Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1976 Skelveiðisjómenn í Stykkishólmi: Róum ekki fyrr en leiðrétting fæst á verðinu SKELVEIÐISJÓMENN f Stykkis- hólmi eru mjög óánægðir með ákvörðun Verðlagsráðs sjávarút- vegsins um að lækka verð á hörpudiski úr 35 krónum hvert kíló í 26 krónur, og hafa bátar ekki farið á sjó þar frá þvf á mánudag í mótmælaskyni. Að sögn Sigurðar Hreiðarssonar skipstjóra f Stykkishólmi var sjó- mönnum tilkynnt um það sl. mánudag, þegar þeir komu að landi, að þessi lækkun hefði orðið og að hún gilti viku aftur fyrir sig. Væru sjómenn mjög reiðir vegna þessarar lækkunar og ákveðnir f að fara ekki aftur á sjó fyrr en leiðrétting hefði fengizt á þessum málum. Alls stunda sjö 50—100 tonna bátar hörpudisks- veiðar frá Stykkishólmi en við vinnsluna vinna um 100 manns, sem ekki hafa aðra vinnu á með- an hátarnir róa ekki. Ágúst Sigurðsson hjá frystihúsi Sigurðar Ágústsonar í Stykkis- hólmi sem sér um vinnslu hörpu- disksins sagði í gær í samtali við Mbl., að verð lækkaði yfirleitt á hörpudiski á þessum árstíma og nú væri ástandið þannig á helzta viðskiptamarkaði okkar fyrir þessa afurð, þ.e. í Bandaríkjun- um, að þar væri 75% meira fram- boð en vanalegt væri og því hefði verðið lækkað úr um tveimur dollurum fyrir pundið í nærri því 1,50 dollara. Ágúst sagði að róðrarstöðvunin kæmi sér afar Framhald á bls. 20 Útifundurinn, sem Rússar telja, að hafi verið haldinn í samráði við fslenzk stjórnvöld. Rússar kröfðust þess að útifundurinn yrði bannaður SAMTÖK, sem nefna sig Kommúnistaflokk Islands/ML, héldu útifund við sovézka sendiráðið f Reykjavfk sfðast liðinn laugardag f mótmæla- skyni við innrás Sovétrfkjanna f Tékkóslóvakfu þann sama dag fyrir átta árum. Boðað var til fundarins með nokkurra daga fyrirvara, og hefur Morgunblaðið fregnað, að fyrir fundinn hafi sovézka sendiráðið borið fram mótmæli við utanrfkisráðuneytið og krafizt þess, að fundurinn yrði bannaður, m.a. af þeirri ástæðu að slfkur fundur væri brot á ákvæðum Helsinki- samkomulagsins. Eftir fundinn mótmælti sovézka sendiráðið samkomu- haldinu formlega við ráðuneyt- ið, og segir m.a. í orðsending- unni, að tilgangurinn með fundinum hafi verið fjandsam- legur Sovétríkjunum, og hafi fundurinn verið haldinn í sam- ráði við íslenzk stjórnvöld. Morgunblaðið sneri sér í gær til Henriks Sv. Björnssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkis- ráðuneytinu, og bar undir hann frétt þéssa. Sagði Henrik m.a.: — Þetta er rétt, — þeir hafa afhent hér mótmælaorð- sendingu, og sovézki sendifull- trúinn er einmitt að koma til mín, svo hægt sé að útskýra málið betur fyrir þeim, t.d. hvaða lög gildi hér. Samkvæmt stjórnarskránni getum við ekki bannað fólki að koma saman til fundar, og ennfremur er ástæða til að leiðrétta viss um- mæli í þessari orðsendingu. — Mótmælir utanríkisráðu- neytið þeirri kröfu sovézka sendiráðsins að fundarfrelsi yrði heft áður en fundurinn fór fram? — Það var búið að útskýra það fyrir fundinn, að ekki væri hægt að verða við þeirri kröfu að fundurinn yrði bannaður. Það var gert fyrir helgi. — Gerir ráðuneytið þá ekki frekari athugasemdir við þetta? — Jú, það er einmitt það, sem verið er að gera núna. Það eru athugasemdir við þessa orð- sendingu, sagði Henrik Sv. Björnsson að endingu. Vinnustöðvun aflétt í Þörungavinnslunni INNSIGLINGARDUFL TEKIÐ UPP — Hér sjást varðskipsmenn á Baldri vinna við að hífa upp innsiglingardufl í Húsavíkurhöfn I síðustu viku. Duflið var tekið upp, hreinsað, málað og fært á réttan stað í höfninni, en það hafði færzt Iftils háttar úr stað. Tveir 400 kílóa steinar halda duflinu föstu í höfninni og má á myndinni