Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. AGUST 1976 17 „Gimsteinn krún- unnar” er nú sviptur ljóma sínum og lit SÚ MYND sem flestir Hollendingar hafa árum saman haft af hinum ástsæla drottningarmanni slnum, Bernharði prins, hefur nú verið svipt Ijóma sínum og lit. A sfnum tfma hleypti hann fersku andrúmslofti inn f hina drungalegu hollenzku hirð, „vakti prinsessuna af Þyrnirósarsvefninum" eins og sumir Hollending- ar orðuðu það og með árunum virtist gengi hans sem fljúgandi sendiherra lands sfns og sölumaður stöðugt vaxa. Hann sagði í viðtali fyrir mörgum árum, að enginn hefði not fyrir kóngafólk, sem ekki ynni. Og enda þótt styr standi um hann nú, dregur enginn í efa, að hann hefur ekki legið á liði sínu og mörgu komið til leiðar. Hann hefur verið óþreytandi að ferðast og auka og efla sölu á hollenzkum varn- ingi út um allan heim. Hann hefur jafnan haft samstarf við ríkisstjórn lands síns og gefið henni skýrslu um ferðir sínar og niðurstöður þeirra — að minnsta kosti í flestum tilvik- um. Svo djúpt tóku margir í árinni að kalla hann „gimstein Hollenzku krúnunnar.“ en nú er allt með öðrum brag hjá Bernharði prins enda þótt við- brögð hollenzks almennings eftir afsögn hans úr öllum embættum og trúnaðarstöðum séu ekki ljós. Bernharður hefur átt sæti í stjórnum fjölda hollenzkra banka, i stjórn Royal Dutch Airlines og Fokkerflugvéla- verksmiðjanna. Hann hefur verið forseti alþjóðasamtaka sem berst fyrir verndun villtra dýra og hann hefur verið áhugamaður um starf fjölda hagsmuna og líknarfélaga og látið þar til sín taka. Bernharður var hvorki ríkur að fé né frama, þegar hann kvæntist Júlíönu krónprins- essu Hollands árið 1936. Hún var þá þegar og er enn ein ríkasta kona heims. Þau kynnt- ust í skíðaleyfi í Austurríki hvar hún var með Vilhelmínu drottningu, móður sinni. Það varð honum ærið verkefni fyrstu árin að ávinna sér tiltrú hollenzku þjóðarinnar, sem bar enn beiskan hug til Þjóðverja vegna fyrri heimsstyrjaldar- innar. En Bernharður er maður glaðlyndur og félagslyndur með afbrigðum og þó svo að Hollendingar tækju honum kuldalega í byrjun, sigraði hann hjörtu Hollendinga full- komlega þegar Þjóðverjar réð- ust á landið 1940. Hann gekk þá táplega fram fyrir skjöldu gegn hernámsliðinu og stýrði baráttu hollenzku andspyrnuhreyfing- arinnar stríðsárin við mikinn orðstír. Eisenhower veitti honum sér- staka viðurkenningu að stríð- inu loknu fyrir ómetanlega framgöngu og skipulagningu andspyrnustarfsins í Hollandi á stríðsárunum. Bernharður fæddist 29. júní 1911 í Jena í Þýzkalandi. Hann nam lög við háskólana í Lausanne, MUnchen og Berlín og lauk prófi 1934. Þau Bernharður og Júlíana eignuðust fjórar dætur. Á árun- um upp úr 1950 komst orðróm- ur á kreik um að hjónabandið væri í molum og skilnaður á næsta leyti. Orsökin var ekki hvað sízt að andalæknir hafði hreiðrað um sig innan hirðar- innar að beiðni drottningar, sem hafði trú á að læknirinn gæti hjálpað yngstu dóttur þeirra hjóna sem hefur frá fæðingu verið sjóndöpur. Olli það hneykslan og fjaðrafoki í Hollandi, hversu mjög drottning var handgengin