Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGUST 1976
5
Timman og Najdorf
efstir eftir 2 umferðir
ÖNNUR umferd Reykjavíkur-
skákmótsins, sem tefld var á
miðvikudagskvöld, bauð upp á
mikla spennu og skemmtilegar
sRakir.
Þar er fyrst til að taka að
Gunnar Gunnarsson, sem kom
beint úr vinnunni að skákborð-
inu, lék illilega af sér í byrjun-
inni gegn Helga Ólafssyni. Mis-
tökin kostuðu Gunnar peð, auk
verri stöðu. En þá komu beztu
eiginleikar hans sem skák-
manns fram. Hann hleypti í sig
mikilli hörku, gerði andstæð-
ingnum eins erfitt fyrir og
hann mögulega gat og svo fór
að lokum, að Helgi lék óná-
kvæmt og skákin leystist upp í
jafntefli.
Önnur skák, sem vakti mikla
athygli áhorfenda, var viður-
eign Tukmakovs og Inga R.
Jóhannssonar. Sovézki stór-
meistarinn fékk betri stöðu út
úr byrjuninni og hefur að öll-
um líkindum átt unnið tafl ein-
hverntíma í miðtaflinu. Ingi
varðist hins vegar af sinni al-
kunnu seiglu og öryggi og þeg-
ar Rússinn hugðist leggja kóng
hans að velli skaut Ingi inn
fallegum millileik, sem sneri
skákinni við í vetfangi. I bið-
eftir JÓN Þ. ÞÓR
stöðunni er ekki auðvelt að sjá
björgunarleið fyrir Tukmakov.
Hinn Sovétmaðurinn,
Antoshin, átti í höggi við Hauk
Angantýsson, sem eyddi mikl-
um tima i byrjunina, án þess þó
að finna nokkra haldbæra leið.
í tímahrakinu yfirsást honum
snjall millileikur (25.—c2!) og
þegar Haukur fór yfir tíma-
mörkin skömmu siðar var staða
hans gjörtöpuð.
Hvitt: Haukur Angantýsson
Svart. V. S. Antoshin
Philidorsvörn
1. e4 — e5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 —
exd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 —
Be7, 6. Bc4 — 0-0, 7. 0-0 — a6, 8.
a4 — Rc6, 9. Bf4 — Rb4, 10.
Bb3 — c5, 11. Rf3 — Be6, 12.
Rd2 — d5. 13. exd5 — Rfxd5,
14. Rxd5 — Rxd5, 15. Bg3 — b5,
16. c3 — Dd7, 17. Rf3 — Had8,
18. axb5 — axb5, 19. Ha5 — c4,
20. Bc2 — b4, 21. Dal — Bf6,
22. Re5 — Dc8, 23. Be4 — Hfe8,
24. Hfdl — bxc3, 25. Bxd5 —
c2, 26. Hd2 — Bxe5 og hér fór
hvftur yfir timamörkin.
Friðrik Ólafsson og Vukcevic
tefldu afar rólega skák, þar sem
Friðrik hafði lengst af heldur
rýmri stöðu. Honum tókst þó
aldrei að ná afgerandi yfirburð-
um og skömmu áður en skákin
átti að fara í bið þráléku kepp-
endur.
Guðmundur Sigurjónsson
náði snemma heldur betra tafli
gegn Westerinen og stefndi að
kóngssókn. Finninn varðist af
miklu öryggi og svo fór að lok-
um að ekki var um annað en
jafntefli að ræða.
Hollenzki stórmeistarinn Jan
Timman teflir nú af mikilli
hörku. Hér sjáum við hvernig
hann lagði Keene.
Hvftt: J.H. Timman
Svart: R.D. Keene
Nimzoindversk vörn.
1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3
HUCFFLAC im
ÍSLAXDS m
Félög öeirra sera
— Bb4, 4. e3 — 0-0, 5. Bd3 —
c5, 6. Rf3 — d5, 7. 0-0 — dxc4,
8. Bxc4 — Rbd7, 9. a3 — cxd4,
10. axb4 — dxc3, 11. bxc3 —
Dc7, 12. Db3 — Rb6, 13. Be2 —
e5, 14. c4 — Be6, 15. Ha5 —
Rfd7, 16. Rg5 — Bxc4, 17. Dc2
— g6, 18. f4 — Hac8, 19. fxe5 —
Bxe2, 20. Dxe2 — Rxe5, 21. Re4
— Rd7, 22. Hxa7 — Db6, 23.
Ha5 — Dxb4, 24. Hxe5 — Hxcl,
25. Rf6+ — Rxf6, 26. Hxcl —
Rg4, 27. Hb5 — De4, 28. h3 —
Re5, 29. Dd2 — Rc4, 30. Dd4 —
Dxe3+ 31. Dxe3 — Rxe3, 32. g4
— f5, 33. Kf2 — f4, 34. Hc7 —
f3, 35. Hxb7 og svartur gafst
upp.
