Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGUST 1976 Aðeins KR hefur hlotið báða titlana EINS og frá var skýrt í blaðinu í gær hafa Akur- nesingar nú tryggt sér réttinn til þess að leika til úrslita f bikarkeppni KSÍ í áttunda sinn og jafnframt í þriðja sinn í röð. Fyrst voru Akurnesingar í úr- slitum árið 1961 og léku þá við KR. Sigraði KR í leiknum 4:3. Aftur léku KR og tA til úrslita 1963 og aftur sigraði KR, nú 4:1. Enn léku þessi lið úrslitaleikinn 1964 og urðu þá úrslit hin sömu og árið 1961, eða 4:3 fyrir KR. Árið 1965 léku Valsmenn og Akurnesingar úrslitaleikinn og lyktaði honum með sigri Vais 5:3. Liðu svo þrjú ár unz Akurnesing- ar voru aftur í úrslitum og voru Akureyringar þá mótherjar þeirra. Fyrst skyldu liðin jöfn 1:1, en i annarri lotu sigruðu Akur- eyringar 3:2. 1974 léku Skaga- menn svo til úrslita við Val og töpuðu 1:4 og í fyrra voru Kefl- víkingar mótherjar þeirra í úrslit- um og unnu 1:0. deildar ná FH að stigum og fá aukaleik um fallsætið. Tveir leikjanna fara fram í dag. I Keflavík leika heimamenn við Akurnesinga og hefst sá leikur kl. 14. I fyrri umferðinni fóru leikar svo að Akurnesingar sigruðu 4:1 og óneitanlega verða þeir að telj- ast sigurstranglegri 1 leiknum í dag, þótt vitað sé, að sigur er aldrei auðsóttur í greipar Kefl- víkinga á heimavelli. Hinn leikurinn í dag er milli Víkings og Þróttar og hefst hann kl. 15.30. Þarna er um að ræða siðasta tækifæri Þróttara til þess að halda sér uþpi í deildinni — og þó: ætlunin er að fjölga liðum í 1. deild að ári og á neðsta liðið í 1. deild nú að leika við næst efsta liðið í 2. deild um það sæti. Kl. 19 á morgun hefst leikur Fram og UBK á Laugardalsvellin- um og ætti þar að geta orðið um skemmtilegan leik að ræða. Úrslit í leikjum viðkomandi liða í fyrri umferð urðu þau að Víkingar Þessa skemmtilegu mynd tðk Friðþjófur Helgason, ljðs- myndari Morgunblaðsins i leik FH og Vals fyrr 1 sumar og sýnir hún hinn marksækna leikmann Vals, Guðmund Þorbjörnsson, eiga f höggi við Ómar Karlsson, sem er hinn einbeittnasti á svip og heldur ð knettinum sem fjör- eggi sinu. unnu Þrótt 2—0, og Fram vann UBK 1:0. Á mánudagskvöld, fer svo fram leikur KR og FH á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 19. Fyrri leik þessara liða lauk með sigri KR-inga, 2:0. 2. deild Einn leikur fór fram í 2. deildar keppninni í gærkvöldi, er Reynir og Völsungur léku á Árskógstrandarvelli. í dag fara svo fram þrír leikir: ÍBÍ og Þór leika á Isafirði, Selfoss og Haukar leika á Selfossi og KA og ÍBV leika á Akureyri. Síðastnefndi leikurinn er sá sem athygli beinist helzt að og er þar spurningin hvort Akureyringum tekst að stöðva sigurgöngu Eyja- liðsins, sem hefur verið nær óslit- in i 2. deildar keppninni f sumar. GUIF leikur við FH Ekkert lið hefur sigrað eins oft í bikarkeppni KSl og KR eða alls 7 sinnum. Fram hefur tvívegis orðið bikarmeistari, og Valur óg ÍBV hafa einnig hlotið