Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGUST 1976 raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar húsnæöi óskast bátar — skip þakkir Ung og barnlaus hjón óska eftir 2ja herb. íbúð. í Reykjavík Upplýsingar í síma 92-1 237. Fiskiskip Höfum til sölu 22. rúml. eikarbát, smíð- aður 1975 með 210 hö. Volvo-Penta aðalvél og fullkomnum tækjabúnaði. Mikið af veiðarfærum fylgir. Landssamband ísl. útvegsmanna Skipasala — Skipaleiga Jónas Haraldsson lögf. Sími 16650. Innilegt þakkiæti sendum við öllum þeim sem heiðruðu okkur á gullbrúðkaupsdag- inn 1 3. júlí síðastliðinn með heimsóknum gjöfum og skeytum og gerðu okkur daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug Oddsdóttir Guðjón Ásmundsson Lyngum Meðallandi V-Skaft. <3KL^ni,'Vs,N,iT^KR:© Sveinn T71 <»• aff • X Eriiðleikar við vinnslu sumarloðnu Hér fer á eftir grein er Sveinn Benedikts- son ritar í nýútkomið dreifibréf Félags ísl. fiskmjölsframleiðenda: Fyrsta loðnan, sem veiddist í sumar, barst til Síldarverksmiðja ríkisins í Siglufirði hinn 7. júlf af b/v Sigurði RE 4. Sama dag land- aði m/s Guðmundur RE 29 um 620 tonnum hjá SR, Siglufirði. Skipin höfðu fengið þennan afla á 2—3 sólarhringum djúpt úti af Skaga. Var loðnan full af rauðátu og þoldi mjög illa flutn- inga eð hnjask. Löndunin gekk þó vel hjá fyrsta skípinu, b/v Sig- urði, enda hafði þess verið gætt að dæla ekki loðnunni úr nótinni i lest skipsins svo hratt, að sjórinn næði ekki að síast frá ioðnunni að mestu áður en hún rann í lestina. Á því varð hins vegar misbrestur hjá nokkrum skipum í byrjun. ölli það miklum erfiðleikum við löndun og vinnslu loðnunnar hjá flestum verksmiðjum fyrstu 7—8 sólarhringana. Leiddi þetta til miklu lélegri nýtingar mjölefnis loðnunnar en verið hafði á vetrar- veiðum loðnu. 1 byrjun var mikill hluti sumar- loðnunnar einn fljótandi grautur, er hún barst að landi. Steingrímur Kristinsson, eig- andi losunarkrana í Siglufirði og áður starfsmaður SR í Siglufirði, ritaði ádeilugrein, er hann beindi einkum að Jóni Reyni Magnús- syní, framkvæmdastjóra SR. Birt- ist greinin i Mbl. 12. ágúst s.l. Sama dag kom i blaðinu svar- grein J.R.M., sem skýrir greini- lega við hvers konar örðugleika var að etja i Siglufirði og ýmsum öðrum verksmiðjum í þessu efni. Fer grein Jóns Reynis Magnús- sonar, framkvæmdastjóra SR og verkfræðings hér á eftir: „Vegna aflabrests á síldveiðum frá því 1967 og að sumarveiðar loðnu hafa ekki orðið að neinu marki fyrr. en nú í sumar, þó nokkrar veiðitilraunir hafi verið gerðar áður, hefur fjárhagur SR svo sem flestra annarra verk- smiðja á Norður- og Austurlandi ekki verið slikur, að unnt væri að leggja í nýjar fjárfestingar að verulegu marki. Verksmiðjunum hefur eigi að siður verið haldið við, svo að unnt væri að taka á móti sild og loðnu, ef tækifæri gæfist. Þrátt fyrir að tækjabúnaður verksmiðju SR I Siglufirði sé kominn nokkuð til ára sinna, hef- ur loðnuvinnsla undanfarna vet- ur gengið þar tiltölulega vel, og má þakka það m.a. þeim starfs- mönnum verksmiðjanna, sem hafa langa starfsreynslu að baki, þótt aðstæður séu að ýmsu öðru leyti gjörbreyttar frá þvi sem áð- ur var. Sú ltðna, sem veidd hefur verið í sumar fyrir Norðurlandi, hefur reynzt mjög erfið i vinnslu, ekki aðeins í verksmiðju SR í Siglu- firði, heldur einnig í öðrum verk- smiðjum, sem eru með nýrri véla- kost. Ástæður til þessara erfið- leika má rekja til þess, að í fyrstu förmunum var loðnan mjög blönduð sjó, auk þess að vera mjög átumikil og leystist fljótt upp af völdum átunnar og sjálfs- meltingar á leiðinni í land og í þróm verksmiðjanna. Sumir farmarnir, sem fyrst bárust, voru nánast einn fljótandi grautur. Þegar svo er komið, verður soðið svo mikið að vöxtum, að þrátt fyrir að soðkjarnatækin anni að vinna kjarnann úr soðinu, er það takmörkunum háð, hversu miklu magni af kjarna er hægt að blanda í pressukökuna. Af þess- um ástæðum fór nokkuð af soði til spillis fyrst í stað. Til þess að bæta úr þessum erf- iðleikum var óskað eftir því við skipstjórnarmenn, að þeir dældu loðnunni hægar úr nótinni um borð I skip sín, en við það kemur loðnan heillegri um borð og siu- búnaður skipanna síar sjóinn bet- ur úr aflanum. Jafnframt var samkvæmt ráðleggingu Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins bætt formalíni í loðnuna um leið og hún rennur í lestar skipanna. Þessar aðgerðir