Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 7
MORC.UNBLAÐIÐ, LAUC.ARDAGUR 28. ÁGUST 1976 Undarleg viðbrögð Einkennileg eru við- brögð Þjóðviljans við forystugrein f Morgun- blaðinu fyrir nokkrum dögum, þar sem hvatt var til þess, að almanna- tryggingakerfið yrði tekið til rækilegrar skoðunar, ekki f þeim tilgangi að hverfa frá meginmarkmiðum trygginganna, heldur til þess að finna þau göt í þessu umfangsmikla kerfi, þar sem peningar skattgreiðenda kynnu að renna út til þeirra, sem ekki þyrftu á þeim að halda. Af þessu til- efni segir f forystugrein kommúnistablaðsins f gær: „Morgunblaðið hefur fundið leið til þess að spara rfkisútgjöldin og bæta stöðu rfkissjóðs ... Aðferðin er fólgin f þvf að veita sérstakt að- hald við greiðslu á bót- um almannatrygginga. 1 leiðara Morgunblaðs- ins á miðvikudag er hvatt til þessa og raun- ar er gengið mun lengra, því að þar er býsnazt yfir þátttöku rfkisins f kostnaði við lyfjakaup sjúklinga. Sjúkir og aldraðir eru þeir, sem þarf að veita aðhald f efnahagsmál- um, að dómi Morgun- blaðsins. Þar á að spara, þar á að byrja, ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, en hlffa hákörlunum." Allt er þetta eintómur þvættingur, en undarlegt er það ef kommúnistar eru and- snúnir þvf, að komið verði f veg fyrir óeðli- legar fjárgreiðslur til þeirra, sem ekki þurfa á þeim að halda, en það er einmitt ein af þeim leiðum, sem hægt er að fara til þess að auka fjárgreiðslur til hinna, sem þeirra þurfa með. Trygginga- kerfið Almannatrygginga- kerfið er orðið geysi- lega umfangsmikið. Það tekur til sfn vaxandi hluta af peningum skattgreiðanda á ári hverju og það gefur auga leið, að það kerfi þarf að vera býsna full- komið tii þess að engin göt séu á því, en hingað til höfum við íslending- ar ekki haft þá reynsiu af opinberum stofnun- um og opinberum rekstri, að hann sé svo fullkominn, að þar megi ekkert að finna. Það, sem máli skiptir nú, er að finna þá þætti í tryggingakerfinu, sem Ifklegastir eru til þess að hægt verði að spara m.a. hinum bótaþurfi til framdráttar og hljóta augu manna ekki sízt að beinast að rekstri sjúkrahúsa f landinu, sem er grfðar- lega kostnaðarmikill og raunar svo mjög, að með algerum ólfkind- um er. Rekstur sjúkra- húsa er að sjálfsögðu bæði vandasamur og viðamikill, en það hlýt- ur að vekja spurningar, ef starfsmannafjöldi er jafnvel fjórfaldur mið- að við tölu þeirra sjúkl- inga, sem þarfnast um- önnunar. I forystugrein Morgunblaðsins á dög- unum var athygli vakin á því, að sum lyf væru afhent ókeypis. Þessi regla mun hafa rfkt um nokkuð langt skeið vegna þeirra, sem talið er að þurfi lffsnauðsyn- lega á lyfjum að halda. Nú á þessu vori mun einhverjum lyfjum hafa verið bætt á Iista þeirra Iyfja, sem engin greiðsla kemur fyrir. Þetta eru rök út af fyrir sig, en alltaf er það álitamál hvernig með skuli fara. Engum þarf að detta f hug, að slfk lyf þurfi einungis þeir, sem ekki hafi efni á að greiða fyrir þau. Allt er þetta álitamál. Aðal- atriðið er, að trygginga- kerfið f heild sinni og þá er ékki einungis átt við bótagreiðslur til ellilffeyrisþega, öryrkja og annarra slfkra, heldur ekki sfzt sjúkratryggingakerfið, er orðið svo umfangs- mikið og dýrt að það væri stórkostleg van- ræksla af hálfu stjórn- vaida að endurskoða ekki rækilega ýmsa þætti trygginganna á ári hverju til þess að komast að raun um, með hverjum hætti ná má fram sem mestri hagkvæmni. ftksöur á motgun DÓMKIRKJAN Messa kl. 11 árd. Séra Óskar J. Þorláksson dómprófastur. NESKIRKJA Guðþjónusta kl. 11 árd. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. LAUGARNESKIRKJA Messa kl. II árd. Séra Garðar Svavars- son. FfLADELFÍUKRIKJAN Al- menn guðþjónusta kl. 8 síðd. Einar J. Gíslason. HALLGRÍMSPRESTAKALL Messa kl. 11 árd. Séra Einar Sigurbjörnsson, Reynivöllum, prédikar. Sr. Karl Sigurbjörns- son. LANDSPÍTALINN Messa kl. 10 árd. Séra Guðmundur Þorsteinsson. GRENSASKRIKJA Messa kl. 11 árd. Séra Halldór S. Gröndal. BORGARSPlTALINN Messa kl. 9.45 árd. Séra Halldór S. Gröndal. BREIÐHOLTSPRESTAKALL Messa í Bústaðakirkju kl. 11 árd. Séra Jónas Gislason prédikar. Fermd verður: Óla Laufey Sveinsdóttir frá Kali- forníu. Altarisganga. Séra Lár- us Halldórsson. Guðspjall dagsins: Lúk. 18, 9—14.: Farfsei og toll- heimtumaður. Litur dagsins: Grænn. Táknar vöxt, einkum vöxt hins andlega lffs. GRUND — elli og hjúkrunar- heimili. Messa kl. 2 síðd. Séra Lárus