Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGUST 1976 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna \ Hárgreiðslunemi óskast hálfan eða allan daginn, strax Hárgreiðslustofan Venus, sími 21777. Bílstjóri óskast Viljum ráða bílstjóra (karl eða konu) á sendiferðabíl. Starfinu fylgir einnig lager- varzla. BHkk og stá/ hf. Bíldshöfða 12, sími 3664 1 og 383 75. Lögfræðiskifstofa í miðborginni óskar eftir að ráða stúlku til vélritunar og almennra skrifstofustarfa hálfan daginn (eftir hádegi) Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Lögfræðiskrifstofa — 2967". Atvinna — Iðnaður Viljum ráða iðnverkamenn til starfa í verksmiðju vorri nú þegar eða eftir sam- komulagi. Góð vinnuaðstaða. Ódýrt fæði á staðnum 5 daga vinnuvika Eftirvinna ef þess er óskað. Upplýsingar hjá verk- stjóra. H.F. Raftæk/averksmiðjan Lækjargötu 22 Hafnarfirði Simar 50022 50023 Óskum eftir að ráða karl eða konu til vélritunar og bókhaldsstarta þarf að geta tekið strax til starfa Upplýs- ingar á skrifstofu okkar (ekki í síma) næstu daga frá kl. 10 —12. Bjarni Bjarnason Birgir Ó/afsson Löggiltir endurskoðendur Laugavegi 120, Reykjavík. Aðstoðarstúlka óskast á tannlækningastofu, sem fyrst. Umsóknir sendist Mbl. merkt: „Tann- lækningastofa 6195". Ritari Opinber stofnun óskar eftir að ráða ritara. Starfið er meðal annars fólgið í vélritun eftir handriti og segulbandi á íslenzku og erlendum málum. Starfið krefst góðrar kunnáttu í ísenzku, leikni í vélritun og hæfni til að vinna sjálfstætt. Verzlunar- eða Samvinnuskólamenntun æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 3. september n.k. merktar ritari — 2782. Gjaldkeri — Ritari Óskum að ráða frá 1. september gjald- kera með góða bókhalds- og vélritunar- kunnáttu. Einnig frá 15. september vél- ritara til starfa við innlendar og erlendar bréfaskriftir hálfan daginn Upplýsingar á skrifstofunni, en ekki gefnar í síma. Raftækjaverksmiðjan h. f. Lækjargötu 22 Hafnarfirði Hjúkrunar- fræðingar — Ijósmæður og sjúkraliðar Óskast til starfa hálfan daginn Upplýsingar hjá yfirhjúkrunarkonu. Elli- og Hjúkrunarheimilið Grund. Minning: Freyja Finnsdóttir og Jón ísleifsson Um sólarlagsbil 22. þ.m. barsl mér sú harmafregn, að hjónin Jón ísleifsson og Freyja Finnsdóttir i Stykkishólmi hefðu á snöggu augabragði verið burtkölluð af sviði hins jarðneska lífs, bæði í senn. Þau létust í umferðarslysi við Hraunháls í Helgafellssveit á heimleið til Stykkishólms. Þessi dánarfregn kom eins og reiðar- slag yfir heimabyggð þeirra og héraðsbúa. Vitað er að vísu, að enginn virðist með öllu óhultur í hinni hraðvaxandi umferð á þjóð- vegum landsins. Óhöpp og slys henda af ýmsum orsökum. En þegar grandvar og gætinn öku- maður, víðurkenndur ökukennari um áratugaskeið og einstakur reglumaður í hvívetna er kallaður svo sviplega á dauðans fund með þessum hætti, með eiginkonu sína sér við hlið, á leið, sem þeim var báðum svo vel kunn frá fornu fari, er von, að menn setji hljóða. Spurningar vakna, sem erfitt er að svara. En allt er í heiminum hverfult og enginn fær breytt dauðans dómi. — Ævisaga hinna látnu sæmdar- hjóna verður ekki rakin í þessum fáu kveðjuorðum. Þau voru bæði af breiðfirskum ættum, lifðu og störfuðu allan sinn ævidag i breiðfirsku umhverfi og luku miklu dagsverki. Jón vann m.a. við fiskmat, útgerð og ökukennslu og árum saman önnuðust þau hjónín rekstur kvikmynda- og samkomuhússins i Stykkishólmi. Samviskusemi þeirra var frábær. Þau máttu ekki vamm sitt vita í neinni grein. Heimili þeirra við Laufásveginn í Stykkishólmi var þekkt að myndarbrag, reglusemi og samhjálp. Þar ólust upp synir þeirra, þrír, Isleifur, Finnur og Eggert, sem allir eru búsettir í Stykkishólmi, ásamt fjölskyldum sínum, hinir mestu efnis- og dugnaðarmenn. — Góð heimili eru traustustu hornst'einar þjóð- félagsins og gifta og framtíðarvon hverrar byggðar. Alúð og iðju- semi við dagleg störf er ómetan- leg. En ekki má gleyma að þakka það, sem margir góðir samherjar leggja á sig við ólaunuð félags- + Maðunnn minn BÆRING NÍELSSON frá Sellátri Bókhloðustlg 2, Stykkishólmi verður jarðsunginn frá Slykkishólmskirkju mánudaginn 30 ágúst kl 2 eftir hádegi Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélagíð Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir málastörf. Á þeim