Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGUST 1976
27
Kolbeinn Ólafsson
—In memoriam
Fæddur 7. desember 1934.
Dáinn 17. ágúst 1976.
Glæsilegur, góður drengur og
afburða hetja er gengin eftir
harðvituga baráttu um áraraðir
við manninn með ljáinn. Fallega
brosið hans Kolla og hin ljúfa
lund eru nú aðeins perlur í festi
minninganna, óbrotgjarnar perl-
ur, sem ljóma og skina i hugum og
hjörtum konu og barna, nánustu
ættingja og í stórum vinahópi.
Þessi ungi, glæsilegi og geð-
þekki maður, aðeins 41 árs að
aldri — í blóma lifsins — er nú
sofnaður svefninum langa. Hann
vissi hvað I vændum var. En þrátt
fyrir allt var hann bjartsýnn og
barðist brosandi og hugdjarfur til
hinztu stundar. Slík hetjulund er
sjaldgæf. Skaphöfn hans neitaði
að brotna eða bresta en sofnaði að
lokum hæglátum, ljúfum og djúp-
um svefni. Hann kvaddi með
þeirri nærgætni og hugarró, sem
honum var í blóð borin.
Kolbeinn Ölafsson húsgagna-
smiður var fæddur Reykvíkingur,
7. des. 1934 sonur hjónanna Elísa-
betar Metta Sigurðardóttur og
Ölafs Ölafssonar, sem um árarað-
ir var starfsmaður ölgerðarinnar
Egill Skallagrimssonar hf., vin-
föst og vinamörg hjón, sem
bjuggu lengi með fallegan barna-
hóp í Sólbyrgi við Laugarásveg.
Þangað var jafnan gott að koma,
enda sóttu þangað margir, þvi að
jafnan stóðu þar opnar dyr gest-
risni göfugra húsbænda.
Snemma vakti Kolbeinn athygli
samferðamanna, yngri sem eldri,
sakir óvenjumikillar ytri glæsi-
mennsku og þó ekki síður vegna
prúðmannlegrar framkomu og
viðmóts, er bar vott um geðprýði,
glaðværð, góðar gáfur og ekki sízt
hjálpfýsi og félagshyggju. Hann
var vel að iþróttum búinn og um
skeið einn af kunnustu skíða-
mönnum landsins. Var hann virk-
ur félagi í Glímufélaginu Ár-
manni og skipaði þar sveit
snjallra skíðagarpa með sóma.
Þessi eftirtektarverði og prúði
ungi maður naut mikilla vinsælda
og trausts i félagi sínu, enda vann
hann i þvi af heilum hug og dugn-
aði.
Hagleiksmaður var hann á
marga lund og lauk sveinsprófum
i iðngreinum sinum með sóma og
af stakri samvizkusemi. Kolbeinn
var því búinn traustu og góðu
veganesti út á lífsbrautina og átti
því skilið að eiga þar langan og
giftudrjúgan starfsdag. En
skyndilega skipti sköpum og þessi
góði drengur varð að heyja 17 ára
þrotlausa baráttu við erfið veik-
indi — baráttu, sem nú er lokið.
Kolbeinn var okkur, sem áttum
því láni að fagna að kynnast hon-
um ungum og eiga samleið með
honum um árabil, mikið eftirlæti.
Hann bar með sér brosið fallega
og geðið glaðværa, sem yljaði öll-
um um hjartarætur. Og oft undr-
uðumst við æðruleysi hans og
jafnaðargeð. Þess vegna munum
við ætið og ævinlega sakna hans
sárt.
En hversu óendanlega er tregi
okkar ekki smár hjá þeirri djúpu
sorg er eiginkona hans, börn,
móðir og bróðir bera nú I brjósti?
