Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGUST 1976 — Greinargerð Framhald af bls. 36 ar skammt norðan stöðvarhússins — í 500 til 1000 metra fjarlægð — og sé þar á um 3 km dýpi. Hafi þunnfljótandi kvika streymt jafnt og þétt í þessa þró frá því í marz sl. og sé aðstreymið um 370 þús- und rúmmetrar á dag. Næg bráð- in hraunkvika Iiggi á litlu dýpi undir Kröflusvæðinu til að stór- gos geti orðið.og möguleiki sé á langvarandi gosi. Ekki verði sagt með neinni vissu hvort gos hefjist á Kröflusvæðinu á þessu ári eða næstu árum og ekki hvenær slíkt geti helzt orðið, en þó bendi bæði jarðskjálftamælingar og hæðar- mælingar til að goshætta fari vax- andi. Fari svo að gos hefjist að nýju þá verði það sennilega annað hvort á gossprungu, sem liggur frá Leirhnúk að Bjarnarflagi, eða í botni Hlíðardals, rétt norðan við Stöðvarhús Kröfluvirkjunar, eins og áður hefur komið fram. Líkur séu til að gos, ef af því verður, geri boð á undan sér með snöggri aukningu á tíðni jarðskjálfta og sú aukning hefjist sennilega hálfri til tveimur klukkustundum áður en gos hefst. Muni því vakt- menn við jarðskjáiftamæla væntanlega geta sent út viðvörun áður en hugsanlegt gos hefst. Morgunblaðið snerí sér til Páls Einarssonar hjá Raunvísinda- stofnuninni og spurði um þróun- ina á Kröflusvæðinu sfðustu daga. Hann kvað hana með svipuðum hætti og undanfarið. Jarðskjálfta- tíðni ykist hægt og sígandi og síðustu dagana hefðu mælzt 70 jarðskjálftar að meðaltali á sólar- hring. Þrír jarðskjálftamælar eru á Kröflusvæðinu og eru ritarar þeirra í Reykjahlíð. Stöðug vakt er við þessa mæla alian sólar- hringinn, og eru þar bæði menn frá Raunvísindastofnun og Orku- stofnun. Unnt er að staðsetja skjálftana jafnóðum og þeir koma fram á mælunum. Stöðugt er unnið að borunum á Kröflusvæðinu. Verið er að vinna við sjöundu holuna um þessar mundir eða aðra holuna sem bor- uð hefur verið f þessari lotu. Sæk- ist það erfiðlega að sógn ísleifs Jónssonar, forstöðumanns jarð- borunardeildar Orkustofnunar, þar sem borað er í erfiðum jarð- vegi og gengur illa að fóðra hol- una. Er borinn aðeins kominn í 240 m dýpi. Þá er gamli gufubor- inn einnig kominn að Kröflu og mun byrja á áttundu holunni ein- hvern næstu daga. Sjötta holan sem lokið var við að bora i byrjun þessa mánaðar hefur enn ekki gefið gufu og er þannig ekki virkjanleg, en ekki er þó útséð um, hvort úr muni rætast, að sögn Isleifs. — Finnst látin Framhald af bls. 36 málsins og var ekki unnt að fá frekari upplýsingar um það í gærkvöldi, þegar Mbl. fór í prentun. Að ósk lögreglunnar getur Mbl. ekki birt nafn konunnar að svo stöddu. Mikið lögreglulið dreif að hús- inu við Miklubraut eftir að l.jóst varð hvers kyns var og byrjuðu lögreglumenn með luktir þegar að rannsaka nærliggjandi garða og sömuleiðis svæði á Miklatúni. Var einnig haft samband við fbúa nærliggjandi húsa og þeir spurð- ir, hvort þeir hefðu orðið ein- hvers grunsamlegs varir þá um daginn. — Nordli Framhald af bls. 36 Engstad f norska forsætisráðu- neytinu og Lars Langáker f utan- rfkisráðuneytinu. Heimsókn ráð- herrans lýkur á þriðjudagsmorg- un. Á meðan heimsókninni stendur hérlendis er m.a. gert ráð fyrir, að ráðherrann eigi á laugardag víðræður við forseta íslands og forsætisráðherra og haldi til Þing- valla í skoðunarferð. Ráðgert er, að farið verði til