinn á hann, en
dómari og línuvörður gáfu grænt Ijós á
markið og Blikarnir þvi komnir með
örugga forystu 3 0
Sigurður Indriðason skoraði mark
KR-inga, eins og áður sagði, og var
það eindæma klaufalegt hjá Ólafi
Hákonarsyni markverði Breiðabliks
Sigurður skaut föstu skoti af um 30
metra færi á mitt mark Breiðabliks og
missti Ólafur knöttinn á milli fóta sér
°g ^ netið Mark eins og markvörðun-
um finnst hrikalegast að fá á sig.
leiðinlegt fyrir þennan annars ágæta
markvörð
KR-ingar sóttu mun meira eftir þetta
mark, eða síðustu 20 mínúturnar, en
þeim gekk mjög illa að fá dæmið til að
ganga upp og sköpuðu sér ekki hættu-
leg færi. Jóhann Torfason hafði þó fyrr
I leiknum tvlvegis brugðizt í dauðafær-
um. Leikurinn var nokkuð harður og
átti Guðjón Finnbogason í erfiðleikum
með að hafa heimil á leikmönnum
Bókaði hann Ólaf Ólafsson og Sigurð
Indriðason í þessari viðureign
— áij
þrjú sem Skagamenn skoruðu voru öll
fengin á ódýra markaðinum, og það
voru einnig mörkin tvö sem þeir fengu
á sig Fallegustu skotin í þessum leik
áttu Skagamenn, en þau voru flest
naumlega framhjá, eða þá varin af
Ómari Karlssyni, sem oft stóð sig með
mikilli prýði I FH-markinu.
Mun meiri barátta var I FH-liðinu I
þessum leik en oftast áður i sumar, og
reyndu leikmennirnir að koma i veg
fyrir að Skagamönnum tækist að
byggja upp spil sitt. Heppnaðist þetta
með miklum ágætum, en afleiðingin af
baráttu FH-inga varð sú að knötturinn
þæfðist oft mótherja á milli á vallar-
miðjunni Þegar FH-ingar reyndu
sóknir voru þær yfirleitt alltof bundnar
við vallarmiðjuna, þar sem Jón
Gunnlaugsson, einn bezti maður Akur-
nesinga í þessum leik, batt enda á þær
flestar Hættulegustu færi FH-inga I
leiknum komu úr aukaspyrnum eða
hornspyrnum og orsakaðist það mest
af þvi hve Hörður Helgason, mark-
vörður Akurnesinga, var óöruggur
Bæði mörk FH-inga I þessum leik
verður að skrifa að verulegu leyti á
hans reikning, og þó einkum seinna
markið.
Skagamenn náðu 2:0 forystu
Eftir mikið þóf i upphafi leiksins kom
fyrsta góða færið á 8 minútu er dæmd
var aukaspyrna á FH-inga við vítateigs-
llnu. Árni Sveinsson tók spyrnuna og
skaut á markið Knötturinn fór í þverslá
og yfir, þannig að FH-ingar sluppu
með skrekkinn. Á næstu minútum
tókst Akurnesingum nokkrum sinnum
að skapa sér færi en alltaf kom hið
sama upp á teninginn — herzlumun-
inn skorti til þess að skora
Á 32. mlnútu kom loksins mark
Árni Sveinsson reyndi þá skot á FH-
markið af þröngu færi. Ómar hálfvarði
skot hans, og Teitur Þórðarson var
réttur maður á réttum stað, og tókst að
pota knettinum I markið og færa Akur-
nesingum forystu.
Á 5 minútu seinni hálfleiks juku
Akurnesingar forystu sina i 2 0 Teitur
Þórðarson átti þá hálfmisheppnað skot
að marki FH-inga, en hinn ungi og
efnilegi Pétur Pétursson var með á
nótunum og bætti um betur
Eftir að staðan var þannig orðin 2:0
hafa áhangendur Skagaliðsins sjálfsagt
andað léttara Slík forysta átti að nægja
liðinu til sigurs, a m k á móti FH-
ingum
FH jafnar
En það ótrúlega gerðist FH náði að
jafna Fyrra markið kom á 13 minútu
hálfleiksins. er Ólafur Danivalsson gaf
vel fyrir markið úr aukaspyrnu Gunnar
Bjarnason náði að skalla að marki
Akurnesinga og Hörður Helgason, sem
kominn var úr jafnvægi, náði ekki
knettinum
Á 38 mínútu jafnaði svo Helgi
Ragnarsson fyrir FH og var þar um
algjört klaufamark að ræða Bæði
varnarmenn og markvörður ÍA áttu
þess kost að hreinsa, en voru of seinir
á sér og Helgi náði að pota knettinum
inn fyrir marklínuna.
Sigurmarkið
fallegasta
mark leiksins
En Akurnesingar voru fljótir að svara
fyrir sig Aðeins minútu eftir að FH-
ingar höfðu skorað lá knötturinn i FH
markinu Guðjón Þórðarson átti háa og
langa spyrnu inn í vitateig FH, þar sem
Árni Sveinsson stökk hátt í loft upp og
skallaði knöttinn aftur fyrir sig í
markið Þetta var sigurmark Akurnes-
inga i leiknum og jafnframt fallegasta
markið sem gert var
FH-skrekkur
Furðulegt er hversu Akurnesingum
hefur gengið illa með FH-inga i sumar,
þar sem ekkert efamál er að Akranes-
liðið er mun sterkara en lið Hafn-
firðinganna Má vera að það sé nóg að
sýna harða baráttu gegn Skagaliðmu. í
leiknum 1 gær voru Skagamenn oft
áberandi óöruggir og óheppnir i að-
gerðum sinum Aðems tveir leikmanna
liðsins stóðu verulega upp úr og voru
það þeir Árni Sveinsson og Jón Gunn-
laugsson Þá áttu Jón Alfreðsson,
Pétur Pétursson og Andrés Ólafsson
allgóðan leik, en aðrir leikmenn voru
greinilega nokkuð frá sínu bezta
Beztu meni. FH-liðsins f leiknum
voru þeir Leifur Helgason sem greini-
lega er hinn ágætasti knattspyrnu-
maður þegar hann lætur mótlæti og
dómarann ekki fara um of I taugarnar á
sér, Ómar Karlsson markvörður og
Árni Arnbjörnsson
Dómari í leiknum var Guðmundur
Haraldsson og skilaði hann hlutverki
sinu betur en knattspyrnumennirnir
— stjl.