Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGUST 1976 — Krafla Framhald af bls. 32 jafn þungir á metunum. Þessar athuganir eru gerðar reglubundið, og ef við verðum varir við einhverjar nýjar hræringar, skoðum við málið að sjálf- sögðu á nýjan leik En mér sýnist sem sagt ekkert það koma fram í þessari greinargerð, sem við ekki vissum áður, annað en það að það er eitthvað aðeins meiri skjálftavirkni nú en var skömmu áður en greinargerð okkar var samin ERFITT AÐ STYÐJAST VIÐ ÁLYKTANIRNAR VIÐ ÁKVÖRÐUNARTÖKU Morgunblaðið spurði Jakob, hvað hann hefði að segja um það, að nú væru allflestir visindamenn Orkustofn- unar sjálfrar á sama máli og fjór- menningarnir um þær ályktanir sem draga mætti af ástandinu á Kröflu- svæðmu ,.Ég verð þá að spyrja á móti hvaða stoð sé i því við ákvörðunartöku, þótt sagt sé að EF núverandi þróun helduráfram þá gerist þetta og hitt " sagði Jakob ,,Ef umsagnir jarð- fræðinga eiga að hafa eitthvert spágildi verða að vera einhver tök á því að segja fyrir um líklega þróun en ekki — ef eitthvað gerist. Jarðfræðingarnir fjórir taka fram í greinargerð sinni, að þeir geti ekki sagt fyrir um að gos verði með neinni vissu og þeir taka réttilega enga afstöðu til þess Hvað skuli gert þarna I framkvæmdum Hins vegar má það augljóst vera, að við ákvörðunar- töku í framkvæmdum skiptir það máli hvað mum gerast og' spurningin er, hvort nokkur geti sagt fyrir um líklega þróun á Kröflusvæðinu Er til dæmis líklegt út frá núverandi vitneskju, að þessi þróun sem nú er, haldi áfram óbreytt til áramóta eða er ekki jafn líklegt að þetta hjaðni aftur? Jarð- fræðmgarmr segja ekkert um þetta atriði " Jakob sagði að meðan svo væri, yrði að teljast fjarska lítið gagn í umsögn- um af þessu tagi að öðru leyti en því að þær hvettu til varúðar Það hafi einmitt orðið mðurstaða Orkustofnunar að ekki væri rétt að breyta framkvæmda áætluninni en hins vegar væri ástæða til að auka aðgæzlu " í framhaldi af því lét Orkustofnun setja stöðuga vakt við jarðskjálftamælana þarna nyðra, sem Raunvísmdastofnun annast á kostnað Orkustofnunar Einnig hv3ttum við til, að almannavarmr endurskoðuðu fyrri áform um brottflutning manna og annars verðmætis af staðnum. og ég held, að allir séu sammála um að aðgæzlan hafi verið hert En ég verðað undirstrika, að ályktanirnar, sem jarð- vísindamennirnir draga eru þrátt fyrir allt ekki þess eðlis, að mjög auðvelt sé að styðjast við þær við ákvörðunar- töku " Morgunblaðið spurði orkumálastjóra hvort ekki væri þó Ijóst, að út úr reglugerðinni mætti lesa aukin llkindi á gosi og hvort ekki væri þá tekin veru- leg áhætta með áframhaldandi fram- kvæmdum „Jú, það má lesa út úr greinar- gerðinni aukin líkindi á gosi, ef sama þróun heldur áfram En hverjar er síðan líkurnar á því að þessi sama þróun haldi áfram?" sagði Jakob „Varðandi áhættuna þá er þess að gæta, að Kröflusvæðið er virkt eld- gosasvæði og það er þannig alltaf tekin töluverð áhætta með mannvirkja- gerð á slíku svæði Spurningin nú er sú, hvort áhættan nú sé verulega meiri en venjulega Það má vera að það sé einhver skoðanamunur um það atriði, en þetta er vitanlega afgerandi spurning Er t d hægt að segja fyrir um það, svo að það sé byggt á ein- hverju raunhæfu að líkurnar á gosi á t d næstu 6 mánuðum séu verulega meirir heldur en á einhverju sex mánaða tfmabili hvenær sem er Okkur nægir ekki að fá upplýsingar um, að ef núverandi þróun haldi áfram séu líkurnar meiri — það sem við þurfum að fá vitneskju um er einfaldlega hvort Ifkurnar séu meiri á því að þessi þróun haldi áfram Mér vitanlega hefur enginn treyst sér til að