Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 32
VSINGASÍMÍNN ER: 22480 3Har0nn<iIa{>i!> LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1976 Engin vfcbending um hver ódæffið framdi Frá komu NORDLIS Geir Hallgrímsson forsætisráðherra ræðir við Odvar Nordli forsætisráðherra Norðmanna, en til hægri stendur Eivind Bolle, sjávarútvegs- ráðherra Norðmanna. Frumvarp um 200 mílur lagt fram í næstu viku í Osló — sagði Nordli við komuna til íslands ÞAÐ var þoka og slagveðursrign- ing á Keflavfkurflugvelli sfðdegis f gær, þegar forsætisráðherra Noregs, Odvar Nordli, og föru- neyti hans komu til landsins f þotu frá Arnarflugi. Geir Hall- grfmsson forsætisráðherra og Erna Finnsdðttir kona hans tðku á mðti Nordli og frú Marit konu hans við komuna. 1 fylgd með norska forsætisráðherranum eru Framhald á bls. 15 Morðið við Miklubraut: Seinni vélasamstæðan kann að verða flutt á brott Érá Kröflu Ekki ástæða til að breyta framkvæmda áætluninni, segir orkumálastjóri 0 AF hálfu Orkustofnunar hefur verið rætt um það við fulltrúa iðnaðarráðune.vtis hvort ekki sé hugsanlegt að flytja sfðari véla- samstæðuna f Kröfluvirkjun á brott af svæðinu og á öruggari stað. Þessi vélarsamstæða var nýlega flutt á Kröflusvæðið og er komin inn f stöðvarhúsið, en f samtali við Morgunblaðið f gær sagði Jakob Björnsson orkumála- stjóri, að mjög kæmi til greina að flytja hana aftnr á brott og á öruggari stað meðan núverandi ástand á svæðinu rfkir. Er f athugun með geymslustað fyrir samstæðuna, ef til þess kemur að hún verði flutt á brott. Einnig er f athugun með að láta ryðja varnar- garða á Kröflusvæðinu með tilliti til hættunnar á eldgosi. 0 Hins vegar hefur Orkustofnun ekki talið ástæðu til að breyta framkvæmdahraða á Kröflusvæð- inu vegna sjálfrar virkjunar frá þvf sem nú er, þrátt fyrir greinar- gerð jarðvfsindamannanna fjögurra og ályktana þeirra, sem Mbl. birti f gær. t samtali við Morgunblaðið sagði orkumála- stjóri, að hann fengi ekki séð að f greinargerðinni kæmu fram neinar nýjar upplýsingar um ástand og þróun á Kröflusvæðinu frá þvf að Orkumálastofnunin sendi iðnaðarráðuneytinu greinargerð sfna 10. ágúst, þar sem fram kom að stofnunin teldi ekki ástæðu til að breyta fyrri framkvæmdaáætiun, en ástæða væri til aukinnar aðgæzlu. Telur orkumálastjóri að f ályktun jarð- vfsindamannanna fjögurra um goshættuna á Kröflusvæðinu séu of mörg óljós atriði varðandi raunverulega goshættu, að þær réttlæti jafn afdrifarfka ákvörðun og þá að fresta fram- kvæmdum á svæðinu um þessar mundir er verið að vinna að nýj- um athugunum á svæðinu. 0 Allflestir jarðfræðingar sem starfa á vegum Orkustofnunar eru sömu skoðunnar og jarð- vfsindamennirnir fjórir, sem rit-> uðu undir greinargerðina, og þá greinir ekki á f einum megin- atriðum um þær ályktanir sem draga megi af jarðfræðilegu ástandi á Kröflusvæðinu og ástandi þar, að þvf er Haukur Tómason jarðfræðingur hjá Okrustofnun tjáði Mbl. f gær. Kvað hann eins konar sönnunar- skyldu vera látna hvfla á vfsinda- mönnum um að gos yrði. „Ágreiningsatriðið varðandi framkvæmdirnar við Kröflu er þvf kannski einna helzt það, hvenær þeim, sem ákvörðunar- valdið hafa, ber að fara eftir ráð- leggingum." ENGAR NÝJAR UPPLÝSINGAR „Ég fæ ekki séð að I greinargerð jarðvlsindamanna fjögurra komi fram neinar upplýsingar, sem Orkustofnun hafði ekki þegar slðasta greinargerð stofnunarinnar til iðnaðarráðuneytisins var samin I kringum 10 ágúst, og við Þýzku