Morgunblaðið - 28.08.1976, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.08.1976, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGUST 1976 í DAG eru tvö ár liðin frá því að ríkisstjðrn Geirs Hallgrímssonar var mvnduð og Sjálf- stæðisflokkur og Framsðknarflokkur tóku höndum saman um stjórn landsins f fyrsta sinn í 18 ár. Á þeim tímamótum er kjörtíma- bil núverandi ríkisstjórnar er hálfnað sneri Morgunblaðið sér til Geirs Hallgrímssonar, forsætisráðherra, og ræddi við hann um störf ríkisstjórnarinnar fram til þessa, þann árangur, sem hún hefur náð á þessum tveimur árum og þau vandamál, sem enn er við að glíma. Viðtal Morgunblaðsins við for- sætisráðherra fer hér á eftir: — Hver er helzti árangur, sem náðst hefur með störf- um ríkisstjórnarinnar á þessum tveimur árum? — Ríkisstjórnin hét því að færa út fiskveiðilögsöguna i 200 sjómílur fyrir árslok 1975. Þetta var gert 15. október það ár. Eftir samninga við Breta 2. júní sl. er svo komið, segir Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, að allar þjóðir, sem veitt hafa hér við land virða þessa útfærslu og viðurkenna hana, annaðhvort beinum orðum í samningi eða í reynd. Ég hygg, að þótt ákvörðun um útfærslu hafi verið tekin af brýnni nauðsyn og raunsæi, hafi fæstum komið til hugar að sigur ynnist á svo skömmum tíma eftir útfærslu. Vissulega var baráttan hörð á stundum, en tók sem betur fer tiltölulega fljótt af. Hinu skulum við ekki gleyma, að fullkomið öryggi varðandi yfirráð okkar yfir 200 mílunum höfum við ekki, fyrr en séð er fyrir enda hafréttarráðstefnunnar, en fyrirætlanir Bandaríkjamanna, Norðmanna, Færeyinga, EBE, Kanada og Mexikó valda því, að ósennilegt er, að yfirráðaréttur strandríkja yfir 200 milum verði dreginn í efa, þótt hafréttarráðstefnan fari út um þúfur. Þegar ástand efnahagsmála, er ríkisstjórnin hóf störf, er haft i huga og litið er til reynslu nágrannaríkja okkar, er engum blöðum um það að fletta, að mikilvægur árangur i störfum ríkisstjórnarinnar er fólginn i því að full atvinna hefur haldizt á þessum árum. Rikisstjórnin hefur lagt höfuðáherzlu á að tryggja atvinnuöryggið ag verður ekki fram hjá því litið, að það hefur tekizt að nokkru leyti á kostnað þess að jafna viðskiptahallann við erlendar þjóðir og hamla meira gegn verðbólgunni, en unnt hefur reynzt. Þá hefur rikisstjórnin eytt þeirri óvissu, sem rikti um öryggismál landsins með samkomu- lagi því er gert var við Bandaríkin, þegar í október 1974, en unnið hefur verið að framkvæmd þess síðan. Verðbólga og viðskiptahalli — Hvað hefur mistekizt í störfum ríkisstjórnarinnar? — Orðalag þessarar spurningar ber greinilegt vitni um tilhneigingu blaðamanna til að mála allt ljósum eða dökkum litum. Störf stjórnmálamanna og ríkisstjórna bera sjaldnast jafn ákveðinn árangur og t.d. starf þessarar ríkisstjórnar í landhelgismálinu. Einkum á þetta við um efnahagsmál, þar sem lýðræðislegir stjórnarhættir og frjáls starfsemí hagsmunasamtaka valda því, að margir eiga þátt í efnahagslegum ákvörð- unum og þar af leiðandi þróun þeirra mála. Þetta er eins og vera ber. Við viljum ekki hafa stjórnarfarið öðru vísi, en það gerir þá kröfu til allra, sem hlut eiga að máli, að þeir sýni ábyrgðartilfinningu og líti til framtíðarhags- muna fremur en skammgóðs vermis. En ég get af fullri hreinskilni sagt, að í baráttu gegn verðbólgunni og við- skiptahallanum við útlönd hefur sótzt verr en skyldi. — Hversu lengi enn