segja fyrir um það hvort skjálftarnir muni halda áfram að aukast, eða hjaðnar þessi hrina, eins og fordæmi eru fyrir frá því fyrr í sumar Við verðum einfaldlega að viðurkenna að það eru ekki tiltækar nemar aðferðir til að spá fyrir um gos til með löngum fyrirvara Þessarathug- anir, sem nú eru gerðar hafa vissulega sitt gildi, því að þær gera betur fært en ella að verða við öllu búnir En varðandi spádöma til svo langs tfma sem hálfs árs þá get ég ekki séð að þessar umsagnirhafi gildi f þá veru að byggja á jafn afdrifarfka ákvörðun og þá að hætta framkvæmdum Málin horfðu öðruvísi við ef jarðfræðingar gætu staðhæft með einhverri vissu, að líkindin á eldgosi á þessum næstu sex mánuðum væru verulega miklu meiri en á einhverju öðru samsvarandi tíma- bili " Jakob var þá spurður hvað það hefði f för með sér að fresta þeim fram- kvæmdum, sem nú væri unnið að við Kröflu Jakob svaraði því til að slfkt væri ákaflega flókið atriði. „í fyrsta lagi kostar það gffurlegt umstang að flytja á brott tækin og sfðan á staðinn aftur ásamt öllu, sem þvf væri samfara, og bæði tfmafrekt og kostnaðarsamt Síðan er spurningin hvort segja eigi upp öllum samningum varðandi framkvæmdina á grundvelli „force mayor" ákvæða og verða síðan að byrja á öllu saman á nýjan leik, fá nýja verktaka og þar fram eftir götum Þá þyrfti að færa borana og setja í önnur verkefni, og þótt það sé e.t.v einfaldar^ en ýmislegt annað, má Ijóst vera að það að hætta við framkvæmdir við Kröflu er mjög viðamikil og marg- hliða ákvörðun." Jakob sagði síðan að f bakgrunnin- um væri síðan ætíð sú spurning, hversu lengi ætti að fresta fram- kvæmdunum „Einhverjum kann að þykja eðlilegast að fresta framkvæmd- um þar til jarðskjálftavirknin minnkar aftur En þá er þess að minnast að skjálftavirknm minnkaði fyrri part sum- ars eftir að hafa náð tilteknu hámarki til þess eins að hækka aftur nú síðla sumars Hver getur þá sagt til um það, ef virknin minnkar aftur eftir þessa hrinu, sem nú stendur yfir, hvort það verður varanlegt í það skiptið, eða aðeins stundarbil? Jarðfræðingar benda á að Mývatnsgos hafi staðið í fimm ár með hléum, en mér vitanlega er ekki til nein örugg vitneskja um það, að eitt gos hagi sér eins og annað, þannig að ekki er gott að byggja á því Jarðfræðingur, sem lítur á jarðfræði hliðina eina saman, en hefur engan annan bakgrunn til að meta aðra þætti og upplýsingar, á þess vegna auðvelt með að segja, að ef hann réði ferðinni myndi hann hætta framkvæmdum við Kröflu Með svipaðri röksemd ætti enginn að fara á sjó við íslandsstrend- ur eða hætta sér út í umferðina í Reykjavík eða taka sér aftur búsetu í Vestmannaeyjum Það eitt að hafa vað- ið fyrir neðan sig er þannig ekki ein- hlítt " Jakob sagði þó, að hann væri með þessu alls ekki að gera lítið úr hætt- unni við Kröflu, en hins vegar virtist honum á einskis manns færi að meta þá hættu raunverulega Jarðfræðiþekk- ingin væri einfaldlega ekki komin lengra en svo, að menn treystu sér ekki að spá fyrir eldgosi lengra fram i tímann sem næmi um tveimur klukku- stundum i bezta falli og slfkt væri alls ekki gagnslaust i því skyni að bjarga mannslffum og verðmætum sem auð- velt væri aðflytja burtu með hraði " SEINNI VÉLASAMSTÆÐAN KOMIN í STÖÐVARHÚSIÐ Jakob staðfesti, að seinni véla- samstæðan í virkjunina væri komin á svæðið og inn í stöðvarhúsið Morgun- blaðið spurði hvort ekki hefði verið tryggara að geyma hana á öruggari stað meðan núverandi þróun væri á svæðinu „Flutningur vélasamstæð- unnar er á vegum Kröflunefndar en ekki Orkustofnunar, en ég held, að svo fremi, að unnt hefði verið að fá sæmi- legan