sjá keðjurnar sem dufliðog steinarnir eru festir við. (Ljósm. Jón Asgeirsson) Starfsmenn Þörunga- vinnslunnar að Reykhól- um hefja í dag vinnu að nýju eftir tveggja daga verkfall tii að knýja á um launagreiðslur en búið er að greiða þau laun sem dregizt hafði að borga út fyrir nærri tveimur vikum og ákveðið að í dag (föstu- dag) yrðu laun greidd með venjulegum hætti. Tekjur ríkisins af bensín- sölu 4,5 milljarðar króna BÍLEIGENDUR greiða að jafnaði á ári tæplega 8 milljarða króna fyrir bensín á bíla sína. Frá þessu var skýrt í Mbl. í gær, en þess var þá ekki getið að rétt tæplega 57% þessara 8 milljarða eru gjöld til hins opin- bera. Samtals hirðir ríkið af bileigendum rúmlega hálfan fimmta milljarð króna. Af hverjum lítra fær hið opinbera 43.30 krónur, en samtals kostar lítrinn 76 krónur eins og kunnugt er. Samkvæmt bráðabirgðatölum er cifverð hvers lítra þ.e.a.s. bensínið komið á birgðatanka hér innanlands. 22.76 krónur. Opinber gjöld eru svo eins og áður segir 43.30 krónur. en þau skiptast í innflutningsgjald, 18.38 krónur, söluskatt, 12.67 krónur. Bankakostnað og leyfisgjald 36 aura, hafnar- gjald, 8 aura, landsútsvar 1,01 króna, og toll, 10.85 krónur. Dreifingarkostnaður þ.e.a.s. rekstur bensínstöðva, flutningur út um land o.s.frv. kostar á hvern lítra 5,50 krónur. Verðjöfnunargjald er 1.29 krónur, en sölulaun til dreifingaraðila í smásölu eru 3.15 krónur á hvern lftra. Páll Jónsson framkvæmdastjóri Þörungavinnslunnar sagði í sam- tali við Mbl. í gær að frá því að fyrirtækið hóf starfrækslu hefðu launaútreikningar þess verið unnir í tölvu í Reykjavík og út- borgunum verið þannig háttað, að greiðsla færi fram hálfsmánaðar- lega nærri tveim vikum eftir að vinnan, sem greitt væri fyrir, væri innt af hendi. Síðasta út- borgun hefði dregizt um 11 daga vegna rekstrarfjárerfiðleika fyr- irtækisins, en nú væri sem sé búið að afla fjár og inna þessar launa- greiðslur af hendi. Starfsmenn vildu nú að skipulagi launa- greiðslna yrði almennt breytt þannig að laun yrðu greidd út fyrr en verið hefði og sagði Páll að athugað yrði hvort hægt væri að koma því við. Vegna rekstrarfjárskorts fyrir- tækisins hefur einnig dregizt að greidd yrðu ýmis launatengd gjöld, svo sem lífeyrissjóðs- greiðslur, sparimerki og orlofsfé, en að sögn Páls hafa starfsmenn gefið fyrirtækinu hálfsmánaðar- frest til að koma þessu í lag. Páll Jónsson sagði, að rekstur fyrirtækisins hefði gengið mjög erfiðlega einkanlega vegna þess hve afköst þangsláttuvélanna væru lítil. Næðust ekki sæmileg afköst með þessum vélum nema þegar sérstaklega stæði á straumi og vindátt og því væru þessar vélar óhentugar, en aðrar betri væri ekki að fá til þessa verks. Sagði Páll að ýmsar hugmyndi væru uppi um að taka annað hr; efni en þang til vinnslu í verl smiðjunni t.d. þara, en honur mætti ná úr sjónum með bátun Tækist að hefja vinnslu þara a einhverju marki mætti e.t.\ lengja starfstíma verksmiðjunr ar, en þangsins væri einungi hægt að afla að sunrinu til. Hlöðubruni í Fnjóskadal Akureyri 26. ágúst. STÓRTJÓN varð f hlöðubruna á bænum Hrfsgerði f Fnjóska- dal sfðdegis f dag. 800—1000 hestburðir af töðu eyðilögðust gjörsamlega og jafnframt urðu skemmdir á hiöðunni sjálfri. Á Hrísgerði er verið að byggja hlöðu sem er stál- grindahús, og búið var að láta inn í hana rösklega 1000 hesta af þurri og ilmandi töðu. I dag var verið að vinna við rafsuðu í hlöðunni og um kl. 14 mun neisti hafa hrokkið í heyið, þannig að eldur kviknaði í þvl. Ekki varð neitt við eldinn ráð- ið, þó að nágrannar flykktuast að til aðstoðar og slökkviblll frá slökkviliði Akureyrar Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.