getum við lej’ft okkur þennan mikla viðskiptahalla við útlönd? — Viðskiptahalli við útlönd getur verið eðlilegur er verið er að afla framleiðslutækja, sem eiga eftir að skapa gjaldeyri eða greiða framkvæmdir, sem spara gjaldeyri. Ennfremur var það samkomulag OECD-ríkjanna að mæta ekkí hækkun á verði eldsneytis og auknum viðskiptahalla af þeim sökum með viðskiptahömlum, heldur með því að þola nokkurn halla um skeið og aðlaga sig breyttum aðstæðum á lengri tíma, svo að viðskipti þjóða í milli drægjust ekki snögglega saman og yllu heimskreppu, og höfum við Islendingar að okkar leyti fylgt þessari stefnu. Hún hefur reynzt rétt eins og sjá má nú, þegar efnahags- bata er farið að gæta. En auðvitað eru takmörk fyrir því, hve mikið af framleiðslutækjum við getum leyft okkur að kaupa. Lánstraust er takmarkað. Byrði afborgana og vaxta getur vaxið okkur yfir höfuð og orðið á vissu árabili mun meiri en aukningu gjaldeyrisöflunar eða gjaldeyris- sparnaðar nemur. Þegar svo er komið er efnahagslegt sjálfstæði okkar í hættu og um leið brýtur svigrúm okkar til þess að gera ráðstafanir til að halda uppi fullri atvinnu. Okkur er því nauðsynlegt að jafna viðskiptahall- ann við útlönd á sem stytztum tíma t.d. á næstu 2 árum. Minnkandi viðskiptahalli — Hvernig hefur viðskiptum okkar við önnur lönd verið háttað hin síðustu ár? — Á árinu 1973, er viðskiptakjör okkar bötnuðu um 15% og árferði var eitt híð bezta, sem við höfum notið var viðskiptahallinn þó um 3% miðað við þjóðarframleiðslu. Árið 1974 versnuðu viðskiptakjör um 10% og viðskípta- hallinn jókst í 12% af þjóðarframleiðslu. Það ár jukust þjóðarútgjöld enn um 10% meðan þjóðartekjur stóðu í stað. Þótt dregið væri úr þjóðarútgjöldum um 9—10% á árinu 1975 vegna ýmiss konar ráðstafana ríkisstjórnar og Alþingis varð viðskiptahalli enn 11—12% og skýringin er sú, að viðskiptakjör voru 15% lakari en árið áður og þjóðartekjur minnkuðu um 8—9%. Á þessu ári mun enn verða dregið úr þjóðarútgjöldum væntanlega um 5—6% og mun það ásamt batnandi viðskiptakjörum væntanlega leiða til þess, að viðskiptahallinn við útlönd minnkar um helming eða niður í 5—6%. Við gerð fjárlaga og lánsfjár- áætlunar fyrir næsta ár hljótum við enn að miða að því að minnka viðskiptahallann um a.m.k. helming og láta hann hverfa og koma á fullum jöfnuði á árinu að öðru leyti en þvi, sem fylgdi hugsanlegum stórframkvæmdum og t.d. flugvélakaupum. — Hvaða aðferðir eru vænlegastar til að halda jöfnuðu I viðskiptum við önnur lönd? — Hér er einfaldlega um það að ræða að lifa ekki um efríi fram, eyða ekki meiru en aflað er. En aflagetu okkar eru takmörk sett. Þess vegna þurfum við að draga úr eftirspurn innanlands. Við verðum að velja á milli þess að draga úr rekstrarkostnaði líðandi stundar, einka- neyzlu, þ.e.a.s. útgjöldum heimila og einstaklinga annars vegar og samneyzlu, þ.e.a.s. opinberum útgjöldum, sem varið er til sameiginlegra þarfa, hins vegar, eða við verðum að draga úr fjárfestingu og framkvæmdum og má þar aftur greina á milli fjáriestinga einstaklinga og atvinnuvega og hins opinbera. Segja verður eins og er, að lækkun þjóðarútgjalda hefur einkum orðið við samdrátt einkaneyzlu og fjárfestingar atvinnuvega en ekki hjá hinu opinbera. Margir munu auðvitað telja, að hið opin- bera eigi að ganga á undan með góðu fordæmi en í því sambandi má þó geta þess, að dregið hefur verulega úr aukningu samneyzlu. í stað 6—7% árlegrar aukningar var hún um 