bikar- meistaratitilinn tvívegis. Liðin sem sigrað hafa einu sinni í keppninni eru svo Akureyringar, Víkingur og Keflvíkingar. Aðeins eitt lið hefur tíl þessa bæði sigrað í íslandsmótinu og bikarkeppni KSl. Er það KR sem hlaut báða titlana árin 1961 og 1963. OPIN KVENNA- KEPPNI HJÁ GR Opin kvennakeppni fer fram hjá GR á sunnudaginn og hefst keppnin klukkan 10. Léiknar verða 18 holur með og án forgjaf- ar. Síðustu SÍÐUSTU leikir 1. deildar keppni íslandsmótsins í knattspyrnu fara fram nú um helgina og á þriðjudag- inn fer fram leikur Vals og Breiðabliks í undanúrslit- um bikarkeppni KSÍ. Að loknum þessum leikjum verður svo nokkurt hlé á knattspyrnunni og það not- að til þess að búa íslenzka landsliðið undir þau stórátök sem það á í vænd- um — leiki í heims- meistarakeppninni við leikir 1. Belgíumenn og Hol- lendinga. Þar sem úrslit eru þegar ráðin i 1. deildar keppninni, — Vals- menn orðnir islandsmeistar, — má ætla að minni spenna verði I leikjum helgarinnar en oftast áð- ur. Þeir geta þó allir ráðið úrslit- um um stöðu viðkomandi liða i deildinni og hafa þar sum að ýmsu að keppa, sérstaklega þó Akurnesingar, Framarar og Þróttarar. Akranes og Fram keppa um annað sætið í mótinu, en það þýðir einnig þátttökurétt i UEFA-bikarkeppninni að ári, og enn á Þróttur smámöguleika á að Baráttan sennilega miE IR og KR í bikarkeppni FRÍ 11. BIKARKEPPNI Frjálsíþrðtta- sambands tslands fer fram á Laugradalsvellinum nú um helg- ina, og keppa þar sex lið um titil- inn „Bikarmeistari 1 frjálsum iþróttum 1976“. Frá þvi að bikar- keppninni var fyrst komið á lagg- irnar árið 1966 hefur þarna verið um að ræða skemmtilegasta frjálsíþróttamðt sumarsins, enda jafnan hörð stigabarátta milli fé- laganna. KR vann bikarkeppnina fimm fyrstu árin 1 röð, en tapaði siðan titlinum til UMSK, sem hélt honum eitt ár. Síðan hafa lR ingar sigrað f jðrum sinnum í röð. Bikarkeppnin er nú orðin mun umfangsmeiri en hún var í fyrstu, þar sem keppt er nú i 1. 2. og 3. deild. Var byrjað að keppa í 2. deild árið 1974, en 3. deildar keppnin fór í fyrsta sinn fram I sumar. Þau sex lið, sem taka þátt í keppninni að þessu sinni, eru lið Ármanns, Skarphéðins, HSÞ, ÍR, KR og UMSK. Eru alls skráðir 111 keppendur til leiks. Verður lið HSK fjölmennast en í því eru 29 iþróttamenn. i liði UMSK eru 17, í liði Ármanns og ÍR 14, og í liðum KR ogHSÞeru 12. Ætla má að bikarkeppnin verði óvenjulega jöfn og tvísýn að þessu sinni og verða það að öllum likindum KR-ingar og ÍR-ingar sem berjast um sigurinh. Sem kunnugt er hafa KR-ingar fengið góðan liðsauka frá því í fyrra, þar sem eru m.a. Guðni Halldórsson, Hreinn Halldórsson og Elías Sveinsson og er líklegt að þeir setji meira en litið strik í reikn- inginn að þessu sinni. Þeir, sem hafa verið að spá um úrslit i keppninni að þessu sinni, hallast þó að sigri ÍR-inga, en telja að munurinn verði innan við tíu stig, þannig að ljóst má vera að lítið má út af