Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAÚGARDAGUR 28. ÁGÚST 1976 (Ijrtsm. RAX) BERT Lindström bankastjóri Norræna fjárfestingabankans, lengst til vinstri, Þorhallur Ásgerisson ráöuneytisstjóri og Jón Sigurðsson forstjori Þjóðhagsstofn- unar á fundi með fréttamönnum í gær. Akvörðun í október um lán til járnblendiverksmiðju Norræni fjárfestingabankinn: ^ Bert Lindström hanakstjori Norræna fjárfestingahankans er staddur hér á landi um þessar mundir og hélt hann fund með fréttamönnum í gær. Þar sagði hann m.a. að afstaða hefði ekki verið tekin til þess hvort bankinn lánaði fé til byggingar járn- blendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Sagði Lindström að næsti fundur stjórnar bankans yrði haldinn um miðjan september og þá yrði þessi lánsumsókn m.a. til umræðu. Ilann sagðist þó ekki reikna með að endanleg afstaða til þessa máls yrði tekin fyrr en á fundi st jórnarinnar f október. Lindström hefur varíð tíma sínum hér til viðræðna við íslenzka aðila og ferðazt um landið. Hann hefur m.a. farið norður til Akureyrar og skoðað vcrksmiðjur þar, heimsótt Kröflu og rætt við forystumenn Islenzka járnblendifélagsins. Lindström er gagnkunnugur efnahagsmálum á Norður- löndum, en þetta er í fyrsta sinn, sem hann kemur til Islands. Aðaltilgangur ferðar- innar hingað er að kynnast íslenzku efnahagslifi af eigin raun og ræða personulega við íslenzka frammámenn. Aðspurður um möguleika íslenzka járnblendifélagsins og Elkem Spiegelverk á að fá lán til framkvæmda við Grundar- tanga sagði Lindström meðal annars: —að er ljóst að þessi umsókn fullnægir skilyrðum, enda er þarna um tvo norræna aðila að ræða, annan íslenzkan, hinn norskan. Möguleikarnir á að lánið verði veitt ættu því að vera talsverðir, en stefna bank- ans er hins vegar enn ómótuð og ég hygg að það verði aðal- verkefni stjórnarfundarins í september að ræða framtiðar- stefnu bankans varðandi útlán. lindström var spurður að því til hvernig Framkvæmda- bankinn myndi veita lán og hve há þau yrðu. Svaraði hann þvf til að í lögum bankans væri lögð áherzla á að fé yrði lánað til orkufreks iðnaðar og utflutningsiðnaðar. Engin reynsla væri þó komin á þetta þar sem enn hefði bankinn ekki veitt nein lán, en fimm umsokn- ir um lán hefðu borizt. Um upp- hæð lánanna sagði Lindström að sambærilegir bankar annars staðar í heiminum lánuðu allt að 40-50% af framkvæmda- kostnaði. Samningurinn milli ríkis- stjorna Norðurlanda um Framhald á bls. 18 BertLindström bankastjóri í heimsókn hérá landi Sementssalan 9 þúsund tonnum minni en í fyrra SALA á semenli frá Semenls- verksmiðju ríkisins hefur dregizt saman frá því í fyrra um rúmlega 9 þúsund lonn sé miðaö við sölu- Laxárvirkjun- arstjórn reki Kröfluvirkjun? Akureyri, 27. ágúst — SAMKVÆMT upplýsingum for- manns stjórnar Lnxárvirkjunar hefur iðnaðarráðuneytið nýlega farið þess á leit við Laxár- virkjunarstjórn, að hún taki að sér rekstur Kröfluvirkjunar til bráðabirgða eftir að hún hefur tekið til starfa og þar til gengíð hefur verið frá stofnun Norður- landsvirkjunar. Viðræður standa yfir og eru langt komnar, en ekki verður enn séð, hvenær samningar verða undirritaðir og hvenær þeir taka gildi, enda óvíst, hvenær Kröfluvirkjun tekur til starfa. — Sv.P. tölur fyrstu 7 mánuði ársins. 