2% 1975 en stendur væntanlega í stað 1976 og aukning í opinberum framkvæmdum er eingöngu á sviði orkumála en um samdrátt er að ræða i öðrum framkvæmdum. Er þetta í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem kveður á um, að orkufram- kvæmdir skuli hafa forgang og rökin fyrir því voru stæði þar að baki og því skapaðist umfram eftirspurn innanlands, er hvort tveggja í senn kynti undir verð- bólguna og jók viðskiptahallann við útlönd. Á árinu 1975 tókst bankakerfinu á hinn bóginn að halda útlánum vel innan marka innstæðuaukningar og bætti þannig greiðslustöðu sína en ríkissjóður var enn rekinn með halla. Á þessu ári höfum við sett okkur það mark, að hvort tveggja verði i jafnvægi, fjármál ríkisins og peningastofnana i landinu. Þótt árangur í baráttu gegn verðbólgunni hafi ekki verið sem skyldi hefur samt þokazt í rétta átt. Vöxtur verðbólgu, mældur frá ársbyrjun til ársloka, var árið 1974 um 53%, árið 1975 37% og í ár er talið, að hann verði á bilinu 25—30%. Þótt svo hægt gangi megum við ekki missa kjarkinn eða sjónar á markmiðinu. Við verð- um að feta okkur niður i það, sem gerist i þessum efnum hjá nálægum viðskipta- og grannþjóðum okkar, sem margar búa við minna en 10% árlegan verðbólguvöxt. — Sumir telja verðbólgu nauðsynlega, hún sé for- senda margvíslegra framfara i þjóðfélaginu og hafi m.a. gert þorra fslendinga kleyft að eignast þak yfir höfuðið. — Verðbólga eins og við höfum reynt hér á íslandi síðustu ár gerir margvíslegt tjón, segir forsætisráðherra. Peningar missa ekki aðeins gildi sitt sem gjaldmiðill, heldur sem mælikvarði á afköst og árangur af starfi einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og rikisins. Verð- bólgan hefur í för með sér misskiptingu tekna og eigna, svo að háetta er á, að spákaupmennska sé fremur verð- launuð en raunveruleg verðmætasköpun i þjóðfélaginu. Með þessum hætti dregur verðbólgan úr siðgæðisvitund þjóðarinnar og getur brenglað réttlætiskennd einstakl- inga og þjóðfélagshópa. Það er þvi ekki eingöngu efna- hagsleg lífsnauðsyn fyrir okkur að komast út úr vitahring verðbólgunnar heldur og siðferðileg nauðsyn. En vissulega er lausn vandans ekki fólgin í einu pennastriki. Hér þarf sameiginlegt átak margra ólikra hagsmunahópa til að koma og hefur verið rætt um það innan ríkisstjórnarinnar að efna til slíks samstarfs til að kanna orsakir verðbólguþróunar hér á landi undanfarin 200 mílur tryggö í erfiðu árferði í öryggismálum — segir Geir Hallgrímsson, forsætis stórhækkað verð erlends eldsneytis. Af því leiðir hins vegar að draga verður úr öðrum opinberum framkvæmd- um svo sem i samgöngumálum og opinberumbyggingum vegna heilsugæzlu og skóla um sinn. Orkuskortur einstakra byggðarlaga, einkum á Norður- landi, hefur knúið til skjótra framkvæmda en vitaskuld leysir það okkur ekki undan þeirri skyldu, að hver orkuframkvæmd fyrir sig, hagkvæmni hennar og ákveðin tímasetning, verði ekki byrði, heldur búbót. í stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir heildaráætlun á sviði orkumála og hefur iðnaðarráðuneytið unnið að henni. Þegar rætt er um aukningu samneyzlu ber þess að gæta að á velgengnistímum hættir stjórnvöldum til að samþykkja aukna hlutdeild ríkisins I út af fyrir sig gagnlegum framkvæmdum eða þjónustu en síðan er hægara sagt en gert að lækka þessa hlutdeild þegar illa árar. Gæti þessi reynsla orðið okkur lærdómsrík í fram- tíðinni. Aðhald að þjóðarútgjöldum er