Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGUST 1976
Þórarinn Dúason
skipstjóri -Minning
I dag verður til moldar borinn í
Reykjavik Þórarinn Dúason, fyrr-
um skipstjóri og siðar hafnar-
stjóri á Siglufirði, en hann lést í
sjúkrahúsinu á Siglufirði 19. ág-
úst siðastliðinn, kominn þá niður
á annað hnéð eftir langa starfs-
ævi.
Þórarinn Dúason, eða Benedikt
Þórarinn Dúason, eins og hann
hét fullu nafni, fæddist á Akur-
eyri 19, maí árið 1895, í fyrsta
húsinu sem byggt hafði verið á
Torfunefi, og fyrstu nóttina, sem
foreldrar hans bjuggu þar, en þau
voru hjónin Aldís Jónsdóttir og
Dúi Benediktsson, útvegsmaður
og lögregluþjónn, en þau voru
þekktir borgarar á Akureyri.
Ekki veit ég með vissu hvar
fyrsta húsið sem byggt var á
Torfunefi stóð, en gamall maður
sem ég þekkti einhverntímann
fyrir norðan, sagði mér að Þórar-
inn Dúason, skipstjórí, hefði, þeg-
ar hann var drengur, átt heima í
húsi, er stóð þar sem nú er aðal-
verzlun Kaupfélags Eyfirðinga á
Akureyri.
Um æsku Þórarins Dúasonar
veit ég fátt, nema það sem ég get
sagt mér sjálfur, fór til sjós, en
þangað lá leiðin, ef hún ekki Iá
inn fyrir búðarborðið eða út i
sveitirnar, því valgreinar ung-
menna voru ekki svo margar fyrir
norðati. Þórarinn gekk i barna- og
gagnfræðaskóla, en árið 1917 lauk
hann prófi frá Stýrimannaskólan-
um í Reykjavík, í skólastjóratíð
Páls Halldórssonar. Var Þórarinn
upp frá því stýrimaður og skip-
stjóri á ýmsum skipum sem stund-
uðu sídveiðar fyrir Norðurlandi.
Var Þórarinn frábær aflamaður
og í hópi þekktustu sildarmanna
um þetta leyti.
Þá var Þórarinn líka talsvert á
togurum sem stýrimaður og þá
hjá þjóðkunnum aflamönnum
eins og Pétri Maack og Guðmundi
Markússyni, en þeir gátu valið úr
mönnum. Um tíma fékkst hann
við útgerð og átti þá línuveiðar-
ann Nonna með einhverjum
mönnum.
Þórarinn Dúason fluttist aftur
norður árið 1939 og þá til Siglu-
fjarðar. Fyrstu árin starfaði hann
hjá Friðrik Guðjónssyni, sem var
í eina tíð þekktur athafnamapur
hér á landi, en réðst síðan til
Siglufjarðarbæjar, fyrst sem að-
stoðarhafnarstjóri, en hafnar-
stjóri varð hann árið 1950 og
gegndi því starfi til ársins 1965,
er hann lét af starfi vegna aldurs,
eða öllu heldur ákvæða um aldur
opinberra starfsmanna.
Sem hafnarstjóri og hafnsögu-
maður á Siglufirði var Þórarinn
harðduglegur og athafnasamur.
Hann gat svarað fyrir sig, það
man ég, en fyrst og fremst var
hann samviskusamur og víðsýnn
stjórnandi, en i hans tíð lágu oft
hundruð síldarskipa i Siglufjarð-
arhöfn. Þau voru að landa, að
salta, að fá vistir, vatn og viðgerð-
ir og önnur lágu fyrir akkerum
útá legunni og biðu afgreiðslu,
eða veðurs. Þá var ekki auðvelt að
stjórna Siglufjarðarhöfn, en það
var nú samt gert, og að mestu án
geðshræringa. Þá var unnið dag
og nótt á Siglufirði og gilti það
jafnt um alla menn. Síldarstúlkur
og dixilmenn unnu sofandi með
opin augun, því þá voru tímar á
Siglufirði og næg síld.
Þórarinn Dúason lét félagsmál
nokkuð til sín taka, bæði meðan
hann starfaði enn á sjónum og
eins eftir að hann hafði borið sig í
land. Hann var einn af stofnend-
um Skipstjóra- og stýrimannafé-
lags Reykjavikur og siðar starfaði
hann í Skipstjóra- og stýrimanna-
félaginu Ægi og í Skipstjórafélagi
Norðlendinga, og hann var meðal
stofnenda Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands og var
ætið virtur vel innan þeirra sam-
taka er mér kunnugt.
Þá var Þórarinn um tima for-
maður sjómannadagsráðs á Siglu-
firði og formaður slysavarna-
deildarinnar þar, en formanns-
starfinu gegndi hann um árabil
og varð síðar heiðursfélagi deild-
arinnar.
Af þessu sést að störf Þórarins
Dúasonar voru alla tíð tengd sjó-
sókn og sjávarafla.
Árið 1920 kvæntist Þórarinn
Dúason eftirlifandi konu sinni,
Theodóru Oddsdóttur frá Braut-
arholti í Reykjavík, en hún var
dóttir Odds Jónssonar, formanns
þar, og Guðrúnar Árnadóttur,
sem ættuð var frá Guðnabæ í Sel-
vogi.