Mývatns og að Kröflu á sunnudag, en þaðan til Akureyrar og Reykjavíkur. Á mánudag er fyrirhuguð ferð til Skálholts, Gullfoss, Geysis og Laugarvatns og einnig er áætlað að komið verði i Hafrannsókna- stofnunina og Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins í Reykjavík. Þá mun Odvar Nordli halda fund með blaðamönnum á mánudag. Meðan á heimsókninni stendur munu hinir norsku gestir sitja kvöldverð á heimili Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra og hádegisverð að Bessastöðum í boði forseta tslands. Einnig býður rikisstjórnin til veizlu að Hótel Sögu á laugardagskvöld og bæjar- stjórn Akureyrar býður gestun- um til kvöldverðar á sunnudags- kvöld á Akureyri. Á mánudags- kvöld býður norski forsætisráð- herrann til veizlu í Þingholti i Reykjavík. Fylgdarmaður Odvars Nordli á meðan á heimsókn hans stendur verður Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri i forsætisráðu- neytinu, en í fylgd með frú Nordli verður frú Kristín Cl. Benedikts- son. Fylgdarmaður Eivind Bolle verður Einar B. Ingvarsson að- stoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, en í fylgd með frú Bolle verður frú Herdís Jónsdóttir. — Róum ekki Framhald af bls. 2 illa fyrir fyrirtækið og þá sem hjá því ynnu. Verið væri að gera ýms- ar tilraunir með vinnslu á hörpu- diski og væri slæmt ef þeim seink- aði. Þá væri fyrirtækið einnig með starfsfólk í vinnu upp á kauptryggingu sem nú framleiddi ekki neitt og væri það að sjálf- sögðu einnig slæmt. Að sögn Ágústs er vanalega tekið á móti um 40 tonnum af hörpudiski á dag upp úr sjó, en nýtingin er um 10%. í gærkvöldi barst Mbl. svofelld yfirlýsing frá sjómönnum í Stykkishólmi, sem send var aðil- um í Verðlagsráði: ,,Fundur sjómanna á skelveiði- bátum í Stykkishólmi, haldinn 24. ág. 1976, mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins að lækka verð á hörpudiski úr kr. 35 í kr. 26 frá og með 12. ágúst sl. Sjómenn benda á að þetta sé ein mesta launalækk- un sem framkvæmd hafi verið á Islandi fyrr og síðar og forsendur fyrir skelveiðum sem atvinnu brostnar með þessari síðustu ákvörðun. Frá því í vor að veiðar hófust að nýju hefur aflakvóti verið lækkaður úr 5 tonnum í 4—4,5 tonn á bát á dag og einnig er hörpudiskur undir 7 sentimetr- um ekki tekinn, en ákvörðun verðlagsráðs er miðuð við 6 senti- metra. Því álíta sjómenn þessa verðákvörðun byggða á fölskum forsendum. Því krefst fundurinn þess að Verðlagsráð endurskoði ákvörðun sína um hörpudisksverð með þessar upplýsingar í huga. Um leið og við sendum yður ályktun sem samþykkt var á fundi allra starfandi sjómanna á skelveiðibátum frá Stykkishólmi leyfum við okkur að vekja frekari athygli á nokkrum atriðum: 1) Við áteljum harðlega umboðs- menn sjómanna og útgerðar- manna í Verðlagsráði fyrir að hafa ekki samband við né láta aðila i Stykkishólmi vita er fisk- verðinu var sagt upp. 2) Varðandi launalækkun, þar sem um 25% verðlækkun er að ræða, viljum við benda á að hásetahlutur var og verður þann- ig miðað við 80 tonna afla, sem er hámarksafli á mánuði: Verð kr. 35 og 80 tonna mánaðarafli, 7 menn á bát: hásetahlutur kr. 147.200. 6 menn á bát, hásetahlut- ur kr. 163.280. Verð kr. 26 og 80 tonna mánaðarafli, 7 menn á bát: hásetahlutur kr. 109.360. 