Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGUST 1976 19 Braziliukaffi — IJrvalskaffi hreinlætistæki Hollensku hreinlætistækin nýkomin, margar gerðir í miklu litaúrvali. „Grohe" blöndunartækin hæfa þessum hreinlætistækjum vel. Aðalumboðsmenn A. JÓHANNSSON & SMITH HF. Brautarholt 4 — Sími 24244 Spænsk verkalýðs- hreyfing mælir gegn ferðabanni til Spánar r Athugasemd frá A.S.I. I annars ágætum útvarpsþætti þriggja ungmenna sunnud. 22. ágúst um ófrelsi á Spáni var veitzt aö Alþýðusambandi tslands fyrir hópferðir Alþýðuorlofs til Spán- ar. Töldu stjórnendur þáttarins (er ber heitið „Þistlar") að ASI hefði skorizt úr leik varðandi skipulagt ferðabann („boycott") á Spán, sem önnur verkalýðssam- tök hefðu gengizt fyrir, og þar með óbeint ljáð fasistastjórn Spánar stuðning sinn eða a.m.k. óbeint lagt blessun sína yfir at- hæfi hennar. Undir þessum ummælum vill Alþýðusambandið ekki liggja, en vonar að þessi ummæli stjórn- enda þáttarins stafi fremur af ókunnugleika en löngun til að sverta Alþýðusambandið f augum frelsisunnandi Islendinga. Þeim þremenningum hefði þó verið í lófa lagið að leita upplýsinga hjá skrifstofu ASl varðandi þetta mál og hefðu þær verið fúslega veitt- ar. 1. Um allmörg undanfarin ár hefur það verið ‘yfirlýst stefna Alþjóðasambands frjálsra verka- lýðsfélaga og aðildarsamtaka þess að hamla gegn ferðamanna- straumi til Spánar. Raunveruleg- ur árangur var þó næsta lítill enda skipulagði fjöldi ferða- og orlofssamtaka á vegum verkalýðs- hreyfingarinnar áfram ferðir til Spánar þrátt fyrir yfirlýsingar þinga og ráðstefna. Orlofssamtök þessi eru sjálfstæðar stofnanir og þótt þau séu i tengslum við verka- lýðshreyfinguna eru samþykktir hennar ekki bindandi fyrir þær. Sama gildir um Alþýðuorlof. 2. Á sl. hausti er hrikta tók i innviðum fasistastjórnarinnar fyrir alvöru voru aðgerðir gegn henni hertar af hálfu verkalýðs- hreyfingarinnar og þá — og þá fyrst — lögðu ferðasamtök verka- lýðshreyfingarinnar á Norður- löndum niður ferðir til Spánar en hófust handa um að beina ferðum launþega til Portúgals (einkum Madeira) í staðinn. 3. Þessi áróðursherferð hafði þó ekki staðið lengi þegar í ljós kom, að við þær nýju aðstæður, sem voru að skapast i landinu, taldi spánska verkalýðshreyfingin þessar aðgerðir ekki lengur rétta pólitík, heldur þvert á móti, og kom þessu áliti sínu á framfæri við systursamböndin I V-Evrópu. Þetta sjónarmið var einna skil- merkilegast sett fram i frétta- bréfi frá Alþjóðamatvælaiðnaðar- sambandinu, IUF, dags. 27. apríl sl. en þar segir á þessa leið: „Þann 14.—18. apríl sl. dvaldi Dan Gallin frkv.stj. á Spáni og átti þá viðræður við þessa fulltrúa spænsku hótelstarfsmannasam- bandanna: — Verkamannanefndina á Mallorka, sem er sósíalísk og hef- ur þó náð fullum tökum á hinum opinberu verkalýðssamtökum á eynni og sinnir því öllum verk- efnum, sem frjáls verkalýðssam- tök hafa með höndum (og hefur með því tök á 40% af tekjum Spánar af ferðamönnum). — Samband hótelstarfsfólks innan UGT á Kanaríeyjum og Malaga (Costa del Sol). Þessi samtök bæði eru í Matvælaiðnað- arsambandi UGT, en það er aftur meðlimur i IUF. (UGT hefur starfað leynilega um áratuga skeið með aðsetur í S- Frakklandi. Það á aðild að Al- þjóðasambandi frjálsra verka- lýðsfélaga. Dagana 15.—18. apríl hélt það í fyrsta sinn þing sitt í Madrid og var ASI boðið að senda þangað fulltrúa en varð að láta sér nægja að senda árnaðaróskir og tjá samstöðu með spænskum verkalýð á þessum timamótum i baráttu hans). Bæði þessi samtök leggja til ein- róma og með sömu rökum, að ferðabanni verkalýðshreyfingar- innar á Spáni verði aflétt. Rök þeirra eru þessi: 1. Virkt andóf á einu landsvæði leiðir til þess að ríkisstjórnin vís- vitandi reynir að beina ferða- mannastraumnum til annarra landsvæða. Á Mallorka t.d. eru verkalýðssamtökin mjög sterk og við minnsta tilefni gæti rlkis- stjórnin skipulagt eigið ferða- bann þar með því að beina ferða- mönnunum til staða sem lakar standa að vigi hvað skipulögð