lögreglu- mennirnir lið- sinna við rannsóknina RANNSÓKNARLÖGREGLAN vann seint f gærkvöldi áfram að rannsókn morðmálsins að Miklu- sjáum ekki ástæðu til neinna breyttra tillagna til ráðuneytisins varðandi fram- •tvæmdirnar," sagði Jakob Björnsson orkumálastjóri I samtali við Morgun- blaðið I gær Jakob sagði, að hins vegar væri nú verið að vinna að nýjum mælingum á landrisinu, en ennþá lægi ekki fyrir niðurstaða úr þeim „Við væntum, að það verði þó fljótlega, og ég skal ekkert um það segja á þessu stigi hvað út úr þessari athugun kemur Orkustofnun fylgist þannig mjög rækilega með þróun á svæðinu, og það er fylgzt með fleiri heldur en skjálftum, þvl einnig er mælt landris, hveravirkni, sprungu- hreyfingar, gerðar þyngdarmælingar og fleira I þó veru Við reyndum slðan að draga okkar ályktanir af öllum þess- um upplýsingum I heild, enda þótt Ijóst sé að ekki eru allir þessi þættir Framhald á bls. 18 braut 26, þar sem 57 ára gömul kona, Lovfsa Kristjánsdóttir Eiriksgötu 17, fannst látin seint f fyrrakvöld, og með slfka höfuð- áverka, að Ijóst þykir, að henni hefur verið ráðinn bani. Þá hafði ekkert nýtt komið fram við rann- sókn málsins, er varpað gæti Ijósi á það, með hvaða hætti ódæðis- verkið hafi verið framið. Morðtól- ið hafði þá ekki komið f leitirnar, þrátt fyrir vfðtæka leit f nágrenni hússins, og að sögn lögreglunnar hefur ekkert komið fram, sem bent gæti til þess, hver ódæðið hefði framið. Fjölmennt lið rann- sóknarlögreglumanna vann að rannsókn málsins f allan gærdag undir stjórn Njarðar Snæhólm aðalvarðst jóra og Gfsla Guð- mundssonar rannsóknarlögreglu- manns. íslenzku rannsóknarlögreglu- mennirnir hafa síðan notið lið- styrks v-þýzku lögreglumann- anna, þeirra Karls SchUtz lögregluforingja og dr. Kiesling rannsóknarstofumanns, sem báð- ir fóru á morðstaðinn í gær- morgun og hafa aðstoðað og lagt á ráðin um hvernig rannsókninni verði háttað. Svo sem kunnugt er var það sambýlismaður konunnar, sem gerði lögreglunni aðvart og fór fram á aðstoð til að komast inn f fbúðina að Miklubraut 26 til að huga að konunni. Húsráðendur þar, mæðgur, eru erlendis og hafði konan tekið að sér að líta eftir fbúðinni og vökva blóm meðan þær væru erlendis. Þegar leið á fimmtudagskvöldið fór Framhald á bls. 18 Geir Hallgrímsson forsætisráðherra: Samstarf ólíkra hagsmunahópa tfl að draga úrverðbólguþróun Ný löggjöf um verð- lagsmál á næsta þingi GEIR Hallgrfmsson forsætis- ráðherra skýrir frá þvf f viðtali við Morgunblaðið f dag, sem birt er á bls. 12—13, að innan ríkisstjórnarinnar hafi verið rætt um að efna til samstarfs ólíkra hagsmunahópa til þess að kanna orsakir verðbólguþró- unarinnar hér á landi undan- farin ár. Er hugmynd rfkis- stjórnarinnar sú, að slfkt sam- starf gæti leitt til tillögugerðar um ráðstafanir til að draga úr verðbólguþróuninni. t viðtali þessu kom m.a. einnig fram eftirfarandi atriði: 0 Gert er ráð fyrir, að ný löggjöf um verðlagsmál verði sett á næsta þingi. 0 Ekkert hefur verið ákveðið um framhald við- ræðna við EBE um fiskveiði- mál og rfkisstjórnin hefur engan áhuga á að knýja á um þessar viðræður. 0 Lffsnauðsyn er að gera umbætur á lögum, reglum og framkvæmd á sviði dóms- mála, skattamála og banka- kerfis til þess að koma f veg fyrir misferli, og upplýsa um þau. 0 Rfkisstjórnin leggur áherzlu á endurbætur á skattalöggjöf til þess að eyða misrétti og tryggja réttlæti f skattlagningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.