Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGUST 1976 31 Oþarfa svart- sýni að búast við öðru eins næsta sumar Litið inn á ráðstefnu norrænna veðurfræðinga und ár. Þetta gefur e.t v ekki alveg rétta mynd, því á svo löngum tima eru sveiflur miklar." — Og ekkert kvartað und- an veðrinu utan fundartima? „ Við höfum nú verið alveg sérstaklega heppin með veðrið, ráðstefnugestir hafa farið i ferðir, t.d. að Gullfossi og Geysi og alltaf hitt á sum- ar og sól." — Er ástæða til að ætla að næsta sumar verði eins vot- viðrasamt og verið hefur tvö undanfarin árá Suðurlandi? „Nei, alls ekki. Skýringin á rigningunni liggur ekki i ein- hvers konar kaflaskiptum i veðurfarssögunni. Við getum litið á það þannig, að maður standi á strönd og horfi á öldurnar í flæðarmálinu, það koma margar smáar öldur og svo allt í einu kemur ein miklu stærri, e.t.v. tvær stórar, og svo aðrar litlar á eftir. Þetta er ekki hægt að skýra né er hægt. held ég að ganga út frá þvi að þriðja aldan verði lika stór." Blaðamaðurinn hafði fyrr hitt að máli nokkra erlendu veðurfræðingana og innt þá eftir hinu sama. Þeim hafði komið saman um að ekki væri ástæða til að óttast rót- tækar breytingar i veðurfari. Aðspurðir um rigninguna i Reykjavik og áhyggjur Sunn- lendinga vöfðu þeir aðeins regnkápunum fastar að sér, áður en þeir héldu út i bilinn, sem beið þeirra. Óþarfa svartsýni að búast við sömu sögu næsta ár. „Það er alltaf erfitt að spá fyrir um veður," sagði Páll að lokum. „Það er undir svo ótal mörgu komið og ein örlitil breyting veldur annarri, sem ekki var hægt að sjá fyrir En þótt veðurfræðingum verði stundum á i messunni, þá er aldrei ástæða til að gefast upp " UNDANFARNA daga hefur staðið yfir f Reykjavfk ráð- stefna norrænna veður- fræðinga, en slfkar ráð- stefnur eru haldnar annað hvert ár og var síðast á íslandi 1966. Um 100 veðurfræðingar sátu þingið þar af 1 5 fslenzkir. „Á þinginu voru haldnir milli 30 og 40 fyrirlestrar", sagði Páll Bergþórsson blaðamanni Mbl. þegar hann innti eftir umræðuefnum veðurfræðinganna. „Líklega má segja að mengun hafi borið einna hæst. Einn fyrir- lestranna fjallaði t.d. um það hvernig segja má fyrir um flutning mengunar í and- rúmslofti. En sem dæmi um annað sem fjallað var um á ráð- stefnunni, mætti nefna fyrir- lestur sem sænski veður- fræðingurinn Carla Karlström hélt um vindorkurannsóknir, sem sænska veðurstofan er að gera. Orkuvandamálið svokallað hefur orðið til að leitað er nýrra orkugjafa og rannsóknir Svianna hafa beinzt að vindi á neðstu 200 metrum andrúmsloftsins, vindhraða, tiðni o.s.frv. — Nú, annan fyrirlestur hélt finnskur veðurfræðing- ur, Marrtti Makela, um sjálf- virk aðvörunartæki vegna hættu sem stafar af veður- fari, t.d. hálku á vegum. Einn fyrrlestranna fjallaði um tölvu, sem nota á við veður- athuganir fyrir flugumferð Sú talva fær jafnóðum allar veðurupplýsingar og vinnur úr þeirh sjálfkrafa og birtir siðan á skermi aðvaranir vegna breytinga. Þetta spar- ar veðurfræðingum mikla vinnu. Norskur veður- fræðingur, Svein Fikke, sagði frá veðurathugunum, sem notaðar voru við oliu- framkvæmdir Norðmanna. Það er ágætt dæmi um hvernig veðurfræði kemurað notum, því þær athuganir, Veðurfrœðingamir virtust eiga gó8 hKfSarföt. Páll Bergþórsson. sem gerðar voru, spöruðu 5 milljónir norskra króna i tryggingarfé." — Hvert var framlag fslenzkra veðurfræðinga ( þessum fyrirlestrum? „Það var fyrirlestur um landafræðileg áhrif á loft- steymi, sem við Sven Sig- urðsson höfum verið að vinna að." — Var nokkuð fjallað um það verðurfar, sem verið hefur i Evrópu i sumar, t.d. þurrkana erlendis, eða þá um spurningu, sem margir velta fyrir sér einkum á Suður- landi, hvort veðurfar i N- Evrópu sé að breytast til hins verra? „Nei, það var nú ekki gert. Einn fyrirlestranna var um tölfræðilegar rannsóknir á hitastigi siðustu 700.000 ár- in og þar kom að visu fram spá um að hitastig myndi að meðaltali lækka sem sam- svarar 1 gráðu næstu 5 þús-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.