vettvangi reyn- ir oft á hið sanna manngildi, þegnskap og þjóðhollustu. Þau hjónin unnu mikið að almennum félagsmálum í Stykkishólmi. Auk þess studdu þau starfsemi Sjálf- stæðisflokksins alla tíð af ráðum og dáð. Jón var árum saman for- maður „Skjaldar" I Stykkishólmi og Freyja í stjórn félags sjálfstæð- iskvenna á Snæfellsnesi. Fyrir öll þessi óeigingjörnu störf, ágæt kynni og vináttu skulu þeim nú færðar innilegar þakkir að leiðar- lokum. Mínningin lifir, þótt mað- urinn deyi. Við hjónin sendum sonum þeirra, aðstandendum öll- um og vinum innilegar samúðar- kveðjur. Friðjón Þórðarson. Kveðja frá konum í Kvenfélaginu Hringnum, Stykkishólmi. Þegar sú harmafregn barst okk- ur Stykkishólmsbúum á sunnu- dagskvöld þ. 22. ágúst að hjónin Freyja Finnsdóttir og maður hennar Jón Isleifsson hefðu beðið bana í bílslysi setti alla hljóða. Við vildum vart trúa því að þau svo full af starfsorku og góðvild væru burt kölluð svo snöggt, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Það er ekki ætlun okkar að rekja ætt þeirra og uppruna hér, aðeins nokkur kveðju- og þakkarorð frá félaginu hennar sem hún unni og bar hag þess og velferð fyrir brjósti. Freyja var virkur félagi í Kvenfélaginu Hringnum, í mörg ár var hún t.d. gjaldkeri, sam- fleytt í 13 ár, auk þess vann hún mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Hún var kosin formaður félags- ins 1974 og endurkjörin í janúar s.l. Hún naut trausts og virðingar allra félagskvenna sem og ann- arra samborgara sinna. Freyja hafði mikinn félagsþroska, var sérstaklega samvinnuþýð og til- lögugóð og hafði ávallt gott til málanna að leggja. Áhugi hennar á velferð og framgangi bæjarfé- lags okkar var mikill og væri leit- að til hennar sem einstaklings eða formanns félagsins vann hún af rósemi, festu og dugnaði. Málefni og aðhlynning aldraðra var eitt af hennar aðaláhugamálum, hún sá knýjandi þörfina til að koma upp dvalarheimili aldraðra og ef hennar hefði notið lengur við þá var mikils að vænta í þeim mál- um. Nú þegar við stöndum frammi fyrir því að við njótum ekki for- ystu Freyju lengur koma ótal minningar fram i hugann um hennar ötula og óeigingjarna starf. Minningar sem við geymum og varðveitum um þessa góðu konu og hennar trausta lifsföru- naut, Jón, sem var henni sam- hentur að vinna vel að öllum mál- um, og kunnum við honum ekki síður þakkir fyrir alla hans hjálp og aðstoð i sambandi við félagið. Þó okkar missir sé mikill í Hringnum og skarðið vandfyllt þá er missir ástvina þeirra meiri. Synirnir, tengdadæturnar og barnabörn svo og aldraðir foreldr- ar hennar og skyldmenni öll trega nú þessi heiðurshjón og viljum við senda þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góð hjón lifir björt og hrein. Haf- ið hjartans þökk fyrir allt og allt. Stjórnin. Hafa skal það sem sannara er 1 HEILSUVERND, 3ja hefti 1976, eyðir ritstj. BLJ, tveim síðum til að skýra frá aðalf. Pöntunarfé- lagsins. Og aðalatriði frásagnar hans er endurtekning marghrak- inna ósanninda. Það eru ÖSANNINDI að þing- tillagan, sem BLJ hampaði í Tím- anum, og á aðalfundinum, hafi verið samþykkt á fundi P.fél. 28- 9-73. Hún var ekki einu sinni bor- in upp á fundinum, hvað þá sam- þykkt. Þessa fölsun sannaði ég í leiðréttingum I Morgunbl. 21-5-76. —’ Samt éhdúrlök ‘ BL'J" hana’ á aðalf. en þar lét ég fundargerða- bókina leiðrétta hann. Samt flyt- ur hann sömu ósannindin í Heilsuvernd. Slíku ástfóstri hefur hann tekið við ósannindin. Ósannindi — áður leiðrétt — að sameining P.fél. og NLFÍ hafi hlotið lögformlega samþykkt. — Einnig er áður á það bent, að á báðum fundunum, þar sem fjallað var um málið, var atkvæða- greiðsla FÖLSUÐ. Rangt er skýrt frá tildrögum aðalfundarins. Ósannindi, að stj. P.fél. „hafi láðst að ganga lögformlega frá yfirtöku NLFl á P.fél...“ Til þess hafði hún ENGA heimild. Rangt, að spurt hafi verið „hvort ekki ætti að taka fyrir ákvörðun um sameiningu P.fél. og NLFÍ“. — Það var BLJ sjálfur, sem spurði fundarstj. — EFTIR að búið var að slíta fundi, hvort ekki ætti að taka til mræðu „að leggja félagið niður“. Að þessu eru næg vitni. í víðlesnu blaði bar BLJ stjórn 'NLFt þeim sökum, að ekkert væri að marka samþykktir hennar. — Það var hrakið. — Nú ber hann marghrakin ósannindi á borð fyr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.