geymslustað fyrir hana, þá hefði verið æskilegra að geyma hana annars staðar," sagði Jakob „Hins vegar hef- ur mér skilizt að það hafi verið erfið- leikum bundið Hitt er annað mál, að samstæðan stendur á 7 m háum uppi- stöðum, og sumir halda því fram, þó að ég vilji engan dóm á það leggja, að hún geti verið örugg þar, jafnvel þó að hraun renni, — það fer auðvitað allt eftir þvf, hvar hraun kemur upp Hins vegar er vel unnt að flytja þessa sam- stæðu á brott frá Kröflu og vissulega kemur það vel til greina Orkustofnun hefur rætt þetta mál við iðnaðarráðu- neytið og það er í athugun, hvað gert verður við hana, ef til kemur SÖNNUNARSKYLDA Á JARÐFRÆÐINGUM Þá sneri Morgunblaðið sér til Hauks Tómassonar jarðfræðings hjá Orku- stofnun vegna þeirra ummæla iðnaðar- ráðherra að greinilegt væri að vfsinda- menn greindi á um hvaða ályktanir mætti draga um goshættu á Kröflu- svæðinu, en samkvæmt upplýsingum, er Morgunblaðið hafði aflað sér munu allflestir jarðvísindamenn Orkustofnun- ar vera sömu skoðunar og fjórmenn- ingarnir, sem rituðu undir greinargerð- ina um jarðfræðilegt ástand Kröflu- svæðisins Staðfesti Haukur þetta f samtali við Morgunblaðið, en sagði jafnframt, að ákvörðunarvaldið um að halda áfram framkvæmdum við Kröflu við þessar aðstæður væri að sjálfsögðu ekki f höndum jarðvísindamanna stofn- unarinnar, heldur hjá yfirmönnum Orkustofnunar og iðnaðarráðherra Ágreiningsatriðið væri því kannski einna helzt það, hvenær þeim, sem ákörðunarvaldið hefðu, bæri ð fara eftir ráðleggingum „Ég tel mig geta fullyrt, að allflestir jarðvísindamenn innan Orkustofnunar eru sömu skoðunar og fjórmenning- arnir, og sú þróun, sem þarna hefur verið að eiga sér stað undanfarið, hefur aðeins styrkt þá skoðun," sagði Hauk- ur „En fyrst ekki var hætt við fram- kvæmdir strax og gaus í leirhnúki í desember I fyrra, sem þá hefði verið fullkomlega eðlileg ákvörðun, þá sé ég ekki hvenær það ástand getur orðið, að eðlilegt sé að hætt verði við fram- kvæmdirnar Eins konar sönnunar- skylda er látin hvíla á vfsindamönnum um að gos verði, en það verður varla sannað nema með þeim atburðum, sem við öll vonum að ekki komi til " — Grunnskóli Framhald af bls. 2 brögð, en þau fara ekki sjálf á sjóinn. Það er dálítið skemmti- legt, að hér í Hagaskóla, sem er í því sem mér er áreiðanlega óhætt að kalla landkrabbahverfi, hafa 40 nemendur ákveðið að fara í sjóvinnu." — Hvernig er annars skiptingin á milli sviða í Hagaskóla? “Saga, félagsfræði og ^landa- fræði hafa vinninginn. Svo eru nokkrir nemendur, sem velja bæði svióin, það eru þá krakkar, sem enn hafa ekki gert upp við sig, hvaða menntaskóladeild þau komi til með að velja.“ — Hefur þetta nýja fyrirkomu- lag ekki aukna vinnu í för með sér fyrir kennara? „Jú, það fylgir þessu mikil aukavinna. Ekki sízt fyrir skipu- leggjendur, sem þurfa að útbúa val og raða í stofur og búa til stundatöflu. Það er alveg óleyst vandamál varðandi þessar breyt- ingar, það vinnur enginn slíka þengnskylduvinnu ár eftir ár. Hvað grunnskólafyrirkomulaginu tekst vel til er að mjög miklu leyti fjárhagsvandamál. Ef fjár- veitingavald treystir sér til að standa undir þeim kostnaði, sem þessu fylgir, þá mun vel fara. En í smærri bæjarfélögum, sem ekki hafa efni á auknum kaupgreiðsl- um, tækjakaupum og húsnæðis- aukningu, sem fylgir breyttum kennsluháttum, verða breyting- arnar ekki eins miklar," sagði Björn Jónsson að lokum. — Suður-Afríka Framhald á bls. 18 rfkti í landinu. „í mesta lagi rnætti segja að nokkurrar spennu gætti,“ sagði Kruger. Hann upp- lysti að 280 manns hefðu látið lífið í óeirðunum og hann sagði