Eiginkona hans, Ingibjörg Sig-
urðardóttir, Oddssonar, Björns-
sonar prentsmiðjustjóra á Akru-
eyri og Kristinar Bjarnadóttur,
fyrrum bankaútibússtjóra á
Akureyri, var Kolbeini frábær
lifsförunautur. Hún vakti vökul-
um augum og ástriku geði eigin-
konunnar yfir' velferð ástvinar
sins með þeim hætti, sem næstum
óviðjafnanlegt er og erfitt er að
lýsa. Fórnfýsi Ingibjargar, djúp
og einlæg ást hennar og um-
hyggja, va sú birta, sá ylur og
styrkur, er gaf Kolbeini þann
mátt og þrótt, er efldi hann jafn-
an I hverri raun. Síðasta árið
dvaldist hún hjá elskulegum eig-
inmanni I Englandi, þar sem hann
gerði hugdjarfa tilraun til að
sigra i baráttunni miklu. Þar
vakti hún og bað með börnum
þeirra við beð hans. Hetjulund
hennar er okkur ógleyraanleg,
1 1 I » I l . »ti I i 'i I ^ 1) ,* f
sem bezt þekktum allar aðstæður.
En umfram allt var það Kolbeinn
sjálfur, sem mat hana mest og
unni henni mest.
Fari nú vel ljúflingur, góður
vinur og frændi. Þökk sé honum
fyrir minningarika, bjarta og
heiðríka samleið og verði heim-
koman sveipuð ljósinu vermandi.
Algóður Guð gefi hans nánustu
trúartraust og styrk.
Jakob V. Hafstein.
Kolbeinn Ólafsson lést á sjúkra-
húsi i London 17. þ.m. eftir erfiða
sjúkdómslegu þar, en hann hélt
utan til lækninga í september á
síðastliðnu ári.
Kolbeinn var fæddur i Reykja-
vík 7. desember 1934. Foreldrar
hans voru þau Ólafur Ólafsson, er
lést 1962, og Elisabet Metta Sig-
urðardóttir, sem enn er á lífi, en
þau bjuggu lengst af í Sólbyrgi
við Laugarásveg.
Mér er ekki í hug að hlaða
neinu oflofi á þennan vin minn
horfinn. I því hefði honum verið
litil þægð. Fyrir mínum sjónum
Reykjavík, kvæntur Jónu Geirs-
dóttur frá Akranesi. Þau hafa
eignazt fimm börn. Guðjón pipu-
lagningameistari I Kópavogi,
kvæntur Auði Jörundsdóttur,
fyrrv. alþingismanns Brynjólfs-
sonar. Þau eigá fjögur börn. Jón
verkamaður á Kjalarnesi, kvænt-
ist Grétu Magnúsdóttur frá Vallá
á Kjalarnesi. Þau slitu samvist-
um. Börn þeirra eru fimm. Bjarni
rafvirkjameistari í Reykjavik,
kvæntur Ritu Abbing frá Hol-
landi. Þau eiga þrjá syni. Guð-
finna afgreiðslustúlka í Reykja-
vík. Hún hefur ekki gifzt, en æv-
inlega átt heimili með móður
sinni. Síðastliðin 17 ár hafa þær
mæðgur átt saman fallegt heimili
að Kleppsvegi 6 i Reykjavík.
Áður en Ágústína giftist eign-
aðist hún einn son, Sigurð, af-
greiðslumann i Reykjavík, með
Hafliða Hafliðasyni næturvagt-
manni við Reykjavíkurhöfn um
25 ára skeið. Sigurður er kvæntur
Klöru Tómasdóttur úr Rangár-
vallasýslu. Þau eiga tvær dætur.
Þau Ágústína og Júlíus maður
hennar slitu samvistum árið 1931.
Þá var elzta barn þeirra 11 ára, en
það yngsta nýfætt. Eftir þetta var
Agústina ein með barnahópinn
sinn.
í skjóli dóttur sinnar bar Ágúst-
ína aldur sinn vel, á heimili
þeirra þar til tæpum fjórum mán-
uðum fyrir andlát sitt, að hún fór
á sjúkrahús og dvaldist þar unz
hún kvaddi þetta jarðlíf, þá er
aðeins var aex daga vant að hún
yrði 90 ára að aldri.
Er Ágústina lézt /'átti hún 48
afkomenjjur á lífi. Allt er það
mannvænlegt fólk sem, ásamt
...............,,,,,,,.........
var hann einstaklega skapgóður
maður og tilfinninganæmur, sem
kom best í ljós í öllum hans miklu
og erfiðu veikindum. Hann gekk
heilshugar að hverju starfi er
hann tók að sér, enda framtaks-
samur að eðlisfari og ósérhlífinn.
Þessi voru kynni min af Kolbeini
og þau kynni entust frá þvi við
gengum saman í barnaskóla.