Þau Þórarinn og Theodóra
bjuggu fyrst í Reykjavik, þar sem
börn þeirra fæddust, nema ein
dóttir, sem fædd var á Akureyri,
en sem áður sagði fluttu þau til
Siglufjarðar árið 1939.
Eg kom oft á heimili þeirra i
Reykjavík, en þau bjuggu að mig
minnir á Skólavörðustíg 36. Þar
var gott fyrir stráka að koma og
er mér það minnisstætt að við
bræður treguðum mikið þegar
Dóra frænka og Þórarinn fluttu
norður með börnin. Þá var sárs-
aukafullur skilnaður, því þá var
langt norður á Siglufjörð, eins og
verið hefur lengst af.
Þetta varð þó ekki til þess að
aðskilja fjölskylduna til fulls.
Komið var suður til að ferma og
komið suður i þetta og hitt. Oft
dvalið nokkuð lengi, eftir að börn-
in voru sum flutt suður.
Oft lágu leiðirnar lika á Siglu-
fjörð, eftir að maður var kominn
til sjós, og þá var oft gott að koma
á Hlíðarveg 25 upp úr grútsoðn-
Fædd 2. febrúar 1895
Dáin 22. ágúst 1976
Friða, eins og við vinir hennar
kölluðum hana, var fædd í
Purkey á Breiðafirði, dóttir hjón-
anna Helgu Finnsdóttur og Jóns
Jónssonar, og var hún fimmta í
röðinni af tiu börnum þeirra
hjóna.
Það kom fljótt i hennar hlut að
vera stoð og stytta móður sinnar
við heimilishaldið, þar sem tvær
eidri systur hennar létust úr
barnaveiki I sömu vikunni. Enda
var það þannig, að það var eins og
hún mætti ekki af heimilinu fara.
Nóg var að starfa á stóru heimili
og var hún hinn góði, kærleiksríki
andi, sem öllum vildi hjálpa, ekki
einungis á sinu heimili, heldur
um sfldarbátum og sæbörðum
varðbátum, þar sem menn héldu
sér með báðum höndum allan túr-
inn, þegar veður voru vond og illt
f sjó. Seinast kom ég og heimsótti
þau fyrir tveim árum, einn dýrð-
legan sumardag. Þá var fallegt á
Siglufirði, sól og blíða.
Þeim Theodóru Oddsdóttur og
Þórarni Dúasyni varð fjögurra
barna auðið. Þau eru: Aldís Dúa,
einnig þegar illa stóð á hjá ná-
grannakonunum.
Fríðu var margt til lista lagt,
hún var góð saumakona og hafði
sérstakt yndi af alls konar hann-
yrðum og margt gerði hún fallegt,
þótt tími væri lítill til þeirra
hluta.
Þegar ég var aðeins sex vikna
munaðarlaust barn, var mér um
stundar sakir komið fyrir hjá for-
eldrum hennar í Purkey, en sá
tími reyndist lengri en i fyrstu
var ætlað, og var ég ekki látinn
fara þaðan aftur. Purkeyjarfólk-
inu munaði ekki um að bæta einu
barni við, og kom það í hlut Fríðu
að annast um mig og var það gert
af einstakri ástúð og kærleika,
trúmennskan brást ekki, enda
sem gift er Baldri Eiríkssyni, fltr.
hjá Sementsverksmiðju ríkisins,
Ásgeir, afgreiðslumaður, kvænt-
ur Katrfnu Valtýsdóttur, Brynja,
gift Gunnari Bergsteinssyni, for-
stjóra Sjómælinga islands, og
yngst er svo Ása Hafdís, gift Óla
Geir Þorgeirssyni, kaupmanni á
Siglufirði.
Afkomendur þeirra eru orðnir
margir, það er ungt og fallegt
fólk. Sumt býr fyrir norðan, ann-
að er hér f Reykjavík, ýmist við
störf eða nám.
Seinustu árin voru Þórarni erf-
ið. Sjónin þvarr og það varð örð-
ugra um vik, enda meira en átta-
tíu ár liðin.
Tfminn hefur liðið fljótt. Með
undarlegum hætti streymir hann
fram uns fyrir stafni er opið haf.
Við óskum gömlum skipstjóra
góðrar ferðar i hinstu för og sjá-
um skip hans hverfa við ysta haf.
Þórarftin Dúason verður jarð-
settur frá Fossvogskirkju i dag kl.
13.30.
Ég sendi konu hans og öðrum
ástvinum kveðjur.
Jónas Guðmflndsson.
skyldi allt gert fyrir minnsta
barnið á bænum.
Og þannig liðu árin, að hún
annaðist foreldra sína á meðan
þau þurftu á að halda, og brást
ekki því trausti er til hennar var
borið.