6 menn á bát, hásetahlutur kr. 121.360. Nú skal bent á, að þegar kemur fram á haust, þarf ekki að reikna með nema fjórum róðrum á viku að meðaltali eða 64 tonna afla á mánuði. Verð kr. 26: 64 tonna mánaðarafli, 7 menn á bát: hásetahlutur kr. 87.488. 6 menn á bát: hásetahlutur kr. 97.088. 3) Verð Verðlarsráðs miðast við 6 sentimetra hörpudisk, en fisk- kaupandi neitar að taka minna en 7 sentimetra hörpudisk. virðist því ekki ósanngjarnt að gera ein- hvern verðmismun á stærðar- flokkum. 4) Okkur hefur skilizt að Verð- lagsráð leggi til grundvallar verð- lagsákvörðun nú ca. 1,50 dollara á pund. 1 morgun var okkur tjáð að SlS reiknaði með að verð á hörpu- diski væri nú 1,8—2,0 dollarar á pund. 5) Ráðamenn íslenzkra sjávar- útvegsmála hafa bent á að beina þurfi flotanum á ónýtta fisk- stofna. Bátar frá Stykkishólmi hafa á undanförnum árum veitt hörpudisk og byggt aflann á því. Lengi vel var verð á hörpudiski mjög lágt, en síðan um áramót hefur verðið verið kr. 35 per kíló og á þeim forsendum fóru bátar eftir vertíð að undirbúa hörpu- disksveiðar því vinnsla átti að byrja 30. maí 1976 og þá með 5 tonna afla á dag. Ekki var byrjað fyrr en 27. júní. Vegna ýmissa örðugleika í vinnslunni í landi var aflinn minnkaður niður í fjögur tonn á dag og nokkrir dagar urðu að vera landlegu dagar vegna byrjunarörðugleika í vinnslunni. Einnig var stærðar- takmörkunum breytt. Ekki var tekin smærri skel en 7 cm og sú skel sem reyndist undir þvi marki var dæmd í frákast þó vinnsluhæf væri, þannig að afkoma manna hefur ekki verið f samræmi við uppgefinn aflakvóta og verð per kíló. 1 dag mega bátar veiða 4—4,5 tonn á dag og með hinu nýja fisk- verði kr. 26 á kiló sjá menn ekki hvernig hægt er að vera við þessar veiðar öllu lengur og hafahætt róðrum frá og með þriðjud. 24. ágúst og munu ekki hefja veiðar á ný fyrr en lagfær- ing hefur fengizt." — Soweto Framhald af bls. 1 Flúðu skólabörn viti sinu fjær af ótta er Zúlúmenn komu æðandi veifandi bröndum sínum. Foreldrar gripu skjótt til sinna ráða vopnuðust og mynduðu hefndarflokka sem réðust inn í fátækleg gistiheimili þar sem ungir Zúlúmenn búa á meðan þeir eru við vinnu að heiman. Lögreglan mun þó hafa stöðvað þetta áhlaup á skömmum tíma. Margir af íbúum Soweto hafa flúið og hafa margir leitað skjóls á lögreglustöðvum hverfisins. Afriskir fréttamenn í Soweto halda því fram að lögreglan hafi veitt Zúlúmönnum virkan stuðning i aðgerðum þeirra. Lögreglan hafi tekið þeim fagnandi því að þær fela i sér innbyrðis klofning blökkumanna. Lögreglan neitar þessu og segist ætla að grípa til harðra aðgerða gegn Zúlúmönnum. — Bernharð Framhald af bls. 1 legri greiðasemi og tilhoðum“ og hefði „skaðað hagsmuni ríkis- ins“. 1 skýrslu nefndarinnar, sem rannsaka átti ásakanir þess efnis, að prinsinn hafi þegið mútur að upphæð 1,1 milljón dollara frá Lockheedflugvélasmiðjunum fyr- ir að greiða fyrir sölu I Hollandi, segir að hann hafi eitt sinn per- sónulega ritað Lockheed bréf, þar sem farið er fram á umboðslaun, og hefðu þau numið milljón doll- urum. 0 Mikil spenna var I þéttsetnum þingsalnum er den Uyl flutti mál sitt og voru þingmenn sem þrumu lostnir vegna þess sem þar kom fram. Gagnrýni forsætisráðherr- ans og nefndarinnar var mun harðari og beinskeyttari en búizt hafði verið við, og virtist lfkleg til að sverta verulega orðstfr og stöðu hinnar vinsælu Óranfu- konungsættar. En búizt var við þvf að Júlfana