forsenda þess, að við getum síðar aukið framleiðslugetuna þannig að við höfum úr meiru að spila í framtíðinni. Siðferðileg nauösyn að draga úr verðbólgu — Baráttan við verðbólguna hefur ekki borið full- nægjandi árangur enn sem komið er. — Einhverjar mikilvægustu ákvarðanir, sem teknar eru og haft geta áhrif á verðbólguna, eru á sviði tekju- og kjaramála. Það er einkum vinnulaunakostnaður, sem við höfum sjálfir áhrif á. Verð innfluttrar vöru getum við ekki ákveðið. Með þessu er ekki sagt, að hækkandi vinnulaunakostnaður þurfi að vera eina eða höfuðástæða verðbólgu. Það er í okkar hendi einnig að stjórna fjármálum ríkisins og útlánum banka og fjárfestingar- lánasjóða. Á árinu 1974 voru útlán banka næstum því tvöfalt meiri en innlánsaukningu nam og ríkissjóður var einnig rekinn með halla. Þessi halli varð ekki brúaður nema með auknum erlendum lántökum eða aukinni seðlaprent- un án þess að aukin verðmætasköpun í þjóðfélaginu ■ i<111mi>11m11m 11111iiim 11111) 111!<1! II1111 ár. Ætti sllkt samstarf að leiða til tillögugerðar um ráðstafanir til að draga verulega úr verðbólguþróuninni. — Vmsir gagnrýnendur rfkisstjórnarinnar halda þvf fram, að hún hafi vfsvitandi stuðlað að verðhækkunum til þess að skerða kjör almennings. — Hverríkisstjórnbyggiráfylgi almennings og þvi er fráleitt að tala um vísvitandi aðgerðir. Ríkisstjórnum almennt er hættar að láta um of undan stundarálíti almennings. Þegar ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir að hafa samþykkt verðhækkanir stafar þetta af því, að meðan svokölluð verðstöðvun hefur ríkt, eru allar verð- hækkanir bundnar staðfestingu ríkisstjórnarinnar, en vitaskuld mundi synjun hennar á verðhækkunum hafa leitt til vöruskorts, sem ekki hefði verið neytendum í hag. Talið er, að um þriðjungur af framfærslukostnaði sé fólginn í verði innfluttrar vöru og þjónustu, sem bundin er verðlagsákvæðum. Mín skoðun er, að ákveðin álagn- ingarákvæði séu neytendum engin vörn. Að þvi tilskildu, að unnt sé að tryggja samkeppni getur hún ein fært neytendum húsbóndavaldið í hendur og ber að stefna að þvl. Þá er talið, að búvöruverð sé tæpur fimmtungur af framfærslukostnaði. Um ákvörðun þess gilda ákveðin lagafyrirmæli, sem tryggja eiga bændum samsvarandi tekjur og viðmiðunarstéttir hafa. Því hefur verið haldið fram, að of mikil sjálfvirkni sé I þessum verðákvörðunum og þar sé ekki tekið sem skyldi tillit til breyttra búskapar- hátta og hagkvæmari framleiðslu. Bændur mega ekki bera skarðan hlut frá borði en um leið verður að tryggja hag neytenda og I því augnamiði hefur landbúnaðarráð- herra, skv. stefnuyfirlýsingu rlkisstjórnarinnar, skipað nefnd, þar sem fulltrúar hagsmunaaðila sitja á rökstólum til að endurskoða kerfi það, sem farið er eftir I þessum efnum. Loks er rétt að nefna að ýmiss konar þjónusta, sem oft er vinnuaflsfrek er um 20% af framfærslukostnaði þar af um þriðjungur rafmagn, hitaveita, póstur og slmi. Hér er um að ræða fyrirtæki, sem hafa oft eirtkarétt á sínu sviði og skortir því það aðhald, sem bein samkeppni veitir, þótt oft sé um óbeina samkeppni að ræða. Það er þvl hlutverk lýðræðislega kjörinna stjórnvalda I sveitarfélögum og á þingi að veita stjórnendum þessara fyrirtækja það að- hald, sem öllum rekstrareiningum er nauðsynlegt. Halla- rekstur opinberra fyrirtækja vegna ónógs endurgjalds fyrir þjónustu þeirra er engin lausn fyrir neytendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.