Fyrir nokkrum árum stofnaði
hann trésmíðaverkstæðið Hag-
smíði ásamt félaga sinum og starf-
aði hann við það meðan kraftar
entust. Kolbeinn var virkur félagi
í skíðadeild Ármanns og starfaði
þar að ýmsum félagsmálum þó að
hann gæti ekki notið sem skyldi
ánægjunnar af skiðaferðum og
útivist seinni árin sökum sjúk-
leika síns.
Árið 1960 kvæntist Kolbeinn
eftirlifandi konu sinni Ingibjörgu
Sigurðardóttur og eignuðust þau
2 börn, Kolbrúnu 12 ára og Sigurð
9 ára. Heimilislif þeirra var til
mikilla fyrirmyndar. Voru þau
einstaklega samhent, gestrisin og
alltaf jafn gott að koma til þeirra.
Ingibjörg hefur staðið við hlið
manns sins og verið hans styrka
stoð alla tíð, i öllum erfiðleikum.
Ég minnist ógleymanlegra
ánægjustunda sem við hjónin og
aðrir vinir þeirra áttum með þeim
Kolla og Ingu, og var Kolli þá
hrókur alls fagnaðar.
Við vinir hans kveðjum hann
nú og þökkum vináttuna, sem
aldrei bar skugga á. Erfitt er að
sætta sig við að Kolli vinur sé
horfinn en mestur söknuður er
hjá Ingu og börnunum, Mettú
móður hans, bróður og öðrum ætt-
ingjum. Þeim sendum við vinir
hans okkar dýpstu samúð og hlut-
tekningu.
Ingvi Guðmundsson.
Árið 1964 var mér gert að vinna
að sveinsstykki i húsgagnaiðn,
sem ég var þá að ljúka námi við.
Með mér að verkefninu valdist
annar nemi, Kolbeinn Ölafsson.
Höfðum við litt þekkst fram að
þessu, en frá fyrstu stundu þessa
verkefnis tókst með okkur vin-
skapur sem hélst allt til hans sið-
asta dags.
Strax á fyrstu dögum sveins-
stykkisins hófum við Kolli að gera
áætlunina að stofnun sameigin-
legrar trésmiðju, og um það bil
ári siðar var áætlun okkar hrint í
framkvæmd með stofnun Hag-
smíði h.f., og var rekstur hafinn
að Síðumúla 22 i Reykjavík. Sam-
an unnum við að að komast yfir
byrjunarörðugleikana, og þrátt
fyrir að þá þegar hafi Kolli verið
sjúkur maður mætti hann dag
hvern til vinnu sinnar og skilaði
ávallt sínu dagsverki, engu siður
Á þessari kveðjustundu er mér
í huga fullvissa um að sá Guð er
skóp þessa konu, sem hér er
kvödd, til jarðlífsgöngu hennar
studdi hana þar, sé enn hjá henni.
Þessum minningaorðum mínum
um Ágústínu Jónsdóttur fylgja
vinakveðjur frá bræðradætrum
hennar, Fjólu og Ingveldi, með
þökk og virðingu fyrir hennar
góðu viðkynningu við þær.
Ingveldur Gísladóttir.
en við hinir sem fullfriskir
vorum. Rákum við verkstæðið i
góðri samvinnu til ársins 1971 er
ég seldi minn hlut í fyrirtækinu
þar sem áhugi minn beindist á
aðrar brautir.
Allt frá því er kynni okkar hóf-
ust var mér ljóst að þar gekk
maður ekki heill heilsu. Hef ég
oft dáðst að því, að þrátt fyrir að
hann gerði sér alltaf ljóst, að lif
Jians hérna megin yrði styttra en
hjá flestum öðrum, og þrautir
hans voru oft miklar, heyrðist
hann aldrei kvarta. Allar athafnir
hans báru með sér að hann vissi
að hverju dró, "og vann hann si-
fellt að því að búa fjölskyldu
sinni áhyggjulaust lif þegar hans
nyti ekki lengur við. Er skemmst
að minnast húsbyggingar hans að
Vesturbergi 86, en þar vann Kolli
fársjúkur meira af vilja en mætti
að því að fullgera hús sem skyldi
verða heimili fjölskyldu hans í
framtíðinni. Við kunningjarnir
sem reyndum að rétta honum
hjálparhönd við byggingupa dáð-
umst oft að dugnaði og ósérhlífni
þessa sjúka manns, og er ekki vafi
á að oft framvegis verður okkur
hugsað til hetjulegrarbaráttuhans
þegar vandamál steðja að okkur.