drottning, sem er 67 ára að aldri, myndi taka gagn- rýnina til greina fremur en að segja af sér. Den Uyl forsætisráð- herra las jafnframt upp á þing- fundinum yfirlýsingu, sem Bern- harð prins hafði skrifað á mánu- dag. Þar viðurkennir hann, að samband hans við nokkra hátt- setta embættismenn Lockheed hafi „þróazt f ranga átt... Eink- um og sér f lagi hef ég ekki sýnt þá aðgát sem hin viðkvæma staða mfn sem eiginmaður drottningar og Hollandsprins krefst. Þetta viðurkenni ég og lýsi einlægum harmi mfnum... Eg tek á mig fulla ábyrgð vegna þessa og tek þvf til greina þá óánægju sem nefndin lýsir f skýrslu sinni.“ í skýrslu nefndarinnar segir: „Sú ósk sem hann (prinsinn) ger- ir til Lockheed í bréfi með hans eigin hendi leiddi til þess að hann átti von á einni milljón dollara ef hollenzka rikisstjórnin myndi ákveða að festa kaup á P-3 Orion (njósnaflugvélinni).“ Þá segir i skýrlunni, sem er 238 bls. að lengd, að Bernharð prins hafi ætl- azt til þess að peningarnir yrðu notaðir i þágu alþjóðlegs dýra- og náttúruverndarsjóðs (World Wildlife Fund) sem hann er í forsæti fyrir. Enginn vafi gæti leikið á því að prinsinn sem æðsti yfirmaður hollenzka hersins hafi verið „ljós þýðing bréfa sinna og hann ber fulla ábyrgð á efni þeirra“. Nefndin kemst hins veg- ar ekki að neinni ákveðinni niður- stöðu um það hvort prinsinn hafi í raun og veru tekið við milljón dollara greiðslu snemma á sjö- unda áratugnum. VINARGREIÐI? Nefndin sem starfaði í hálft ár, fór yfir allt persónulegt bókhald prinsins, en fann engin merki um móttöku peninga frá Lockheed eða öðru flugvélafyrirtæki. En hún segir að henni hafi ekki tekizt að komast að því hvaðan komu 62.000 dollarar sem hefðu verið „greiddir í þágu prinsins árið 1965“. 1 yfirlýsingu til nefndarinnar segir Bernharð prins að hann hafi ekki veitt móttöku 1,1 milljón dollara eða búizt við því að fá hana, utan 100.000 dollara sem notaðir hefðu verið af Fred Meuser, Evrópuforstjóra Lock- heed, sem oft hefur verið kallaður gamall vinur prinsins. Sú upphæð (þ.e. 100.000 dollararnir) hafi verið notuð ,,í þágu nokkurra sameiginlegra kunningja sem taldir voru þurfa fjárhagsstuðnings af félagslegum ástæðum". Engin nöfn voru gefin upp i þessu sambandi né heldur frekari upplýsingar. ÞRUMU LOSTNIR Fyrstu viðbrögð flokksleiðtoga á hollenzka þinginu voru algjör undrun yfir því hversu harðorð skýrslan og athugasemdir ríkis- stjórnarinnar voru. Voru þing- menn þrumu lostnir, en vildu kanna efni skýrslunnar gaum- gæfilega áður en frekara álit yrði látið í Ijós. 1 Kafoíu sagði talsmaður Lockheed í kvöld að verið væri að kanna frttir af niðurstöðum nefndarinnar og Lockheed gæfi engar yfirlýsingar um málið. Þá sagði talsmaður „World Wildlife Fund“ í Sviss að sjóðurinn vildi heldur ekkert álit láta í ljós um málið að svo stöddu. í skýrslu nefndarinnar er vísað til vitnisburðar Carl Kotchians, fyrrum forseta Lockheed, í apríl s.l. sem gaf i skyn að Bernharð prins hefði komið að máli við annan fyrrum embættismann Lockheed til að fara fram á ,,umboðslaunin“ fyrir sölu Orionflugvéla. Hefði prinsinn óskað eftir 4—6 milljón dollara umboðslaunum fyrir kauptilboð að verðmæti 150—200 milljónir dollara á 13 Orionvélum. Kotchian vísaði þessari kröfu algjörlega á bug vegna þess að talan var allt of há, segir í skýrslunni. Fór hann þess á leit