verkalýðssamtök snertir, jafn- skjótt og hótað er faglegum að- gerðum. (Þetta er einmitt það, sem hefði getað gerzt eftir að sam- bandið hótaði að stöðva allan ferðaiðnaðinn á eynni ef launa- kröfum þess væri ekki sinnt. Verkfalli, sem boðað var 17. apríl var þó aflýst þar eð orðið var við meirihluta krafna). Stjórnin mundi siðan reyna að snúa al- menningsálitinu gegn verkalýðs- samtökunum með því að kenna þeim um atvinnuleysi og sam- drátt í efnahagslifinu (allir 400.000 Ibúar Mallorka eiga sitt undir túrismanum, og rikjandi stöðnun I hótelrekstri hefur keyrt verðlag neðar en áður hefur þekkzt). Það sama gæti gerzt á Kanaríeyjum og öðrum mikilvæg- um ferðamiðstöðvum Spánar. 2. Vaxandi andóf verkalýðssam- taka um allt land á Spáni leiðir til þess, að ferðaskrifstofur beina ferðamönnum til annarra Mið- jarðarhafslanda (sögusagnir um „vaxandi ólgu meðal launþega" á Maliorka voru birtar í brezkum og þýzkum fjölmiðlum, með hvatn- ingu til ferðafólks um að leita annað). Stjórnin hagnýtir þetta í póli- tískum tilgangi, til styrktar hægri öflunum, sérstaklega ef skella mætti skuldinni af tilfinnanlegri tekjurýrnun af túrisma, þjóð- mála- og efnahagskreppu á frjálsu verkalýðssamtökin. Við þessar aðstæður hefur hið alþjóðlega ferðabann einungis þau áhrif að auka á þann þrýst- ing, sem stjórnvöld þegar beita gagnvart þeirri verkalýðshreyf- ingu, sem er að rísa úr öskunni og mótast, og sérstaklega tii að knýja á stéttvísustu svæðin, þar sem til verkfalla gæti komið, ef samtökin fá tækifæri til að treysta raðirnar og byggja sig upp. Verkalýðsfélögunum er ljóst, að ! yfirgnæfandi meirihluti ferða- ! fólks til Spánar er launþegar og beina því eindregið til evrópskra verkalýðsfélaga, að þau útskýri fyrir félögum sinum, að við nú- verandi aðstæður tjái þau sam- stöðu sina við spánska launþega bezt með þvi að halda áfram að ferðast til Spánar, jafnvel þótt þeir með þvf taki áhættuna af þvf að lenda í óþægindum vegna verkfalla. Varðandi þau rök, að ferðabann dragi úr gjaldeyristekjum Spánar og veiki með þvi stjórnina, svara verkalýðssamtökin því til, að þau virði og samþykki þann tilgang, sem upphaflega lá að baki þessum aðgerðum, en með þvi að auka á efnahagskreppu Spánar nú sé að- eins verið að leika upp i hendur hægri öflunum og auka á mögu-. leika á valdatöku ofstækisfyllsta fasistaarmsins. Slík þróun yrði alvarlegt áfall fyrir þá frjálsu verkalýðshreyfingu, sem er að rísa, mótast og skipuleggja sig um allt landið upp úr ólöglegri starf- semi.“ Svo mörg voru þau orð fram- kvæmdastjóra IUF. Af þeim er væntanlega ljóst, að aðstæður á Spáni eru sibreytilegar og að „taktik“ andstæðinga stjórnarinn- ar verður að breytast til samræm- is. Það sem er góð „spánska í dag getur verið afleit „spánska" á morgun. Það má margt að starfsemi Al- þýðusambandsins finna með nokkrum rétti, þ. á m. að nokkuð skortir á að við sýnum i verki samstöðu okkar með kúguðum stéttarsystkinum úti I heimi, af sama myndarskap og bræðrasam- tökin i nálægum löndum. Hins vegar eru því takmörk sett sem átta manna starfslið Alþýðusam- bandsins getur gert og því eðli- legt að starfskröftunum sé beint að brýnustu hagsmunamálunum hverju sinni. Það er því dálítið fljótfærnislegt að álykta sem svo, að I hvert sinn sem ASI lætur undir höfuð leggjast að mótmæla kúgun og ofbeldi sé, það að leggja blessun sina yfir ógnarstjórn og fasisma. ASl vonar því að stjórn- endur þáttarins „Þistla“ sjái sér fært að koma þessari leiðréttingu á framfæri, en þar sem þátturinn er ekki á ferð aftur fyrr en eftir hálfan mánuð, þykir óhjávæmi- legt annað en að biðja aðra fjöl- miðla að koma á framfæri þessum skoðunum spænskra verkalýðs- samtaka varðandi andróður gegn ferðalögum til Spánar. Ólafur Hannibalsson skrifstofustjóri ASl. ,Verium 0ggróöur] verndumi jandXgþ} sphrinx Málverkasýning Guðrúnar Elísabetar Halldórsdóttur að Hamragörðum, Hávallagötu 24, er opin frá 4 — 1 0. Siðasta sýningarhelgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.