að meira en 800 manns sætu í fang- elsum fyrir þáttöku í óeirðunum. Sjötíu og sjö þeirra sitja inni vegna sérstakra öryggislaga sem eru í gildi í landinu og gerir kleift að halda fólki í fangelsi um ótil- tekinn tíma án þess að leiða það fyrir rétt. Sagði Kruger að margir af þessum 77 væru betur komnir í fangelsi, myndu enda ella stofna íil óeirða ef þeir fengju að lejka lausum hala. Kruger sagði að 35 manns hefðu látið lífið f Soweto í þessari viku. Fréttamenn sögðu að Kruger hefði verið afar var- færinn i tali og reynt eftir föng- um að forðast að segja nokkuð það, sem gæti orðið til að æsa upp hugi manna á ný. I kvöld var óeirðalögregla á verði við rústir bæjarins Soweto og i kvöld hafði ekkert það gerzt sem fréttnæmt þótti. — Sement Framhald af bls. 2 selt laust og ósekkjað til steypu- stöðva í Reykjavík, Selfossi og Ytri-Njarðvík, en sekkjað til allra annarra. Skipting ofangreinds magns í sekkjað og ósekkjað er sem hér segir 7 fyrstu mánuði áranna 1975 og 1976. 1975: Selt laust 31.747 t. 46%. Selt sekkjað 36.982 t. 54%. 68.729 6. 100% 1976: Selt laust 28.631 t. 45%. Selt sekkjað 35.168 t. 55% 63.799 t. 100%. Sala á sekkjuðu sementi, sem að langmestu leyti fer út á land er því um 5% minni í ár en var á sama tfma í fyrra. Sala á lausu sementi til steypustöðva í Reykja- vík og nágrenni, hefur minnkað um tæp 10% frá sama tíma í fyrra.“_____ _ _______ — Stórtjón Framhald af bls. 2 þegar slfkt orð er haft um brú, getur það bæði bent til þess að stöpull undir henni hafi brotnað eða brúargólf. Benda þá líkur ti að hún sé ónýt. Á svokölluðum útnesvegi, þ.e. á veginum fyrir Jökul, rann vegur- inn í sundur, en í gærkveldi hafði tekizt að lagfæra veginn. Þá tepptist Ennisvegur fram undir hádegi. Allmargir bílar tepptust f sunnanverðum Kletthálsi, sem er milli Kollafjarðar og Skammadals á Vestfjarðaleið i Austur- Barðastrandarsýslu. Er þetta skammt vestan Bjarkarlundar og rétt við sýslumörkin. Á veginn féll aurskriða allþykk eða um 2H metri. Sriðan var ekki mjög breið, en erfiðleikar voru með að fá jarðýtu til þess að opna veginn og fékkst hún frá Reykhólum. I gær- kveldi hafði henni tekizt að opna veginn og höfðu þá báðum megin skriðunnar safnazt bílar, sem biðu. Ekki höfðu fregnir borizt af fleiri skriðuföllum en á þessum stað. — Lindström Framhald af bls. 2 stofnun Norræna fjárfestinga- bankans tók gildi 1. júni síðast- liðinn. Bankinn er stofnaður að tilhlutan ráðherranefndarinnar norrænu og á Geir Hallgríms- son forsætisráðherra sæti f nefndinni af íslands hálfu. Tilgangur bankans er að veita lán og ábyrgðir til sam- norrænna fjárfestingarverk- efna og til þess að efla sam- eiginlegá utflutningshagsmuni Norðurlandaþjóða. Til þess að lánsumsókn komi til greina þarf hún því að varða hagsmuni a.m.k. tveggja norrænna þjoða. Stofnfé bankans er 400 milljónir sérstakra dráttarrétt- inda, en þessi f járhæð svarar til rúmlega 80 milljarða kröna á núgildandi gengi. Hlutur tslands í stofnfénu er 1% eða um 800 milljónir króna., Framlag íslands til bankans f ár er um 70 milljónir króna. Af Islands hálfu eiga þeir Þórhallur Asgeirsson ráðu- neytisstjori og Jón Sigurðsson forstjori Þjóðhagsstofnunar sæti í stjórn bankans, sem skipuð er 10 mönnum, tveimur frá hverju landi. Bert Lindström var skipaður bankastjóri Fjárfestingabank- ans á stjórnarfundi 9. júní s.l. Aður hafði hann starfað sem aðstoðarforstjóri Þróunarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna í rúm þrjú ár. Lindström er 54 ára og var frá 1964 - 1971 banakstjóri Götbankans f Gautaborg. ,, • 1411IFXSttti í Starfsmenn Norræna