Að þvf kom að Jón sonur þeirra
hjóna tók við jörðinni og hóf
búskap, og gerðist Frfða þá ráðs-
kona hjá bróður sinum. Þá eins og
svo oft áður var nóg að starfa og
enn varð að taka litið barn á heim-
ilið. Bróðir þeirra missti konuna
frá þriggja ára dreng, er Jón hét,
eftir afa sinum. Eg mun aldrei
gleyma því þegar Fríða kom með
litla drenginn leiðandi sér við hlið
heim túnið f Purkey. Enginn vissi
betur en ég hve lánsamur hann
var að hafa hönd hennar til að
styðjast við.
Og enn liðu árin, bæjar- og
skepnuhús voru byggð af myndar-
skap og jörðin bætt svo sem kost-
ur var. Árið 1938 dó systir þeirra
Fríðu og Jóns frá fjórum ungum
börnum, en þau voru búsett í
Keflavík. Var nú úr vöndu að
ráða, en úr öllu rættist á þann
hátt, að föðursystir þeirra tók tvö
börnin, en móðursystkinin f
Purkey hin tvö, Helgu og Eirik,
og ólust þau þar upp til fullorðins-
ára.
Eftir að ég fluttist að heiman úr
Purkey og eignaðist sjálf heimili,
var það sjálfsagður hlutur að
Purkeyjarfólkið kæmi í heimsókn
til mín og minnar fjölskyldu er
leiðin lá til Reykjavfkur, enda
gagnkvæmt þegar við brugðum
okkur á mfnar æskuslóðir vestur
á Breiðafjörð. Þegar drengirnir
okkar stækkuðu var þeim boðin
sumardvöl í Purkey, sem var
þeim ómetanleg reynsla. Þar
lærðu þeir að þekkja dýrin og
fuglana og alla þá dásemd, sem
hin sérstæða náttúra Breiðafjarð-
areyja hefur upp á að bjóða. Og
fyrir allt þetta erum við innilega
þakklát.
Fyrir tæpum fimmtán árum
veiktist Frfða af alvarlegum sjúk-
dómi er leiddi til þess, að hún
varð að dveljast á sjúkrahúsi alla
tíð sfðan.— Hún verður nú borin
til hinztu hvfldar í Dagverðarnes-
krikjugarði, þar sem ættingjar
hennar og vinir hvíla mann fram
af manni.
Við þökkum Frfðu fyrir allt
sem hún hefur fyrir okkur gert og
biðjum guð að blessa minningu
hennar.
Margrét Hjartardóttir.
t Útför foreldra okkar
FREYJU FINNSDÓTTUR
OG
JÓNS ÍSLEIFSSONAR
sem létust af slysförum 22 áaúst s I fer fram frá Stykkíshólmskirkju
laugardaginn 28 ágúst kl 2 eftir hádegi Fyrir hönd annarra vandamanna, ísleifur Jónsson Finnur Jónsson Eggert Sveinn Jónsson.
t
Innílegar þakkir sendum við öllum þeim, er vottuðu okkur samúð við
andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa
BIRGIS KJARAN,
hagfræðings.
Ásvallagótu 4.
Sveinbjörg Kjaran >
Ólöf Knudsen
Sofffa Kjaran
Helga Kjaran
og bamabom.
Hilmar Knudsen
Pálmi Jóhannesson
Ólafur Sigurðsson
t
Þokkum inmlega samúð og vmarhug við andlát og jarðarför föður
okkar, tengdaföður og afa
ÞÓRARINS HELGASONAR
frá Látrum.
Sérstakar þakkir færum v»ð starfsfólki á hjúkrunardeild Hrafnistu
Helgi Þórarinsson
Runólf ur Þórarinsson
Guðrún Þórarinsdóttir Nikulás Sigfússon
Bragi Þórarinsson
Sigríður L. Þórarinsdóttir Sigurþór Jakobsson
og barnaböm
Guðrún Lárusdóttir
t
Yndislega litla dóttir okkar og systir
SARA ÞÓRSDÓTTIR
lést I barnaspltala Hringsins laugardaginn 21 þ m
Bestu þakkir til alls starfsfólks vökudeildar Útförin hefur farið fram
Áslaug Þorsteinsdóttir,
Þór Jens Gunnarsson,
Bjöm Markús Þórsson.
t
Kveðjuathöfn um
HELGU HÓLMFRÍÐI JÓNSDÓTTUR,
frá Purkey,
fer fram i Fossvogskirkju, i dag, föstudaginn 27 ágúst kl 3.
Jarðsett verður frá Dagverðarneskirkju,
Aðstandendur.
t
Hjartkær faðir okkar,
ALFREÐ HILMAR ÞORBJÖRNSSON.
verður jarðsunginn frá Frlkirkju Hafnarfjarðar laugardaginn 28 ágúst
kl 1 0 30 fyrir hádegi Fyrir hönd móður og annarra ástvina
Kristfn Hilmarsdóttir, Napier,
Ágúst Hilmarsson.
t
Hjartkær eiginmaður minn og faðir,
ÞORGRÍMUR JÚLÍUS SIGURÐSSON
lézt I Landspltalanum aðfararnótt mánudagsins 23 ágúst
Fyrir hönd aðstandenda:
Marla Sigurðardóttir
Hólmgeir Júllusson.
Helga Hólmfríður
Jónsdóttir frá
Purkey — Minning