anda- lækninum, Þrir ráðgjafar gengu í málið og lyktir urðu að lækninum var vísað frá hirð- inni. Það er kaldhæðni ör- laganna að ráðgjafar þessir, sem stuðluðu að því að opna augu drottningar fyrir því, að andalæknirinn væri hinn mesti svikari, voru kallaðir „vitring- arnir þrír“, þvi hinu sama auk- nefni og gefið var rannsóknar- mönnunum þremur, sem könn- uðu mútuásakanirnar á hendur Bernharði prinsi nú. Sovézkur mútuþegi dæmdur Moskva 26 ág. Reuter. SOVÉZKUR embættismaður, sem starfað hefur um ára- bil í utanríkisviðskiptum Sovétríkjanna og mun heita A. S. Baranov, hefur verið dæmdur til þungrar fangelsis- vistar fyrir að hafa látið vestur-þýzkum kaupsýslumönn- um í té leyndarmál viðskiptalegs eðlis, að þvf er mál- gagnið Izvestia skýrði frá í dag. 1 frétt um réttarhöldin yfir embættism.anni þessum sagði að tveir vestur-þýzkir kaupsýslu- menn hefðu verið reknir úr landi og fengju ekki framar að stíga á sovézka grund. Baranov, sem hef- ur starfað árum saman við fyrir- tækið Stankoimport, þá alls jafn- virði á fjórðu milljónar -króna. í mútur og fékk greitt bæði í rúblum og bandaríkjadollurum. Þess í stað lét hann af hendi mjög mikilvæg skjöl sem höfðu inni að halda mikilvægar viðskiptalegar upplýsingar. Frétt Izvestia var sú nýjasta af nokkrum fréttum af, þessu tagi, sem birtar hafa ver'rð upp á síð- kastið um að vestrænir kaupsýslu- menn hefðu borið mútur á sovézka embættismenn. Svissneskur embættismaður af- plánar nú tíu ára dóm fyrir svip- aðar sakir og i því máli var hinn sovézki mútuþegi dæmdur til dauða. Tveir japanskir kaupsýslu- menn voru nýlega handteknir, grunaðir um slíka iðju. Rignir og rignir og rignir á Grænlandi Julianeháb 26. ágúst. Frá Henrik Lund. fréttaritara Mbl. — A SAMA tlma og Vestur-Evrópu þyrstir eftir rigningu erum við í Grænlandi hreint að drukkna í Amin um þurrkana: Guðs rétt- láti refsi- dómur Nairobi 26. ág. NTB HINIR geigvænlegu þurrkar sem hafa gengið yfir Bretland eru guðs réttláti refsidómur vegna fyrri glæpa þeirra I nýlendunum, segir I yfirlýsingu sem Idi Amin lét frá sér fara f dag og lesin var I útvarpið I Uganda. Forsetinn sagði að Bretar hefðu myrt Kenýamenn I stórum stíl meðan landið var nýlenda, brezka stjórnin bæri ábyrgð á stofnun ísraelsríkis og yrði og að taka á sig verulega ábyrgð á þvi hvers konar ástand hefði skapazt í Ródesiu og Suður-Afriku. Amin neytti og tækifæris þess til að tjá þá skoðun sína að Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandarikjanna, ísrael og Suður- Afríka bæru sameiginlega ábyrgð á því misheppnaða morðtilræði, sem honum var sýnt í sumar. Amin rigningu. Geysileg úrkoma hefur verið sfðan f miðjum júlf og rign- ir nær þvf á hverjum degi. Svo sjaldan sér til sólar að við borð liggur að við séum búin að gleyma hvernig hún Iftur út. Hey liggur undir skemmdum vegna rigninganna og það þarf töluvert hugarflug til að geta þurrkað hey í þessu veðri. Ingvi Þorsteinsson magister hefur ver- ið á könnunarferð i Vatnahverfi og um Brattahliðarsvæðið í Suð- ur-Grænlandi ásamt grænlenzk- um og dönskum stjórnmálamönn- um og embættismönnum til að fá nokkra