Margeir Pétursson beitti
Drottningarindverskri vörn
gegn Najdorf. Margeir náði
góðri stöðu, en lék síðan
ónákvæmt og gerði stórmeistar-
inn þá út um skákina með
nokkrum laglegum leikjum.
Björn Þorsteinsson náði
snemma góðri stöðu gegn
Bandarikjamanninum Matera.
sem beitti Sikileyjarvörn. Birni
tókst hins vegar ekki að finna
neitt gott ,,plan“ og smám sam-
an náði Matera undirtökunum.
Hefur hann mun betra tafl í
biðstöðunni. Að loknum 2 um-
ferðum eru þeir Timman og
Najdorf efstir með 2 vinninga
en næstir koma Antoshin með
1,5 v., Tukmakov með 1 v. og
biðsk. og siðan Friðrik og Helgi
með 1 v. hvor.
Hvað er
lýðháskóli?
SKÓLASTJÓRI Snoghöj lýð-
háskólans Jakob Krögholt mun
halda fvrirlestur um lýðhá-
skóla almennt og Snoghöj skól-
ann sérstaklega í Norræna hús-
inu sunnudaginn 30. ágúst.
Snoghöj lýðháskólinn hefur
sérhæft sig í styttri og lengri
námskeiðum um norræn, en
einnig evrópsk vandamál.
Margir Islendingar hafa stund-
að nám við þennan skóla. í
fyrirlestrinum mun Krögholt
segja frá starfseminni og ræða
um þá þýðingu, sem lýðháskól-
ar á Norðurlöndum geta haft
fyrir Norræna samvinnu. Fyrir-
lesturinn hefst kl. 20.30 og er
öllum heimill aðgangur.
MYNDLIST Á
SJÚKRAHÚSI
UM þessar mundir stendur yfir
myndlistarsýning i Sjúkrahús-
inu í Keflavík á vegum Starfs-
mannaráðs sjúkrahússins. Þar
eru sýndar myndir eftir Höllu
Haraldsdóttur og Erlu Sigur-
bergsdóttur. Þessari sýningu
lýkur 4. september, en starfs-
mannaráðið hefur ákvéðið að
þegar henni lýkur muni önnur
taka við. Sýningin er opin um
helgar frá kl. 15—16 og alla
virka daga frá kl. 18.30—19.30.
Danskir kenn-
arar á nám-
skeiði í bólstr-
unartækni
TVEIR þekktir húsgagna-
bólstrarar frá Danmörku, sem
eru ráðgjafar i iðn sinni, munu
verða kennarar á námskeiði t
nýjungum í bólstrunartækni,
sem Rannsóknastofnun iðnað-
arins gengst fyrir f lok þessa
mánaðar. Námskeiðið er ætlað
meisturum og sveinum starf-
andi við bólstrun, en er einnig
opið húsgagnaarkitektum og
öðrum, sem að hönnun hús-
gagna vinna.
Námskeiðið verður haldið í
húsakynnum tréiðnadeildar
Iðnskólans í Reykjavík og verð-
ur kennt bæði með erindum,
glitmyndum og kvikmyndum
sem og verklega. Er þátttakend-
um þá gefinn kostur á að koma
með verkefni úr starfi sinu,
sem erfiðleikar eru á að leysa.
Danirnir, sem kenna á nám-
skeiðinu, eru þeir Hans Holten,
sem einnig er húsgagnaarki-
tekt, og Viktor Hermansen, en
hann mun að námskeiðinu
loknu fara á vinnustaði til
skrafs og ráðgjafar um sérstök
vandasöm verkefni.
Lýst eftir vitni
— Leiðrétting
í MBL. í gær er lýst eftir vitni
að þvi er ekið var á Saabbifreið-
ina R-5052 á bilastæði við
Smiðjustíg. Þar segir að ekið
hafi verið á bifreiðina sl. mánu-
dag, en hið rétta er að þetta
gerðist 26. júlí sl. Sjónarvottar
að þessum atburði eru enn
beðnir uin að gefa sig fram við
lögregluna.
MINNINGAR-
GJÖF TIL
SJÚKRAHÚSS
KEFLAVÍKUR
SJÚKRAHtJSI Keflavíkur-
læknishéraðs héfur verið gefið
listaverkið „Sakleysi" eftir
Höllu Haraldsdóttur. Gefandur
eru Jóna Einarsdóttir, ekkja
Stefáns Björnssonar sparisjóðs-
stjóra og börn þeirra, Einar,
Björn og Jóhanna. Listaverkið
gefa þau til minningar um
Stefán, sem hefði orðið 100 ára
27. desember 1975.
Myndin „Sakleysi" mun vera
Suðurnesjamönnum kunn þar
sem hún hefur verið prentuð á
kort, en ágóði af sölu kortanna
rann til kaupa á hjartatæki
fyrir sjúkrahúsið.
5^%
LAUGAVEGUR
©-21599
BANKASTRÆTI
©-14275