hafa leitt til þess, að loðnan kemur nú yfirleitt heil- legri að landi, þrátt fyrir langan flutning. Jafnframt þessum aðgerðum var loðnumóttöku hagað þannig, að móttakan var takmörkuð við 2ja sólarhringa vinnslu verk- smiðjunnar, í stað 7—8 sólar- hringa vinnslu áður, og má segja að vinnsla í verksmiðjunni hafi siðan gengið eftir atvikum vel. Nokkur sjávarmengun átti sér stað í fyrstu, einkum frá veiði- skipum, sem lensuðu vökva frá loðnunni áður en henni var land- að. í vetrarloðnu er uppistaðan í þeim vökva sjór, sem ekki hefur verið mikill mengunarvaldur, en i sumarloðnunni er þessi vökvi blandaður átu, uppleystum efn- um úr loðnunni og lýsi. Á þessu áttuðu menn sig ekki i fyrstu, en eftir að þetta varð ljóst, lensuðu skipin á leið til lands og úti í firðinum. Um lýsismengun í sjó frá verksmiðjunni er vart að ræða, þar sem allt lýsi hefur verið skilið úr því soði, sem kann að hafa farið niður. Um miðjan júní s.l., þegar verð á sumarloðnu var fyrst ákveðið, gerði Verðlagsráð að skilyrði við verðlagningu, að loðnunni yrði ekki dælt i land eins og tíðkazt hefur við loðnulöndun siðustu 4 ár. Þess vegna varð tíminn nokk- uð naumur til að setja annan bún- að upp. Þær tafir, sem orð er á gerandi við löndunina, má rekja til skipanna sjálfra, eins og þegar lestarborð sem laus eru í farmin- um fara í löndunartækin og stór- skemma þau, svo og vegna ann- arra óhappa, sem skýrt hefur ver- ið frá i blöðum. Síldarverksmiðjur ríkisins starfrækja verksmiðjur á 6 stöð- um á landinu, þ.e. Skagaströnd, Siglufirði, Húsavik, Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðarfirði. Fram- kvæmdastjóri fyrir verksmiðjurn- ar er einn og situr hann i Reykja- vík, en þaðan eru greiðastar sam- göngur á alla þessa staði. Sala afurða verksmiðjanna, svo og innkaup til þeirra og fjármála- fyrirgreiðsla, fer fram á skrif- stofu SR i Reykjavik. Er þvi eðli- Teikning þessi, sem birtist í nýútkomnu dreifi- bréfi Félags ísl. fiskmjölsframleiðenda, gefur glögga mynd af gangi framleiðslu í loðnu- bræðslu. legt að framkvæmdastjóri sitji í Reykjavík. Allar verksmiðjur, sem tekið hafa á móti sumarloðnu nú í ár, hafa átt í örðugleikum með vinnsluna og hafa ekki náð hærri mjölnýtingu en 12—13%, sem er lægra en fræðilega ætti að vera og þurrefnisinnihald loðnunnar gef- ur tilefni til. Stafar þessi lélega nýting mest af því, að verksmiðj- urnar geta ekki nýtt allt soðið vegna þess að pressukakan er það lin og lítil, að hún þolir ekki alla iblöndun soðkjarnans. Útilokað er að verksmiðjurnar geti af eigin fé ráðizt í stórfram- kvæmdir eða fjárfrekar endur- bætur. Verð á loðnu og öðrum bræðslufiski er og hefur verið það hátt, að ekkert hefur verið eftir til að svo mætti verða. Fjármagni rikisins og lánsfé hefur verið beint til annarra og stundum umdeildra fram- kvæmda, svo ekki hefur verið fyr- irgreiðslu að vænta úr þeirri átt.“ Heildarloðnuveiðin 23. ágúst 1976 kl. 17, að þeim afla meðtöld- um, sem búið var að tilkynna. til löndunar, nam um 48.000 tonnum, þar af um 29.000 tonn til Síldar- verksmiðja rikisins, Siglufirði og 1.122 tonn til SR, Raufarhöfn. Þrjú afalahæstu skipin eru: b/v Sigurður RE 4 um 6.700 tonn Súlan EA 300 3.812 tonn Gísli Arni RE 375 3.067 tonn Utanríkisráðherrar Islands og Tékkóslóvakíu hvetja til alþjóðlegrar afvopnunarráðstefnu Pras — 25. ágúst — Reuter. ÍSLAND og Tékköslóvakía hafa öskað eftir því, að af- vopnunarráðstefna allra þjóða heims verði kölluð saman hið f.vrsta, að því er fram kemur í sameigin- legri yfirlýsingu Einars Ágústssonar utanrfkisráð- herra íslands og Bohuslav Chnoupek, utanríkisráð- herra Tékkóslóvakfu. í yfirlýsingunni segir m.a. að ráðherrarnir séu báðir hlynntir því að afvopnunarráðstefna með þátttöku allra þjóða verði kölluð saman, og muni alþjóðlegur samningur um að ofbeldi skuli ekki beitt í samskiptum þjóða verða til þess að treysta frið og öryggi í veröldinni allri. Ráðherrarnir lögðu áherzlu á mikilvægi öryggisráðstefnunnar í Helsinki á síðasta ári, og lýstu sig ákveðna í að virða til fullnustu grundvallar- atriði þau, sem kveðið er á um í lokayfirlýsingu ráð- stefnunnar, og varða sam- skipti hlutaðeigandi ríkja. Sovétríkin hafa marg- sinnis óskað eftir því að alþjóðleg afvopnunarráð- stefna verði kölluð saman í því skyni að bæta andrúms- loftið á alþjóðavettvangi,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.