hugmynd um uppblástur og framtíðarmöguleika fyrir bú- fénað. Til allrar hamingju varð stutt hlé á rigningunni í upphafi rann- sóknarferðarinnar en rigning hófst á ný áður en ferðinni lauk. Ingvi Þorsteinsson sagði í lok far- arinnar að ekki væri hér um neinn uppblástur að ræða eins og hann gerðist á Islandi og beiti- lönd í Suður-Grænlandi gætu nú borið um það bil eitt hundrað þúsund fjár. Sem stendur eru þar 15—20 þús. fjár. Heft útbreiðsla skógareldanna Notoddan, Noregi 26. ág. NTB. ÞAÐ eina sem getur stöðvað skóg- areldana í Heddalskógunum í Noregi er að grafa skurði um- hverfis svæðið og reyna síðan að sprauta rösklega með vatni þegar þvi er lokið, að sögn Erik Grönskei yfirskógarvarðar. Var unnið að þessu af krafti i dag og voru stórvirkar vinnuvélar notað- ar við verkið. Grönskei sagði að ekki væri ósennilegt að 80 þúsund rúmmetrar af skógi, sem metinn er á um það bil 15 millj. norskra króna, hafi meira og minna eyði- lagzt f eldunum. Að þessu flæmi eru 10—15 eigendur og munu þeir verða fyrir gífurlegu tjóni þar sem skógurinn er lágt tryggð- ur. Svo virtist síðdegis sem björg- unar og slökkviliði hefði tekizt að Framhald á hls. 21 Rændu kínverska „alþýðubankann” í FRÉTTUM frá Hong Kong sem borizt hafa með ferðamönnum frá Kína segir að lögregluliðið í Chenghow, höfuðborg Honanfylk- isins, leiti enn að hópi vopnaðra bófa sem brutust inn f Alþýðu- bankann f Kfna um hábjartan dag fyrir röskum mánuði og komust undan með ránsfeng sinn, sem mun hafa verið jafnvirði um tveggja milljóna króna. Bankarán eru sjaldgæfir við- burðir I Kína þvi að samkvæmt opinberum tilskipunum hafa glæpir nánast verið afnumdir i Kína. En það sem er enn kynd- ugra — ef marka skal frásögn ferðamanna — er að bófaflokkur þessi sem myrti einn varðmann við bankann með vélbyssu, virðist hafa orðið eins konar þjóðhetja meðal fólksins rétt eins og per- sónur f þekktri kínverskri skáld- sögu um glæpaverk og uppreisn sem heitir „Shui Hu Chuan". Svo furðulega vill og til að bók þessi hefur legið undir gagnrýni síð- asta ár, þar sem látið hefur verið að því liggja að höfundi hafi mis- tekizt að gera aðalbófahetjuna að nægilega miklum uppreisnar- manni. Stjórnvöld í Chenghow, þar sem býr meirii en 1 milljón manns, hafa hafið meiriháttar herferð til að koma upp um bófa- flokkinn sem gengur undir nafn- inu „Andbyltingar- og morðingja- hópur hins 7. júlí“ en þó er ekki tilgreindur glæpurinn sem fram- inn var. Þá er og haft fyrir satt að bófa- flokkur þessi hafi gert sér lftið fyrir á dögunum og storkað yfir- völdunum með þvf að festa upp veggspjald þar sem þeir gumuðu af verki sínu og þar var bætt við: „Þið getið grafið sundur og saman alla Chenghowborg og allt Honan- fylki — en þið finnið okkur aldrei.“ Framhald á bls. 21 Einar í Budapest Budapest 26. ágúst — Reuter EINAR Ágústsson utanríkisráð- herra sem kom i gær í opinbera heimsókn til Ungverjalands átti í dag viðræður við Frigyes Puja utanríkisráðherra Ungverjalands í Budapest um alþjóðamál og lik- ur á vaxandi samvinnu landanna tVéfcgjá. ' ' <«*'«****'*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.