1 ár hafa selzt 71.219 tonn, en í fyrra seldust 80.449 tonn. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Sements- verksmiðju ríkisins mun hér aðallega muna um sementssölu til Sigölduvirkjunar, sem var tals- verð 1 fyrra, en engin 1 ár. 1 fréttatilkynningu Sements- verkiðjunnar segir m.a.: „Sementsverksmiðja ríkisins seldi alls 71.219 tonn af sementi frá ársbyrjun til júlíloka 1976, en 80.449 tonn á sama tíma í fyrra. Um mörg undanfarin ár hefir sala á sementi fyrstu 7 mánuði ársins verið mjög svipuð og sala 5 síðustu mánuði ársins. Ætla mætti skv. þessu að heildarsala ársins yrði um 142 þú. tonn eða talsvert minni en í fyrra, þá varð salan alls um 159 þús. tonn. Þetta gefur þó ekki alls kostar rétta mynd af málinu. Réttara er að draga frá sölu á sementi ti! Sigölduvirkjunar bæði árin og sölu til hafnargerðar í Þorláks- höfn 1975, en þangað var ekkert selt í ár. Hér er um að ræða aðrar sementstegundir en þær sem seld- ar eru á almennum markaði. Samanburður á sementssölu milli áranna 1975 og 1976 verður þá þannig: 1975: Sala alls 1/1 — 31/7 1975 80.449 t. + sala til Sigöldu og Þorl.h. á sama tíma 11.720 t. sala alls á alm. markaði 68.729 t. 1976: Sala alls 1/1 — 31/7 1976 71.219 t. + sala til Sigöldu á sama tíma 7.420 t. Sala alls á alm. mark- aði 63.7991. Séu þessar tölur bornar saman má segja að sementssala 7 fyrstu mánuði ársins 1976 sé u.þ.b. 7% minni á almennum markaði en var á sama tíma í fyrra. Sement á almennum markaði er Framhald á bls. 18 Einar Agústsson utanrfkisráð- herra ásamt forsætisráðherra úngverjalands, György Lazar. Er myndin tekin á skrifstofu I.azars skömmu eftir að fslenzki utan- rfkisráðherrann kom til Búdapest I opinbera heimsókn. Grunnskólinn: Meiri fjölbreytni og meiri vinna t HAGASKÓLANUM 1 Reykjavík munu vera einna flestir nemend- ur í sfðasta bekk grunnskólastigs, eða um 200. Mbl. hafði samband við Björn Jónsson skólastjóra Hagaskólans til að forvitnast um þær breytingar, sem verður á skólaveru þessara nemenda í vet- ur vegna gildistöku grunnskóla- laganna. „Þær breytingar, sem nú eiga sér stað, snerta að sjálfsögðu einkum nemendur 9. bekkjar," sagði Björn, „þ.e. þá nemendur, sem á vori komanda munu gang- ast undir lokapróf grunnskólans. Stærsta breytingin er skipting námsefnisins í kjarna og kjörsvið. þ.e.a.s. skyldufög, sem eru ís- lenzka, stærðfræði, enska, danska og leikfimi, og kjörsviðin, en þau eru annars vegar saga, félags- fræði og landafræði og hins vegar eðlisfræði, líffræði og náttúru- fræði. í kjarna ber nemendum að sækja 31 kennslustund á viku, á kjörsviði 4 eða 8. Ekki er hægt að blanda saman kjörsviðum á neinn hátt, aftur á móti er hægt að taka bæði ef vill. Innan kjörsviða eru svo val- greinar og'fer fjöldi þeirra að sjálfsögðu alveg eftir stærð skóla, kennarafjölda og aðstöðu al- mennt. Hjá okkur í Hagaskólan- um get ég hefnt vélritun, bók- Stórtjón á brúm á Snæfells- nesi STÓRTJÓN