við lögfræðilegan ráðunaut Lockheed, John Martin, að kanna i ferð til Evrópu hvort unnt væri að komast að samkomulagi um lægri tölu. Kotchian fékk síðan þær upplýsingar frá Martin að hann héldi að „samtals 1.300.000 dollarar fyrir 13 vélar yrði talið nægilegt af Bernharði prins“. Þetta mál var þó allt látið niður falla verna þess að kaupin voru tekin út af fjárlögum Hollands til varnarmála á síðasta ári. 1 skýrslunni segir að rannsókn nefndarinnar hafi æ ofan í æ lent í erfiðleikum vegna „slæms minnis“ prinsins, sem þó hafi að öllu leyti verið samvinnuþýður. Afmæli SJÖTUG er I dag, föstudag, Öla Sveinsdóttir frá Neskaupstað, nú til heimilis að Hrfsateig 33 Rvlk. — Ford Framhald af bls. 1 þar sem fram kemur, að forset- inn hefur dregið stórum á keppinaut sinn úr flokki demókrata, Jimmy Carter. Samkvæmt könnuninni hefur Carter nú aðeins 10% forskot, samanborið við 23% meira fylgi I sams konar könnun fyrir tveimur vikum. Urslitin eru á þann veg, að 49% styðja Carter, en 39% Ford. Ford er enn I Colorado ásamt ráðgjöf- um sfnum og vinnur að skipu- lagningu kosningabaráttunn- ar. Meðal þeirra, sem gera munu tillögur um baráttuað- ferðir, eru Nelson Rockefeller varaforseti, John Connally, fyrrum rfkisstjóri og fjármála- ráðherra, og Robert Dole vara- forsetaefni. — Hlöðubruni Framhald af bls. 2 kæmi von bráðar á staðinn. Um kl. 22 f kvöld var gizkað á að eftir væri um tveggja stunda vinna við að moka út koluðu og brunnu heyinu. Allt eða mestallt heyið sem í hlöð- unni var mun vera gjörsam- lega ónýtt og er því tjón bónd- ans, Davíðs Herbertssonar. mjög tilfinnanlegt. Sv- p- — Gaullistar Framhald af bls. 1 Gaullistar segi sig úr stjórninni og felli hana þar með. Guichard átti i gærkvöldi kvöld- verðarfund með Giscard forseta og í morgun ræddi hann við Barre, Hann mun hljóta áhrifa- mikla ráðherrastöðu og verða jafn valdamikill og Jean Lecanuet dómsmálaráðherra og Michel Poniatowski innanríkisráðherra, sem eru leiðtogar Umbótahreyf- ingarinnar annars vegar og hins vegar Lýðveldisflokksins en báðir flokkarnir styðja Giscard. Þess er vænzt að þessir menn báðir muni halda embættum sinum. Meðal þeirra sem talið er að muni ekki verða áfram i stjórninni eru Jean- Pierre Fourcade fjármálaráð- herra og Jean Sauvagnargues utanríkisráðherra. Ástæðan fyrir upplausn rikis- stjórnar Chiracs og afsögn hans er valdabarátta milli hans og for- setans. Chirac vildi fá frekari völd til að tryggja stöðu sína sem forsætisráðherra, en Giscard leit svo á, að þar með yrði gengið inn á valdsvið forsetans. Utnefning Barre sem eftirmanns Chiracs hafði góð áhrif á stöðu frankans á öllum erlendum gjaldeyrismörk- uðum. Giscard hefur lýst því yfir að helzta verkefni hins nýja for- sætisráðherra sé að styrkja stöðu frankans, sem fállið hefur 10% í verði gagnvart Bandaríkjadollar á þessu ári og að hefta verðbólg- una sem verið hefur mun meiri en þau 8,5% sem stjórnin hafði gert að takmarki sínu. Þar eð Barre er óflokksbundinn er búizt við því að Giscard forseti muni hafa mun meiri bein áhrif á starf stjórnarinnar en áður, í þeirri von að geta mótað hreyf- ingu „Giscardista" fyrir þing- kosningarnar 1978, en á þeim veltur mjög framtið hans í embætti. 1 fráfarandi ríkisstjórn Chiracs voru 13 Gaullistar af alls 43 ráðherrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.