Það eru menn eins og Kolli sem
kenna okkur hinum að taka á
vandamálum og berjast af æðru-
leysi við erfiðleika sem steðja að
okkur.
Eg veit að það var ekki að skapi
Kolla að um hann yrði samin löng
lofgrein, og því er þessi kveðja
min aðeins stutt til þessa góða
vinar.
Konu Kolla, Ingu, sem var hans
styrka stoð og stytta í baráttu
hans, svo og börnum þeirra, Kol-
brúnu, Sigurði og móður hans,
Mettu, votta ég mina dýpstu sam-
úð. Missir slíks maka. föður og
sonar sem Kolli var er §tór. Valdi.
Agústína Jónsdótt-
ir—Minningarorð
F. 22. ágúst 1886.
D. 16. ágúst 1976.
Ágústína var fædd í Búrfells-
koti í Grímsnesi. Hún var yngsta
barn foreldra sinna, Jóns Bjarna-
sonar bónda þar og konu hans,
Ingveldar Gisladóttur. Börn
þeirra hjóna voru átta. Tvö þeirra
dóu ung, en þau, sem náðu full-
orðins aldri, voru:
Guðrún f. 6. des. 1874 — d.
1955. Bjarni f. 2. marz 1876 — d.
1930. Gísli f. 4 sept. 1878 — d.
1944. Ingveldur f. 1. okt. 1879 —
d. 1958. Guðjón f. 2. ág. 1885 — d.
1958, og Ágústina f. 22. ág. 1886
— d. 1976.
Ágústína giftist árið 1920 Júlí-
usi Þorkelssyni frá Ártúni á Kjal-
arnesi. Þau hjónin eignuðust sex
börn, sem öll eru á lífi. Þau eru:
Svavar bifvélavirki í Reykjavík,
kvæntur Hönnu Pétursdóttur frá
Sauðárkróki. Þau eiga fjögur
börn. Gunnar verkamaður í
tengdadætrum hennar, reyndist
henni vel í elli hennar.
Áafmælisdaginn hennar í fyrra
var margt afkomenda hennar og
vina samankomið á heimili henn-
ar að minnast þess viðburðar I lífi
hennar. Ég fékk þess notið að
vera þar þá.
Nú hefur Ágústína, stuttu áður
en hún hefði átt 90 ára afmæli,
kvatt þetta jarðlif hinztu kveðju.
í þessum kveðjuorðum mínum
til föðursystur minnar vil ég tjá
hug minn til hennar. Ekki ætla ég
að rekja æviferil hennar meira en
ég hefi þegar gert hér á undan, en
vil segja: Að svo sem gull prófast
i eldi hefur komið fram í ævistörf-
um hennar á öllum aldursskeið-
um hennar í þessu jarðlífi, að þar
var hennar sæti velskipað hverju
sinni, jafnt í blíðu og striðu, þar
sem var hennar sterki persónu-
leiki og mikla atgervi til líkama
og sálar.
*
Námskeiðin heQast
að nýju mánudaginn 6. sept.
Dag- og kvöldtímar
Leikfimi — sauna — sturtur — Ijós — sápa
— shampoo og olíur innifaliö í verði.
Frítt kaffi á eftir í notalegri setustofu.
Sérstök megrunarnámskeiö 4 sinnum í viku. Meö
verölaunum flugferð með Flugfélagi Islands
Frábær árangur hefur náöst
á þessum megrunarnámskeiðum.
Nýjung
Nú geta konur, sem ekki geta stundað leikfimi einnig
komið í megrun í Hebu og notið þjónustu okkar.
Nudd á boðstólum eftir leikfimitímana. Einnig sérstakir
nuddtímar og nuddkúrar
Upplýsingar og innritun er hafin.
Sími 42360 og 86178.
Pantaðir tímar óskast staðfestir
tba
".C ^
Heilsurœktin HEBA Auðbrekku 53 sími 42360
■ ..............
I I 1 ■ II 1 ■ I ■ I ■ I I I I | | | ■ 1 | | | | t t , | | ^