varð á vegum f Fróðárhreppi á Snæfellsnesi í fyrrinótt, er þar gerði mikið úr- helli. Brúin á Hrfsá, sem er 8 metra steinbrú, er talin ónýt og 12 metra brú á Holtsá er mjög mikið skemmd og er talið mjög kostnaðarsamt að gera við hana. Þá hefur brúin á Holtslæk við Skerðingsstaði, 5 til 6 merta brú, sigið talsvert, en þar hefur og myndast djúpt skarð 1 veginn, um 3ja metra djúpt. A Vestfjarða- vegi, sunnan tíl 1 Kletthálsi, féll ( gærmorgun skriða og lokaði veginum fram eftir degi. Gffurlegt úrhelli gerði síðari hluta nætur í fyrrinótt á vestan- verðu landinu og olli það miklum vegaskemmdum, m.a. á Snæfells- nesi. Er t.d. vegurinn um Fróðár- hrepp gjörsamlega ófær og lokað- ur og hafa þar þrjár brýr stórskemmzt og líkur benda til að ein þeirra hafi ónýtzt. Hafði Mbl. i gær spurnir af þvi að ein brúanna hafi staðið þversum, en ekki höfðu vegagerðinni i gær borizt nákvæmar fréttir af þvi. Átta metra löng steinsteypt brú á Hrísá var i gær sögð brotin, en Framhald á bls. 18 færslu, trésmíði, eir og silfur- smíði, prjón, hekl og hnýtingar, snið og fatasaum, kynning at- vinnugreina, sjóvinnu og er þá ekki allt upp talið." — Hvernig fer kennsla í kynn- ingu atvinnugreina fram? „Helmíng kennslustunda er varið til að heimsækja vinnustaði og kynna sér ýmsar starfsgreinar og hinum helmingnum er varið til að gera greinargerðir og umsagn- ir um þá kynningu Nú, í sjóvinnu verða nemendum -kynnt vinnu- Framhald á bls. 18 Timman efstur □ ----------------□ BÍÐSKÁKIR úr fyrstu þremur umferðum Reykjavfkurskákmóts- ins voru tefldar f gær. (Jrslit í biðskákum úr fyrstu umferð urðu þau að Guðmundur vann Vukcc- vic og Keene vann Björn Þor- steinsson. 1 biðskákum úr annarri umferð vann Ingi R. Tukmakov og Matera vann Björn Þorsteins- son. Skák Björns og Antoshin úr þriðju umferð fór aftur I bið. Að loknum þremur umferðum er staðan þessi: 1. Timman 3 vinningar 2. Najdorf 2'A vinningur 3.—5. Friðrik, Guðmundur og Tukmakov 2 vinningar 6. Antoshin VA vinnungur + bið- skák 7.—11. Haukur, Helgi, Ingi R„ Keene og Matera VA vinningur 12. Vukcevic 1 vinningur 13. —15. Margeir, Gunnar og Vesterinen 'A vinningur 16. Björn 0 vinningur og ein bið- skák. 1 dag verður 4. umferð tefld og hefst klukkan 14 í Hagaskóla. Þá tefla saman Haukur og Björn, Timman og Antosjhin, Guðmund- ur og Matera, Friðrik og Keene, Najdorf og Vesterinen, Tukmak- ov og Vukcevic, Helgi og Margeir, Gunnar og Ingi R. Fyrirmenn tóku á móti Einari Búdapest, 27. Sgúst — AP. FORSETI Ungverjalands, Pal Losonczi, og György Lazar for- sætisráðherra tóku f dag á móti Einari Agústssyni utanrfkisráð- herra, sem hingað er kominn í opinbera heimsókn fyrstur íslenzkra utanrikisráðherra. Einar Ágústsson er hingað kom- inn i boði utanríkisráðherra Ung- verjalands, Frigyes Puja, og mun ræða við ungverska ráðamenn um aukin viðskipti landanna, öryggis- mál Evrópu og málefni austurs og vesturs. Austur-Evrópuferð Einars Ágústssonar kemur f kjölfar utan- ríkisráðherrafundar Norðurlanda í Kaupmannahöfn. Hingað kom Einar Ágústsson frá Prag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.