Halldórsson messar. DOMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti. Lágmessa kl. 8 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. HÁTEIGSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Jón Þorvarðsson. ASPRESTAKALL Messa kl. 2 siðd. að Norðurbrún 1. Séra Grímur Grímsson. BUSTAÐAKRIKJA Messa kl. 11 árd. Séra Jónas Gislason prédikar. Fermd verður: Óla Laufey Sveinsdóttir frá Kaliforníu. Altarisganga. Séra Lárus Halldórsson. LANGHOLTSPRESTAKALL Guðþjónusta kl. 11 árd. Einleik- ur á klarinett: Kjartan Óskar- son. Einsöngur Ólöf K. Harðar- dóttir og kór kirkjunnar. Sókn- arnefndin. HJALPRÆÐISHERINN kl. 11 árd. Helgunarsamkoma. Ungbarnavígsla. Kl. 4 siðd. Hersamkoma á Lækjartorgi (ef veður leyfir). Kl. 8.30 siðd. Hjálpræðissamkoma. Ofursti Sven Nilsson og frú ásamt for- ingjum frá Akureyri og ísafirði tala. Kapt. Daníel Óskarsson. KIRKJA ÓHÁÐA safnaðarins. Messa kl. 11 árd. Séra Emil Björnsson. KÓPAVOGSKIRKJA Guðþjón- usta kl. 11 árd. Séra Bjarni Sig- urðsson lektor frá Mosfelli prédikar. Séra Arni Pálsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Páll Þórðarson í Njarðvíkum pré- dikar. Séra Bragi Friðriksson þjónar fyrir altari. Sóknar- nefnd. KEFLAVÍKURKIRKJA Æsku- lýðssamkoma í kvöld, laugar- dag, kl. 8.30. Guðþjónusta kl. 11 árd. Séra Ólafur Oddur Jöns- son. STRANDARKRIKJA Messa kl 11 árd. Sóknarprestur. GAULVERJABÆJARKIRKJA Guðþjónusta kl. 2 siðd. Sóknar- prestur. BERGÞÓRSHVOLSPRESTA- KALL Messa í Krosskrikju kl. 2 síðd. Séra Jón Thorarensen prédikar. Sóknarprestur. HALLGRÍMSKIRKJA i Saur- bæ. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Alt- arisganga. Séra Jón Einarsson. AKRANESKIRKJA Messa kl 10.30 árd. Séra Björn Jónsson. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUUIASINí.A- SIMINN KR: 22480 UMSJON: A.B. Daphne mezereum almennt notað til þess að eitra fyrir úlf og ref Töfra- trénu er oftast fjölgað með sáningu. Berjunum má sá úti eða í reit en oft tekur það þau 2— 3 ár að spira IÐ (Forsythia) —- afskornar greinar sem við kaupum í blómaverzlunum síðla vetrar og hafa þann skrítna sið að bera blóm áður en nokkur blöð koma til sögunnar. En vorgullið er of viðkvæmt fyrir okkar umhleypingasömu veðráttu Börkur trésins er einnig eitraður en bæði hann og berin hafa mikið verið notuð til allskonar lækninga á liðn- um öldum og hafa jafnvel komizt inn á lyfjaskrár margra landa Smyrsl og te af berkinum var notað við margvíslegustu kvillum svo sem hálsbólgu, tannpinu, tiðaverkjum og sýfilis Einnig sem uppsölulyf og ýmisskon- ar smyrsl og plástra Sagt er Hinsvegar er annar runni eða lítið tré sem hefur þenn- an sama sið og sem við get- um hæglega ræktað i garðin- um okkar Það er TÖFRA- TRÉ, (Daphne mezereum) sem eldsnemma á vorin þek- ur greinar sinar með rósrauð- um eða hvitum ilmandi lika að sums staðar í Evrópu hafi ..fölnandi jómfrúr" núið berkinum á kinnar sér svo þeim roðnuðu að nýju rósir á vöngum, en börkurinn ertir og brennir húðina. Þá var plantan og mikið notuð i alls- kyns töfrabrall og galdra- seyði svo sem islenzka nafnið bendir til en sem hér yrði of langt upp að telja Á norsku er hún nefnd Tysbast og á sænsku Tived sem hvort- tveggja er dregið af guða- nafninu Týr og tivar (guðir) En í norrænni goðafræði átti hinn ógurlegi Fenrisúlfur að vera fjötraður með basttrefj- um (tysbast) þessa litla trés. Margur er knár þótt hann sé smár blómum og vekur alltaf óskipta athygli og aðdáun ekki sizt þegar það ris hnakkakert úr hafi blómstr- andi krókusa og annarra jarð- bundnari vorgesta. Eftir blómgun klæðist svo tréð blágrænu fingerðu laufi og i stað blómanna ber það nú hárauð og girnileg ber, sem þó ekki eru raunveruleg ber heldur steinaldin En ,,oft er flagð undir fögru skinni" og vissara er að fjar- lægja berin áður en þau roðna — að minnsta kosti þar sem börn eru á ferli — þvi að þessir girnilegu pvextir eru eitraðir og hafa valdið slysum á börnum erlendis Jafnvel er talið að 10—12 ber séu banvænn skammtur fyrir ung börn Hinsvegar tina þrestirnir oft berin jafn- óðum og þau þroskast og sýnist ekki verða meint af Má það merkilegt heita þvi sagt er að i Noregi hafi börk- ur og ber töfratrésins verið Töfratréð hefur nokkuð verið ræktað hér á landi, einkum í steinhæðum og beðum með lágvöxnum runnum og reynzt allharð- gert Kalkrikur og frekar rak ur jarðvegur er talinn henta þvi bezt Ó.B.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.