bera til þess að úrslit skipist á annan veg en ætlað er. Er það einkum í kvennagreinun- um sem ÍR-liðið er sterkara en KR-liðið, en búast má við að keppnin I karlagreinum verði mjög jöfn. Keppnin hefst kl. 14 í dag og verður tímaseðill hennar þannig: Laugardagur: Kl. 14.00: 400 metra grindahlaup, hástökk kvenna, spjótkast kvenna og langstökk karla. Kl. 14.10: Kúluvarp karla Kl. 14.20: 200 metra hlaup karla Kl. 14.30: 100 metra hlaup kvenna Kl. 14.40: 3000 metra hlaup karla Kl. • 14.55: Spjótkast karla, há- stökk karla og kúluvarp kvenna Kl. 15.00: 400 metra hlaup kvenna Kl. 15.25: 1500 metra hlaup kvenna Kl. 15.40: 800 metra hlaup karla Kl. 15.50: sleggjukast Kl. 15,55: 4x100 metra boðhlaup kvenna Kl. 16.10: 4x100 metra boðhlaup karla Sunnudagur: Kl. 14.00: 100 metra grindahlaup kvenna, stangarstökk og kringlu- kast karla. Kl. 14.10: þristökk Kl. 14.25: 110 metra grindahlaup Kl. 14.40: 1500 metra hlaup karla Kl. 14.55: 100 metra hlaup karla Kl. 15.00: langstökk kvenna Kl. 15.10: 800 metra hlaup kvenna, kringlukast kvenna Kl. 15.20: 400 metra hlaup karla Kl. 15.30: 5000 metra hlaup karla Kl. 15.55: 200 metra hlaup kvenna Kl. 16.10: 1000 metra boðhlaup karla. Allt fremsta frjálsíþróttafólk landsins mun verða meðal kepp- enda i bikarkeppninni að þessu sinni og má nefna að Lilja Guð- mundsdóttir, ÍR, kemur frá Svíbióð til keopninnar. EINS og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu er sænska 1. deildar liðið í handknattleik, GUIF, statt hérlendis um þessar mundir á' vegum FH. Munu Svíarnir leika við FH-inga í íþróttahúsinu i Hafnarfirði í dag og hefst sá leikur kl. 15. Verður væntanlega fróðlegt að sjá hvern- ig íslands- og bikarmeisturum FH vegnar í baráttunni við Svíana, en sagt er að sænska liðið sé mjög gott og leiki skemmtilegan hand- knattleik. VALUR varð íslan^smeistari í knattspyrnu í öðrum aldurs- flokki, en síðasti leikur úrslita- keppninnar fór fram í fyrrakvöld. Léku þá lið Fram og Reynis í Sandgerði og þurftu Framarar að vinna þann leik til þess að fá aukaleik við Val um titilinn þar sem Valsmenn höfðu áður unnið Revni os síðan hafði orðið iafn- Að undanförnu hefur það leikið æfingaleiki við islenzk lið og er Morgunblaðinu kunnugt um að það vann Hauka með 22 mörkum gegn 14. Þekktasti leikmaður GUIF er Bo Anderson sem leikið hefur rösklega 70 landsleiki fyrir Svia og í liðinu er einnig annar sænsk- ur landsliðsmaður, markvörður- inn Claes Hellgren, sem þykir mjög snjall og reyndist Haukum erfiður í fyrrnefndum æfingaleik. tefli í leik Vals og Fram. En í leiknum i fyrrakvöld komu Reynispiltarnir verulega á óvænt og gerðu jafntefli við Fram 1—1, þannig að lokastaðan í úrslit- unum varð sú að Valur hlaut 3 stig, Fram 2 stig og Reynir 1 stig. Munu Valspiltunum verða afhent verðlaun síðar, þar sem þeir voru ekki viðstaddir er siðasti leikur- inrrfór fram. VALUR MEISTARI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.