fjárfestingabankans, sem hefur aðsetur f Helsinki, eru auk Lindströms, tveir aðstoðar- menn hans og skrifstofufólk. Á næstunni verða auglýstar á Norðurlöndum þrjár stöður hjá bankanum, starf útlanastjóra, starf sérfræðings í alþjóðlegurm lánamálum og starf sérfrðings i efnahasmal- um til að sjá um skýrslugerð fyrir bankann. Reiknað er með að í framtiðinni verði fastir starfsmenn bankans 12 talsins, en sérfræðilegrar aðstoðar í vissum málum verði leitað hjá öðrum bönkum og ríkis- stjórnum landanna fimm. Um mitt næsta ár flytur bankinn f framtfðarhúsnæði sitt im mið- borg Helsinki. — Holland Framhald af bls. 1 þeirri kröfu að Bernharður prins verði látinn svara til saka við réttarhöld. Á þingfundum f dag kom fram að allir helztu flokkar landsins telja hagstæðast að í landinu verði áfram þingbundin konungsstjórn og er nokkurn veg- inn öruggt að þingheimur mun forðast að gera neitt sem skaðað getur frekar en orðið er konungs- fjölskylduna. Skýrslan þar sem rakin er aðild prinsins að mútumálinu hefur verið til sölu f dag og hefur runnið út eins og heitar Iummur. — Morðið Framhald af bls. 32 maðurinn að hafa áhyggjur að konan kæmi ekki heim og hafði því samband við lögregluna. Lögreglumönnum tókst að komast inn i íbúðina með því að spenna upp glugga, og þegar inn var komið fannst konan liggjandi í kjallara hússins fyrir neðan hringstiga sem liggur frá neðri hæð hússins. Konan var með mjög mikla áverka á höfði og var strax auðséð, að þeir gátu ekki hafa stafað af falli úr stiganum. Konan var þá látin og töldu læknar, sem kvaddir voru á staðinn, að senni- lega væru um 5 klst. liðnar frá láti hennar, en þar er þó um ágizkun að ræða. Réttarkrufning hefur farið fram, en síðla í gær lá niður- staða ekki fyrir. Mæðgurnar, sem þarna bjuggu, fóru til Englands sl. þriðjudag og fengu konuna til að lfta eftir hús- inu fyrir sig á meðan eins og áður segir. Að sögn rannsóknarlögreglunn- ar liggur fyrir, að konan fór að heiman frá sér um níu leytið á fimmtudagsmorgun og fór þá fyrst til að hjálpa konu við hús- verk i Mávahlíð. Lögreglan hefur haft samband við konuna og sam- kvæmt frásögn hennar gengu þær saman heiman frá henni og skildu í Engihlfð um kl. 11 þann morgun. Konan hafði þá orð á því, að hún þyrfti að fara í hús við Miklu- braut. Lögreglan biður alla þá, sem einhverjar upplýsingar geta gefið í máli þessu, að gefa sig fram og einkum er mikilvægt að fá upp- lýsingar um, ef einhver hefur sézt fara inn f húsið að Miklubraut 26, eða sézt koma út úr því á fimmtu- dag. Að sögn lögreglunnar er ekki hægt að merkja, að brotizt hafi verið inn í fbúðina. Haft hefur verið samband við mæðgurnar sem þarna búa f því skyni að reyna að grennslast fyrir hvort eitthvað hafi fémætt horfið úr íbúðinni, en það er þó ekki með öllu ljóst. Konurnar munu stytta för sfna ytra og munu koma heim í dag. Morðtólið hefur enn ekki komið f leitirnar. Ljóst er að þarna hefur verið um þungt barefli að ræða en ekki er auðvelt að áúa sig á hvernig áhaldið hefur verið, sem konan var slegin með. Lögreglumenn leituðu f gær gaumgæfilega í nágrenni hússins, og hafa fundizt ýmsir hlutir, sem þó er ekki enn hægt að segja um hvort tengist málinu. Meðal ann- ars fannst fatnaður i garði bak við húsið, en í gærkvöldi var verið að rannsaka hann nánar. mniuíuu iiinimiiintn t Hjartkær eíginmaður mmn, faðir og fósturfaðir. ÞORGRÍMUR JÚLÍUS SIGURÐSSON. lézt i Landspltalanum aðfararnótt mánudagsins 23 ágúst. Fvrir hönd aðstandenda, „ , . Marfa Sigurðardóttir. Hólmgeir Júltusson, Baldur Skaftason. Sigrfður Arnkelsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.