Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1976 21 MIDWAY FER TIL KÖREU — Myndin var tekin er bandarlska flugmóðurskipið Midway og fylgiskip þess héldu úr höfn f Yokosuka f Japan á föstudag áleiðis til Kóreu vegna viðbúnaðar Bandaríkjamanna þar og spennunnar á hlutlausa beltinu milli Suður- og Norður-Kóreu. AP-mynd — Aldarminning Framhald af bls. 25 sveit og stöðu. Henni brást aldrei háttvisi og hin sanna mennt hjart- ans, hvort sem höfðingi eða smæl- ingi átti i hlut, bæði I sorg og gleði. Hún var perla heimilis og sveitar. Sr. Jón var ekki aðeins predik- ari, bókamaður útlendra skáld- rita, söngvari og prestur. Hann var einnig hagyrðingur góður, og mundu margir hafa nefnt hann skáld. Einkum orti hann trúar- og sorgarljóð um elzta soninn, sem hann missti ungan dreng og ágæt- an. Sama varð honum er systir hans Valborg lézt I blóma lífs. Ljóðdísin vakti honum vonir og styrk til að syngja harm sinn fjær og hefja sonartorrek. Eitt þessara ljóða heitir Móður- draumur það hefst svo: Snemma f vetur draum mig fagran dreymdi dreng ég þóttist æskubjartan sjá. Augun voru indæt, djúp og blá, unað lýstu, barnsleg sál er geymdi. Kominn þar kenndi ég þegar hann, sem Ijós mitt var. Annars var það héraðsfleygt, að einu sinni sem oftar, þegar Matthías Jochumsson skáld kom í heimsókn að Stað hafi sr. Jón flutt honum ljóð eftir sjálfan sig og söng það einnig sjálfur. Þetta var í tilefni 70 ára afmælis Matthíasar, þetta var erindi um hlutverk skáldsins: Að örva gleði æskumanns, og efla sálarþroska hans, að breiða á sérhvers brautir rós og breyta myrkri í ljós. Að ræða mannleg störf og stríð, er stendur alla heimsins tíð. Og hugga þá sem harmur sker það hlutverk skáldsins er. Sr. Jón Þorvaldsson og Ólína Snæbjörnsdóttir giftust 3. okt. 1903. Börn þeirra eru: Snæbjörn bóndi á Stað, kvæntur Unni Guð- mundsdóttur, Ragnheiður, gift Ól- afi Siggeirssyni, deildarstj. Al- þingis, Kristján, bæjarfulltr. á Akureyri og borgardómari i Reykjavík, kvæntur Þórunni Jónsdóttur, hann er látinn. Og fóstursonur þeirra Staðar-hjóna er sr. Jón Árni Sigurðsson, prest- ur í Grindavík, kvæntur Jónu Sig- urjónsdóttur. Öll eiga þau börn, sem mér er ekki kunnugt um hve mörg eru. Sr. Jón var ekki bóndi að eðlis- fari, þótt hann byggi stórt á Stað. Það var frúin og úrvalsráðsmenn, sem önnuðust búið. Hann var presturinn, söngvarinn, skáldið í óskum sinum og draumum. Hann var einfari að innri gerð, dulur, hlédrægur maður, sem gjarnan gekk um aleinn með óm- brot á vörum. Hann var einn þeirra sem vaxa að persónuleika og virðingu, með samanburði við samferðafólkið á lífsleiðinni. Prestur bernsku og æsku, söngvari við altari, predik- ari i kirkju dalsins. Sá staður sem hann unni mjög næst litlu ieiði i kirkjugarðinum var fossinn uppi í fallinu. Þeir voru kannski skyldari en flestir tóku eftir. Það finnst bezt nú þeg- ar rödd fossins og söngur prests- ins tilheyrir aðeins minningum og eilifð. Blessuð sé minning frú Ólínu og sr. Jóns á Stað. Reykjavík 28. júli 1976 Árelíus Níelsson. — Skógareldar Framhald af bls. 17 hefta enn frekari útbreyðslu elds- ins og takizt það verk sem hafið var í dag, eru bundnar vonir við að ráðið verði niðurlögum eld- anna. — Rændu Framhald af bls. 17 Fréttin frá Chenghow er aðeins ein af mörgum sem ferðamenn frá Kína hafa sagt við heimkom- una og bera vitni um töluverða ólgu i landinu. Einstakar slikar fréttir geta að visu verið snubbóttar en ásamt yfirlýsingum hinnar opinberu fréttastofu og sönnum fréttum af fjöldamótmælafundi á Tienammentorgi í Peking í april, draga þær upp mynd af vaxandi spennu, tilhneigingu til að hlita ekki skilyrðislaust aga stjórn- valda og kvíða vegna yfirvofandi andláts Mao formanns. Biðin og óvissan um hvað við tekur virðist vekja með mörgum hið sárasta angur. Kona ein í Peking sagði við erlendan gest þar: ,,Þið vitið ekki hvað fer hér fram. Við vitum það ekki heldur. En við vitum að eitthvað mikið mun gerast. Við erum bara að biða.