Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGUST 1976 Flestir bátanna til Siglufjarðar með loðnuna í gær LOÐNUSKIPIN 17 sem í fyrrakvöld fengu mjög góð- an afla á loðnumiðunum fyrir Norðurlandi héldu í gær til hafna með aflann. Tólf skip fóru til Siglu- fjarðar, þrjú til Raufar- hafnar, eitt til Krossaness og eitt til Bolungarvíkur. Þrjú skip voru eftir á mið- unum, en þau komu þang- að og byrjuðu að veiða í fyrrinótt. Markús Kristinsson verk- smiðjustjóri hjá SR í Siglufirði sagði í gær í samtali við Mbl. að vinnslan gengi sæmilega vel hjá þeim og allt væri f fullum gangi. Afköstin væru um 900 tonn á sólarhring, sem kalla mætti nokk- uð gott. Nú er búið að landa um 30 þúsund tonnum af loðnu í Siglufirði og búið að bræða um 28—29 þúsund tonn. Aðeins eitt loðnulöndunartæki er til staðar í Siglufirði og myndast því oft nokkur bið, ef margir bátar koma að á svipuðum tíma, en meðalaf- köst í lönduninni eru um 70 tonn á klukkustund. í gær var von á um 4000 tonnum af loðnu til Siglufjarðar. Nýi sendi- herrann til r Islands 2. september JAMES J. Blake, nýr sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, er væntanlegur hingað til lands 2. septem- ber n.k. Blake er fæddur 5. marz 1922 í New York og stundaði háskóla- nám í Queen's Coolege og George Washington háskólanum, þar sem hann lauk MA prófi árið 1963. Hann gegndi þjónustu f bandaríska hernum 1943—46 og kenndi við Kennaraskóla í Nebraska 1946—'47. Störf sfn f utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hóf Blake árið 1947. Hann hefur starfað í Belgíu, Indlandi og sem fulltrúi í varnarmálaráðuneyti Bandarfkjanna. Þá hefur Blake einnig starfað í Afriku. Hann er kvæntur og eiga hjónin 4 börn, en það yngsta mun fylgja foreldrum sínum hingað, hin eru við nám í heimalandi sinu. Meðfylgjandi mynd sýnir James Blake sverja embættiseið sinn við Bibliuna og við hlið hans stendur frii Blake. Nýtt sölumet hjá brezkum togara Hull 26. ág. Frá fréttarilara Mbl. Mike Smart GRIMSBY-togarinn Ross Revenge í eigu BUT, setti nýtt sölumet á fiskmarkaði í Hull í dag, er hann seldi þar 200 tonn, að mestu þorsk af íslandsmiðum, fyrir 24.796.800,- ísl kr. Fyrra sölumetið átti Hull togarinn Hammond Innes, en skipstjóri á honum hef- ur iðulega verið Dick Tayl- or, sem margir íslendingar kannast við. Talsmaður brezku togarasamtakanna sagöi eftir sölu Ross Revenge í morgun, að verðið sýndi líklegast að skilmálar Óslóarsamningsins milli is- lendinga og Breta væru byrjaðir að hafa áhrif. Vatnafræðingar streyma til landsins ÞING norrænna vatnafræðinga verður haldið í Reykjavik dagana 28. ágúst til 2. september n.k. að Hótel Loftleiðum. Norðurlónd hafa haft töluverða samvinnu sín á milli í vatnafræði undanfarin ár og var sú samvinna að hluta til skipulögð innan alþjóðasamstarfs UNESCO, sem byrjaði með IHD (International Hydrological Dec- ade) Alþjóðlegum áratug vatna- fræðinnar 1964—74, sem nú hefur verið áfram haldið með IHP, International Hydrological Programme og NHF, Nordisk Hydrologisk Forening, félagi norrænna vatnafræðinga, sem heldur ofannefnt þing. Á þinginu verða rúmlega 170 þátttakendur, þar af 130 erlendir. Þar verða lagðar fram 54 ritgerðir, 9 þeirra Islenzkar. Þingið verður i tveimur hlutum og fjallar annar um með- ferð og notkun vatnafræðilegra upplýsinga en hinn um vatna- fræðileg umhverfis'sjónarmið. Að þinginu loknu fara þátttakendur i 3 daga ferð um Suðurland. Mikið um dýrðir að Kjarvals- stöðum SKULPTUR, vefnaður. gler- myndir, keramík, olíu myndir, kr(tarmyndir, teikningar, grafíkmyndir. . . Félag fslenzkra myndlistar- manna hefur haldið innreið slna á Kjarvalsstaði á ný eftir langt hlé Haustsýn- ingin verður opnuð á laug- ardag, 28. ágúst kl. 15. Vandlát sýningarnefnd Sýningarnefndinni bárust að þessu sinni um 300 verk eyki flytur verk eftir islenzk og erlend tónskáld við opnun og tvisvar siðar á sýningar- timanum. Þá verða sýndar kvikmyndir um heimsþekkta erlenda listamenn og þeirra verk Meðal þeirra má nefna Oldenburg, Francis Bacon, Picasso, Braques og Andy Warhol. Þessar kvikmynda- sýningar verða nánar aug- lýstar siðar Haustsýningin verður opin frá 28. ágúst til 12 septem- ber, laugardaga og sunnu- daga frá kl 14—22, aðra daga kl 16 — 22 Sýningin verður lokuð á mánudögum. en tæplega helmingur þeirra var tekinn á sýninguna. Eins og að ofan segir, eru mynd- verk af ýmsum gerðum á sýningunni, en alls eiga 48 listamenn þar verk. Sjö þeirra sýna nú í fyrsta sinn á Haustsýnihgu, en það eru þau Ómar Skúlason, Kristján Kristjánsson, Þórður Hall, Jón Örn Ásbjörnsson, Gísli Guðmann, Haukur Dór og Salome Fannberg. Þar að auki. . . Sú nýbreytni verður tekin upp á þessari Haustsýningu, að á sýningartimum verða tónleikar og kvikmyndasýn- ingar. Söngflokkurinn Hljóm-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.