“ Kannski má rekja hik stjórnvaldanna eða vanmátt til að leysa ýmis vandamál, til þess að allir eru á báðum áttum og enginn getur cpáð því hvað við muni taka þegar formaðurinn aldni gefur upp andann. Svo virðist til að mynda að herferð sú, sem hafin var á hendur endurskoðunarsinn- um og áhangendum Tengs, hafi stöðvazt eða komizt i sjálfheldu. Virðist ríkja ráðleysi og framtaks- leysi meðal stjoðrnarinnar og eru margar ábyrgðarstöður auðar, en einhvern veginn hefur enginn dug eða vald til að skipa i þær á ný. Meðal áhrifastarfa sem eng- inn hefur verið settur í eru til dæmis fjögur auð sæti í stjórn- málaráðinu og staða yfirmanns herafla landsins eftir að Teng var hreinsaður í vor. rH/ ALLS r> / / É Vélapakkningar Dodge '46—'58, 6 strokka. Dodge Dart '60—70, 6 — 8 strokka. Fiat, allar gerðir. Bedford, 4—6 strokka, dísilhreyfil. Buick, 6—8 strokka. Chevrol. '48 — '70, 6—8 strokka. Corvair Ford Cortina '63 — '71. Ford Trader, 4—6 strokka. Ford D800 '65—70. Ford K300 '65—'70. Ford, 6 — 8 strokka, '52 —'70. Singer — Hillman — Rambler — Renault, flestar gerðir. Rover, bensín- dísilhreyfl- ar. Tékkneskar bifreiðar allar gerðir. Simca. Taunus 12M, 17M og 20M. Volga. Moskvich 407—408. Vauxhall 4—östrokka. Willys '46 — '70. Toyota, flestar gerðir Opel, allar gerðir. Þ. Jónsson&Co. Simar 8451 5 — 84516 Skeifan 1 7. Svartsýni á hafrétt- arráðstefnunni FORMAÐUR sendinefndar Bandarlkjanna á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna hef- ur látið I ljósi óánægju með gang mála á ráðstefnunni, sem nú er u.þ.b. hálfnuð. A einkafundi bandarísku nefndarinnar sagði formaðurinn, T. Vincent Learson, að jafnvel þótt allir fulltrúar hefðu komið á ráðstefnuna með fullan vilja á því gð leysa þau deiluatriði, sem standa I vegi fyrir samningum, hefði í raun sáralftið gerzt. Jens Evensen, varaforseti haf- réttarráðstefnunnar, hefur einnig gefið í skyn vonbrigði. Hann kveður það ekki líklegt, að unnt verði að ganga frá samningi áður en ráðstefnunni lýkur 17. sept. n.k. Evensen vill að forseti ráð- stefnunnar, Amerashinge, sem nú er á ráðstefnunni í Columbo og formenn fulltrúanefndanna komi saman og gangi frá nýjum samningi, sem myndi fela í sér meginatriði þeirra fjögurra samninga, sem nú er verið að fjalla um. Þau deiluatriði. sem hæst ber varða nýtingu olíu og fisks, landgrunn og rétt land- luktra ríkja gagnvart strandrikj- um. Formaður bandarísku nefndar- innar, Learson, sagði enn fremur, að ráðstefnunni lyki því aðeins farsællega að fulltrúarnir gerðu gangskör að því að meta valkost- ina og komast að niðurstöðu. Til þess þyrfti breytingar: nýir samningsuppdrættir einir saman eru engin framför, sagði Learson, nema þeir feli í sér lausn, sem hljóti almennt samþykki. Hef tekið til starfa að Brautarholti 2 Viðtalstími i síma 23495, frá kl 1 — 5 Skú/i Ó. Kristjánsson, tann/æknir. Fylgist með verðlagi Verðsýnishorn úr HAGKAUP HAGKAUP VERSLUN A VERSLUN B Hveiti 5 Ibs. 255,— Libby s tómatsósa 340 g 146,— Mixfertig kókómalt 1 kg. 446,— Flóru ávaxtasafi 2 I. 594,— í Blandaðir ávextir 1 /1 dós 339,— Sykur 1 kg. 135.— | Morrell bakaðar baunir 219 g 99,— Paxo rasp 141 g 61,— Cocoa Puffs pr. pakki 259.— Snap cornflakes pr. pakki 256,— [ Appelsinur 2 kg. 270 — Fiesta eldhúsrúllur 2 stk. 189 — | Petal salernispappir 2 stk. | 92,— . . Opið föstudag til 10 lokaö laugardag Ef þér verslið annars staðar, þá hafið þér hér eyðublað til að gera verðsamanburð. Síöustu dagar útsölunnar I SKEIFUNN1151 IsÍMI 86566 VEGNA FRÉTT- AR í ÚTVARPI Vegna fréttar i hádegisút- varpinu 26. ágúst óska ég eftir að fá eftirfarandi birt: Norðlenzkir og austfirzkir bændur finna tii með bændum á Suður- og Vesturlandi vegna hinna miklu óþurrka, sem yfir hafa gengið og óska þess að úr rætist þótt seint sé. Afstaðan til Reykjavikurvaldsins er af öðrum toga spunnin. Einar Ö. Björnsson, Mýnesi. Hlaut 1. verðlaun á Japan Stereo Compo ‘76. Hreinsar allt af hljómplötunum nema MÚSÍKINA Einkasöluumboð: VALAFELL Hafnarfirði - Sími 53502

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.